Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 20

Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 20
MYNDASÖGUR, þorskaljós, stólar,kjólar og hnífapör eru meðal þesssem Dögg Guðmundsdóttir og Fann-ey Erla Antonsdóttir hafa hannað saman eða hvor í sínu lagi. Listakonurnar búa báðar í Danmörku og kynntust þegar þær voru við nám í Danmarks Design skólanum í Kaup- mannahöfn. Árið 2001 sýndu þær saman þorskaljósin svo- kölluðu, lampa úr skreið, á innsetningum í List- iðnaðarsafninu í Kaupmannahöfn. Síðan hefur þeim verið boðið að sýna þorskaljósin í Svíþjóð og Frakklandi. Þorskaljósin eru fjórtán þurrkaðir þorskar sem hanga niður úr lofti í hlutverki ljósa- króna. Þeim hefur boðist að sýna víðar og eru m.a. í sambandi við fólk frá netsjónvarpsstöð í Japan og sýningaraðila í Eistlandi, auk Þýskalands og Frakklands. „Við hlökkum auðvitað til að halda áfram og vonumst til að fá styrki til þess en erum nokkuð háðar því. Þetta er heilmikil landkynning af því að innsetningin er svo sérstök. Til dæmis tóku mjög margir eftir íslenska básnum á tvíær- ingnum í Frakklandi þótt 1.500 manns hafi verið að sýna, en 250.000 sóttu sýninguna,“ segir Fann- ey. Dögg og Fanney hafa haft sameiginlega vinnu- stofu sl. þrjú ár ásamt fleiri listamönnum og unnið að eigin og sameiginlegum verkefnum. Dögg er iðnhönnuður frá Mílanó en Fanney er útskrifuð úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans þá- verandi. Dögg hefur hannað húsgögn og ýmsa nytjahluti en Fanney hefur haldið sig við flest annað en leirlist; teiknað myndasögur og hannað föt. Skopmyndir og latex-listaverk Fanney teiknar skopmyndir og teiknimynda- sögur fyrir þrjú blöð; The Copenhagen Post, viku- blað með fréttum á ensku, og tvö minni hverf- isblöð. Fanney var nú síðast fengin til að myndskreyta glænýtt norrænt tímarit, Reflekt- ioner. Tímaritið er gefið út í Danmörku en einnig dreift í Svíþjóð og Noregi, síðast var það gefið út í 10.000 eintökum, en kemur út í ann- að sinn um miðjan júní. Reflektioner er þemablað þar sem tekið er fyrir ákveðið efnissvið hverju sinni og það rætt frá ýmsum vinklum. „Þetta er mjög spennandi,“ segir Fanney. „Reflekt- ioner er ekki þröngt fagblað fyrir ákveðinn hóp heldur á þaðað vera þverfaglegt og skemmtilegt blað sem höfðar til forvitins fólks med breitt áhugasvið og þörf fyrir að pæla dálít- ið í hlutunum.“ Hún hefur mest að gera við mynd- skreytingarnar og hyggst reyna að útvega sér fleiri verkefni á þeim vettvangi. Fata- hönnun hefur líka verið stór hluti af listsköpun Fanneyjar. Latex-kjóll og stormjakki eftir hana hafa vakið athygli og sýndi hún báðar flíkurnar á sýningu í Frakklandi þar sem þorska- ljósin voru einnig sýnd. Þessar flíkur eru einkennandi fyrir hönnun Fanneyjar en gúmmí og latex hefur hún notað töluvert. Í nýj- asta verki hennar „Cobweb“, eða köngulóarvef, er latex strengt á ramma. „Hugmyndin með Cobweb er að skoða sam- hengið á milli efnismagns og þess pláss sem það tekur, að gera skilvegg með litlu efni og skoða hvenær hann sjónrænt fer að skilja rýmið að. Einnig lék ég mér að efninu, að teygjanleika þess og vildi ná fram togstreitu sem myndast við að skapa spennu á milli rammans og þess sem strengt er á hann. Ég notaði tiltölulega mjóan spotta til að undirstrika þetta,“ segir Fanney. Hönnunarsýning kvenna í New York Dögg er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Í sumar tekur hún þátt í sýningu í New York ásamt yfir 30 konum víðs vegar úr heim- inum, en þar mun hún sýna stólinn Wing. Dögg segir að konur séu aðeins 10% af iðnhönnuðum hjá stórfyrirtækjum í heiminum og iðnhönnun kvenna hafi ekki verið eins sýnileg og karla. „Þetta er mjög athyglisverð hönnunarsýning sem gefur konum möguleika á því að sýna sig og sanna innan heims hönnunar, þar sem erfitt er fyrir konur að koma sér á framfæri í heimi hönn- uða og ná þeim samböndum sem karlar hafa og eru búnir að afla sér í gegnum árin,“ segir Dögg. Ásamt þremur öðrum hönnuðum í Kaupmanna- höfn er Dögg að vinna að verkefni í samvinnu við fyrirtækið Design Nord í Árósum sem nýlega hef- ur opnað skrifstofu í Tævan. „Við sjáum um alla hönnun fyrir heimilið en Design Nord sér um tæknihönnun,“ segir Dögg, en hún á ásamt fé- lögum í Kaupmannahöfn 5% í Design Nord og það tryggir þeim verkefni á þeirra sviði. Franska framleiðslufyrirtækið Ligne-Roset hefur einnig tekið nokkra hluti frá Dögg í fram- leiðslu. Þetta eru vasar og lampar sem hannaðir voru á árunum 1996-1999. Að sögn Daggar hefur sala gengið mjög vel og nú er hún að hanna teppi og textíl fyrir fyrirtækið. Hanna saman eða hvor í sínu lagi í Danmörku Glæpamaður í verkfalli! – Ein af skopmynd- um Fanneyjar fyrir Copen- hagen Post. Dögg Guðmundsdóttir og Fanney Erla Antonsdóttir við þorskaljósin sín. Brú – Silfurhnífapör eftir Dögg. Hnífapörin lyfta sér upp frá borðinu eins og brú og draga nafn sitt af því. Köngulóarvefur – Nýjasta verk Fanneyjar, „Cobweb“ þar sem latex er strengt á ramma. steingerdur@mbl.is Skop, húsgögn og skúlptúrar DAGLEGT LÍF 20 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun gallabuxur kvartbuxur ZigZag – Nýjasta verk Daggar er hið fjölnota ZigZag, úr viði og málmi. Hægt er að nota það sem sæti eða hillu og henta litlu hillurnar t.d. vel fyrir geisladiska.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.