Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 14

Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSRAELSKIR landnemar búa sig nú undir stríð gegn alþjóðlegu frið- aráætluninni sem nefnd hefur verið Vegvísirinn og miðar að því að binda enda á 32 mánaða blóðug átök Ísr- aela og Palestínumanna. Landnemarnir eru enn fremur mjög óánægðir með að einn dyggasti stuðningsmaður þeirra í gegnum tíð- ina, Ariel Sharon núverandi for- sætisráðherra Ísraels, skuli hafa tal- að í sáttatóni um Vegvísinn, sem meðal annars kveður á um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. „Það var hræðilegt að heyra,“ seg- ir Eliezer Hisdai um gagnrýni Shar- ons á hersetu ísraelska hersins á Vesturbakkanum. Hisdai er bæjar- stjóri í landnámsbyggðinni Alfe Menashe á norðurhluta Vesturbakk- ans. Hann segir skelfingu hafa gripið um sig í byggðinni þegar Sharon, sem af flestum hefur verið álitinn arkitektinn að landnámsstefnu ísr- aelskra stjórnvalda, varð fyrstur ísr- aelskra forsætisráðherra til að við- urkenna rétt Palestínumanna á að stofna eigin ríki. Hisdai á sæti í Landnámsráði Júd- eu og Samaríu (eða Vesturbakkans) og veit því vel að ef Vegvísinum verð- ur að öllu leyti framfylgt munu um 160 landnemabyggðir gyðinga verða jafnaðar við jörðu. Það jók svo á von- brigði hans að hann er ennfremur fé- lagi í Likudbandalaginu, flokki Shar- ons. En hann kveðst ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa að því er virðist breyttu stefnu leiðtogans, heldur hafi hún ruglað hann í ríminu. Landnámsbyggð Hisdais er stór, þar búa um fimm þúsund manns í að- eins um tveggja km fjarlægð frá pal- estínsku borginni Qalqilya. Land- nemunum þykir Vegvísirinn verri en Óslóarsamkomulagið frá 1993 um heimastjórn Palestínumanna vegna þess að í Vegvísinum er gert ráð fyr- ir sjálfstæðu ríki Palestínumanna fyrir 2005 og bráðabirgðaríki fyrir lok þessa árs. Í drögum Vegvísisins er enn frem- ur gert ráð fyrir að Ísraelar jafni við jörðu allar útstöðvar landnema sem reistar hafa verið síðan Sharon tók við völdum í mars 2001 og er það hluti af fyrsta þrepi friðartillagn- anna af þrem. Sagði Hisdai að alls væru á bilinu 15 til 20 slíkar útstöðv- ar, svokallaðar útlagabyggðir. Full- yrti hann að einungis fjórar þeirra teldust ólöglegar. Tvær svona útlagabyggðir hafa verið reistar síðan á miðvikudaginn á Vesturbakkanum sunnanverðum, að því er ísraelska útvarpið greindi frá. Hafi landnemarnir viljað með því sýna mátt sinn áður en Sharon fundaði með Mahmoud Abbas, ný- kjörnum forsætisráðherra Palest- ínumanna, en þeir hittust í gær. Ísraelsku samtökin Peace Now, sem berjast gegn útbreiðslu land- nemabyggðanna, hafa þó talið allt að 63 útstöðvar síðan í mars 2001, ýmist með íbúum eða í eyði. Hisdai spáði því að Sharon myndi geta náð samkomulagi við landnem- ana um að fáeinar útstöðvar yrðu teknar niður og hét því enn fremur að landnemarnir myndu ekki grípa til ofbeldis, heldur einungis sýna „óvirka mótstöðu“. Þetta væri þó einungis opinber stefna Landnem- aráðsins, en harðlínusinnar kynnu að grípa til annarra meðala. Hisdai kvaðst ekki vilja trúa því að Vegvísirinn gæti orðið að veruleika vegna þess að Palestínumenn myndu ekki geta stöðvað allar ofbeldisað- gerðir. Enn fremur sagðist Hisdai telja að stuðningur Sharons við frið- artillögurnar hefði einungis verið hluti af stærri áætlun ísraelskra stjórnvalda. Hisdai ætlar þó ekki að taka neina áhættu. Landnemaráðið er að hleypa af stokkunum átaki til að stuðla að því að Vegvísirinn renni út í sandinn. Treystir Hisdai á stuðning tveggja flokka þjóðernissinna í stjórn Shar- ons, en þeir eru hlynntir landnem- um. Þessir flokkar gengu inn í stjórnina í janúar sl. og hafa tvö ráðuneyti á sinni könnu. „Ég hef bannað þeim að segja af sér vegna þess að þeir geta hægt á þessari lest og vonandi sett hana út af sporinu,“ segir Hisdai. Fyrstu skipulögðu mótmælin eiga að verða í Jerúsalem í næstu viku og þá kemur í ljós hvaða áhrif þeir geta haft á stefnu stjórnar Sharons. Ísraelskir landnemar skera upp herör gegn Vegvísinum Alfe Menashe-landnáminu á Vesturbakkanum. AFP. AP Ísraelskir landnemar mótmæla fyrir utan skrifstofur Sharons í Jerúsalem. „Vegvísir til helvítis. Segið NEI!