Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 14
Mál og menning hefur gefið út í kilju Reisu- bók Guðríðar Símonardóttur – skáldsögu byggða á heimildum eftir Steinunni Jóhann- esdóttur. Árið 1627 varð einhver hrikalegasti atburð- ur Íslandssögunnar, Tyrkjaránið svokallaða, þegar ofbeldismenn frá annarri veröld her- tóku um 400 Íslendinga og fluttu þá nauð- uga suður um höf til þrældóms í Barbaríinu. Ein í hópnum var Guðríður Símonardóttir, ung sjómannskona og móðir í Vestmanna- eyjum. Steinunn Jóhannesdóttir fylgir Guðríði á hennar löngu reisu í þrælakistuna í Alsír, segir frá níu ára vist hennar þar og lýsir ferð- inni norður á bóginn aftur uns hún eygir Ís- land á ný með Hallgrími Péturssyni. Fjöldi annarra hernumdra Íslendinga fær einnig nafn og sögu í bókinni þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í heimi araba og islams á 17. öld. „Að baki þessu viðamikla skáldverki liggur sex ára rannsóknarvinna og ferðalög á sögu- slóðir í Alsír og Marokkó, á Mallorca, í Frakk- landi, Þýskalandi, Englandi, Hollandi og Dan- mörku. Þótt fátt sé vitað með vissu um ótrúlegt lífshlaup Guðríðar er æði margt að finna um aldarandann og lifnaðarhætti fólks á þessum tíma. Í þann sjóð sækir höfundur og skapar heilsteypta, ævintýralega og spennandi sögu af ánauð og frelsun sterkrar konu,“ segir í kynningu. Bókin er 494 bls., prentuð í Danmörku og kostar 1.799 kr. Útgefandi er Mál og menning. Kilja LISTIR 14 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða- markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“ Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Allrahanda. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. www.menntun.is Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 Ævintýri frá ýms- um löndum – sígild ævintýri eftir Bob Hartman í þýðingu Hreins S. Há- konarsonar eru endurútgefin. Bókin er hugsuð fyrir foreldra sem vilja lesa upphátt fyrir börnin sín. Tækifæri gefst til að ræða söguna og tengja hana við líf barnsins og umhverfi. Margar sögur draga fram mikilvægi heiðarleika og trúmennsku, góðvildar og hjálp- semi. Aðrar segja frá kostum þess að vera einlægur og klókur þegar vanda ber að höndum. Enn aðrar sögur og ævintýri draga fram vonir og þrár barna sem fullorðinna þar sem farið er öruggum höndum um viðkvæm efni. Útgefandi er Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 112 bls., Verð: 1.780 kr. Ævintýri Afmæliskveðja til Háskóla Íslands er afmælisrit en árið 2001 fagnaði Há- skóli Íslands níræðisafmæli. Ritnefnd bókarinnar hafði í upphafi sett sér þau markmið að efni bókarinnar ætti allt að tengjast Íslandi 20. aldar og vera sem fjölbreytilegast, þó með nokkurri áherslu á umhverfismál og kvenréttindi. Að afmælskveðjan yrði rit sem ekki yrði gengið framhjá í framtíðinni þegar talið bærist að 20. öldinni. Meðal greinarhöfunda eru Páll Bergþórsson, Ellert B. Schram, Unnur Birna Karlsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson, Friðrik Pálsson, Björn Bjarna- son, Kristján Kristjánsson, Gunnar Kristjánsson, Smári Geirsson, Jón Hjaltason og Kristín Ástgeirsdóttir. