Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 22
Pabbi minn var öðlingur. Hann var sá besti faðir sem nokkur dóttir getur átt. Hann var mikið ljúfmenni, fór aldrei í manngreinarálit og bar virð- ingu fyrir öllum. Heiðarleiki, dreng- lyndi og manngæska voru hans aðall. Ég þakka af öllu hjarta fyrir sam- fylgdina, allt það góða sem hann kenndi mér og allt það öryggi og allan stuðninginn, sem hann og mamma veittu mér. Ég mun geyma í hjarta mínu minninguna um pabba minn, sem ég elskaði svo mikið. Guð blessi minningu hans. Þórhalla. Það var gæfa mín að fá að kynnast Gísla Konráðssyni. Kynni okkar hóf- ust fyrir meira en þremur áratugum, þega einkasonurinn kom heim til að kynna konuefni sitt, feimna stelpu að sunnan. Frá fyrstu stundu tók hann mér með ljúfmennsku. Síðar þegar ég var búin að kynnast honum betur sá ég að einmitt ljúfmennskan var hans aðalsmerki. Hann tók öllum vel og sýndi öllum áhuga og góðvild. Þetta átti jafnt við unga sem aldna, háa sem lága. Gísli var fæddur diplómat í þess orðs bestu merkingu. Hann átti djúp- ar rætur í íslenskri bændamenningu. Hann var stoltur án þess að hreykja sér. Hann sómdi sér jafn vel í kónga- veislum, sem í afmælisveislum barna- barnanna. Hann sýndi öllum sömu virðinguna af meðfæddri einlægni og áhuga. Íslensk tunga og tungutak var hans hjartans mál. Ósjaldan voru ein- mitt þau mál, sem og óteljandi önnur áhugaverð málefni, rædd við borð- stofuborðið í Oddagötunni. Þar var mikið spjallað, rökrætt og hlegið. Stundirnar sem við áttum þar öll saman voru ómetanlegar. Gísli var vel hagmæltur eins og hann átti kyn til, en faðir hans, Konráð Vilhjálms- son, var gott skáld. Gísli flíkaði þess- um hæfileika lítt, enda var það ekki hans stíll. Hann hafði yndi af ljóðum, bókmenntum og tónlist. Í mörg ár var hann kórfélagi í Karlakórnum Geysi og átti góðar minningar frá þeim tíma. ✝ Gísli Konráðssonfæddist á Hafra- læk í Aðaldal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 19. október 1916. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Konráð Vilhjálms- son, kennari, bóndi og rithöfundur, f. á Sílalæk í Aðaldal 23. júlí 1885, d. 20. júní 1962, og Þórhalla Jónsdóttir húsfreyja, f. á Ytra-Fjalli í Að- aldælahreppi 25. nóv. 1886, d. 15. október 1970. Systkini Gísla voru: Kristín, f. 30. ágúst 1910, d. 2. maí 1978, Hólmfríður, f. 27. apríl 1912, d. 7. júlí 1932, og Steinunn, f. 5. október 1914, d. 21. október 1988. Gísli bjó með fjölskyldu sinni á Hafralæk til ársins 1930 er þau fluttu til Akureyrar. Þar gekk hann í skóla og varð stúdent frá MA 1937. Árið 1944 kvæntist Gísli Sól- veigu Axelsdóttur, f. 4. febrúar 1922. Foreldrar hennar voru Axel Kristjánsson kaupmaður, f. 17. ágúst 1892, d. 16. apríl 1942, og Hólmfríður Jónsdóttir, f. 12. apríl 1896, d. 22. október 1944. Börn Gísla og Sólveigar eru: 1) Axel, f. 1. júlí 1945, kvæntur Hallfríði Konráðsdóttur, f. 27. janúar 1944, dætur þeirra eru Sól Axels, f. 26. nóvember 1977, og Dóra Björg, f. 25. október 1978, sambýlismaður Stefán Fannar Stefánsson, f. 1. janúar 1977. Sonur Axels og Sig- urlínu Þorsteinsdóttur, f. 6. júní 1946, er Björn, f. 25. júní 1968, maki Birna Guðrún Bessadóttir, f. 25. febrúar 1947. Sonur Björns og Gunnhildar Helga- dóttur, f. 15. janúar 1966, er Guðni Þór, f. 5. júní 1991. 