Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigrún Kristins-dóttir fæddist á Blönduósi 26. mars 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ingileif Sæ- mundsdóttir hús- freyja, f. 2.6. 1902, d. 7.6. 1993, og Kristinn Magnús- son bóndi og kaup- maður, f. 13.3. 1897, d. 26.11. 1979. Systkini Sig- rúnar eru Sæmund- ur Magnús, f. 22.5. 1930, d. 17.11. 2000, og Ásdís, f. 29.4. 1939. Sigrún er uppalin í for- eldrahúsum á Blönduósi ásamt systkinum sínum og fóstursyst- ur, Jónínu Björnsdóttur, f. 16.7. 1922, bróðurdóttur Kristins. Sigrún giftist sumarið 1952 Jóni Erlendssyni kennara, f. 2. apríl 1926 á Ísafirði og uppalinn þar. Foreldrar hans voru Gest- ína Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 14.5. 1895, d. 7.2. 1978, og Er- lendur Jónsson skósmiður, f. 1.4. 1894, d. 7.9. 1958. Börn Sig- rúnar og Jóns eru þrjú: a) Ingi- leif, f. 27.11. 1952, gift Birgi Birni Sigurjónssyni, f. 20.2. 1949. Synir þeirra eru Magnús, f. 18.10. 1977, og Árni, f. 27. 5. 1982, unnusta Salvör Gyða Lúð- víksdóttir f. 2.7. 1984. b) Er- lendur, f. 18.7. 1954, kvæntur Önnu Jónu Hauks- dóttur, f. 29.10. 1953. Sonur þeirra er Jón, f. 29.7. 1973, kvæntur Evu Úllu Hilmarsdóttur, f. 15.7. 1974, og synir þeirra eru Ísak, f. 9.8. 1999, og Kristófer, f. 3.3. 2003. c) Kristín, f. 23.12. 1960, gift Þórarni Eyfjörð, f. 6.1. 1960. Börn þeirra eru Sigrún, f. 25.4. 1989, og Þorsteinn, f. 30.5. 1995. Sigrún gekk í barnaskóla á Blönduósi, tvo vetur í Héraðs- skólann í Reykholti og vetur- langt var hún í Kvennaskólan- um í Reykjavík. Tvítug flutti hún til Reykjavíkur. Þau Jón bjuggu lengst af á Rauðalækn- um. Sigrún var heimavinnandi húsmóðir á meðan börnin voru lítil, starfaði svo við afgreiðslu í mjólkurbúð og síðar í skó- verslun Steinars Waage. Í nokkur ár annaðist hún síma- vörslu hjá Gunnari Ásgeirssyni og Velti en síðustu starfsár sín, 1988–1997, var Sigrún skólarit- ari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Útför Sigrúnar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ég var að kynnast konu- efni mínu fyrir um aldarfjórðungi velti ég ekki fyrir mér eitt and- artak hvers konar tengdafólk ég myndi eignast. Annaðhvort var þetta af dæmigerðu fyrirhyggju- leysi ungs manns eða að mér fannst það ofar mínum möguleik- um að geta valið mér tengdafólk. Hvort sem réð för þakka ég nú forsjónunni fyrir að hafa fengið að kynnast tengdamóður minni, Sig- rúnu Kristinsdóttur, og eignast vináttu hennar. Ég hitti Sigrúnu í fyrsta sinn á æskuheimili konu minnar á Rauða- læk 67. Hún tók mér strax mjög vel. Sigrún var afar falleg kona og snarpgreind með mikla útgeislun. Fljótlega skildi ég að hún var líka sérlega næm og hlý manneskja sem umvafði allt sitt fólk kærleika og umhyggju; – og fyrr en varði var ég orðinn hluti af fólkinu hennar. Sigrún var gædd mikilli og lifandi kímnigáfu og stríðni. Mér fannst ég fljótt eiga margt sameiginlegt með henni fyrir utan stríðnina. Til dæmis hafði hún mikla unun af alls konar tónlist og ljóðum og raunar orti hún að því er virtist fyrirhafnarlítið mörg eft- irminnileg ljóð. Þannig fylgdu gjarnan ljóðakorn með jóla- eða afmælisgjöfum til barna, tengda- barna og barnabarna, með sam- blandi af kímni og vísdómi. Eftir stutt kynni mín við vænt- anlegt tengdafólk mitt, Jón og Sig- rúnu, flutti ég ásamt konu minni til Stokkhólms vegna