Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja,
BSRB, er með hugmyndir um að lækka
skattprósentu tekjuskatts á einstaklinga veru-
lega, jafnvel allt niður í 20% og sama prósenta
yrði þá á fjármagnstekjuskatti, sem nú er 10%,
og tekjuskatti fyrirtækja, sem nú er 18%.
Myndi lækkun sem þessi á tekjuskatti ein-
staklinga nema 18,55 prósentustigum. Sömu
hugmyndir ganga út á að hæstu jaðarskattar
fari ekki upp fyrir 40% en þeir eru nú 58,55%.
Útfærsla þessara hugmynda liggur í öllum
aðalatriðum fyrir að sögn Gunnars Gunn-
arssonar, hagfræðings BSRB, en höfuðmark-
mið samtakanna er að auka ráðstöfunartekjur
láglauna- og millitekjufólks. Yrði þessi leið farin
gæti það þýtt aukin útgjöld fyrir hið opinbera
upp á 6–8 milljarða sem að mestu féllu á ríkið en
500–1.000 milljónir á sveitarfélögin. Gunnar
segir að afleidd áhrif myndu að hluta til jafna
þetta út en hins vegar séu aðrar útfærslur til
skoðunar til að ná því markmiði BSRB að
treysta tekjustofna ríkis og sveitarfélaga.
Stefnt sé að heildstæðri lausn.
Gunnar hefur undanfarið ár verið að vinna að
ítarlegum tillögum í skattamálum. Hann segir
að byrjað hafi verið á að taka út skattkerfið eins
og það er í dag, kostir og gallar þess hafi verið
metnir. BSRB hafi sett sér tíu markmið í upp-
hafi sem hafi átt að stuðla að því að auka kosti
núgildandi staðgreiðslukerfis skatta og draga
úr göllum þess. Ætlunin sé að markmiðin nái öll
samtímis fram að ganga og sérstök áhersla sé
lögð á að auka ráðstöfunartekjur láglauna- og
millitekjufólks.
Gunnar hefur einnig útfært hugmyndir um
að lægstu jaðarskattar fari ekki niður fyrir 26%
og þeir hæstu ekki upp fyrir 46%. Ekki er þá
reiknað með að breyta núgildandi fjármagns-
tekjuskatti. Hefur ríkisskattstjóri að beiðni
BSRB reiknað út áhrif þessara breytinga á
stöðu ríkissjóðs og komist að þeirri niðurstöðu
að útgjöldin aukist um 3 milljarða króna á ári.
Að sögn Gunnars hefur stjórn BSRB sannfærst
um að þessi leið geti verið fær en menn séu að
athuga hvort hægt sé að ganga lengra og fá
meiri samræmingu með einu skatthlutfalli,
20%, fyrir tekjuskatt einstaklinga, fyrirtækja
og á fjármagnstekjur. En áhrif á tekjur og gjöld
hins opinbera nemi þá um 6–8 milljörðum í upp-
hafi en eftir því sem lengra líður dragi úr áhrif-
unum. Á ríkið þarna stærstan hluta en áhrifin á
sveitarfélögin eru sögð 500–1.000 milljónir í
aukin útgjöld og minnir Gunnar á að það sé
langt undir þeim tölum sem flestir stjórn-
málaflokkarnir hafi talað um að þeirra skatta-
aðgerðir kosti. Inni í þessu mati samtakanna
séu ekki afleidd áhrif á tekjur ríkissjóðs, s.s.
virðisaukaskattur og tekjur vegna aukinnar
neyslu. Forsendan sé einnig sú að afgangur sé á
fjárlögum ríkisins.
„Hugsunin hjá okkur er að stýra skattbyrð-
inni í gegnum persónuafsláttinn og lækka skatt-
hlutfallið niður í allt að 20%. Við 100 þúsund
króna mánaðarlaun er svo ætlunin að persónu-
afsláttur byrji að skerðast um 2%. Tekjuteng-
ingin mun svo aukast og ná toppi í 200 þúsund
króna mánaðarlaunum,“ segir Gunnar en þetta
sést nánar á meðfylgjandi skýringarmynd.