2) Hólm- fríður, f. 26. júní 1947, gift Guðmundi Péturssyni, f. 11. júní 1947. Börn Hólmfríð- ar og fyrrv. maka, Jakobs Valdimars Hafsteins, f. 18. mars 1945, eru: Hildur, f. 29. október 1971, sambýlismaður Sig- urður Ólafsson, f. 14. júní 1969, synir þeirra eru Birnir, f. 28. apríl 1996, og Dagur, f. 3. mars 1998; og Jakob Valdimar, f. 18. október 1974. Guðmundur átti fyrir börnin Teit og Katrínu. 3) Þórhalla, f. 10. febrúar 1949, gift Samúeli Jóni Samúelssyni, f. 25. nóvember 1949, börn þeirra eru: Sólveig, f. 16. júlí 1972, gift Hall- dóri Jónssyni, f. 8. febrúar 1973, börn þeirra eru Steinunn Halla, f. 14. júní 1999, og Ragnar Helgi, f. 19. ágúst 2001; Samúel Jón, f. 11. nóvember 1974; Þórhallur Gísli, f. 25. nóvember 1980; og Ragnhild- ur, f. 10. ágúst 1987. Sonur Þór- höllu og Þorbjörns Jónssonar, f. 4. janúar 1949, er Kjartan, f. 28. júlí 1970, kvæntur Júlíu Þorvalds- dóttur, f. 15. júlí 1975, sonur þeirra er Kári Steinn, f. 15. febr- úar 2003. 4) Sólveig, f. 12. mars 1951, gift Herði Blöndal Björns- syni, f. 10. febrúar 1946, börn þeirra eru: Gísli, f. 31. janúar 1977, sambýliskona Kristín Bjarnadóttir, f. 3. júlí 1973, Katr- ín, f. 8. október 1980, og Björn, f. 29. apríl 1982. 5) Katrín, f. 10. september 1953, gift Birni Inga Sveinssyni, f. 26. nóvember 1951, börn þeirra eru Gísli Konráð, f. 28. janúar 1980, Hildur, f. 11. júní 1986, Björn Ingi, f. 7. september 1990, Áslaug, f. 24. mars 1992, og Ragnheiður, f. 1. október 1993. Björn Ingi átti fyrir soninn Svein, f. 17. desember 1970, kvæntur Önnu Rósu Sigurðardóttur, f. 2. september 1969, dóttir þeirra er Embla Bára, f. 16. apríl 1994. 6) Hildur, f. 6. janúar 1957, gift Sig- urði Malmquist Albertssyni, f. 15. október 1957, börn þeirra eru Sólveig, f. 2. janúar 1986, Albert, f. 19. apríl 1988, Kristín, f. 12. nóvember 1989, Páll Axel, f. 31. júlí 1995, og Hólmfríður, f. 5. nóv- ember 1997. 7) Björg, f. 5. maí 1960, gift Haraldi Baldurssyni, f. 24. ágúst 1958, börn þeirra eru Halla Björg, f. 10. júní 1981, Axel, f. 13. mars 1987, og Baldur, f. 23. júní 1994. Dóttursonur Gísla og Sólveigar, Kjartan Þorbjörnsson, ólst upp hjá þeim hjónum. Gísli starfaði sem skrifstofu- maður hjá KEA og Útgerðar- félagi KEA á árunum 1937–1944 en var starfsmaður hjá Hjálpar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNRRA, 1945–1946. Hann var deildarstjóri hjá KEA og fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags KEA 1946–1958. Árið 1958 varð hann framkvæmdastjóri Útgerð- arfélags Akureyringa og gegndi því starfi til ársins 1989 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Gísli gegndi fjölmörgum fé- lags- og trúnaðarstörfum, sat m.a. í stjórnum Kaupfélags Ey- firðinga, Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, Coldwater Sea- food Corporation, Sambands fiskvinnslustöðva, Sparisjóðs Ak- ureyrar o.fl. Hann var sæmdur heiðursnafnbótinni riddari Dannebrogsorðunnar árið 1979 og hinni íslensku Fálkaorðu 1981. Útför Gísla verður gerð frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13.30. Gísli hafði yfirbragð heimsborg- ara. Hann stjórnaði ÚA í mörg ár af mikilli framsækni og dugnaði og sat í stjórnum margra félaga, en þegar heim var komið var hann pabbinn góði sem aldrei skammaðist og alltaf var þolinmóður við stóra barnahóp- inn sinn. Og svo var það hún Sólveig hans. Það fyrsta sem hann gerði þeg- ar heim var komið var að kyssa hana, þar sem hún beið hans. Þau voru ekki bara glæsileg hjón svo af bar, heldur var ást þeirra og virðing í garð hvers annars svo mikil að við, sem vorum þeim nálæg, áttum þá ósk heitasta að fá að lifa eins og þau. Þau höfðu nú