Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 10

Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ríkti öðruvísi stemning en flesta venjulega skóla- daga í Mýrarhúsaskólanum dag einn í vikunni. Ástæð- an er Afríkuhátíð sem staðið hefur yfir í skólanum síð- ustu daga og lauk með „formlegum“ hætti í gær. Taktfastur trumbusláttur, stríðsmálning, grímur og annað tilheyrandi var ekki langt undan til að hægt væri að framkalla réttu stemninguna. Undanfarna daga hafa nemendur skólans horft á myndbönd frá Afríku og dansarar frá Kramhúsinu hafa sýnt afródans, svo fátt eitt sé nefnt. Það hefur vafalítið komið að góðum notum á hátíðinni í gær auk þess sem Mýrarhúsaskóli á vinaskóla í Malawi í Afríku. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Með trumbur og stríðsmálningu Á AÐALFUNDI Búnaðarsam- bands Suðurlands á dögunum var samþykkt að skora á landbúnað- arráðherra að hafna tillögum Byggðastofnunar við útdeilingu á beingreiðslum á 7.500 auka ær- gildum. Krafðist fundurinn þess að bændur njóti sömu réttinda hvar sem þeir búa á landinu. Ærgildin sem um ræðir eru aukaframlag til byggðasvæða sem eiga undir högg að sækja í atvinnumálum og hafa ekkert annað en sauðkindina sem uppi- stöðu í sínum atvinnumálum. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir á vefmiðlinum bondi.is að hér sé um byggða- styrk að ræða. Því lét hann Byggðastofnun kanna hvaða svæði féllu undir skilgreiningu um erfitt atvinnuástand. Leggur Byggðastofnun til að úthlutað verði 100 þúsund krónum á bú á ári til þeirra sem hafa 250 ærgildi eða meira þar sem sauðfjárbú- skapur er undirstöðuatvinnu- grein og ekki um aðra vinnu að ræða á svæðinu. Skaftárhreppur er eina svæðið á Suðurlandi sem fellur undir skilgreininguna. Fundur Búnað- arsambandsins sendi frá sér greinargerð þar sem segir að að- eins austurhluti V-Skaftafells- sýslu sé skilgreindur sem jaðar- svæði atvinnulega séð. Fundurinn bendir á að mörg önn- ur svæði á starfssvæði sambands- ins ætti að skilgreina á sama hátt og fella þar með undir skilyrði til úthlutunar. Byggðastofnun leggur til að Dalasýsla, Barðaströnd, Stranda- sýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, hluti af Austur-Húnavatnssýslu, Þingeyjarsýslur, Hérað og Skaft- árhreppur eigi rétt á þessum við- bótarstyrk sem alls nemur um 36–37 milljónum króna á ári. Mótmæla útdeilingu á sauðfjárkvóta FATLAÐIR einstaklingar hér á landi staldra of lengi við á vernduðum vinnustöðum í stað þess að fara út á hinn almenna vinnumarkað og er það nokkuð sem Íslendingar þurfa að breyta. Þetta er mat Bretans Tims Papé, framkvæmdastjóra Shaw-sjóðsins í Bretlandi. Tim er meðal gesta á Evrópuráðstefnu um vinnumarkað fyrir alla, sem Samtök um vinnu og verkþjálfun standa fyrir, og flytur hann er- indi um þjónustu á vegum sjóðsins sem nefnist „Atvinnumiðlun í Bretlandi“. Ráðstefnugestir hafa fengið innsýn í at- vinnumálefni fatlaðra á Íslandi og heimsótt nokkra verndaða vinnustaði. „Ég tel að Íslend- ingar hafi ekki einblínt nógu mikið á þörf ein- staklingsins fyrir að taka framförum. Það sem ég á við með því er að í Bretlandi vinnur fólk tímabundið á vernduðum vinnustöðum til þess að undirbúa sig fyrir störf á almennum vinnu- markaði,“ bendir Tim á og segir að umræður hafi skapast um þessi málefni á fundinum. Hann telur að einstaklingar starfi of lengi á vernduðum vinnustöðum hér á landi og segir það ekki tilfellið í Bretlandi. Af 60 milljónum Breta vinni aðeins innan við 10 þúsund á slík- um stöðum. Hann leggur þó áherslu á að hann þekki íslenskar aðstæður ekki það vel, þar sem þetta sé fyrsta heimsókn sín hingað til lands, en bendir á að eftir því sem hann hafi heyrt virðist Íslendingar standa á vissan hátt frammi fyrir svipuðum aðstæðum og Bretar. Að sögn hans hafa Bretar ákveðið að auð- velda það eins og kostur er fyrir fatlaða að herja á almennan vinnumarkað. „Bretar hafa í fyrsta lagi endurbætt bótakerfið. Við lentum á þröskuldi því fólk var orðið betur sett án at- vinnu á bótum en í vinnu. Við lögðum áherslu á grundvallaratriði eins og að