„Með því að taka upp tekjutengingu á per-
sónuafslættinum vinnst fjölmargt. Í fyrsta lagi
næðist fram full staðgreiðsla á tekjuskatti og í
öðru lagi gerir það mögulegt að færa inn í stað-
greiðsluna tekjutengdar bótagreiðslur. Þannig
væri hægt að gera samtímis upp skatt- og bóta-
greiðslur og draga þannig verulega úr sveiflum
í ráðstöfunartekjum. Í þriðja lagi gerir hún það
mögulegt að lækka jaðarskatta umtalsvert en
há jaðarskattbyrði er helsti galli núgildandi
kerfis og er fylgifiskur tekju- og aðstöðujöfn-
unar innan kerfisins. Hugmyndir BSRB um að
tekjutengja persónuafsláttinn gerir hins vegar
mögulegt að auka tekju- og aðstöðujöfnun á
sama tíma og jaðarskattar er lækkaðir umtals-
vert,“ segir Gunnar.
Öfugt við tekjutengingu persónuafsláttarins
þá byrjar tekjutenging á bótagreiðslum í há-
marki, eða 20%, og fellur síðan samhliða vexti á
tekjuskerðingu persónuafsláttar. Samanlögð
skerðing fer því aldrei yfir 20%. Gunnar segir
að með því að hafa skerðingu bóta svo mikla í
byrjun sé hægt að hækka grunnfjárhæðir bóta
mikið án þess að sú hækkun gangi til allra.
Hann leggur áherslu á að lykillinn að því að
lágmarka áhrif á fjárhag hins opinbera sé að
auka ráðstöfunartekjur sértækt: Auka verulega
bótarétt láglaunafólks, en lækka sérstaklega og
umtalsvert skattbyrði millitekjufólks.
„Þegar BSRB horfir til hagsmuna launa-
manna almennt og þá láglaunafólks sérstaklega
höfum við tvennt í huga. Í fyrsta lagi að til stað-
ar sé öryggisnet sem taki mið af fram-
færslubyrði og að það sé til staðar þegar á þarf
að halda. Því náum við fram með því að hækka
umtalsvert grunnfjárhæðir bóta og koma á
staðgreiðslu þeirra. Í öðru lagi að fólk hafi raun-
hæfa möguleika á að bæta sína stöðu og festist
ekki í viðjum úrræðaleysis og fátæktar. Því
náum við fram með því að lækka jaðarskatta
um allt að 18,55 prósentustig til að umsamdar
kjarabætur og aukin vinna skili sér mun betur
til fólks en áður. Auk þess horfum við til veru-
legra breytinga á aðstoð við kaup og leigu á
húsnæði,“ segir Gunnar.
Auknar tekjur um þúsundir
en ekki hundruð króna
Markmið BSRB er að auka tekju- og að-
stöðujöfnun og hækka sérstaklega ráðstöf-
unartekjur láglauna- og millitekjufólks. Gunnar
segir að þetta sé hægt án þess að hafa umtals-
verð áhrif á tekjur og útgjöld ríkis og sveitarfé-
laga.
„Þegar við skoðum núgildandi kerfi þá kem-
ur í ljós að allt sem gert er fyrir lágtekjufólk
gengur að jöfnu, eða í ríkara mæli, til fólks sem
er með hærri laun. Ef skattleysismörkin eru
hækkuð þá gengur það að jöfnu til allra. Sé
skatthlutfallið lækkað þá hefur það mest áhrif á
ráðstöfunartekjur þeirra sem hæst hafa launin
og sé skerðingarhlutfall bóta lækkað þá hagn-
ast þeir einnig mest. Þess vegna er mjög erfitt
að auka ráðstöfunartekjur lágtekjufólks í nú-
verandi kerfi án þess að hafa umtalsverð áhrif á
tekjur og gjöld ríkissjóðs. Við vildum ná fram
markvissari aðgerðum. Með því að hækka
skattleysismörk um þúsund krónur á mánuði þá
aukast ráðstöfunartekjur allra um 385 krónur.
Það kostar ríkið um milljarð króna. Okkur næg-
ir ekki að auka ráðstöfunartekjur lágtekjufólks
um hundruð króna heldur auka þær um þús-
undir króna og jafnvel í vissum tilvikum tugi
þúsunda. Við fórum því að horfa í skattleys-
ismörkin og skoða aðrar leiðir,“ segir Gunnar.
Með upptöku heimiliskorts og samtímis upp-
gjöri á sköttum og bótum koma aðeins álagðir
skattar umfram bótarétt til innheimtu. Gunnar
segir að því sé óhætt að draga úr vægi skatt-
leysismarka og færa það yfir í bótaréttinn.
