Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Norðurbrún 1, Furu- gerði 1, Hvassaleiti 56-8 og Hæðargarður 31. Ferðalag 8. maí. Bláa lónið skoðað og síðan farið til Grinda- víkur og Saltfisksetrið skoðað. Kaffiveitingar í Sjávarperlunni. Eftir kaffi verður farið um Hafnirnar að brúnni milli heimsálfanna. Lagt af stað frá Norð- urbrún 1 kl. 12.30 og síðan teknir farþegar á hinum stöðunum. Skráning í Norðurbrún í s. 568 6960, í Furu- gerði í s. 553 6040, í Hæðargarði í s. 568 3132 og í Hvassa- leiti í s. 535 2720. Aflagranda 40. Vinnu- stofa kl. 9 og kl. 13. og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10. Árskógar 4. Kl. 9 handavinna, kl. 11 boccia, kl.13 smíði/ útskurður, kl. 13.30, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9 handavinna, kl. 9 og kl. 13 bútasaumur, kl. 10 samverustund, kl. 13.30 söngur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13, kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9 myndlist, kl. 10 verslun, kl. 13 handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18-20. Kl. 10, leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9 handavinna, kl. 9 myndlist, kl. 13 körfu- gerð, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilað, kl. 10 verslun. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Handavinna kl. 9, vist kl. 14. Félag eldri borgara, Garðabæ. Æfing hjá Garðakórnum kl. 17.30 í Kirkjuhvoli. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13 tréskurður. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, pútt kl. 10, kóræfingar kl. 10.30 tréskurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Orlofsferð verður 10. til 15. ágúst: Ísafjarð- ardjúp og Ísafjörður. Skráning í s. 555 0142. Félag eldri borgara, Glæsibæ. Brids kl. 13. Gerðuberg, félagsstarf. kl. 9 vinnusst., frá há- degi spilasalur. Dans- kennsla fellur niður. Gjábakki, Fannborg 8. Handav. kl. 9.30, kl. 10.50 leikfimi, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Vorsýn- ingar verða í Gjábakka og Gullsmára 10. og 11. maí kl. 14 til 18. Gjá- bakki býður í fjöl- skyldukaffi á tíu ára af- mælinu 11. maí, kl. 14-17. Tekið við sýning- armunum 8. og 9. maí. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 postulínsmálun. Hvassaleiti 56-58. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 14.15 spænska. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9 mynd- list, kl. 13 handavinna. Vesturgata 7. Kl. 9.15- 12 postulín, kl. 9.15 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl.11 leikfimi, kl. 12.15 danskennsla, kl. 13 kóræfing. Flóamark- aður og handverkssala verður 8. og 9. maí kl. 13-16. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað, kl. 15.30 jóga. Gullsmárabrids. Brids í Gullsmára kl. 13. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík í kvöld kl. 20. Kvenfélag Lágafells- sóknar. Gönguferð verður farin í Grasa- garðinn í kvöld, mæting við Nóatún kl. 19.30. Kvenfélag Kópavogs. Farið verður út að borða 15. maí. Mæting Hamraborg 10, kl. 19.10 (rúta). Skráning í síð- asta lagi 9. maí hjá: Ólöfu, s. 554 0388, og Rannveigu, s. 554 3386. Vopnfirðingafélagið. Lausar vikur í Garðs- horni, sumarhúsi fé- lagsins á Vopnafirði, í sumar. Uppl. í s. 552 0480. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Vorfundurinn verður í Skálholti þriðjud. 6. maí, farið frá Setrinu kl. 18. Kvenfélagið Fjallkon- urnar vorfundur (hatta- fundur ) 6. maí kl. 20 í Safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju. Uppl í s.557 3240, Binna. Aglow, Reykjavík. Fundur í Skipholti 70, kl. 20 Gestur Ingunn Björnsdóttir. Kvenfélag Laug- arnessóknar. Síðasti fundur vetrarins er í kvöld kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Í dag er mánudagur 5. maí, 125. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóh. 13, 35.)     Halldór Ásgrímsson,utanríkisráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, var í yfir- heyrslu hjá Ólafi Teiti Guðnasyni, blaðamanni DV, síðasta föstudag.     Halldór var spurður aðþví, hvort styrkir til landbúnaðar yrðu lækk- aðir, vegna samninga hjá Heimsviðskiptastofn- uninni (WTO), sem gerðu ráð fyrir því að styrk- irnir fengju nýtt nafn, „grænar greiðslur“.     