Morgunblaðið - 30.05.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 30.05.2003, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 25 út með ir manni Toni & ru stórir ofan, sem verið um þrjú stu tísku- í stíl tek- ur á móti blaðamanni og spyr hvort hún geti tekið jakkann. Síðan er boðið upp á þrettán mismunandi drykkjartegundir. Á meðan við- skiptavinirnir bíða geta þeir horft á sjónvarp þar sem sjá má nýjustu straumana í hártísku víða um heim. Lyktin er fersk, það er verið að þvo einum viðskiptavinanna. Í leiðinni fær hann höfuð- og hnakkanudd. „Við viljum hafa það þannig að þegar fólk kemur til okkar í klipp- ingu njóti það þess að fá dekur í leiðinni,“ segir Hildur Árnadóttir, annar eigenda stofunnar. Hinn eig- andinn, Sigrún Davíðsdóttir, er á kafi við að lita hár eins við- skiptavinarins. Stofan er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni fer hárlitunin fram. Ung kona situr og bíður þess að lit- urinn nái festu í hárinu og talar í farsímann á meðan. Hún er einnig klædd eftir nýjustu tísku. Á efri hæðinni er önnur kona týnd á bak við tímarit á meðan verið er að þurrka á henni hárið. Hildur leiðir blaðamann að ein- um af sínum föstu viðskiptavinum sem er nýkominn inn. „Hvað seg- irðu um að stytta svolítið að aftan og fá nýjar línur í hárið?“ segir Hildur við viðskiptavininn. Yfir stendur ráðgjöf þar sem fagmað- urinn fer yfir hvað gera skuli. Ráð- gjöfin er veitt um leið og viðskipta- vinirnir koma inn, síðan fara allir í hárþvott og nudd. Að lokinni klipp- ingu fá allir hárblástur. Meðan á herlegheitunum stendur er við- skiptavininum boðið upp á drykkjarföng. Nýleg tónlist af geisladiski hljómar í Bang & Olufsen- hljómtækjunum. „Öll þessi smáat- riði skipta svo miklu máli. Við- skiptavinurinn verður að fá ráðgjöf til þess að hann fái réttu klipp- inguna fyrir sig,“ segir Hildur. „Við leggjum okkur fram um að kynnast persónunni sem kemur í klippingu. Við tökum eftir klæðaburði og vaxt- arlagi,“ segir Hildur. Hún segir eina af helstu breyt- ingunum sem hún hafi tekið eftir frá því hún hóf störf í geiranum fyr- ir þrettán árum að herrarnir vilji nú einnig fá ráðgjöf. Mikil áhersla er lögð á þjónustu og fara allir 15 starfsmenn stof- unnar á þjónustunámskeið árlega. Einnig er boðið upp á naglasnyrt- ingu og förðun. Starfsmenn stof- unnar fylgjast grimmt með nýjustu tískustraumunum. „Við förum út svona þrisvar á ári og fáum hug- myndir. Þess á milli fáum við send- ar hugmyndir á tölvupósti og með faxi. Þegar við komum heim sýnum við starfsfólki okkar það sem við lærðum.“ Toni & Guy eru tveir af fjórum bræðrum sem opnuðu fyrstu hár- greiðslustofuna á Englandi árið 1963. Nú bera um 300 stofur víða um heim nafnið. „Við leggjum mjög mikið upp úr því að starfsfólkið sé klippt eftir nýjustu tísku. Við verðum að vera vel til höfð og stúlkurnar málaðar og snyrtilegar um hárið. Þetta er bara rosalega stór partur af ímynd- inni enda höfum við heyrt fólk tala um að það sé svo gaman að koma hingað því það séu allir svo flipp- aðir,“ segir Hildur. Hún segir að þau á stofunni séu sífellt að reyna að finna upp á nýj- ungum. „Maður má ekki staðna. Það er ákveðin hugmyndafræði á bak við þetta allt