Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 26

Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 26
MINNINGAR 26 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ H versu marga karl- menn þarf til að opna bjórdós? Engan, bjórinn á að vera opinn þegar hún kemur með hann. Veistu af hverju það tók Móses fjörutíu ár að komast yfir eyði- mörkina? Hann var villtur en harðneitaði að spyrja til vegar. Eitt það besta að mínum dómi við umræðuna um jafnrétti, stöðu og samskipti kynjanna, er að margir frábærir brandarar sem snúast um hversu ólík karlar og konur eru, hafa litið dagsins ljós. Þeir hafa kannski alltaf verið til en núna er eng- inn feiminn við að segja þá og enginn verður móðgaður. Eða hvað? Ef þú ert viðkvæmur fyrir svona bröndurum, hættu þá strax að lesa ! Alla vega hefur þetta orðið til þess að ég er ekki lengur stimpl- uð bitur piparjúnka þó ég slengi fram fullyrðingum um einfaldan karlmannsheilann og körlum er leyfilegt að gera grín að versl- unarþörf kvenna. Ein þekktasta fullyrðingin um hversu ólík kynin eru kemur fram í titli bókar sem sennilega má rekja upphaf umræðunnar að ein- hverju leyti til. Þar segir að karl- ar séu frá Mars og konur frá Venus. Við erum sumsé geimver- urog orðtækið um að eitthvað sé svo framandi að það virðist vera frá annarri plánetu er einkar við- eigandi. Í bókinni kynnast Mars- og Venusbúar og læra að meta kosti og galla hvers annars og lifa í sátt og samlyndi. Það gæti kannski gerst, þ.e. að geimverum semdi vel, en konur og karlar, þessar jarðnesku skepnur sem við erum, virðast samt varla geta það með góðu móti. Ég á reyndar góða bók um þetta efni. Hún heitir Konur eru frá Venus – karlar eru frá HEL- VÍTI og er uppfull af „fróðleik“ um samskipti kynjanna. Í bókinni er að finna fyndnar fullyrðingar um bæði kynin og vekur hún ætíð kátínu í boðum (hjá báðum kynj- um). Þar stendur t.d.: Karlar eru heimskir og konur eru brjálaðar. Ástæðan fyrir því að konur eru brjálaðar er sú að karlar eru heimskir. Nokkur lykilatriði eru ofarlega á blaði í bröndurum sem snúa að samskiptum kynjanna. Iðulega er bent á óþrjótandi kynlífsþörf karla og þá sömuleiðis kynkulda kvenna. Sérstaklega eftir að þær ná með klækjum að draga unn- usta sína upp að altarinu. Hér er eitt ágætt dæmi: Vísindamenn hafa fundið fæðu- tegund sem dregur úr kynlöngun kvenna um 90%. Fæðan er brúð- arterta. Óhamingja karla virðist inn- sigluð með giftingahringnum og hér er annað dæmi sem sannar það: Karlmaður auglýsti í einka- máladálknum: „Kona óskast“. Daginn eftir fékk hann tugi bréfa, sem öll voru á sama veg: „Þú getur fengið mína“. Þá er mjög oft gert grín að því hversu mikið karlmenn horfa á íþróttir og geta ekki gert tvennt í einu og í fjölda brandara kemur sú skoðun fram að konur eigi að vera þjónar eiginmannanna og sinna heimilisstörfunum. Af hverju hafa konur nettari fætur en karlmenn? Svo þær geti staðið nær eld- húsvaskinum. Hversu einfaldur karlmanns- heilinn er virðist dæmigert við- fangsefni í bröndurum sem þess- um: Allt sem konur taka sér fyrir hendur þurfa þær að gera tvisvar sinnum betur en karlar til að vera álitnar jafn góðar. Sem betur fer er það ekki mjög erfitt. En það er ekki sama við hvern svona kvenna- og karla- brandarar eru sagðir. Maður mætir varla í starfsviðtal og byrj- ar á því að segja brandara um kynkaldar konur eða sjónvarps- þyrsta karlmenn. Það er nefni- lega auðvelt að misskilja svona brandara og taka þá sem móðg- un. Þess vegna þarf að þekkja manneskjuna nokkuð vel áður en brandaranum er kastað fram. Það er vissulega stundum gaman að taka áhættu og láta vaða, en af fenginni reynslu mæli ég ekki með því. Þessir brandarar ganga mislangt og karl sem er sífellt að segja brandara um að konur ættu ekki að vinna úti er nú ekki beint fýsilegur félagsskapur til lengd- ar. Kona sem byrjar alltaf á að segja: „Æ, karlmannsheilinn er svo lítill og einfaldur.