Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Evró á toppi Tónlistans Evróvisjónhitinn situr enn í landanum Fólk 44 Breyttir straumar Nýstárleg ráðgjöf sérfræðinga um hárstíl Miðopna Samskipti kynjanna Fæða sem dregur úr kynlöngun kvenna um 90% Viðhorf 26 FJÖLDI þeirra barna í Írak sem þjást af bráðum næringarskorti hefur næstum því tvöfaldast síðan stríðinu gegn stjórn Saddams Husseins lauk og heilbrigðiskerfi landsins hrundi, að því er Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna (UNI- CEF) greindi frá í gær. „Aukinn næringarskortur sýnir að heilsu barnanna hefur yfirleitt hrakað,“ sagði Geoffrey Keele, talsmaður UNICEF, á fréttamannafundi í Bagdad. Frá því átökunum lauk hefur hlutfall þeirra barna sem þjást af næringarskorti aukist úr fjórum prósentum í 7,7%, sagði hann og bætti við að niðurgangstilvikum meðal barna í landinu hefði fjölgað mikið. Fyrir stríðið þjáðist hátt í ein milljón barna af stöðugum næring- arskorti, þar af taldist um fjórð- ungur vera bráðatilfelli, sagði Keele. „Næringarskortur er í raun mjög góð vísbending um heilsufar barna yfirleitt, því hann byggist á svo mörgum þáttum; möguleikum á að fá mat og hreint vatn, aðgangi að fullnægjandi hreinlætisaðstöðu og hreinlæti. Börn í Írak hafa ekk- ert af þessu.“ Vannær- ing hrjáir fleiri börn Bagdad. AFP. Skorturinn í Írak meiri eftir stríðið „ÞETTA varð okkur mikið áfall, algjört reið- arslag og við erum bara mjög ringluð og vit- um ekkert hvað verður,“ sagði Krystyna Pohorecka sem ásamt eiginmanni sínum Hieronim Graczyk hefur búið á Raufarhöfn í rúm sjö ár. Þau komu frá Póllandi, en nú starfa um 25 landar þeirra í frystihúsi Jökuls á staðnum og segja þau óvissu ríkjandi í þeirra hópi. Öllu starfsfólki Jökuls, um 50 manns, hefur verið sagt upp störfum en 20 verða end- urráðnir. Jökull er hluti af Brimsamstæð- unni, sem er dótturfélag Eimskipafélagsins. Tap varð af rekstrinum upp á 96 milljónir króna á liðnu ári og á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs nemur tapið um 26 milljónum króna. Aukin samkeppni, einkum vegna mik- ils framboðs fisks frá Kína og gengi krón- unnar, hafi þar mest áhrif. Þau hjónin, Krystyna og Hieronim, flutt- ust til Íslands í febrúar árið 1996 og hafa búið og starfað á Raufarhöfn síðan. „Okkur hefur líkað mjög vel og við viljum vera hér áfram, við höfum ekki löngun til að flytja heim til Póllands aftur. Það er betra að vera á Íslandi, meira öryggi,“ sagði Krystyna. Þau bjuggu til að byrja með í verbúð, en fluttu síðan í leiguíbúð í fjölbýlishúsi á staðnum. Fyrir tveimur og hálfu ári festu þau kaup á ein- býlishúsi við Tjarnarholt. „Við keyptum hús- ið því við ætluðum okkur svo sannarlega að búa hér á staðnum áfram. Við höfðum örugga vinnu og það var fyrir öllu í okkar huga. Það gekk allt svo vel og við vorum ánægð,“ sagði hún. Þau Hieronim eru sammála um að gott sé að búa á Íslandi og því hafi þau ákveðið að setjast að fyrir fullt og allt. Atvinnuöryggi hafi þar ráðið mestu, en eins sé gott að búa í litlu rólegu samfélagi. „Fólkið er vingjarnlegt og þetta samfélag er gott, þess vegna viljum við vera áfram,“ sagði Hieronim. „Ég vona bara að Guð hlusti á okkur þegar við biðjum um að fá að vera áfram. Ég veit ekki hvað við getum gert ef við missum vinnuna,“ sagði Krystyna, en hún er trúnaðarmaður hjá Jökli. „Við skiljum það samt vel að Íslending- arnir gangi fyrir með vinnu, þetta er þeirra land.