Í svari sínu sagði Hall-dór: „Þegar menn horfa til þeirrar lotu sem nú er í gangi eru annars vegar þjóðir sem krefjast algjörs frjálsræðis í við- skiptum með landbún- aðarafurðir og hins veg- ar þjóðir sem vilja vernda sinn landbúnað. Við erum í þeim hópi þjóða sem telur að vegna okkar einangrunar og menningar sé mikilvægt að hér sé rekinn sjálf- stæður, öflugur landbún- aður sem skaffi okkur hollar og heilnæmar vörur.“     Áfram hélt hann: „Þaðer ekki ólíklegt að niðurstaðan verði ekkert langt frá því sem Evr- ópusambandið er að tala um; það leggur mikið upp úr stuðningi við landbúnað en þó ekki framleiðsluhvetjandi stuðningi. Ég tel allar líkur á að við getum breytt okkar stuðningi að einhverju marki innan slíkra reglna. Íslenskur landbúnaður verður hins vegar að búa sig undir aukið frjálsræði og aukna samkeppni og þar með lægra verð á mark- aði til neytenda. Ég tel að þetta þurfi ekki að veikja íslenskan land- búnað því að í þessu fel- ast líka ákveðin tæki- færi.“     Þessi orð formannsFramsóknarflokksins eru gleðileg. Þau benda til þess að loksins geti aukið frjálsræði í ís- lenskum landbúnaði ver- ið í sjónmáli.     Það er hárrétt hjáHalldóri, að breyt- ingar í átt til aukins frjálsræðis þurfa ekki að veikja landbúnað hér á landi. Íslenskur landbún- aður hefur þrátt fyrir allt mikla sérstöðu. Framleiðslan er fyrsta flokks; hreinleikinn óvið- jafnanlegur eins og ís- lensk náttúra.     Það er því alveg ljóst,að íslenskur land- búnaður myndi halda velli ef dregið yrði úr styrkjum til hans. Raun- ar má ætla að hann komi tvíefldur til leiks, eftir nauðsynlega hagræðingu í greininni. Um leið myndi vöruverð til neytenda að öllum lík- indum lækka stórum, al- menningi til mikilla kjarabóta. STAKSTEINAR Samkeppnin styrkir landbúnaðinn Víkverji skrifar... ÓVÆNTUR „glaðningur“ fylgdiað þessu sinni reikningi sem Víkverji fær mánaðarlega frá VISA- greiðslukortafyrirtækinu. Um er að ræða einhvers konar „tilboð“ til VISA-korthafa og hljóðar það svona: „VISA korthöfum gefst kostur á að kaupa miða á Matrix Reloaded í for- sölu sem hefst í Sambíóunum og Há- skólabíó 2. maí … engum öðrum!“ Svo mörg voru þau orð. Fyrir þá sem það ekki vita þá er Matrix Reloaded framhald bíómynd- arinnar The Matrix sem var býsna vinsæl fyrir fjórum árum eða svo. En hvers konar tilboð er nú þetta?! Gott og vel ef verið væri að bjóða Víkverja bíómiða … en í reynd er aðeins verið að bjóða honum að koma og standa í biðröð! Víkverji veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta. Þeir hjá VISA telja viðskipti hans greinilega ekki mikils virði, fyrst þeir leggja svona „gylli- boð“ fyrir hann. Þetta er svona eins og að vera boðið á deit – en þurfa svo að borga allt sjálfur, bæði fyrir sig og hinn aðilann! Þó er rétt að Víkverji upplýsi að hann hefur svosem alveg áhuga á að sjá Matrix Reloaded. En til hvers í ósköpunum ætti hann að hafa sér- stakan áhuga á að kaupa miða á myndina í forsölu – verður myndin bara sýnd í eitt skipti? FYRIR viku var Víkverji að kvartayfir því að miðbær Reykjavíkur skuli vera meira og minna uppgraf- inn um þessar mundir, en fram- kvæmdir standa yfir í Bankastræti og víðar. Einn lesandi Morgunblaðs- ins, sem titlar sig „innfæddan Reyk- víking í Keldnaholti“, sá ástæðu til að rita Víkverja bréf og setja ofan í við hann fyrir nöldrið. Spyr bréfrit- ari, sem segist vera 79 ára gömul, hvernig hægt sé að ætlast til að göt- ur borgarinnar séu fegraðar án framkvæmda. „Í guðanna bænum – unga mann- eskja – brostu og hlakkaðu til að sjá Bankastrætið eins fallegt og Lauga- veg og Skólavörðustíg. Það er alltaf verið að fegra borgina okkar, og allt er það svo smekklega gert, hvort sem það er gert með grjóti eða gróðri,“ segir bréfritari síðan og lýs- ir ánægju með það hversu framsýnt fólk sé að störfum hjá borginni. „Brostu, taktu gleði þína, pakkaðu niður ósanngjörnu nöldri. Gleðilegt sumar,“ segir bréfritari að endingu. Víkverji þakkar bréfið og heitir því að gera sitt besta til að bæta ráð sitt og hætta nú öllu nöldri. Það er jú komið vor! Sannkallað gylliboð fyrir VISA- korthafa: að fá að kaupa miða á Matrix Reloaded á undan öðrum! MIÐVIKUDAGSKV. 