“ er það ekki heldur. Sú staðreynd virðist ekkert hafa breyst, þrátt fyrir töluverða viðleitni dálkahöfunda, rithöf- unda, fræðimanna og alls al- mennings, að konur og karlar skilja hvort annað ekki að fullu, þótt þau gjarnan vildu, eins og dæmið hér að neðan sannar: Maður er á gangi á ströndinni þegar hann rekst á flösku í fjöru- borðinu. Hann tekur upp flöskuna og þurrkar af henni og upp kemur þessi andi sem segir: „Fyrir að frelsa mig mun ég veita þér eina ósk.“ Maðurinn hugsar sig um stundarkorn og segir svo: „Ég vil að þú bindir enda á hung- ur í heiminum og komir á friði milli allra þjóða.“ Andinn sýpur hveljur við að heyra bón manns- ins og segir: „Ertu frá þér, þetta hefur engum tekist og er ófram- kvæmanlegt!“ Maðurinn hugsar sig betur um og segir: „Hjálpaðu mér þá að skilja konur.“ Þá hvítn- ar andinn en segir: „Hvort viltu hungrið eða ófriðinn burt fyrst?“ En þó að við skiljum ekki hvort annað eru mismunandi eig- inleikar kynjanna ótæmandi brunnur skemmtunar, en í hófi og með tillitsemi þó. Óskiljan- legar geim- verur Ég á reyndar bók um þetta efni. Hún heitir Konur eru frá Venus – karlar eru frá HELVÍTI og er uppfull af „fróðleik“ um samskipti kynjanna. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ✝ Guðrún Krist-jánsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. febrúar 1922. Hún andaðist 21. maí síð- astliðinn á Landspít- alanum við Hring- braut, 81 árs að aldri. Foreldrar hennar voru hjónin Ragn- hildur Hjaltadóttir, f. 30. apríl 1899, d. 16. maí 1972, og Kristján Siggeirsson hús- gagnameistari og forstjóri, f. 26. febr- úar 1894, d. 20. maí 1975. Ragnhildur var dóttir Guð- rúnar Ólafsdóttur ljósmóður frá Vestri-Tungu í Landeyjum, f. 1871, d. 1920, og Hjalta Jónssonar skipstjóra, f. 1869, d. 1949, en þau áttu bæði ættir að rekja í Rang- árvalla- og Skaftafellssýslur. Kristján, faðir Guðrúnar, var son- ur Siggeirs Torfasonar kaup- manns á Laugavegi 13, sem ætt- aður var úr Reykjavík, f. 1862, d. 1938, og Helgu Vigfúsdóttur, f. 1857, d. 1934, ættaðrar frá Ytri- Tungu á Tjörnesi í Suður-Þingeyj- arsýslu. Guðrún var Reykvíking- ur í marga ættliði í föðurætt. Bróðir Guðrúnar er Hjalti Geir Kristjánsson húsgagnaarkitekt, f. 21. ágúst 1926. Guðrún giftist 25. nóvember 1950 Hannesi Guðmundssyni fv. sendifulltrúa, f. 26. júní 1916. Hann er sonur hjónanna Frið- gerðar Guðmundsdóttur, f. 1887, d. 1973, og Guðmundar Hannes- sonar bæjarfógeta á Siglufirði, f. 1881, d. 1970. Guðrún og Hannes eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Ragnhildur, ritari, f. 7.10. 1951, gift Gylfa Gunn- laugssyni bók- menntafræðingi f. 25.1. 1952. Þau eiga tvö börn: a) Sigrúnu, f. 16.11. 1976 og b) Árna, f. 18.3. 1984. 2) Gerður, f. 11. maí 1954, BA, dönsku- kennari, gift Gunn- ari O. Skaptasyni framkvæmdastjóra, f. 10.2. 1954. Þau eiga fjögur börn: a) Hannes, f. 29.8. 1977, b) Helga, f. 21.7. 1982, c) Hall- dór, f. 1.2. 1990, og d) Hörð, f. 1.2. 1990. 3) Edda, stundar nám við Háskóla Íslands, f. 22.1. 1957, gift Einari Sigurjónssyni, fram- kvæmdastjóra, f. 1.8. 1957. Þau eiga tvö börn: a) Guðrúnu Birnu, f. 21.1. 1982, og b) Ragnar, f. 20.9. 1988. 4) Guðrún, MA í uppeldis- og menntunarfræði, f. 14.4. 1964, gift Guðmundi Þ. Þórhallssyni við- skiptafræðingi, f. 19.7. 1963. Þau eiga tvo syni: a) Hannes, f. 3.4. 1994, og b) Styrmi, f. 30.9. 1995. Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1941. Að því loknu starfaði hún sem gjaldkeri hjá vegamálastjóra um nokkurra ára skeið. Þá hélt hún til Bandaríkjanna árið 1945 og stundaði nám við háskólann í Minneapolis í Minnesota í heimil- isfræðum. Eftir að hún giftist helgaði hún heimilinu og börnun- um alla sína krafta og var heima- vinnandi húsmóðir ævina alla. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 30. maí, og hefst at- höfnin klukkan 15.00. Hinn 21. maí sl. vorum við fjöl- skyldan á ferðalagi um Suður-Frakk- land í sól og sumaryl. Þá hringir sím- inn og þessi bjarti og hlýi sólardagur breytist í kaldan og myrkan dag. Núra var komin á spítala og útlitið var ekki bjart. Fimm tímum síðar var hún dáin. Þá var vont að vera víðs fjarri. Ég kynntist Núru tengdamóður minni 1978 og hafa kynni okkar því varað í um 25 ár, sem telst vera lang- ur tími í ævi hvers manns. Fjölskylda mín á margar góðar minningar um ótal samverustundir á þessum árum, sem nú á kveðjustundu streyma fram í hugann og varðveita minningu um móður, tengdamóður og ömmu sem umhugað var um velferð dætra sinna og fjölskyldna þeirra. Ef ég ætti að nefna helstu kosti Núru eins og ég þekkti hana þá var hún ákaflega umhyggjusöm, sérstak- lega ef eitthvað á bjátaði, trygglynd við alla þá sem hún tengdist og með mjög sterka réttlætiskennd. Hún hafði skoðanir á því sem hún hafði áhuga á og byggði þær á sínum for- sendum. Hér var því um að ræða konu með marga góða eiginleika. Óhætt er að fullyrða að Núra naut sín óvíða betur en þegar hún var á ferðalögum og í huga mínum eru minningar um sameiginleg ferðalög með henni og Hannesi tengdaföður mínum þær stundir sem eru hvað eft- irminnilegastar. Við vorum svo hepp- in að fara með þeim nokkrum sinnum og í þeim ferðum kom það glöggt fram hve mikil heimskona Núra var. Bæði var hún vel að sér um hina ýmsu staði og með góða málakunnáttu, m.a talaði hún frönsku, þýsku, dönsku og ensku. Oftast forum við með þeim til Timmendorfer Strand í Þýskalandi þar sem hún og Hannes fóru nánast á hverju ári hin síðari ár. Þessi staður var orðinn þeim sælureitur þar sem þau nutu sín sérstaklega vel. Eins og verða vill á ferðalögum þá koma upp ýmis skemmtileg atvik og hjá Núru var stutt í glensið og stundum kom fyrir að hún fékk hlátursköst sem voru þannig að allir aðrir drógust með, en það verður að viðurkenna að þau voru ekki alltaf við „réttar“ að- stæður ef svo má segja. Mér er minn- isstætt þegar hún eitt sinn fékk slíkar magakitlur, eins hún kallaði þær, og ég tók undir við aðstæður þar sem ekki beint hentaði. Eftir á sagðist hún hafa orðið fyrir miklum „vonbrigð- um“ yfir því að ég skyldi hafa tekið undir með henni því þá gat hún ekki hætt. Þetta atvik varð reyndar upp- spretta frekari skemmtunar alla ferð- ina sem eftir var. Þau hjónin voru bú- in að panta sér ferð nú í júni og þá að sjálfsögðu til Timmendorfer Strand, en sú ferð verður aldrei farin. Þá má ég til með að minnast á, að góður vinskapur varð á milli móður minnar og hennar. Núra sýndi móður minni mikla vináttu og ræktarsemi og vil ég þakka henni það. Eftir því sem árin færðust yfir gerðu ýmis veikindi vart við sig. Slit- gigt í mjöðm þjáði hana og síðustu ár- in voru hnén orðin illa farin af sama sjúkdómi. Við þetta bættist að hún var veil fyrir hjarta síðustu ár. Þrátt fyrir það var lífsneistinn mikill og af öllum mætti reynt að standa sig í þátttöku daglegs lífs. Þannig var það að þegar við kvöddum hana áður en við fórum til útlanda sýndi hún okkur allt sem hún var búin að láta laga á heimilinu síðustu daga. Það er því dýrmætt fyrir mig, börnin og ekki síst Eddu að hafa átt góða kveðjustund með henni kvöldið áður en við fórum í fríið, en hún var svo ánægð með að við vorum að fara á fornar slóðir. Það er með söknuði og hlýhug sem ég kveð þig. Guð blessi þig og varð- veiti Núra mín, og styrki Hannes sem var þér svo góður. Minning þín mun lifa meðal okkar sem eftir erum. Einar Sigurjónsson. Ég vil í fáum orðum minnast elsku- legrar tengdamóður minnar, Núru eins og hún var kölluð. Sumarið 1990 kynntist ég Hannesi og Núru, síðar tengdaforeldrum mínum. Henni var mjög svo umhugað um