“ Hún kvaðst sorgmædd vegna uppsagn- anna og samdráttarins hjá frystihúsinu og sagði að tíðindin hefðu komið sér í opna skjöldu. Algjörlega óvænt og því hefði áfallið verið mikið. Hún sagði að 15. júní næstkom- andi ætti að liggja fyrir hvaða starfsmenn verði endurráðnir til fyrirtækisins og síðan yrði starfsemin stöðvuð vegna sumarleyfa frá 29. júní til 11. ágúst. En þá yrðu starfsmenn einungis 20. „Næstu tvær vikur verða erfiðar, á meðan við bíðum eftir fregnum af því hvort við fáum að halda áfram eða verðum í hópi þeirra sem fara. Við erum ekki farin að hugsa mikið um hvað gerist ef við fáum ekki vinnu, við stöndum uppi ráðalaus en vonum það besta,“ sagði Krystyna. Mikil óvissa er ríkjandi í hópi Pólverja eftir uppsagnirnar hjá Jökli á Raufarhöfn Erum mjög ringluð og vitum ekkert hvað verður Morgunblaðið/Margrét Þóra Hjónin Krystyna Pohorecka og Hieronim Graczyk: „Næstu tvær vikur verða erfiðar.“ Raufarhöfn / 4, 6 Akureyri. Morgunblaðið. MAHMOUD Abbas og Ariel Sharon, for- sætisráðherrar Palestínumanna og Ísraela, áttu „mjög árangursríkan“ fund í Jerúsalem í gærkvöld, að sögn embættismanna beggja aðila. Á fundinum voru ræddir ásteytingar- steinar varðandi öryggisgæslu og stofnun palestínsks ríkis er gætu flækt friðarumleit- anir fyrir botni Miðjarðarhafs. Í næstu viku hitta forsætisráðherrarnir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Eftir fundinn í gærkvöld tilkynnti palest- ínskur ráðherra að Ísraelar hefður lýst sig reiðubúna til að láta lausa tvo palestínska fanga sem lengi hafa setið í ísraelsku fangelsi og er annar þeirra háttsettur félagi í Frels- issamtökum Palestínu (PLO). Þetta var annar fundur Sharons og Abbas á hálfum mánuði. Deiluaðila greinir á um yf- irlýsingu um viðurkenningu á rétti Palest- ínumanna til að stofna ríki og um með hvaða hætti Palestínumenn skuli koma í veg fyrir frekari árásir herskárra manna á Ísraela, en þetta eru lykilatriði í svokölluðum Vegvísi, þriggja þrepa friðaráætlun sem Bandaríkja- menn, Rússar, Sameinuðu þjóðirnar og Evr- ópusambandið hafa lagt fram. Vegvísirinn verður aðalatriðið á fundi Abb- as og Sharons með Bush, er fram fer í Jórd- aníu á miðvikudaginn. Í gærkvöld var til- kynnt að á þeim fundi myndu Ísraelar og Palestínumenn gefa út sameiginlega yfirlýs- ingu um Vegvísinn. Ætlar Bush þar að þrýsta á um að þegar verði hafist handa við að framfylgja áætluninni og binda enda á 32 mánaða blóðug átök. Ánægja með fund Abbas og Sharons Jerúsalem. AFP, AP. Ísraelar láta háttsettan PLO-mann lausan  Ísraelskir landnemar/14 BÚDDANUNNUR í Nepal fylgjast kátar með hátíðahöldum í tilefni af því að hálf öld var í gær liðin frá því að Nýsjálendingurinn Sir Edmund Hillary og nepalski sherpinn Tenzing Norgay komust á tind Everests, hæsta fjalls heims. Hillary hitti í gær m.a. Gyanendra, konung Nep- als (t.h.). Sagði Hillary að sér hefði aldrei tekist að komast á Everest hefði hann ekki notið hjálp- ar nepölsku sherpanna. AP EPA Sir Edmund Hillary þakkar sherpunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.