verið í hjónabandi í tæp 60 ár, í blíðu og stríðu. Umhyggja þeirra fyrir hvort öðru var engu lík, hvort heldur það var í meðbyr eða eins og nú hin síðari ár þegar á móti blés heilsufars- lega. Aldrei var kvartað, bara tekist á við það sem var. Með tengdaföður mínum er horf- inn glæsilegur fulltrúi sinnar kyn- slóðar. Það voru forréttindi að fá að kynnast honum og að eiga vináttu hans alla tíð. Fyrir það vil ég þakka og bið góðan Guð um að styrkja elskulega tengdamóður mína og fjöl- skylduna alla. Hallfríður Konráðsdóttir. Vinur okkar og tengdafaðir Gísli Konráðsson verður jarðsunginn í dag. Það er komið að kveðjustund- inni. Við vitum að hann var vel und- irbúinn fyrir þetta ferðalag sem allir verða að fara í, sáttur við allt og alla. Þeir fæðast því miður ekki margir á hverri öld sem fá alla hans mannkosti í vöggugjöf og haga lífi sínu svo að hvergi falli skuggi á, á langri ævi eins og Gísla varð auðið. Hann var heið- arlegur, geðfelldur, virðulegur, fróð- ur, glæsilegur, geðgóður, minnugur, barngóður, glaðvær, staðfastur, vit- ur, réttsýnn, fyrirmynd, vinur, skáld. Þeir, sem þekktu hann gátu ekki hugsað sér hann öðruvísi. Hann var svona, alveg einstakur maður. Hann átti alltaf tíma fyrir barnabörnin þeg- ar hann hitti þau og ræddi alltaf við þau eins og fullorðna. Bar virðingu fyrir öllum. Hann kunni íslensku manna best og var gott skáld en flík- aði því ekki, en sá sem getur ort svona heilræðavísu er skáld. Ef þér finnst þín för sé glæst, framavonir hafi ræst, þín sé mektin mest og hæst, mundu að dramb er falli næst. Við áttum margar góðar stundir saman á bökkum Laxár í Aðaldal, þar sem hann sagði okkur frá sveitinni sinni, lýsti liðnum tímum og fræddi okkur um laxveiðina. Allar okkar samverustundir voru ánægjustundir. Við vorum gæfumenn að fá að vera samferðamenn Gísla í mörg ár og við urðum betri menn eftir hverja sam- verustund með þessum aðdáanlega manni sem við nú kveðjum hinstu kveðju. Ef við náum með tærnar þar sem hann hafði hælana þá verðum við góðir menn. Elsku tengdamamma, söknuður þinn er mikill og við biðjum góðan Guð að gefa þér styrk á þessari stundu. Öll fjölskyldan saknar hans svo mikið en mun eiga og varðveita óvenjulega góðar minningar um ynd- islegan og mætan mann. Björn Ingi Sveinsson, Guðmundur Pétursson, Haraldur Baldursson, Hörður Blöndal, Jakob V. Hafstein, Samúel J. Samúelsson og Sigurður M. Albertsson. Með djúpri virðingu minnumst við elsku afa Gísla, sem nú hefur horfið til æðri máttarvalda. Margar góðar minningar koma í huga okkar við þessa kveðjustund, sem munu ylja okkur um ókomna tíð. Minnistæðar eru allar samverustundirnar í borð- stofunni í Oddagötunni þar sem spjallað var um heima og geima yfir nýkreistum appelsínusafa og „afa- brauði“. Afi var svo mörgum góðum eiginleikum gæddur, afskaplega fróður um allt og alla, hjartahlýr og áhugasamur um það sem við vorum að fást við hverju sinni. Við verðum ævinlega þakklát fyrir að hafa átt hann að. Hvíl í friði, elsku afi. Sólveig og fjölskylda, Samúel Jón, Þórhallur Gísli og Ragnhildur. Nú er afi Gísli farinn. Það var mikil sorg að heyra fréttirnar og ég á erfitt með að trúa því að þessi sterki, ljúfi og einlægi maður sé ekki lengur hjá okkur. Mig langar til að biðja Guð, okkar himneska föður, að fylgjast vel með afa og bið ég hann um að líta eft- ir ömmu Sollu á þessari sorgarstund. Afi gaf mun meira af sér en nokkur annar maður sem ég hef þekkt. Hann gaf sér alltaf tíma til að sinna