Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 9 Ný sending af glæsilegum sumarkjólum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Bankastræti 14, sími 552 1555 Hvítar gallastretsbuxur frá Ermalausir bolir stærðir 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—16. Laugavegi 56, sími 552 2201 ÚTSÖLU- FORSKOT 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM www.casa.is Ný sending af sumarblómum Laugavegi 63 sími 551 2040 Opið kl. 10-18. ÍSLENSK börn segja foreldrum sín- um sjaldan frá reynslu sinni af Net- inu samkvæmt niðurstöðum úr könn- un SAFT, sem er rannsóknar- og fræðsluverkefni um örugga netnotk- un og er hún studd af Evrópusam- bandinu. Niðurstöðurnar leiða í ljós að þörf er á meira eftirliti foreldra með net- notkun barna sinna en rúmlega helm- ingur barna á aldrinum 9–16 ára telur sig geta notað Netið án þess að for- eldrar viti af því. Könnunin var framkvæmd í fimm löndum, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Írlandi en þau eru öll aðilar að verkefninu. 10 þúsund börn og foreldrar tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd af norska fyr- irtækinu MMI, en Gallup sá um fram- kvæmd á Íslandi. Heimili og skóli – landssamtök for- eldra er aðili að samstarfshópnum fyrir hönd Íslands. Telja samtökin niðurstöður könnunarinnar vera kærkomið verkfæri í hendur foreldra og skólastarfsmanna sem allir eru að feta sig áfram sem uppalendur án fyr- irmyndar þegar kemur að netnotkun. Vita meira um Netið en foreldrarnir Niðurstöðurnar sýna að börn vilja helst fá leiðbeiningar um notkun Netsins frá foreldrum og skóla. Niðurstöður sýna einnig að 100% íslenskra barna á aldrinum 9 til 16 ára hafa notað tölvur. Rúmlega helming- ur þeirra segist hafa haft tækifæri til að vafra á Netinu án vitundar for- eldra sinna. Börnin segjast líka vita meira um Netið en foreldrar þeirra. Samkvæmt börnunum vita feður og mæður álíka mikið um Netið en börn tala almennt meira um reynslu sína af Netinu við mæður sínar. Íslensk börn ræða minna um reynslu sína af Net- inu en börn í samanburðarhópnum. Könnunin staðfestir einnig að það er munur á því sem börn gera á Net- inu og því sem foreldrar halda að þau geri. 87% foreldra segjast sitja hjá börn- um sínum þegar þau vafra um Netið, en einungis um 22% barna upplifa að svo sé. Þannig sýna niðurstöður að börnum finnst foreldrar ekki fylgjast mikið með eða ræða notkun þeirra á Netinu. Þessi vitneskja gefur foreldr- um gott svigrúm til að ræða öryggi á Netinu og reglur sem þeir vilja að far- ið sé eftir við notkun þess án þess að börnum finnist að sér þrengt. Þá segjast 66% íslenskra barna nota spjallrásir. 41% þeirra segir að þau hafi verið beðin að hitta aðila, sem þau hafa kynnst á Netinu, augliti til auglitis. Af þeim börnum sem spjalla, hefur 21% hitt manneskju sem þau hittu fyrst á Netinu í eigin persónu, á meðan einungis 4% for- eldra telja svo vera. Alls tóku 47% barnanna jafnaldra, vin eða vinkonu, með til slíks fundar. Gefa ekki persónuupplýsingar Flest börn eru sér meðvitandi um að þau eiga ekki að gefa persónulegar upplýsingar. Sum gefa rangar upp- lýsingar en niðurstöður sýna að börn eru reiðubúnari til að gefa persónu- legar upplýsingar en foreldrar þeirra halda. Um 33% barna treysta flestum eða öllum upplýsingum sem þau finna á Netinu. Um 49% barna sem nota Netið hafa heimsótt klámsíðu fyrir slysni eða af ásetningi. Einn fjórði þeirra hefur fengið sent klámfengið efni á Netinu. Alls hafa 33% barna skoðað heimasíður með ofbeldiskenndu efni á meðan einungis 14% foreldra telja að svo sé. Samtökin Heimili og skóli segja að eitt af markmiðum SAFT verkefnis- ins sé að auka þekkingu foreldra og skólastarfsmanna á þeim kostum sem Netið býr yfir og leggja þeim til fræðslu- og kennsluefni til að leið- beina börnum og ungmennum um örugga netnotkun. Heimili og skóli nýta niðurstöður SAFT kannana sem undirstöðu fyrir SAFT kennsluefni sem nú er verið að vinna fyrir kennara og foreldra. Kennsluefnið verður tilbúið til notk- unar í skólum næsta vetur og ætti það að falla vel að kennslu í lífsleikni- og tæknimennt. Að auki verður opnuð vefsíða í tengslum við kennsluefnið. Einnig vilja samtökin vekja athygli netiðnaðarins á málefninu og leggja honum lið við að samhæfa skilaboð um örugga netnotkun á Evrópuvísu. Morgunblaðið/Kristinn Kristbjörg Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, kynnir niðurstöður nýrrar könnunar um börn og netnotkun fyrir Jónínu Bjartmarz, Þórhildi Líndal og fleirum. Vilja leiðbeiningar um netnotkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.