„Með því að ákvarða lágmarks bótarétt, óháð
almennum rétti, þeirra hópa sem ekki mega
verða fyrir skerðingu af þessum sökum, eins og
t.d. öryrkja, ellilífeyrsisþega og atvinnulausra,
auk þess sem grunnfjárhæðir bóta hækka um-
talsvert á að vera tryggt að ráðstöfunartekjur
láglaunafólks aukist með hliðsjón af fram-
færslubyrði þeirra. Jafnframt drægi verulega
úr sveiflum í ráðstöfunartekjum. Í núverandi
kerfi kæmi þessi leið ekki til álita,“ segir Gunn-
ar, en hugmyndir BSRB miðast við að lækka
megi skattleysismörkin, sem eru í dag um 72
þúsund krónur, niður í allt að 50 þúsund krónur.
Slík lækkun myndi losa um mikla fjármuni sem
nú er ráðstafað almennt en væri hægt að nýta
sértækt.
„Einnig er nauðsynlegt að menn átti sig á að
með því að lækka almennt skatthlutfall um allt
að helming lækkar kostnaður ríkissjóðs af því
að hækka skattleysismörk einnig um allt að
helming. Það ætti að auka möguleika ríkissjóðs
á að láta skattleysismörk fylgja verðlagsþróun,“
segir hann.
Dregið úr sveiflum í ráðstöfunartekjum
Gunnar segir að markmið um aukna stað-
greiðslu kalli á tvennt, annars vegar eitt al-
mennt skatthlutfall á alla, 26 eða 20%, og hins
vegar útgáfu á heimiliskorti auk núverandi
skattkorts. Gunnar segir að eitt skatthlutfall
þýði að afnema þurfi hátekjuskatt í þeirri mynd
sem hann er í í dag. Hugmynd BSRB um sér-
stakt heimiliskort gengur út á að setja á einn
stað samanlagðan rétt til barna- og húsnæð-
isbóta þannig að staðgreiðsla á bótagreiðslum
verði möguleg. Ef launamaður fullnýtir ekki
heimiliskort sitt þá segir Gunnar að það komi í
hlut ríkissjóðs að greiða jákvæðan mismun með
að hámarki þriggja mánaða töf. Bendir hann á
að töfin í dag geti verið allt upp í tólf mánuði.
Launamaður héldi því eftir heildarlaunum sín-
um að frádregnu iðgjaldi í lífeyrissjóð og stétt-
arfélagsgjaldi. Með þessu móti verði skattleys-
ismörk gagnvart hinu opinbera virk innan
staðgreiðslukerfisins. Þarna séu kallaðir fram
kostir kerfisins. Hugmyndir BSRB ganga jafn-
framt út á það að atvinnulausir, öryrkjar og elli-
lífeyrisþegar fái vannýttan bótarétt sinn sam-
kvæmt heimiliskorti og kæmi þannig allur
réttur þeirra til staðgreiðslu í hverjum mánuði.
Þannig megi draga úr sveiflum sem geti verið í
ráðstöfunartekjum fólks, t.d. í kjölfar atvinnu-
leysis, og óþarfa hringrás peninga til og frá ein-
staklingum og ríkissjóði heyri sögunni til.
Samræming húsnæðisbóta
Hugmyndir BSRB ganga einnig út á að sam-
ræma stuðning við kaupendur og leigjendur
íbúðarhúsnæðis. Hámarks húsaleigubætur,
þegar tekið hefur verið tillit til fjölda barna og
leiguverðs, eru í dag um 31 þúsund kr. á mán-
uði. Hámarks vaxtabætur á mánuði í dag eru
rúmar 22 þúsund kr. til hjóna, rúmar 18 þús. kr.
til einstæðra foreldra og rúmar 13 þús. kr. til
einhleypra. Að sögn Gunnars ganga hugmyndir
BSRB út á að samræmdar húsnæðisbætur
verði 31 þús. kr. á mánuði að hámarki, óháð hjú-
skaparstöðu, fjölda barna, skuldum og leigu-
verði. Horfa verði þó til þess að eignamyndun
eigi sér stað við kaup á húsnæði en ekki við
leigu. Gunnar segir að réttur til húsnæðisbóta
leigjenda sé hámarksréttur án tímamarka. Þeir
sem kaupi eigið húsnæði fái húsnæðisbætur í 40
ár. Fyrsta árið sé hámarksréttur óskertur en
skerðist síðan lítillega á hverju ári þar til að
bæturnar verði engar eftir 40 ár. Gunnar segir
að markmiðið með þessum breytingum sé að
auka möguleika lágtekjufólks á að komast í
öruggt húsnæði og eyða skuldahvata vaxtabóta-
kerfisins. Húsnæðisbætur verði háðari tekjum
en áður og mun hærri fyrstu árin.