framhalds- náms. Nokkrum mánuðum síðar komu tengdaforeldrar mínir til ársdvalar í Stokkhólmi og tengd- umst við þá enn nánari böndum. Þegar strákarnir okkar, Magnús og Árni, fæddust ytra kom Sigrún til okkar og dvaldi hjá okkur um skeið til að létta undir með okkur. Hún varð fjölskyldunni ekki aðeins mamma, tengdamamma og amma, heldur náinn vinur hvers og eins. Eftir heimkomuna til Íslands urðu Rauðalækur 67 og sumarhúsið, Kleifakot, sjálfsagðar miðstöðvar. Þangað komum við gjarnan öll til að eiga skemmtilega stund með þeim Jóni og Sigrúnu. Og strák- arnir áttu alltaf vísan griðastað hjá afa og ömmu. Næstu árin eftir heimkomuna til Íslands fórum við í mörg ferðalög um landið með Sigrúnu og Jóni, stundum til að veiða fisk á flugu en öðrum stundum bara til að skoða landið og gleðjast saman. Á ferðalögum er hugurinn opinn og frjór og móttækilegur fyrir hvers kyns hughrifum. Þess vegna er svo gott að kynnast og bindast ferða- félögum vinaböndum og njóta með þeim góðra stunda. Það stendur upp úr núna eftir á. Í kringum 1990 fórum við akandi í tvær afar eftirminnilegar ferðir um Frakk- land og Spán, bæði um borgir og sveitir. Engir gátu verið skemmti- legri ferðafélagar en þau Sigrún og Jón, stöðugt vakandi yfir feg- urð landsins og því skemmtilega ævintýri sem lífið er. Öll komum við miklu ríkari úr þeim ferðum. Ég held að það sé lýsandi um Sigrúnu að segja að lífsleikni hafi verið hennar fag. Hún höfðaði ekki aðeins sterkt til sona minna og annarra barnabarna, heldur líka og ekki síst til unglinganna í Ár- múlaskóla þar sem hún starfaði um árabil sem skólaritari. Hún ávann sér trúnað þeirra og traust vegna þess að hún sýndi þeim virðingu sem einstaklingum og nálgaðist þau fordómalaust og á þeirra forsendum. Þannig var Sig- rún. Þegar ég kveð tengdamóður mína er ég fullur saknaðar en um leið veit ég að það var sérstök auðna að fá að kynnast henni. Allt sem hún gaf okkur mun duga okk- ur vel fram á veginn, þótt sorgin eigi huga okkar í dag. Birgir Björn Sigurjónsson. Á hugann leitar mynd af Sig- rúnu og Jóni sem standa á klöpp er rís upp úr svörtum sandinum og þau horfa yfir fegurð íslensku öræfanna. Silfrað hár Sigrúnar bærist í hlýjum andvara, þar sem fjöll, jöklar, hraun og sandar leika fegurðarsinfóníu, sem helst verður bara leikin hér. Það er eins og þau sjái eitthvað í fjarskanum, sem hefur dýpri merkingu en maður sjálfur kemur auga á. Sigrún tengdamóðir mín var fjölhæf kona með sterka réttlæt- iskennd og stórt hjarta. Fegurð- arskyn hennar var fágætt og það náði jafnt til náttúrunnar og mannlífsins. Í kyrrð sinni gat gleði hennar yfir undrum náttúrunnar næstum orðið áþreifanleg, hvort heldur staðið var við Öskjuvatn í hópi fjölskyldumeðlima eða hlúð að græðlingi milli þúfna í sum- arlandinu við Þingvallavatn. Eins var það í samskiptum manna í millum. Hin smáu atvik voru jafn verðmæt og þau stóru; innihaldið sjálft var ávallt það sem skipti máli. Fjölskyldan naut þess í rík- um mæli hversu mikilvægur þáttur samveran var í lífi Sigrúnar, þar sem hvert tilefni var notað til að kalla ástvini saman. Þar voru þau samstiga Sigrún og Jón Erlends- son tengdafaðir minn. Ástúð þeirra og rækt við börn, barna- börn og tengdabörn er fjársjóður að eiga. Einn þáttur í skapgerð Sigrúnar fékk aldrei dulist, en það var lífs- gleðin sjálf sem var svo rík í allri hennar framkomu. Þar skipaði sterk kímnigáfa veglega sess. Hún setti hlutina oftar en ekki í nýtt og óvænt samhengi með glettilegri at- hugasemd, þannig að atburðir, menn og málefni urðu að skoðast í nýju og óvæntu ljósi. Eftir erfið veikindi hefur Sigrún kvatt þennan heim. Ef nýtt ferða- lag tekur mið af þeim góðu verk- um sem menn vinna hér á jörðu, þá er tengdamóðir mín komin til þess staðar þar sem fegurðin ein ræður ríkjum. Þar á Sigrún Krist- insdóttir heima. Þórarinn Eyfjörð. Elsku tengdamamma. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt, er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ég þakka þér fyrir allar stund- irnar sem við höfum átt saman í rúm þrjátíu ár. Uppvaxtarár Jónsa á Rauðalæk hjá ykkur Jóni, ferðir í rússajeppanum, heimsóknin til ykkar í Rynkby, Herðubreiðar- lindir, Þórsmörk, Mývatnsferðir fjölskyldunnar og þá sérstaklega sumarið sem við tvær hjóluðum í kringum vatnið, mikið vorum við stoltar. Ég þakka þér fyrir bókina Spá- manninn eftir Kahlil Gibran/Gunn- ar Dal þýddi, þar segir um vinátt- una: Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem sam- úð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum sam- þykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða all- ar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið bezt af sléttunni. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þín Anna Jóna Hauksdóttir. SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Kristinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Birna Guð-mundsdóttir fæddist í Gerðum í Garði 2. nóvember 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Björns- son kaupmaður, f. 10. ágúst 1876, d. 31. mars 1934, og Una Guðrún Þuríð- ur Þorsteinsdóttir, f. 22. maí 1896, d. 6. mars 1974. Fjöl- skyldan flutti til Reykjavíkur vorið 1923 og bjó þar eftir það. Systur Birnu voru: 1) Ragnhild- ur, f. 10. ágúst 1919, d. 26. nóv- ember 1984, gift Sigurði Gunn- ari Sigurðssyni, fyrrv. vara- slökkviliðsstjóra, sem nú er látinn. 2) Kristín, f. 7. maí 1926, gift Guðmundi Ófeigssyni. Birna átti eina dóttur, Þór- unni Haraldsdóttur, f. 28. des- ember 1942, d. 6. janúar 1998, með þáverandi unnusta sínum Haraldi Eyvinds, f. 10. nóvem- ber 1918, d. 27. desember 2002. Leiðir þeirra skildi þegar Þórunn var ungbarn. Þórunn giftist Guðna Jóns- syni, f. 31. ágúst 1942. Börn þeirra eru: 1) Ásgeir, f. 11. apríl 1973, í sambúð með Elínu Gróu Guðjónsdótt- ur, 2) Björn, f. 23. september 1975, d. 4. desember 1978, og 3) Anna Sigríð- ur, f. 30. júlí 1980, í sambúð með Herði Lárussyni. Birna hlaut almenna mennt- un, stundaði nám í Kvöldskóla KFUM og lærði kjólasaum á saumastofu Gullfoss fyrir stríð. Hún byrjaði snemma að vinna fyrir sér við afgreiðslustörf en árið 1947 fór hún að vinna í Sundhöll Reykjavíkur. Árið 1961 hóf hún störf í Borgar- bókasafni Reykjavíkur og vann þar í 29 ár þar til hún hætti vegna aldurs. Útför Birnu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Eftir mikla baráttu við veikindi veit ég að þú ert sátt við að kveðja þetta líf þótt erfitt sé að horfa á eftir þér. Við áttum margar ánægjustundirnar saman sem ég þakka þér fyrir. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þín því þú tókst alltaf svo vel á móti mér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég veit að mamma tekur vel á móti þér og þið vakið yfir mér. Minning ykkar lifir í mínu hjarta. Guð geymi þig. Anna Sigríður. Látin er í Reykjavík elskuleg móðursystir mín, Birna Guð- mundsdóttir, fyrrverandi bóka- vörður. Hún lést á 83. aldursári, farin að kröftum eftir langvinn veikindi og södd lífdaga. Þær voru þjár systurnar, Ragn- hildur, Birna og móðir mín Krist- ín, dætur Unu Þorsteinsdóttur frá Meiðastöðum í Garði og Guðmund- ar Björnssonar kaupmanns ættaðs úr Biskupstungum. Eftir lát Guð- mundar stóð Una amma mín ein uppi með dæturnar ungar, móður mína á sjöunda ári. Hart var í búi á krepputíma og varð amma mín að þiggja vinarbragð þeirra hjónanna Bjarnfríðar Sigurðar- dóttur og Jóhanns Guðnasonar á Vatnsnesi í Keflavík, um fóstur fyrir yngstu dótturina Kristínu. Ólst móðir mín upp hjá þeim á Vatnsnesi en var þó ætíð í nánu sambandi við systur sínar og móð- ur í Reykjavík. Amma mín vann ýmis störf til að sjá fjölskyldunni farborða og fóru eldri dæturnar tvær, Ragn- hildur og Birna, í sumarvist á sveitaheimili til að létta undir með móður sinni, Ragnhildur að Sáms- stöðum, en Birna að Deildartungu í Borgarfirði. Alla tíð síðan leit Birna til áranna í Deildartungu með þökk og virðingu, og tengdist hún Deildartungufólkinu, og þá sérstaklega dætrunum þar, vina- böndum sem héldust alla ævi. Með unnusta sínum Haraldi Ey- vinds eignaðist Birna einkadótt- urina, Þórunni. Örlögin höguðu því svo að Birna kom ein að uppeldi Þórunnar, en þó með dyggum stuðningi Unu ömmu. Öll uppvaxt- arár Þórunnar héldu þær þrjár saman heimili, dóttir, móðir og amma, lengst af í Ingólfsstræti 18. Lífsverk Birnu varð uppeldi dótturinnar, og var ekkert til spar- að svo að hæfileikar Þórunnar fengju notið sín. Þórunn lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands og stundaði nám í fiðluleik við Tón- listarskólann í Reykjavík. Unnu þær Birna og amma hörðum hönd- um til að svo mætti verða. Birna vann lengst af sem bóka- vörður við Borgarbókasafnið og naut hún sín vel í því starfi, þar sem saman fór vinna og áhugamál. Birna hafði unun af lestri góðra bóka og var víðlesin, þótt ætt- fræði, ferðasögur og ljóð væru það, sem oftast var gripið til. Birna ferðaðist víða og eru mér minnisstæðar Gullfossferðir þeirra Þórunnar til „Kóngsins Köben- havn“, því alltaf komu þær fær- andi hendi heim aftur. Nutu þá litlar frænkur og frændur góðs af. Síðar voru farnar margar ferðir til annarra landa og var þá í hverri ferð haldið á vit menningar og lista. Í minningunni standa upp úr ýmis skemmtileg atvik frá sam- verustundum fjölskyldunnar í af- mælum og jólaboðum. Litla húsið í Ingólfsstræti hristist á grunni þegar hlaupið var hringinn. Jafn- vel var atgangurinn og fjörið í okkur krökkunum eitt sinn svo mikið að tröppur hússins gáfu sig og hrundu. Er Þórunn lést hinn 6. janúar 1998, langt um aldur fram, var það frænku minni þungt högg. Lífsvilj- inn fór þverrandi, en börn Þór- unnar, þau Ásgeir og Anna, fengu þá umhyggju ömmu sinnar óskipta, og um þeirra hag snerist allt líf hennar síðustu misserin. Gladdist Birna mjög yfir því, hve vel þau hafa staðið sig í lífsbarátt- unni. Að leiðarlokum kveð ég elsku- lega móðursystur mína með sökn- uði og þakka henni alla umhyggju, sem hún alltaf sýndi mér og börn- um mínum. Barnabörnum hennar, Ásgeiri og Önnu, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Helga. BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.