saman. Við viljum skapa ímynd bæði fyrir stofuna og við viljum einnig að viðskiptavin- urinn geti skapað sér eigin ímynd,“ segir Hildur sem er þotin í að klippa og lita næsta viðskiptavin. g höfuðnudd. Björg Rúnarsdóttir sem ber erlenda starfsheitið „style director“ (t.v.) greiðir Sigríði Erlu Viðarsdóttur ásamt Herborgu Jónasdóttur nema. Áður en viðskiptavinurinn kveður fær hann að sjá hvernig tekist hefur. því. Morgunblaðið/Jim Smart verið ar s- ði tíl. irisbe@mbl.is UTANVEGAAKSTUR ertalsvert vandamál áReykjanesi, bæði afhálfu jeppa- og mótor- hjólamanna, að sögn staðgengils sýslumannsins í Keflavík. Skemmst er að minnast snautlegrar ferðar á sex jeppum í Krókamýri en mál gegn ökumönnum þeirra er nú í höndum ríkislögreglustjóra. Utanvegaakstur á torfærumótor- hjólum er vaxandi vandamál og hafa ökumenn þeirra m.a. valdið umtalsverðum gróðurskemmdum á Sveifluhálsi og nágrenni. Rétt er að minna á að utanvegaakstur er bannaður en auk þess er Reykja- nesið að stórum hluta fólkvangur. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns, segir að erfitt sé að koma í veg fyrir utanvegaakstur en lögreglan hafi þó reynt eftir mætti að stemma stigu við honum. Lög- regla hafi jafnvel gengið svo langt að stöðva bíla með kerrur með tor- færumótorhjólum í eftirdragi og gert ökumönnum grein fyrir að á Reykjanesi væri ekkert æfingar- svæði fyrir þá. Ásgeir segir að tor- færumótorhjólum hafi mjög fjölgað og sumir ökumenn þeirra víli ekki fyrir sér að aka eftir göngu- og reið- stígum og upp um fjöll og hlíðar. Talsverðar skemmdar hafa verið unnar á gróðri við Djúpavatn og á Sveifluhálsi og nágrenni og útivist- armaður sem hafði sambandi við Morgunblaðið sagðist fyrir skömmu hafa séð til mótorhjóla- manna á fullri ferð á Selsvöllum, fjarri vegum og slóðum. Verða að uppfylla skilyrði Mótorhjólamenn hafa um árabil stundað utanvegaakstur á svæði við Reykjanesbraut sem nefnt er „Broadstreet“ eða Breiðstræti. Landeigandi, Reykjanesbær, hefur gefið leyfi fyrir þessum akstri fyrir sitt leyti og hafa mótorhjólmenn gagnrýnt lögreglu fyrir að banna aksturinn samt sem áður. Aðspurð- ur bendir Ásgeir á að ekki sé leyfi til æfingaaksturs á svæðinu en um- sókn liggi fyrir hjá embættinu frá Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness. Til að hægt sé að gera Breiðstræti að æfingasvæði verði, skv. reglu- gerð, að afmarka það, leggja fram tryggingar og þar verði að vera eft- irlit. Að þessum skilyrðum uppfyllt- um sé ekkert sem hindri að mót- orhjólamenn fái leyfi til æfingaaksturs. Í Álfsnesi í Kollafirði er verið að koma upp æfingasvæði fyrir mót- orhjólamenn og segir Ásgeir að þar verði öll þessi skilyrði uppfyllt. Hann minnir einnig á að sýslumað- urinn í Keflavík hafi samþykkt Breiðstræti sem keppnissvæði en sækja verði um leyfi fyrir hverja keppni. Mótorhjólamenn hafa einn- ig æft sig í Sandvík en Ásgeir segir ekki leyfi til utanvegaaksturs þar en þetta sé vinsælt útivistarsvæði. Ásgeir leggur áherslu á að sýslu- maður fari einfaldlega eftir lögum og reglum sem um þetta gilda. Aðspurður segist Ásgeir hafa fulla trú á að það myndi draga úr ut- anvegaakstri ef mótorhjólmenn hefðu afmarkað æfingasvæði. Þetta velti þó á