Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 21

Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 21
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 21 Lið-a-mótLið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir www.casa.is Vertu vel klædd á réttum stö›um debenhams S M Á R A L I N D Komdu í Debenhams, það gæti verið upphaf að sólríku sumarfríi! Í sólinni verða smáatriðin stór Nú geturðu sannarlega notið þín til fulls í sólinni. Full búð af nýjum vörum. Allt sem skipir máli fyrir strandlífið ljúfa; Bikini, sundbolir, strandskór, sparisandalar, töskur, handklæði, sólhattar, sólarvörn, sólarolía og brúnkukrem. Bara nefna það, við höfum það flottasta fyrir þig, á frábæru verði. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 13 13 05 /2 00 3 Bikini 2.290 kr. Sandalar verð frá 1.290 kr. Bútasaums-klúbbar erustarfræktir víða um landið og nöfnin á þeim eru skemmtileg eins og til dæmis Bútapest, Pjötlurnar, Ræm- urnar, Iðnu Lísurn- ar og Samansaum- aðar. Saman koma þessir klúbbar og fleiri eins og bútar í bútasaumsteppi og mynda Íslenska bútasaumsfélagið sem var stofnað árið 2000. Tilgangur félags- ins er að styrkja áhuga og útbreiða þekkingu á búta- saumi og halda uppi samstarfi milli búta- saumsfélaga og klúbba á Íslandi, ennfremur efla sam- starf og vera tengi- liður við hliðstæð félög í öðrum löndum. Félagið er opið jafnt áhugafólki sem faglærð- um og eru félagar nú um 400. Að sögn Margrétar Óskar Árnadótt- ur, formanns Íslenska bútasaums- félagsins, eru konur frá 40 ára og upp úr flestar, en yngsti félaginn er 28 ára kona og þá eru tveir karlar skráðir í félagið. Gróska um allan heim Að sögn Margrétar hefur mikil gróska einkennt starf íslenska fé- lagsins allt frá stofnun og félagar lýst ánægju með þann vettvang sem mánaðarlegir fundir eru. Ís- lenska bútasaumsfélagið hefur staðið fyrir tveimur sýningum og stendur sú seinni einmitt yfir í Gerðubergi um þessar mundir og ber heitið Íslandsteppi. Þar er m.a. sýndur bútasaumur eftir Borghildi Ingvarsdóttur en verk hennar „Eldað í Flateyjardal“ var valið það besta á sýningunni. Bútasaumur er sameiginlegt áhugamál margra um allan heim og íslenskt bútasaumsfólk hefur verið duglegt að fara til útlanda á ráðstefnur og námskeið sem nóg er af. Nokkrar eru á leiðinni til Noregs í lok maí á norræna ráð- stefnu bútasaumsfélaga sem hald- in er þriðja hvert ár, en unnið er að því að íslenska félagið gangi í norræn samtök bútasaumsfélaga þar sem hátt í 13 þúsund manns eru félagar. Margrét Ósk segir að þá gæti jafnvel komið til greina að norræna ráðstefnan verði haldin hér á landi, e.t.v. árið 2009. Hún segir að í Evrópusamtökum búta- saumsfélaga séu félög frá 15 Evr- ópulöndum og að íslenska félagið hafi einnig hug á að fá aðild að þeim. Eldað í Flateyjardal – Verk Borghildar Ingvarsdóttur, sem var valið besta verk sýningarinnar sem nú stendur yfir í Gerðubergi. Konurnar á myndinni eru að undirbúa lokamáltíð í gönguferð sem höfundur fór sumarið 2002. Bútar koma saman Sumarið 2002 – Verk eftir Þórdísi Björnsdótt- ur. Hún hefur gert tilraunir með að prenta myndir á tau og notar þær hér í bútasaumsverk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.