Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 31

Morgunblaðið - 30.05.2003, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 31 Aðalfundur Bridsfélags Reykjavíkur Aðalfundur Bridsfélags Reykja- víkur verður haldinn þriðjudaginn 10. júní næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 18:00 og fer fram í húsnæði Bridssambands Íslands að Síðumúla. Spilamennska í sumar- bridge hefst ekki fyrr en að aflokn- um fundinum. Fundarefni verða venjuleg aðal- fundarstörf og kosning nýrrar stjórnar. Sumarbrids BA hafið Að venju heldur Bridsfélag Ak- ureyrar úti starfsemi yfir sumarið og er spilað sumarbrids á þriðju- dögum kl. 19:30 í Hamri, félags- heimili Þórs. Þegar hafa verið spil- uð tvö kvöld. Þriðjudaginn 20. maí mættu 12 pör og fyrsta kvöld sumarsins unnu Björn Þorláksson og Frímann Stef- ánsson. Efstu pör urðu: Björn Þ. – Frímann S. 65,2% Ragnheiður H. – Reynir H. 59,3% Jón S. – Kolbrún G. 56,3% Hjalti B. – Gissur J. 54,8% Þriðjudaginn 27. maí mættu 9 pör og tókst þeim félögum að „verja titilinn“. Annars fór svo: Björn Þ. – Frímann S. 62,5% Jón S. – Una S. 56,5% Reynir H. – Soffía G. 54,6% Sveinbjörn S. – Sigurður M. 53,2% Næsta spilakvöld verður bryddað upp á nýjung sem kallast Makk- eraMargaríta og felst í því að þeir stöku spilarar sem það vilja geta sett nafn sitt í pott sem pör verða svo dregin úr. Þar gætu ýmis ný pör litið dagsins ljós! Að lokum vill B.A. óska liði Norðurlands eystra kærlega til hamingju með sigurinn á nýaf- stöðnu Kjördæmamóti. Félag eldri borgara í Kópavogi Aðeins hefir dregið úr þátttök- unni en föstudaginn 23. maí spiluðu 18 pör. Lokastaðan í N/S: Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 256 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 250 Júlíus Guðmss. - Óskar Karlsson 240 Hæsta skor í A/V: Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 265 Eysteinn Einarss. - Magnús Oddsson 251 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnsson 246 Einar Einarss. - Hörður Davíðss. 246 Sami þátttakendafjöldi var sl. þriðjudag eða 18 pör. Lokastaðan í N/S: Ásta Erlingsd. - Ólafur Lárusson 249 Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 242 Garðar Sigurðss. - Haukur Ísaksson 234 Hæsta skor í A/V: Eysteinn Einarss. - Magnús Oddss. 270 Gróa Guðnad. - Sigrún Pétursd. 236 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 219 Meðalskor báða dagana var 216 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 20. maí var spilaður tvímenningur. Úrslit urðu þessi. Jón Pálmason – Ólafur Ingimundarson 129 Árni Bjarnason – Þorvarður S. Guðm. 119 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmundss. 118 Þriðjudaginn 27. maí var spilaður tvímenningur. Úrslit urðu þessi. Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 142 Árni Bjarnas. – Þorvarður S. Guðmundss. 124 Guðni Ólafsson – Ásgeir Sölvason 114 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Fiskiðju- samlags Húsavíkur hf. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. boðar til aðal- fundar, vegna rekstrarársins 2000, þriðjudag- inn 13. júní 2003. Fundurinn verður haldinn á Veitingahúsinu Sölku á Húsavík og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikn- ingur félagsins, munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skrif- lega. Stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. Aðalfundur MG-félags Íslands MG-félag Íslands heldur aðalfund laugardag- inn 31. maí 2003 kl. 14.00 í Hátúni 10a, Reykjav- ík, í kaffisal Öryrkjabandalags Íslands. Gestur fundarins er Haraldur Ólafsson læknanemi. Stjórnin. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 5. júní 2003, kl. 14.00, á neðan- greindum eignum: M/b Berghildur SK-137, skrnr. 1581, þingl. eigandi er Bergeyjan ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Háleggsstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jóels Friðriks- sonar. Gerðarbeiðendur eru Lífeyrissjóður Norðurlands, Lánasjóður landbúnaðarins, Húsasmiðjan hf. og Ingvar Helgason hf. Hólavegur 35, Sauðárkróki, þingl. eign Steinþórs Héðinssonar. Gerðarbeiðandi er Íbúðalánasjóður. Sæmundargata 5C, Sauðárkróki, þingl. eign Hallgríms Siglaugssonar. Gerðarbeiðandi er Lífeyrissjóður Norðurlands. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 28. maí 2003. TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á deiliskipu- lagi í Grímsnes- og Grafningshreppi Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag og breytingu á deiliskipulagi sbr. eftirfarandi: a) Breyting á deiliskipulagi við Hvamma 25 og 27 í landi Ásgarðs í Grímsnesi Breytingin felst í að mörk lóðar nr. 27 færist um 15 m inn á lóð nr. 25. Byggingarreitur færist sem því nemur og er 10 m frá lóðarmörkum. b) Breyting að deiliskipulagi í landi Snæfoks- staða í Grímsnesi Breytingarnar felast í að lóðir við Grámosaveg stækka og fjölgar um eina lóð, einnig stækkar skipulagssvæðið til vesturs. c) Deiliskipulag af nýju hverfi, Miðborgir, í landi Miðengis. Nýtt deiliskipulag frístunda- svæðis í landi Miðengis er ber heitið Mið- borgir. Skipulagstillögur liggja frammi á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps frá 30. maí til 30. júní 2003. Skriflegum athugasemdum við skipulagstillögurnar skal skila á skrifstofu sveit- arfélagsins til 15. júlí 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Hafnarframkvæmdir í Þorlákshöfn, Sveitarfélaginu Ölfusi Skógrækt á tæplega 400 ha svæði í landi Tungufells, Borgarfjarðarsveit Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is . Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 27. júní 2003. Skipulagsstofnun. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deili- skipulagsáætlun í Reykjavík: Stakkahlíð, Hamrahlíð, Bogahlíð. Tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Stakkahlíð, Hamrahlíð og Bogahlíð. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að leyft verði að rífa atvinnuhúsnæði að Stakkahlíð 17 og byggja tvílyft fjölbýlishús með neðanjarðarbílgeymslu Á fyrrum gæsluvallarlóð og leiksvæði að Stakkahlíð 19 er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja tveggja deilda leikskóla. Sunnan þeirrar lóðar er afmarkaður göngustígur milli Stakkahlíðar og Bogahlíðar. Gert er ráð fyrir að gönguleið fyrir framan lóðina nr. 17 við Hamra- hlíð verði bætt og afmörkuð að höfðu samráði við eigenda hússins til þess að auka öryggi. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir breytingum á lóðum og húsum á svæðinu. Nánar vísast í kynningargögn. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur- borgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 – 16.15 og fimmtudaga til 18.00, frá 30. maí 2003 til 11. júlí 2003. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 11. júlí 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 30. maí 2003. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur UPPBOÐ Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp á Klausturhólum 27, Grímsness- og Grafningshreppi, föstudaginn 6. júní 2003 kl. 14:00: Klausturhólar 27, Grímsness- og Grafningshreppi. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 28. maí 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Brekkugata 10, íb. 010101, Akureyri, þingl. eig. Gunnar Árni Jónsson, gerðarbeiðendur Byko hf., Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 4. júní 2003 kl. 10:00. Glerárgata 34, iðnaðarhús, 01-0101, Akureyri, þingl. eig. Legsteinar ehf., gerðarbeiðendur DHL Hraðflutningar ehf. og sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 4. júní 2003 kl. 10:30. Hafnarbraut 25, 01-0101, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Anna Rósa Jóhannsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 4. júní 2003 kl. 14:00. Möðruvallastræti 5, íb. 010201, eignarhl. Akureyri, þingl. eig. Hjalti Gestsson, gerðarbeiðandi Verkval, verktaki, miðvikudaginn 4. júní 2003 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 28. maí 2003. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.