Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.05.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 29 DAGBÓK HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 54 94 LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar:  Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. Skyndihjálp og skipulag.  Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00. Heimasíða: www.menntun.is Martha Jensdóttir kennari. Morgunverðarfundur miðvikudaginn 7. maí kl. 8.30-9.30 í Víkingasal Hótels Loftleiða Það er mikilvægt að viðskiptavinir séu ánægðir en... Hvernig tryggjum við gæði þjónustunnar? Er hægt að hafa áhrif á ánægju viðskiptavina? Hvernig er það hægt og hvernig getum við metið hversu ánægðir þeir eru? • Ánægja viðskiptavina, af hverju skiptir hún máli og hvernig er best að meta hana. • Þorlákur Karlsson, framkvæmdastjóri rannsóknar- og upplýsingasviðs IMG. Reynslusögur: • Gísli Jafetsson, markaðs- og fræðslustjóri Sambands íslenskra sparisjóða. • Ingibjörg S. Ingjaldsdóttir, starfsmanna- og markaðsstjóri og Guðmundur R. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Prentmets. Verð fyrir félagsmenn Stjórnvísi er 2.000 kr. og 4.000 kr. fyrir aðra. Skráning á heimasíðunni: www.stjornvisi.is eða í síma 533 5666. STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert gáfuð manneskja og býrð yfir innsæi. Þú átt gott með að kenna og langar að uppfræða heiminn. Þú held- ur þig samt út af fyrir þig. Komandi ár kann að verða besta ári ævi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það gerist eitthvað óvænt heimafyrir. Þetta gæti tengst einhverjum sem þú vannst áður með. Naut (20. apríl - 20. maí)  Metnaður þinn er vakinn! Samt sem áður koma upp gömul vandamál. Fyrrver- andi maki skýtur upp koll- inum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Skoðaðu hvað þú getur gert til að auka tekjurnar. Kannski felur það í sér að læra meira um nýja tækni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vikan byrjar vel! Þér finnst tilveran spennandi og þú hlakkar til að takast á við hana. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu þér hægt í dag, kraft- urinn eykst eftir því sem líður á vikuna. Taktu óhrædd(ur) við aukinni ábyrgð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinkona þín gæti gefið þér góð ráð í dag. Þó svo að þú sért fús til að vinna ötullega í dag er samt óvenju mikil uppreisn í þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Athygli yfirmanns, valda- persónu, kennara eða for- eldris kann að hvíla á þér í dag. Það er gott því þú ert sérstaklega aðlaðandi í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það ríkir spenna á heimilinu og því þarftu að vera sér- staklega þolinmóð(ur). Mundu að neikvæðni er það þegar maður vill að hlutirnir séu öðruvísi en þeir eru. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú mátt búast við því að rek- ast á einhvern sem þú hefur unnið með. Það er ekki gott að byrja á nýjum verkefnum í vinnunni núna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef þú kemst í frí núna skaltu grípa tækifærið. Þú vilt skemmta þér og það er engin ástæða fyrir því að þú ættir ekki að gera það. Þú þarft samt að sýna börnum meiri athygli en áður. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Aðgerðir þínar gera aðra ringlaða. Þeir átta sig ekki á því hvað það er sem þú sæk- ist eftir. Komdu hlutunum á hreint. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sýndu öllum þeim sem á vegi þínum verða í dag óvenju mikla vinsemd og viðbrögðin munu koma þér á óvart. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SPRETTUR Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Það er sem fjöllin fljúgi móti mér, sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer. Og lund mín er svo létt, eins og gæti eg gjörvallt lífið geisað fram í einum sprett. Hannes Hafstein LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,5. maí, er fimmtugur Óskar Guðjónsson, Sóltúni 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Hervör Lúðvíks- dóttir. Af því tilefni eru vin- ir og ættingjar hjartanlega velkomnir í sumarbústað þeirra í Jötnagarðsási, Munaðarnesi, á kosninga- daginn 10. maí, milli kl. 14 og 18. Reykjanesúrvalið hafði 14 IMPa forystu þegar einu spili var ólokið í ein- vígisleiknum gegn lands- liði opna flokksins. Minna hefur dugað til sigurs, en síðasta spilið reyndist ör- lagaríkt. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ D10932 ♥ 4 ♦ K7532 ♣43 Suður ♠ Á ♥ K65 ♦ D ♣ÁKDG10976 Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 1 spaði 3 grönd Pass Pass Pass Þannig gengu sagnir í lokaða salnum, þar sem Bjarni H. Einarsson og Þröstur Ingimarsson voru í NS. Bjarni var í suður og fékk fiðring í magann þeg- ar út kom tígull, en drottningin átti slaginn og Bjarni gat lagt upp 10 slagi: 630. Í opna salnum lentu NS í hrapallegum misskilningi og enduðu í 5 spöðum dobluðum. Það kostaði 1400 og landsliðið fékk því 2030 út úr spilinu og 19 IMPa. En setjum nú upp skemmtilega þraut: Segj- um að suður spili 5 lauf eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta Pass 1 spaði 3 grönd 4 hjörtu Pass Pass 5 lauf Dobl Pass Pass Pass Vestur trompar út. Hvernig á að spila? Norður ♠ D10932 ♥ 4 ♦ K7532 ♣43 Vestur Austur ♠ K4 ♠ G8765 ♥ ÁG9732 ♥ D108 ♦ Á1086 ♦ G94 ♣2 ♣85 Suður ♠ Á ♥ K65 ♦ D ♣ÁKDG10976 Eigi vestur á tvö lauf er ekkert til bjargar. En ef hann á einspil horfir málið öðruvísi við. Suður spilar tíguldrottningu í öðrum slag. Vestur drepur og gerir best í því að spila spaða. Þá spilar suður hjartakóng og tryggir þannig að austur komist ekki inn til að trompa aft- ur út. Síðan má trompa hjarta og henda öðru nið- ur í tígulkóng. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Rd7 5. Rg5 Rgf6 6. Bd3 e6 7. R1f3 Bd6 8. De2 h6 9. Re4 Rxe4 10. Dxe4 Rf6 11. De2 c5 12. dxc5 Bxc5 13. O-O O-O 14. c4 b6 15. b3 Bb7 16. Bb2 De7 17. Had1 Hfd8 18. Re5 Kf8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í New York. Eugene Perelshteyn (2461) hafði hvítt gegn Leonid Yudasin (2558). 19. Bg6! Dc7 20. Bxf7 Hxd1 21. Hxd1 Hd8 22. Hxd8+ Dxd8 23. Bxe6 De8 24. Bf5 Kg8 25. Bg6 Da8 26. Rd7 Re4 27. Bxe4 Bxe4 28. Dg4 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. KIRKJUSTARF Langholtskirkja. Ævintýraklúbburinn, starf fyrir 7-9 ára börn, sem eru öll velkom- in. Laugarneskirkja. Vinir í bata, opinn spora- fundur kl. 18. Umsjón Linda og Arnheiður. 12 spora hópar koma saman í dag kl. 20. Umsjón Margrét Scheving sálgæsluþjónn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.50 10-12 ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri borg- ara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backmann. Allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10-12 ára) í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Kl. 13-15.30 opið hús fyrir fullorðna í safnaðarheimili kirkj- unnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrir- bænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi á mánudög- um. Stúlknastarf fyrir 11-12 ára kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 8.-10. bekk á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju þriðjudaga k. 9-10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10-12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30-18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dag- skrá. Mætum öll. Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna, símatími mánudaga kl. 16-18 í síma 566- 7113. Opinn bænahópur í Lágafellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís djákni. Al- Anon-fundur í Lágafellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Akureyrarkirkja. Kirkjusprellarar, 6-9 ára, kl. 16. Heimsókn á Dominos Pizza. TTT- starf kl. 16. Heimsókn á Dominos Pizza. ÆFAK, yngri deild, kl. 20. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Brynjar Gauti MEÐ MORGUNKAFFINU Nei, stopp! Ekki gera þennan skratta – aftur! Geturðu gefið mér hugmynd um af hverju þú ert svona reið? MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.