„Þetta er enn á vinnslustigi en við teljum
okkur hafa fundið leið til að nýta skattféð á
markvissari hátt til að bæta stöðu lágtekju- og
millitekjuhópa. Það er úrslitaatriði af hálfu
samtakanna,“ segir Gunnar en hugmyndirn-
arverða kynntar nánar á ráðstefnu BSRB í
haust.
Hagfræðingur BSRB segir að með breyttri skattastefnu sé stefnt að heildstæðri lausn
Skattprósenta verði
20% á laun, fjár-
magn og fyrirtæki
!
" #
$#
$ #
" #
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Gunnar Gunnarsson, hagfræðingur BSRB.
Hugmyndir BSRB um breytingar í skattamálum hafa í för með sér 6–8 millj-
arða króna útgjaldaaukningu fyrir ríki og sveitarfélög. Björn Jóhann Björns-
son ræddi við Gunnar Gunnarsson, hagfræðing BSRB, og kom þá m.a. í ljós að
samtökin leggja til að skattleysismörk lækki í allt að 50 þúsund krónur.
bjb@mbl.is
JÚLÍUS Hafstein, fyrrum nefndarmaður í
Heimssambandi ólympíunefnda, hefur kært
Ellert B. Schram, forseta Íþrótta- og ólympíu-
sambands Íslands, til dómstóls ÍSÍ fyrir að
hafa með „blekkingum og villandi upplýsing-
um“ í bréfum til forseta Heimssambands
ólympíunefnda, ANOC, reynt að fá kæranda
leystan frá störfum innan Heimssambandsins.
Krefst hann þess að Ellert verði sviptur rétti
til að gegna embætti forseta sambandsins og
öðrum trúnaðarstörfum innan íþróttahreyfing-
arinnar en til vara að hann verði víttur eða
áminntur. Þá telur kærandi stjórn ÍSÍ skylt að
afhenda bréf sem rituð eru af forseta sam-
bandsins fyrir hönd þess og fjalla um persónu
kæranda og trúnaðarstörf hans fyrir Heims-
samband ólympíunefnda.
Kærandi starfaði á vegum Heimssambands
ólympíunefnda í nefnd innan Alþjóðaólympíu-
nefndarinnar, IOC, sem fjallar um íþróttir og
umhverfismál frá 1995 þar til hann lét af störf-
um um áramót 2001/2002.
Í bréfi lögmanns kæranda til dómstóls ÍSÍ
segir að kærandi hafi haft spurnir af því Ellert
hafi á árinu 2000 ritað forseta Heimssam-
bandsins bréf og þrýst á að kærandi yrði leyst-
ur frá störfum í áðurnefndri nefnd og hann eða
aðrir sem hann tilnefndi í bréfum sínum tækju
við starfinu. Forseti ÍSÍ hafi reynt að blekkja
forseta Heimssambandsins með röngum og
villandi upplýsingum og m.a. gefið í skyn að
kærandi væri ekki starfandi innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Kærandi fékk tvö bréf afhent
eftir að hann óskaði eftir þeim frá ÍSÍ. Síðar
hafi hann frétt að bréfin væru fleiri, a.m.k. sex
og óskað eftir að fá þau afhent einnig en þeirri
beiðni var hafnað.
Dómstóllinn komi
saman í vikunni
Lögmaður kæranda, Brynjar Níelsson hrl.,
á von á að einum dómara dómstólsins verði fal-
ið að taka málið að sér en hann getur síðan
kvatt tvo dómara með sér. Brynjar á von á að
dómstóllinn komi saman strax í vikunni og hér-
aðsdómsstigið eigi að ganga vel fyrir og að nið-
urstaða fáist hugsanlega að hálfum mánuði
liðnum.
Unnt er að áfrýja úrskurði dómstólsins til
áfrýjunardómstóls ÍSÍ.
Forseti ÍSÍ kærður
til dómstóls ÍSÍ