heilsu og velferð allra innan fjölskyld- unnar. Þeir sem þekktu til Núru vissu að oft var stutt í áhyggjurnar væri ekki allt hnökralaust. Þannig var ræktarsemin og samheldnin hennar leiðarljós í samskiptum við sína nán- ustu. Þær eru ófár ánægjustundirnar sem ég hef átt með tengdaforeldrum mínum. Minnist ég sérstaklega skemmtilegra utanlandsferða og víst er að Núra var höfðingi heim að sækja og margar stórveislurnar hafa verið haldnar á Laugarásveginum. Ég vil minnast Núru, tengda- mömmu, sem sérstaklega einlægrar persónu og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt sam- an. Guðmundur Þ. Þórhallsson. Elsku amma, það er með miklum trega sem við segjum skilið við þig. Það er mikið tómarúm sem myndast, þar sem við höfum alltaf getað gengið út frá því sem vísu að eiga þig að. Við höfum alltaf verið velkomin til ykkar afa og fengið hlýjar móttökur. Þú gafst þér alltaf tíma til að tala við okk- ur, hafðir áhuga á að vita hvað við værum að gera og fylgjast með okkar lífi. Þá gafst þú okkur alla þína athygli og alúð, sem sannfærði okkur um að þú mast fjölskyldu þína mikils. Sam- skipti meðal afkomenda þinna og afa eru tíð og góð, og er það fyrst og fremst því að þakka hvað þú lagðir mikið upp úr því að halda sambandi við okkur öll. Við verðum þér ævin- lega þakklát fyrir það, eins og fyrir þá ómetanlegu væntumþykju sem þú sýndir okkur og vonum að hvað sem tekur við eftir andlát fáir þú þær mót- tökur sem þú átt skilið. Sigrún Gylfadóttir, Árni Gylfason. Elsku amma, nú ert þú farin frá okkur. Þetta gerðist allt svo fljótt. Það er erfitt að átta sig á þessu. Þú varst alltaf svo góð við okkur barnabörnin, glöð og gjafmild. Ég hlakkaði svo til að sitja inni í eldhúsi með ykkur afa yfir kaffibolla og segja ykkur hvað við Joy höfum verið að gera í Þýskalandi. Það var svo gaman hjá okkur síðast þegar við vorum á landinu. Ég man hvað þú sagðir við mig áður enn ég skildi við þig síðast. Því miður varð sú ósk ekki uppfyllt. Ég sakna þín, við söknum þín öll. Ég vona að þér líði vel núna, elsku amma. Ég veit að þú munt vaka yfir okkur. Minning þín mun ávallt vera hjá mér. Takk fyrir allt saman, elsku amma mín. Hvíl í friði. Þinn Hannes. Elsku amma. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Engin amma inná Laugarásvegi sem tekur svo vel á móti manni, kyssir mann, faðmar og síðast en ekki síst hrósar en það var nú lítið sparað hjá henni ömmu í garð barnabarnanna sinna. Upp í hugann koma ótal minningar. Ein af mínum fyrstu minningum um þig er þegar ég sat hjá þér í sófanum inní hornstofu og tók í höndina á þér og sagði við þig að höndin á þér væri alveg rosalega mjúk. Ég hef verið nokkurra ára en man svo vel eftir þessu, þú brostir til mín og svaraðir því til að hún væri bara orðin svona gömul og hrukkótt og þá yrði hún svona mjúk. Öll ferðalögin innanlands og utan sem við fórum í með þér og afa eru mér mjög minnistæð og núna síðast þegar farið var á hótel Geysi um páskana. Þar áttum við alveg ynd- islegan tíma saman. Ég og Ragnar bróðir erum afar þakklát fyrir allt það sem þú og afi hafið gert fyrir okkur og minninguna um þig munum við geyma í hjarta okkar um ókomna framtíð. Guð blessi þig og varðveiti, elsku amma mín, Þín Guðrún, Birna og Ragnar. Traustur bakhjarl er mikilvægur ungu fólki í dag. Við höfum verið svo lánsamar að hafa slíkan bakhjarl og var Núra, afasystir okkar, hluti af honum. Nánast daglega töluðu þær amma saman í síma og oft var það ein- ungis Núra að hringja og athuga hvort allir væru hressir og hefðu það gott. Fjölskyldan var Núru nefnilega hugleikin og dýrmæt. Núra hélt mikið upp á einkabróður sinn, Hjalta Geir, og náði ást hennar líka til afkomenda hans og vina og fengum við svo sann- arlega að finna fyrir þeirri væntum- GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.