atvinna ætti að borga sig, það ætti alltaf að vera betra að hafa vinnu en ekki. Í öðru lagi fá þeir sem reka ein- hverja þjónustu, til dæmis verndaða vinnu- staði, ákveðna hvatningu, til að mynda í formi viðbótarstyrkja, ef starfsmenn fá störf á al- mennum vinnumarkaði,“ útskýrir Tim. Fatlaðir í flestum atvinnugreinum Hann segir að Shaw-sjóðurinn sé einkarekin stofnun sem hafi verið starfrækt í tuttugu ár. Á hverju ári útvegi sjóðurinn fimmtán þúsund fötluðum einstaklingum atvinnu, þar af tíu þúsund manns á hinum almenna markaði. Sjóðurinn rekur aðeins tvo verndaða vinnu- staði, því megináherslan er lögð á hinn frjálsa vinnumarkað. „Samanlagt eru þetta yfir fjögur þúsund atvinnurekendur. Við þjálfum fólk í vinnu, hjálpum því að finna störf, styðjum það á vinnustað sé þess krafist, auk þess sem við aðstoðum vinnuveitendur,“ bætir hann við. Hann segir, aðspurður, að þau finni atvinnu í flestum starfsgreinum og nefnir sem dæmi að fólk starfi í bönkum, verslunum, hótelum, skrifstofum, verksmiðjum og á fótbolta- leikvöngum. „Margir sögðu þegar sjóðurinn var stofn- aður að það væri ekki mögulegt að útvega fötl- uðum störf. Vinnuveitendur ættu eftir að neita að ráða þá og þeir gætu ekki starfað á hinum almenna vinnumarkaði,“ lýsir Tim og undir- strikar að reynsla sjóðsins sé önnur. „Við höf- um útvegað tugum þúsunda fatlaðra vinnu, því myndi ég segja að það væri nauðsynlegt að hafa stefnu í landinu sem hvetur fatlaða til að fara inn á vinnumarkaðinn og hvetur atvinnu- rekendur jafnframt til að ráða fatlaða. Ég tel að ef rétt stefna væri fyrir hendi gætu mun fleiri fatlaðir starfað á almennum vinnustöðum en þeir gera nú.“ Áætlanir fyrir fólk í atvinnuleit Í erindinu sem Tim flytur í dag hyggst hann ræða sérstaka þjónustu á vegum Shaw- sjóðsins, „atvinnumiðlun í Bretlandi“. Hann segir að hún lýsi sér í því að persónulegar áætlanir séu útbúnar fyrir fatlaða í atvinnuleit. „Við metum hæfileika fólks, ræðum hvers kon- ar vinnu það kýs og gerum síðan áætlun. Sú áætlun byrjar þar sem einstaklingurinn er og leiðir hann áfram þar til hann loksins finnur vinnu. Við vinnum með 6–7 þúsund manns á þennan hátt og finnum að það gengur vel. Hver einstaklingur fær persónulega þjónustu og áætlun fyrir sig. Við skoðum þarfir fólks,“ leggur hann áherslu á. Hann bætir við að þeg- ar áætlunin er komin vinni viðkomandi eftir henni og bæti þá þætti sem á skorti. Til dæmis þurfi sumir að bæta við menntun sína, aðrir verði að efla sjálfstraustið og enn aðrir þurfi að læra að bera sig að í atvinnuviðtölum. Tim segir það staðreynd að eftir því sem at- vinnuleysið sé meira þeim mun verra sé að finna fötluðum störf, rétt eins og öðrum. Hann segir að þá þurfi samtök og stofnanir, líkt og Shaw-sjóðurinn, að leggja enn harðar að sér. „Besta auglýsingin til að útvega fötluðum vinnu er fatlaður einstaklingur í vinnu.“ Framkvæmdastjóri Shaw-sjóðsins í Bretlandi á vinnumarkaðsráðstefnu Fatlaðir starfa of lengi á vernduðum vinnustöðum Morgunblaðið/Arnaldur Tim Papé er staddur hér á landi á Evrópu- ráðstefnu um atvinnumálefni fatlaðra. HAFSTEINN Jóhannsson siglir nú seglskútunni Eldingu heim á leið frá Miðjarðarhafinu eftir leiðangur um söguslóðir víkinga í suður- höfum og víðar. Áður hafði hann siglt skútunni til Kanada til að minnast landafunda norrænna manna í Vesturheimi. Leiðangurinn suður um höf hófst sumarið 2001. Komið var við á sögustöðum í Færeyjum, Skotlandi, Írlandi, Wales, Frakklandi, Spáni og Portúgal og loks höfð veturseta á Grikklandi. Í fyrrasumar var siglt um Eyjahaf áleiðis til Miklagarðs og loks til baka yfir Miðjarðarhaf og til Spánar með viðkomu á Sikil- ey. Nú er skútan á leiðinni til Þýskalands og síðan á að sigla um Kílarskurð til Danmerkur. Ýmsir hafa tekið þátt í leiðangrinum. Haf- steinn smíðaði Eldingu og sigldi henni umhverfis hnöttinn á 8mán- uðum í upphafi síðasta áratugar. Seglskútan Elding böðuð kvöldsól á Gíbraltar. Hafsteinn Jóhannsson siglingakappi stendur hjá. Á leiðinni heim af söguslóðum víkinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.