Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Getum við ekki treyst því að þú takir ekki sólina og boddy-stöffið með þér, hr. Davíð ?? Forsetaskipti í Skáksambandinu Komið inn í miðjum leik STEFÁN Baldurssonvar kjörinn forsetiSkáksambandsins á nýlegum aðalfundi sem þótti fremur stormasamur. M.a. var á fundinum lögð fram og felld tillaga þess efnis að ekkert lið skuli beita fleiri erlendum ríkis- borgurum en íslenskum í hverjum leik. Fram kom í fréttum að ekki hafi allir verið á eitt sáttir um ágæti tillögunnar og allir fulltrú- ar skákfélagsins Hróksins verið farnir úr salnum er atkvæði voru greidd og þeir hafi talið eðlilegt að afgreiðsla málsins væri á annan hátt, s.s. vísað til nefndar og klárað á fram- haldsaðalfundi. Stefán hafði einmitt lagt slíkt til, en tillagan var felld sem fyrr seg- ir. – Ekki verður sagt að forsetatíð þín hafi farið af stað í logni og sól, segðu okkur nánar frá þessari til- lögu sem felld var … „Fyrir fundinum lá tillaga um að takmarka fjölda erlendra skák- manna í Íslandskeppni skákfélaga þannig að útlendir keppendur í hverri sveit yrðu aldrei fleiri en þeir íslensku. Slík takmörkun er alþekkt í öðrum keppnisgreinum. Í samtölum mínum við menn á fundinum fann ég að margir voru tilbúnir til þess að skoða málið betur áður en gengið yrði til at- kvæðagreiðslu um tillöguna og lagði ég því fram þessa tillögu um að setja málið í nefnd og afgreiða það síðan á framhaldsaðalfundi eigi síðar en 1. júní. Naumur meirihluti taldi hins vegar að ganga ætti strax til atkvæða- greiðslu um málið.“ – Hvers vegna telur þú að til- lagan hafi verið felld? „Þeim sem felldu frestunartil- löguna fannst augljóslega ekki eftir neinu að bíða. Þetta mál hef- ur verið þó nokkuð rætt innan ein- stakra félaga og hefur áður komið til umræðu á aðalfundi Skáksam- bandsins án þess að til atkvæða- greiðslu hafi komið um breytingar á lögum Skáksambandsins.“ – Var eitthvað málum blandið við málsmeðferðina, sbr. að Hróksmenn voru ekki á fundinum er gengið var til atkvæða, eins og fram kom í fréttum? „Nei, málsmeðferðin var eðlileg að mínu mati.“ – Verða einhver eftirmál? „Ég á ekki von á því. Hér er um lýðræðislega niðurstöðu að ræða sem menn verða að sætta sig við. Hins vegar tel ég vera ástæðu til að endurskoða fyrirkomulag keppninar í heild sinni, m.a. vegna síaukins umfangs hennar.“ – Er ekki óheppilegt að tíð nýs forseta hefjist með deilum? „Því miður er ekki hægt að núll- setja klukkuna þegar skipt er um forseta. Hann kemur ávallt inn í miðjum leik og hvernig mál standa á þeim tímapunkti er til- viljun ein.“ – Er ekki annars staða skákíþróttarinn- ar á Íslandi góð? „Í alþjóðlegum sam- anburði er óhætt að segja að staða skák- íþróttarinnar á Íslandi sé góð. Ég held hins vegar að hún gæti verið enn betri. Ég tel að við eigum að stefna að því að tryggja stöðu okkar sem ein allra sterkasta skákþjóð heims.“ – Hverjar verða þínar helstu áherslur í formannsstóli? „Eitt af því sem ég mun beita mér fyrir í þessu embætti er að færa undirbúning lagabreytinga í formlegri farveg þar sem allir helstu hagsmunaaðilar fá tæki- færi til að koma að málinu á und- irbúningsstigi. Þessi aðferðafræði er vel þekkt við undirbúning frumvarpa í stjórnarráðinu og hefur gefist vel að mínu mati. Menn fá þá tækifæri til að sann- færa aðra um réttmæti skoðana sinna í góðu tómi. Ég held líka að þörf sé á að treysta fjármögnun skákviðburða og þátttöku íslenskra skákmanna í skákmótum erlendis. Ég tel að skákin hafi það víðtæka skírskot- un að full ástæða sé til fyrir hið opinbera og fyrirtæki að leggja þessu málefni lið á myndarlegan hátt. Ég vil gjarnan sjá öflug fyr- irtæki fóstra einstaka skákvið- burði í nokkur ár. Þá tel ég mjög mikilvægt að skákhreyfingin beiti sér enn frek- ar fyrir aukinni skákþjálfun stúlkna. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ef stúlkur fá hvatningu og fleiri tækifæri þá muni það skila sér í stóraukinni skákiðkun þeirra og enn betri árangri. En verkefni Skáksambandsins hlýtur fyrst og fremst að vera það að skapa góð skilyrði fyrir starf- semi skákfélaganna í landinu ásamt því að annast þau verkefni sem sambandið getur sinnt betur en hvert skákfélag fyrir sig.“ – Er vitað hversu margir Ís- lendingar tefla skák að jafnaði? „Ég veit ekki til þess að það hafi verið kannað með formlegum hætti, en ég tel víst að mikill meirihluti Íslendinga kunni mannganginn og grípi endrum og sinnum í tafl.“ Stefán Baldursson  Stefán Baldursson fæddist í Reykjavík árið 1955. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1976 og lauk BA-prófi í heim- speki og félagsfræði frá Háskóla Íslands 1981. Lauk meistaraprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Alberta 1983 og doktorsprófi frá sama skóla 1988. Stundakennari við Háskóla Íslands 1985–1987 og aðstoðarmaður háskólarekt- ors 1987–1990. Framkvæmda- stjóri rannsóknarsviðs HÍ 1990– 1993 og frá 1993 til 2003 var hann skrifstofustjóri mennta- mála og vísinda í mennta- málaráðuneytinu. Fyrr á árinu tók hann við skrifstofu vísinda innan ráðuneytisins. Stefán á tvo uppkomna syni, Brynjar og Bald- ur Frey. Sambýliskona er Bára Baldursdóttir sagnfræðingur og á hún þrjú börn, Friðfinn, Marín Möndu og Melkorku Sjöfn. …ég tel víst að mikill meirihluti Ís- lendinga kunni mann- ganginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.