mótorhjólamönnum sjálf- um sem verði að beita sig sjálfsaga. Hann segir lögreglu hafa ágæta reynslu af akstursíþróttum s.s. ralli, körtubílaakstri og torfæru. Vandamálið sé ekki bundið við Reykjanesskagann heldur verði að taka á því á landsvísu. Lögregla segir jeppa- og mótorhjólamenn hafa valdið umtalsverðum gróðurskemmdum á Reykjanesi Utanvegaakstur á torfæruhjólum vaxandi vandamál Morgunblaðið/RAX Akstur vélknúinna farartækja utan vega getur valdið spjöllum á landinu. ÞAÐ vantar æfingasvæði fyrir tor- færumótorhjól og meðan svo er verður utanvegaakstur alltaf vandamál. Þetta er álit Hjartar L. Jónssonar, sem er gamalreyndur mótorhjólamaður og umsjón- armaður með enduro-keppnum Vélíþróttaklúbbsins. Hann gagn- rýnir sýslumanninn í Keflavík fyr- ir að banna akstur á gamalgrónum æfingasvæðum og segir að með því stuðli hann að utanvegaakstri með tilheyrandi gróðurskemmd- um. Hjörtur segir að svonefnt Breið- stræti hafi verið notað sem tor- færubraut síðan snemma á átt- unda áratug síðustu aldar og sé í raun elsta akstursíþróttabraut landsins. Sýslumaður hafi síðan tekið upp á því að banna akstur í brautinni og jafnvel beitt tugþús- unda króna sektum. Þetta valdi því að menn leiti á staði sem lög- regla kemst ekki á. Segist hann vita til þess að fimm ný æf- ingasvæði hafi litið dagsins ljós á Reykjanesi eftir að lögregla bann- aði akstur um Breiðstræti. Hirti finnst óeðlilegt að æfingasvæði séu í Vestmannaeyjum, Selfossi, Ólafsvík og víðar en erfiðlega gangi að fá leyfi á Reykjanesi. Tel- ur hann að sýslumaðurinn í Kefla- vík sé ósveigjanlegri gagnvart mótorhjólamönnun en aðrir sýslu- menn. 14 bráðabirgðakeppnissvæði Hjörtur bendir á að akstur á tor- færumótorhjólum sé fjölmennasta mótorsport landsins og til séu um og yfir 1.000 slík hjól í landinu. Á laugardaginn var hafi 218 manns skráð sig til keppni á Kirkjubæj- arklaustri en þetta séu fleiri kepp- endur en í úrvalsdeild karla, svo eitthvað sé nefnt. Barátta mót- orhjólamanna fyrir æfingasvæð- um hafi verið erfið og það sé sé fyrst nú eftir 25 ár sem mót- orhjólamenn á höfuðborgarsvæð- inu sjái fram á að fá framtíðar æf- inga- og keppnissvæði í Álfsnesi. Fram til þessa hafi Vélíþrótta- klúbburinn fjárfest í a.m.k. 14 bráðabirgðakeppnissvæðum. Spurður um hvort mót- orhjólamenn aki mikið utan vega á hálendinu segist Hjörtur vita til þess að það hafi gerst. Hann kann- ast einnig við að mótorhjólamenn aki eftir kindaslóðum. Hjörtur bendir á að víða séu slóðir sem hverfi nánast alveg undir sand, milli þess sem þær eru eknar og margir álíti ranglega að það sé ut- anvegaakstur. Þessar leiðir fari jeppamenn engu síður en mót- orhjólamenn. Hjörtur telur enn- fremur að í lögum sé heimilað að aka gamlar þjóðleiðir, s.s. Presta- stíg milli Grindavíkur og Hafna og Biskupabraut milli Þingvalla og Skálholts. Lögregla hafi ekki amast við slíkum akstri hingað til. Aðspurður segist hann telja að þetta sé jafnvel heimilt þó að hin forna þjóðleið hafi aldrei áður ver- ið ekin. Hjörtur segir að meðan skemmtilegustu slóðar heims séu á hálendi Íslands sé engin ástæða til að aka utanvega. Skortur á æfingasvæðum er rótin að vandanum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.