Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ALLMARGIR sjónvarpsáhorfendur hafa sent mér tölvupóst eða hringt og spurt hvort hætt hafi verið við þáttaröðina um nýjungar og eftir- tektarverð verkefni í íslenskum vís- indum sem sýningar hófust á hjá RÚV í byrjun janúar sl. Röðin heitir Vísindi fyrir alla og þættirnir hafa verið sýndir skömmu fyrir seinni kvöldfréttir Sjónvarpsins á miðviku- dögum og endurfluttir á sunnudög- um. Svarið er nei; þættirnir eru áfram á dagskrá. Skýringin á hléinu sem varað hefur frá 2. apríl og stend- ur til 13. maí er einföld. Kosninga- sjónvarp ýtir þáttunum af dagskrá og auk þess féll niður þáttur vegna eldhúsdagsumræðna á Alþingi. Búið er að sýna a.m.k. 11 þætti og verða þeir áfram vikulega og óslitið á dag- skrá frá og með miðvikudeginum 14. maí. Til upprifjunar má geta þess að í hverjum þætti er eitt rannsókna- verkefni tekið til skoðunar og auk þess fær Vísindavefur Háskóla Ís- lands lokamínúturnar undir eina spurningu og svar við henni. Hingað til sem hér eftir er fjallað um raun- vísindi og hugvísindi og reynt að út- skýra hvað sérfræðingar eru að fást við, hvers vegna og hvernig og einnig hvað fæst úr verkefnunum. Lífs- mynd framleiðir þættina fyrir RÚV með tilstyrk HÍ, Rannís og Íslands- banka, og bæði menntamálaráðu- neytið og iðnaðarráðuneytið hafa lagt sitt af mörkum. Auk undirritaðs hefur Ragna Sara Jónsdóttir umsjón með þáttunum. Sem sagt: Bíðið þol- inmóð þar til miður maí rennur upp með vorgleðinni. ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON, jarðeðlisfræðingur og vinnur m.a. við skriftir og sjónvarpsþáttagerð. Vísindi fyrir alla Frá Ara Trausta Guðmundssyni Í MORGUNBLAÐINU sl. laugar- dag gat að líta sérkennilega grein um meint aðgerðarleysi yfirvalda gagnvart Landhelgisgæslunni. Það er mikilvægt í umræðu um vandmeðfarin málefni að fara satt og rétt með hlutina. Vegna rangfærslna í greinni er ástæða til að fara nokkrum orðum um mál- efni Landhelgis- gæslunnar. Á undanförnum árum hefur ým- islegt verið gert í þeim tilgangi að efla og styrkja starfsemi Landhelg- isgæslunnar. Það hefur engum dul- ist að Gæslan hefur um nokkuð skeið búið við vanda, sem erfitt hefur reynst að greina. Ríkisend- urskoðun gerði úttekt á starfsemi hennar og varpaði fram ýmsum til- lögum til úrbóta fyrir nokkrum ár- um. Farið var vandlega yfir þær hugmyndir af hálfu dómsmála- og fjármálaráðuneytisins, í samvinnu við fjárlaganefnd Alþingis. Leiddi sú vinna til þess að uppsafnaður halli Landhelgisgæslunnar, á ann- að hundrað milljónir króna, var á síðustu fjáraukalögum þurrkaður upp auk þess sem 20 milljónum króna var bætt við fjárlagagrunn stofnunarinnar. Ári áður hafði fjár- veiting til stofnunarinnar verið aukin um 8 milljónir króna og við meðferð fjárlagafrumvarpsins á Al- þingi nú var auk þess bætt við sér- stöku varanlegu framlagi til að tryggja rekstur nætursjónauka. Auk þess hafði ríkisstjórnin að frumkvæði dómsmálaráðherra lagt fram umtalsverða fjárhæð til að standa straum af kostnaði vegna kaupa á umræddum sjónaukum. Nýlega ákvað ríkisstjórnin jafn- framt að tillögu dómsmálaráðherra að veita Landhelgisgæslunni 50 milljónir úr Landhelgissjóði. Fram- lög til stofnunarinnar hafa því auk- ist umtalsvert á síðustu árum. Um tíma leit út fyrir að leggja þyrfti gæsluskipinu Óðni vegna þess mikla kostnaðar sem sam- kvæmt yfirstjórn Landhelgisgæsl- unnar yrði að leggja í til þess að halda þessu gamla skipi í rekstri. En sem betur fer hefur í ljós kom- ið að kostnaðurinn er margfalt minni en yfirstjórn Gæslunnar gerði ráð fyrir í fyrstu þannig að Óðinn mun enn um sinn verða í rekstri. Jafnframt er undirbúningi að smíði nýs varðskips lokið og liggur tillaga dómsmálaráðherraa um útboð á smíðinni fyrir ríkis- stjórn. Tillagan fékk jákvæðar undirtektir þótt hún verði ekki af- greidd fyrr en eftir kosningar. Meginhlutverk Landhelgisgæsl- unnar er að sjálfsögðu að gæta að landhelginni, og mikilvægi þess er að sjálfsögðu mikið. Hlutverk hennar við leit og björgun er einn- ig gríðarlega mikilvægt og nauð- synlegt að styrkja það frekar og efla. Hvernig Gæslan sinnir þess- um mikilvægu hlutverkum sínum þarf að endurmeta á hverjum tíma og stærsta verkefnið sem er fram- undan hjá Landhelgisgæslunni er stefnumótun, þ.e. hvernig hún á að sinna hlutverki sínu í takt við nýja tíma og nýja tækni. Það liggur hins vegar fyrir að Landhelgisgæslan hefur fyrr og nú gegnt hlutverki sínu með sóma. Það þarf enginn að efast um hug stjórnvalda til Landhelgisgæslunn- ar. Það er þjóðinni mikilvægt að staða hennar sé sterk og að því verður áfram unnið. INGVI HRAFN ÓSKARSSON, aðstoðarmaður dóms- og kirkju- málaráðherra. Landhelgis- gæslan – stað- reyndir málsins Frá Ingva Hrafni Óskarssyni Ingvi Hrafn Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.