okkur barnabörnunum og tala við okkur þegar við komum í heimsókn. Það var hefð hjá afa, mér og systur minni þegar við vorum yngri, að þegar við komum í heimsókn var fyrst spjallað og farið yfir liðinn tíma, skólann og hvað við vorum að gera, en svo lá leið- in beint í Brynju. Ég vona að hann sé nú kominn á góðan stað þar sem hann hefur sitt góða borð og þykku bækur til að dunda sér við og lítinn sófa þar sem hann getur lagt sig um hádeg- isbil alveg eins og hann gerði í Odda- götunni. Ég veit að hann er í góðum höndum. Mig langar til að kveðja afa með þessu erindi Hannesar Hafstein: Ég fullt og fast því treysti, að fengi ég þig að sjá og horfa í kirkjunni hreina svipinn á, og heyra eins og í anda þig andann draga hljótt, eins og um mig dreymdi í alla nótt. Sól. Elsku afi, nú er komið að leiðarlok- um. Við erum þakklát fyrir að hafa al- ist upp í návist þinni og ömmu og okk- ur finnst mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast þér jafn vel og raunin varð. Það voru margar góðar stundir sem við áttum saman, sér- staklega á ættaróðalinu í Oddagötu. Þar varst þú duglegur að þjálfa okk- ur í rímnaleikjum á meðan við sátum við matarborðið og borðuðum „afa- brauð“. Einnig eru okkur minnisstæð dyraötin sem þú settir á svið í Odda- götunni til þess að hylma yfir tilvist tyggjóálfsins, en hann átti að vera lít- ill karl sem kom og færði okkur hvítt wrigleýs plötutyggjó. Það voru margir skemmtilegir ár- legir viðburðir sem við áttum saman. Það var alltaf jafn mikill spenningur að skera með ykkur laufabrauð í Oddagötunni, þar sem allt flæddi í prins póló og kóki. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur krakkana og mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Þú varst duglegur að spyrja hvernig okkur gengi í skól- anum, íþróttum og fleiru. Við litum mjög upp til þín og reyndum okkar besta til að gera þig stoltan af okkur. Nú hin síðari ár, eftir að við höfum þroskast og kynnst þér betur, sjáum við hversu góðan mann þú hafðir að geyma. Þú sást það besta í öllum, enda áttir þú stóran vinahóp og höf- um við orðið vör við það hversu mikla virðingu fólk bar fyrir þér. Nú mun sannast hið fornkveðna, að orðstír deyr aldrei þeim er sér góðan getur. Elsku afi, þú varst yndislegur mað- ur og sást það best í því hvað þú elsk- aðir ömmu heitt. Þú sagðir okkur ósjaldan hvað þú værir skotinn í henni og eru þið fullkomið dæmi um fyrirmyndar hjónaband. Við skulum passa ömmu og hugsa vel um hana í hinum veraldlega heimi, því við vitum að þú gætir hennar að handan. Sofðu vel, elsku afi. Þín barnabörn, Gísli, Katrín og Björn. Með söknuð í hjarta kveðjum við elsku afa Gísla. Afi var einstaklega glæsilegur maður, ljúfur og klár. Það var alltaf margt um manninn í kring- um afa enda eru afkomendurnir margir. Afi var voða stoltur af öllum börnum sínum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Stoltastur var hann þó af elsku ömmu Sollu sinni. Ástin skein úr augum hans þegar hann var í kringum hana. Enda var umtalað hversu ástfangin og glæsileg hjón þau voru. Við sáum afa síðast á páskadag. Mikið var gaman að hitta hann og spjalla við hann. Þrátt fyrir veikindin var hugurinn eldklár og fróðari menn er erfitt að finna. Áhugi hans og þekking á tungumálum, ættfræði, bókmenntum og ljóðum var mikill. Þessum fróðleik miðlaði hann af miklum áhuga og óeigingirni. Allir sem kynntust afa Gísla urðu ríkari fyrri vikið enda var hann sjald- gæfur fjársjóður. Guð veri