“ stendur á spjaldinu. SÚ ákvörðun Bandaríkja- manna að leggja áherslu á af- vopnun sem helstu ástæðu og réttlætingu herfararinnar var tekin af „stjórnkerfislegum ástæðum“, sagði Paul Wolfo- witz, aðstoðarvarnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, í viðtali sem birt var á miðvikudag. Wolfowitz viðurkenndi í viðtalinu, sem birt var í tíma- ritinu Vanity Fair, að meint gereyðingarvopnaeign Íraka hefði aldrei verið megin- ástæða þess að Bandaríkja- menn hófu herförina til Íraks í því augnamiði að steypa Saddam Hussein af stóli. „Af stjórnkerfislegum ástæðum komum við okkur saman um eina ástæðu, ger- eyðingarvopnin, vegna þess að það var eina ástæðan sem allir gátu verið sammála um,“ sagði Wolfowitz. Önnur ástæða fyrir herför- inni, sem fór svo að segja al- veg framhjá öllum, en var stór að sögn Wolfowitz, var að með stríði í Írak gafst tæki- færi til að flytja burt banda- ríska hermenn frá Sádí-Arab- íu, en vera bandaríska hersins þar hefur verið einn helsti þyrnirinn í augum hryðju- verkasamtakanna al-Qaeda. Það eitt að flytja hermenn- ina þaðan á brott hefði í sjálfu sér verið mjög til þess fallið að stuðla að friði í Miðaust- urlöndum, sagði Wolfowitz. Afvopnun ekki meg- inástæðan Washington. AFP. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hlaut góðar viðtökur skóla- barna er hann kom til borgarinnar Basra í Írak í gær og varð þar með fyrstur vestrænna þjóðarleiðtoga til að heimsækja landið eftir að stríð- inu gegn stjórn Saddams Husseins lauk. Blair hitti einnig breska hermenn sem eru í landinu og þakkaði þeim fyrir hlut þeirra í frelsun landsins úr klóm Saddams og fylgismanna hans. Á fundi sem Blair átti með Peter Wall, hershöfðingja, Paul Bremer, yfirmanni borgaralegrar stjórnar Bandaríkjamanna í Írak, og John Sawer, aðalsendifulltrúa Breta í landinu, var rætt um meintar til- raunir Írana til að ná ítökum í suð- urhluta Íraks. Sagði Sawer engan vafa leika á að íranska klerkastjórn- in væri að reyna að seilast þar til áhrifa. Blair kom til Íraks frá Kúveit og sneri þangað aftur í gær eftir stutta heimsókn. Reuters Blair vel tekið í Basra KANADÍSK stjórnvöld lögðu í vikunni fram umdeilt frum- varp um breytingu á lögum um maríjúanaeign. Samkvæmt breytingunni telst það ekki glæpsamlegt að hafa undir höndum lítið magn af efninu, en refsingar þeirra sem staðn- ir eru að ræktun þess eða smygli á því eru hertar. Ólík- legt er að frumvarpið verði að lögum fyrr en í október eða nóvember. Deilur hafa staðið mánuðum saman innan Frjálslynda flokksins, sem heldur um stjórnartaumana í Kanada, en loks náðust málamiðlanir sem gerðu mögulegt að leggja fram frumvarpið. Er „lítið magn“, sem heimilt er að eiga, samkvæmt lagabreytingunum, skilgreint sem 15 grömm, í stað 30, eins og stjórnin hafði ætlað sér. Hámarksrefsing fyrir að rækta eða smygla efninu er aftur á móti tvöfölduð í 14 ára fangelsi. Er þetta meðal þess sem talið er að stjórnin hafi gert til að draga úr andstöðu Bandaríkjamanna, er óttist að lagabreytingin muni auka smygl yfir landamærin. Eitt lykilatriðanna í laga- breytingunni er að maríúana- eign undir 15 grömmum verð- ur meðhöndluð eins og umferðarlagabrot; þeir sem staðnir eru að verki verða sektaðir, en ekki dæmdir fyrir glæp, eins og nú er. Lögðu stjórnvöld áherslu á að þau væru ekki að lögleiða notkun maríúana í landinu. Lögum um maríjúana breytt í Kanada Ottawa. AFP. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRILLPÖNNUR kr. 2.900 (stærri) kr. 2.300 (minni)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.