30. apríl sl. fór ég á heimildar- myndina Bowling for Col- umbine með mínum betri helmingi. Ég viðurkenni nú að ég fór á þessa mynd með dá- litlum hálfkæringi því að hingað til hef ég sjaldnast verið af því hrifin að fara á „myndina sem allir eru að tala um“. Það er eins og það geri mig afhuga hlutum þegar allir tala um að ég verði að sjá þá eða gera. En af því að mig langaði mikið til að eiga stund með áður nefndum betri helmingi, féllst ég á að láta draga mig á þessa mynd. Og ég við- urkenni líka hér með að því mun ég aldrei sjá eftir. Þvílík og önnur eins snilld! Það er samt sorglegt að nota þau orð til að lýsa þessu meistaraverki því að það sem hún fjallar um er engin snilld. Eftir að hafa undanfarn- ar vikur fylgst með Banda- ríkjunum murka lífið úr Írökum, meirihlutinn af þessum Írökum verandi óbreyttir borgarar og þar með talin börn hefur álit mitt á þeim dvínað mjög. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur Ameríku-aðdá- andi svo að það þurfti lítið til en ég hef notið afurða þeirra eins og svo margir. En þegar ég gekk útúr bíósalnum á miðvikudags- kvöldið hafði margt í mínu hugarfari breyst. Það er reyndar kaldhæðni að það sem loksins lætur mann sjá Bandaríkin í réttu ljósi er í raun þegn þeirra, þ.e. Mich- ael Moore, höfundur Bowl- ing for Columbine sem er auðvitað bandarískur í húð og hár. En það skiptir sosum ekki öllu þar sem að hann er greinilega meðvit- aður um úrkynjun landa sinna. Og úrkynjun er það! Ég ætla ekki að lýsa myndinni í neinum atriðum og flest ykkar hafa líklega séð hana en þið sem hafið það ekki, ég mæli eindregið með því. Þessi kvikmynd mun komast eins nálægt því og hægt er að breyta lífi ykkar ef hún þá gerir það ekki. Og svo sannarlega mun hún opna augu ykkar. Ég grét, ég hló, ég bölvaði og ég hugsaði. Það eru eng- in orð sem geta lýst því sem fer um mann eftir þessa mynd, hjarta mitt er fullt af öskrum sem mig langar til að láta dynja á Bandaríkj- unum en það mun ekki af því verða því frá og með miðvikudeginum hef ég ákveðið að ég mun aldrei í mínu lífi stíga fæti inn í þetta land og ætla ég nú eft- ir bestu getu að hætta alfar- ið að neyta alls sem á upp- runa sinn í þessu afbakaða og sorglega landi. Ég gat ekki á mér setið en ég vona að þið sem hafið séð þessa mynd deilið með mér þessu áliti. Þessi mynd er ekki afþreying, hún er sannleikur. Bandaríkin eru geðsjúk þjóð og það er mér næstum óbærilegt að hugsa til þess ef okkar litla land fer að dragast inn í þessa hringiðu af viðbjóði, ótta, spillingu og úrkynjun. Og ráðamenn þjóðarinnar hafa svo sann- arlega lagt sitt af mörkum til að við verðum dregin inn í þennan viðbjóð. Þið sem lýstuð yfir stuðningi okkar í stríði Bandaríkjanna án þess að bera það nokkurn tímann undir okkur, þegna landsins sem ég var svo barnaleg að halda að hefði eitthvað um þetta að segja. Ég hvet ykkur sérstaklega til að sjá þessa mynd svo þið getið skammast ykkar. En hvað getum við gert? Það er enn óhuggulegri vangavelta og svarið langar mig ekki til að heyra. Ég hvet ykkur öll til að sjá Bowling for Columbine. Tinna Ævarsdóttir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Hrein snilld Morgunblaðið/Jim Smart Beðið eftir strætó. LÁRÉTT 1 hraustmenni, 8 útgerð, 9 skjálfa, 10 forskeyti, 11 tígrisdýr, 13 líkamshlut- ann, 15 karlfugl, 18 ólm- ur, 21 blóm, 22 andvarps, 23 gleðin, 24 álf. LÓÐRÉTT 2 alfarið, 3 eldar, 4 stóð við, 5 notaði, 6 ójafna, 7 skora á, 12 ekki gömul, 14 aðstoð, 15 sæti, 16 voru í vafa, 17 grasflöt, 18 biðjum um, 19 rak- lendið, 20 bráðum. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hnáta, 4 hnupl, 7 ýlfur, 8 afnám, 9 ill, 11 ilma, 13 erja, 14 súpum, 15 hopi, 17 meis, 20 ósk, 22 úðinn, 23 refur, 24 ansar, 25 tuðra. Lóðrétt: 1 hlýri, 2 álfum, 3 akri, 4 hjal, 5 unnur, 6 lemja, 10 lepps, 12 asi, 13 emm, 15 hnúta, 16 prins, 18 erfið, 19 sárna, 20 ónar, 21 kryt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.