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar og Hollvinasamtökum Háskóla Íslands. Afmælisrit Jón Hjaltason, fyrir hönd bókaútgáfunnar Hóla, afhenti Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands, fyrsta eintak bókarinnar Afmæliskveðja til Há- skóla Íslands. Viðstödd var rit- og útgáfunefnd. Morgunblaðið/Sverrir Mannlíf og saga fyrir vestan, 12. hefti, er komið út. Þar er fjallað um vestfirskt mannlíf að fornu og nýju á svæðinu frá Bjargtöngum að Djúpi. Margir Vestfirðingar eiga greinar í þessari ritröð um hin marg- víslegustu málefni sem varða Vestfirði fyrr og nú og er áhersla lögð á að blanda sam- an gamni og alvöru í efnisvali. Þá er einnig lagt kapp á að birta ljósmyndir frá Vest- fjörðum og hafa margar þeirra aldrei birst áður. Meðal efnis í þessu hefti: Vestfirskar sagnir fyrr og nú. Stuttar frásagnir í léttum dúr um Vestfirðinga. Minningabrot Helga Pálssonar frá Haukadal. Viðtal við Gunn- ar Friðfinnsson, fyrsta jarð- ýtustjórann í Dýrafirði. Loka- þáttur Ingivaldar Nikulássonar um liðna tíma í Arnarfirði. Einu sinni var. Söguleg myndasería Davíðs Davíðssonar. Þrjár húsfreyjur fyrir vestan. Gamlar myndir frá Súgandafirði teknar af séra Jóhannesi Pálmasyni. Útgefandi Vestfirska forlag- ið, 80 bls. Ritstjóri er Hall- grímur Sveinsson. Prentun og bókband: Ásprent, Akureyri. Verð: 1.500 kr. Þjóðlíf Á morgun segir sá lati – listin að fram- kvæma strax heitir ný sjálfs- ræktarbók eftir banda- ríska höfundinn Ritu Emmett í íslenskri þýðingu Þóru Sigríð- ar Ingólfsdóttur. Bókin er í sjálfsræktarklúbbnum, Hugur, líkami og sál. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Nær allir standa sig að því að fresta verkefnum. Þessi árátta getur haft slæmar af- leiðingar bæði heima og á vinnustað, hún brýtur niður sjálfstraustið og skapar óþarfa spennu – en í raun er þetta óþarfa vani sem hægt er að losa sig við. Bókin er full af góðum ráðum og raunveruleg- um frásögnum sem opna augu lesenda fyrir þeim lausn- um sem henta hverjum og ein- um. Útgefandi er Salka. Bókin er í sjálfsræktarklúbbnum Hug- ur, líkami og sál. Bókin er 204 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 2.980 kr. Lífsstíll UPPHAF sögunnar, séð í gegnum penna álfsins Rellins, segir frá sorg- legum atburði sem gerðist á Íslandi fyrir löngu. Lítil nýfædd stúlka var borin út á sker til að deyja. Móðirin hafði dáið af barnsförum og faðirinn, sem átti fyrir tveimur öðrum börn- um að sjá, eygði enga aðra leið. Dvergurinn Ferrin bjargaði henni inn í álfheima og stúlkan sem fékk nafnið Úlfhildur ólst upp í álfheim- um. Góðhjartaðir dvergarnir leyfðu Úlfhildi að hitta systkini sín þegar hún var 15 ára en þá hafði hún lært galdra sem ekki voru mannfólki ætl- aðir. Úlfhildur stóðst ekki freist- inguna og gaf systur sinni galdra- kistil og kenndi henni galdra sem voru frá dvergunum komnir. Dverg- arnir brugðust reiðir við og lögðu á Úlfhildi að hún skyldi lifa sem flökkukona þar til eigandi kistilsins eyðilegði hann. Þessi miklu örlög eru ekki útlistuð neitt í sögunni og við kynnumst engum af þessum sögu- persónum, en frásögnin er nauðsyn- leg til að útskýra það sem á eftir kemur. Næst víkur sögunni að fjölskyldu sem er á leið til lands í Fögruvík á seglbáti með mótor, greinilega í nú- tímanum. Þetta eru Kristín og Davíð með börnin sín þrjú, Sunnu 18 ára, Jóhann 14 ára og Elías þriggja ára. Með þeim eru svo írsku systkinin James 8 ára og Jean- ette sem er 12 ára. Þau ákveða að gista í gömlu húsi í Fögruvík og svo virðist sem þau þekki til staðhátta. Það kemur fljótlega í ljós að umhverfið er fullt af ýmiss konar verum, og frá því að fyrst verður vart við að gestir nálgast er látið í það skína að voveiflegir atburðir séu í nánd. Grimmar og illar verur vilja ná völdum í dalnum og miklu skiptir að mannfólkið opni ekki dyr milli heima góðs og ills til þess að hleypa óvættunum ekki inn í mannheima. Dvöl barnanna í Fögruvík verður eitt allsherjar ævintýri þar sem galdrakistillinn og afdrif Úlfhildar gömlu koma við sögu. Börnin lenda í ofboðslegum eltingaleikjum inni í