með þér, elsku afi. Þín verður sárt saknað. Dóra Björg og Fannar. Elsku afi Gísli. Ég er svo heppin að hafa fengið að vera afastelpa jafn yndislegs manns og þín. Það var alltaf svo gaman að heimsækja ykkur ömmu í Oddagöt- una á meðan þið bjugguð þar, húsinu sem í mínum augum var stærsta höll- in á Akureyri. Það sem mér er minn- isstæðast frá þeim tíma eru rímna- leikirnir við matarborðið, sagan um Pönnukökukónginn sem þú last svo oft, hvíta ameríska Wrigley’s- tyggjóið sem „tyggjóálfarnir“ komu með og auðvitað ferðirnar í Brynju á stóra ameríska kagganum til að kaupa ís. Þar sem þú hafðir svo gam- an af músík og söng þá ákváðum við Kata að nýta okkur það og sömdum sníkjutexta sem við sungum fyrir þig til að vera alveg vissar um að fá þig í Brynju-leiðangur. Þetta virkaði mjög vel, enda endaði textinn á orðunum ...og elsku besti afi Gísli, viltu gefa okkur Brynjuís! (kannski bragfræðin ekki alveg að þínu skapi). Ótal aðrar minningar koma upp í hugann sem ég ætla ekki að setja á blað heldur geyma fyrir mig. Nú er komið að kveðjustundinni og þá rifjast upp fyrir mér hvernig við kvöddumst þegar ég kom að heim- sækja ykkur norður í janúar. Ég var á mikilli hraðferð, búin að kveðja ykkur en þurfti að skila bók sem þú lánaðir mér og hljóp því aftur inn. Þegar ég kvaddi aftur sagði ég „bæ bæ, hafið það gott“ og þú bentir mér vinsamlega á að það hæfði ekki ungri dömu eins og mér að segja „bæ bæ“ heldur ætti ég að segja „bless“. Þetta lýsir þér mjög vel, passandi upp á það að við töluðum rétt íslenskt mál. Þannig kveð ég þig elsku afi minn og segi nú bless bless, hafðu það sem allra best á nýja staðnum. Þín dótturdóttir Halla Björg. Elsku afi Gísli. Ég trúi því ekki að Guð geti leyft manni að elska einhvern svona mikið, en tekið hann svo aftur frá manni. Ég vildi að þú gætir verið hjá okkur að eilífu, en ég verð víst bara að halda fast í minninguna. Það var alltaf svo gaman að spjalla við þig, þú vissir svo margt og maður lærði alltaf eitthvað nýtt þegar mað- ur var með þér. Ég gleymi aldrei öll- um stundunum sem við áttum saman í Oddagötunni og á Flórída. Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar við sátum saman tvö ein á eld- húsbekknum í rímleik, gerðum risa- stóra snjókarlinn í garðinum, fórum á göngutúra á Flórída, borðuðum „afa- brauð“ við morgunverðarborðið og þegar ég fékk að sofa á milli ykkar ömmu í stóra hjónarúminu. Þú varst alltaf svo glaður og reidd- ist engum, alltaf syngjandi og bros- andi. Ég veit það eru ekki margir sem fá að kynnast svona manni um ævina eins og ég og verð ég að reyna að brosa í gegnum tárin og þakka Guði fyrir það. Mig langar til að þakka þér afi minn fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og kennt mér, sem ég veit að á eftir að hjálpa mér að rata í gegnum hið mikla völundarhús, lífið. Eins og einhver sagði: ,,Eftir bjart- an daginn, kemur dimm nótt“. ,,Ein- hvern tíma verða allir menn að deyja“. En ég veit að eftir dimma nótt rís sólin á ný og nýr dagur fæðist. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur, uppi á himnum. Nú verð ég bara að hegða mér vel og standa mig svo ég geti átt eins greiða leið upp til himna og þú. Þar til þá... Þín Iddú Hildur Björnsdóttir. Kveðja frá Útgerðarfélagi Akureyringa Gísli Konráðsson var kallaður til starfa hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga árið 1958, þegar það glímdi við GÍSLI KONRÁÐSSON MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.