mismunandi kynjaheimum þar sem alls staðar skellur hurð nærri hæl- um. Þau hitta fyrir álfa (til dæmis bláálfa, eldálfa, svartálfa, klappálfa, toppálfa, fluguálfa og vatnaálfa), vof- ur, tröll (tindatröll, jarðtröll, grá- jarðtröll og svartjarðtröll, trjátröll, viskutröll, danströll og græntröll) og dverga (sjávardverga, fjalladverga og sædverga) fyrir utan álfkonur, vatnadísir, risa, skessur, lamíta, jötna, engla, púka, snáka og margs kyns aðrar furðuverur. Ýmist eru þetta góðar verur eða slæmar og æv- intýrið gengur út á baráttu góðs og ills eins og vera ber í sönnum æv- intýrum. Það vekur sérstaklega athygli við lýsingarnar á öllum þessum verum hversu nákvæmar þær eru af hálfu höfundar. Nærri því hver skepna hefur sína lýsingu, hversu stór hún er, höfuðlag og litur, klæðnaður og látbragð. Sagan verður því líkust forskrift að teiknimynd þar sem litur og form verða mjög raunveruleg þótt sett séu fram í texta. Í bókinni eru líka margar litmyndir, væntan- lega eftir höfundinn, sem sýna ver- urnar eins og höfundurinn sá þær. Sagt er í formála að höfundur sé látin aðeins 47 ára að aldri og að frá- gangur þessarar bókar hafi verið hennar síðasta verk. Einnig hafi hún búið til spáspilin Níu heima og sé bókin byggð á þeim. Ekki er þó al- gert samræmi milli heimanna níu eins og þeir eru sýndir á korti í bók- inni og þeirra heima sem börnin heimsækja í ævintýrum sínum. Í formálanum er einnig svo að orði komist að höfundur hafi lifað „á mörkum heima sem okkur mann- fólkinu er vanalega ekki gert að lifa“. Með þessari óvenjulegu innsýn í heimana huldu og lýsingum á íbúum þeirra hefur höfundi tekist að draga upp myndir sem verða ljóslifandi og spennandi í allri sinni fjölbreytni. BÆKUR Barna- og unglingabók Sigríður Þ. Þorgeirsdóttir, Yst [2003], 205 s. FERÐIN TIL NORÐURHEIMA Sigríður Þórunn Þorgeirsdóttir Sigrún Klara Hannesdóttir Hulinn heimur Goða Guðmundsson. Endir sögunn- ar er sannarlega óvæntur í fleiri en einum skilningi en of mikið er af óþarfa málalengingum. Sömu sögu gegnir um Gylfa eftir Kristin Þór Ingason, endurtekningar eyðileggja aðdragandann að óvæntum málalok- unum sem annars vekja samúð. Stelpan í hvíta kjólnum eftir Hall Þór Halldórsson er falleg saga um sorg með óvæntum endalokum en þar þarf einnig að fínpússa nokkuð. Endurtekningin getur verið stíl- bragð og áhrifamikil sem slík en til að beita henni þarf mikið vald á forminu að vera til staðar. Ekki veifa heldur drukkna eftir Kolbrúnu H. Valbergsdóttur er dæmi um sögu þar sem endurtekningin er stílbragð og ákveðin leið til að dýpka samúð með aðalpersónunni en því miður er yfir sögunni losarabragur sem minnkar áhrif uppljómunarinnar. Í þeirri sögu eins og mörgum öðrum í bókinni er fjallað um bælingu, kúg- un og grimmd í íslensku samfélagi þar sem fórnarlömbin þurfa stund- um hreinlega að berjast fyrir lífi sínu. Kúgun og grimmd er einnig til umfjöllunar í einu sögunni sem stendur fullkomlega fyrir sínu í bók- inni. Það er sagan Fríið hennar Nínu eftir Lýð Árnason en dómnefndin hefur aðeins getað verið sammála um þessa einu sögu sem hlaut fyrstu verðlaun í keppninni. Öfugt við flest- ar aðrar sögur í bókinni er þolandinn ekki píslarvottur eða hlægilegur heldur eldri maður sem þráir aðeins kyrrð og frið með hundinum sínum og grípur til sinna ráða þegar sam- borgarar hans í nágrenninu trufla svo mikið að það hefur áhrif á hans dýpstu tilfinningar. Saga Lýðs hefur allt til að bera til þess vera góð smá- saga: Í aðdragandanum að risi eða hápunkti sögunnar kynnist lesand- inn aðalpersónunni æ betur, og dregst inn í hans heim, upplýsingar eru hnitmiðaðar, umhverfislýsing- arnar áhugaverðar og fyrirboðar gera vart við sig. Þegar kemur að hápunkti sögunnar, eða afhjúpun- inni, þar sem sögumaður nær fram hefndum á nágrönnum sínum, öðlast lesandinn ekki aðeins óvæntan skiln- ing á sögumanni heldur líka á sjálf- um sér. Síðan er unnið úr risinu á látlausan og smekklegan hátt. Það er þakkarvert að efna til sam- keppni í skáldskap til þess að gefa tækifæri þeim sem vilja birta eftir sig en eiga erfitt uppdráttar. Þegar gefinn er út afrakstur smásagna- samkeppni er ekki nóg að hafa eina góða sögu, nokkrar sæmilegar og henda restinni inn af því að það þarf að fylla heila bók. Útgáfufyrirtækið hefði heldur átt að safna góðu sög- unum saman og ritstýra hinum. Gefa sér tíma til að vanda valið, skoða, endurskrifa og fá fleiri sögur. Það getur ekki verið í þágu neinna að gefa út bók þar sem svo mjög er kastað til höndum. BÆKUR Smásögur Ýmsir höfundar. 25 íslenskar smásögur. Þyrnirós, Reykjavík 2002, 192 bls. HVER MEÐ SÍNU NEFI Undarleg útgáfa AFTAN á kápu smásagnasafnsins sem hér er til umfjöllunar segir að skáld leynist í mörgum Íslendingi. Þetta má til sanns vegar færa þar sem frægt er að stór hluti þjóðarinn- ar skrifar í frístundum þó að oftast sé skrifað fyrir skúffuna. Mjög margir fást við ljóðagerð og sumir eru svo djarfir að freista þess að fá birt ljóð í Lesbók Morgunblaðsins. Smásagan er í eðli sínu stutt þannig að margir reyna við hana sem á ann- að borð fást við skáldskap. En þó formið virðist einfalt þegar borið er saman við skáldsöguna sem er löng og flókin í eðli sínu er smásagan í raun miklu vandasamari við að eiga. Kemur það skýrt í ljós í þessu safni sem geymir margar vondar sögur, nokkrar í meðallagi en aðeins eina góða. Það er ekki sjálfgefið að skáld- skapur sé nógu góður til útgáfu þó að í honum reynist vera frambærileg hugmynd og tilraun til formleikja. Í því ljósi er útgáfa þessarar bókar undarleg og ekki tímabær. Bóka- og blaðaútgáfan Þyrnirós gefur út þetta smásagnasafn. Einu upplýsingarnar sem fylgja er að í bókinni séu tuttugu og fimm sögur sem voru sendar inn í smásagna- samkeppni Þyrnirósar 2002 og til- greind nöfn þeirra sem sátu í dóm- nefnd. Það hefði verið gott að fá klausu um tilurð samkeppninnar, nánari upplýsingar um dómnefndina og við hvað hún hefur miðað í vali sínu. Að ekki sé talað um upplýs- ingar um hvað margar sögur bárust í keppnina. Sá grunur læðist að les- anda að þær hafi ekki verið fleiri en þessar tuttugu og fimm. Það sem þó vantar mest eru upplýsingar um höf- undana, að minnsta kosti um aldur þeirra og jafnvel reynslu. Fyrir utan tilfinnanlegan skort á upplýsingum og undarlegt val dómnefndar á sög- um er ófyrirgefanlegt hve margar stafsetningar-, mál- og setningarvill- ur eru í bókinni. Auk alls þess sem á undan er talið er leturgerðin einnig fjarskalega óþægileg. Eins og áður sagði eru margar ágætar hugmyndir í sögunum og ýmiss konar formtilraunir gerðar. Nokkrar þeirra fjórtán smásagna sem hefðu mátt missa sín hér hefðu þurft ritstjórn og höfundarnir kennslu og leiðbeiningar þannig að úr gæti orðið prenthæfur skáldskap- ur. Tíu aðrar sögur eru það áhuga- verðar að þær skilja eftir umhugsun og dýpri skilning hjá lesanda þar sem þær búa bæði yfir góðri hug- mynd og höfundar þeirra ráða við smásöguformið. Samt sem áður er of mikið um óþarfa endurtekningar í sumum þeirra og afhjúpunin eða uppljómunin sem er galdur smá- söguformsins er oft dregin óþarflega á langinn. Dæmi um slíkt er í sög- unni Uppljómun Ella eftir Lárus Hrund Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.