Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 36
ÍÞRÓTTIR 36 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ lögðum upp með það fyrir leikinn að verjast aft- arlega á vellinum. Leyfa Valsliðinu að koma framar og sækja hratt þegar færi gæfust. Það tókst og við vorum að spila fínan fótbolta í dag,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálf- ari FH, eftir 4:0 sigur liðsins gegn Valsmönnum í gær. Ólafur sagði að markmið liðsins hefði verið að ná í 7 stig úr fyrstu þremur umferðunum en það hefði ekki tekist. „Við ætluðum að vinna KA fyrir norðan en það er mikið eftir af mótinu og margt sem á eftir að gerast í framhald- inu.“ Spurður um framlag Dananna tveggja í liði FH sagði Ólafur að þeir hefðu ekki komið sér á óvart þar sem hann þekkti vel til þeirra. „Þetta eru góðir leikmenn og Allan Borgvardt var áberandi í sóknarleiknum á meðan Tommy Nielsen batt vörnina saman. Ég vissi vel hvað í þeim býr og þeir eiga eftir að reynast okkur vel. Það er ekki aðeins í leikjum sem þeir hjálpa okkur, þeir hafa báðir verið at- vinnumenn og miðla af reynslu sinni til allra í liðinu. Auk þess sem það er ekkert vesen á þessum köllum,“ sagði Ólafur. „Danirnir koma mér ekki á óvart“ ÞORLÁKUR Árnason, þjálfari Vals, sá hlutina í víðu samhengi er rætt var við hann eftir leikinn . „Það var mikil spenna í mínu liði í upphafi leiks og það var eins og við næðum ekki að hrista hana af okkur. Það er búið að vera stutt á milli leikja og við vorum ekki alveg nógu ferskir að þessu sinni.“ Þorlákur var ekki sáttur við Braga Bergmann dómara leiksins og þá sérstaklega þegar hann vísaði Benedikt Hinrikssyni af velli fyrir brot undir lok fyrri hálfleiks. „Það var ekki réttur dómur að mínu mati og svipað atvik átti sér stað undir lok leiksins en þá var aðeins gula spjaldinu brugðið á loft.“ Þorlákur sagði að mark- mið liðsins í fyrstu fjórum leikjum sumarsins væru skýr og liðið væri á réttri braut þrátt fyrir 4:0 tap. „Mér fannst við leika vel í síðari hálfleik einum færri og það var ekki fyrr en undir lokin að FH-ingarnir settu mörk á okkur. Þessi ósigur er aðeins skráma fyrir okkur og við verðum brattir í næsta leik gegn Þrótti á okkar heimavelli,“ sagði Þorlákur. Þorlákur Árnason „Ekki nógu ferskir að þessu sinni“  TÍU íslenskir kylfingar, sem allir eru 21 árs eða yngri, keppa um helgina á Opna velska unglinga- mótinu. Leiknar eru 36 holur á laug- ardaginn og síðan halda 36 bestu áfram og leika annað eins daginn eft- ir. Þeir sem fara á mótið eru Birgir Már Vigfússon GR, Gunnar Þór Ás- geirsson GS, Gunnar Þór Gunnars- son GKG, Hjörtur Brynjarsson GSE, Magnús Lárusson GKJ, Magn- ús Ingi Magnússon GR, Karl Har- aldsson GV, Rúnar Óli Einarsson GS, Sigmundur Einar Másson GKG og Stefán Már Stefánsson GR.  JODY Morris og Ed de Goey, leik- menn Chelsea, munu ekki leika með liðinu á næstu leiktíð. Forráðamenn Chelsea hafa ákveðið að bjóða þeim ekki nýjan samning. Talið er að Jody Morris, sem er 24 ára miðjumaður, muni fara til Tottenham eða Black- burn.  CHELSEA er aftur á móti tilbúið að keppa við Liverpool um að tryggja sér miðvallarleikmanninn Joe Cole frá West Ham. Cole var metinn á tíu millj. punda, en Chelsea er tilbúið að greiða fimm millj. punda fyrir hann. West Ham er í miklum fjárhagserfiðleikum og myndi ekki slá hendinni á móti þeirri fjárhæð.  ÍTALSKA knattspyrnuliðið Roma hefur boðið í sóknarmanninn Mido sem er frá Egyptalandi. Mido er í láni hjá Celta Vigo frá Ajax en talið er öruggt að hann verði seldur frá Ajax í sumar.  LlEYTON Hewitt, sem er númer eitt á heimslistanum, komst áfram í þriðju umferðina á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Hew- itt sigraði Nikolay Davydenko frá Rússlandi í fjórum settum (6–3, 4–6, 6–3, 7–6).  PATRICK Kluivert, sóknarmaður Barcelona, hefur sagt að Ruud van Nistelrooy, sóknarmaður Manchest- er United, hafi hringt í sig nokkrum sinnum til að reyna að fá sig til að ganga til liðs við United. „Ef Nist- elrooy réði ferðinni væri ég fyrir löngu kominn til United. Ég hef leik- ið á Ítalíu og Spáni og ég er viss um að ég eigi eftir að leika með frægu liði í ensku úrvalsdeildinni í framtíð- inni,“ sagði Kluivert.  RICARDO, markvörður Boavista og portúgalska landsliðsins, mun leika með Benfica eða Arsenal á næsta tímabili að hans sögn. „Ég hef fengið tilboð frá Benfica og Arsenal og ég mun leika með öðru hvoru lið- inu á næsta tímabili, en það er undir Boavista komið til hvors liðsins ég verð seldur,“ sagði Ricardo.  GLASGOW Rangers hefur áhuga á að kaupa brasilíska sóknarmann- inn Mario Jardel frá Sporting Lisb- on. Jardel er metinn á um 700 millj- ónir íslenskra króna en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Sporting. FÓLK Valsstúlkur fögnuðu sigri á ÍBVí stórskemmtilegum leik að Hlíðarenda, 3:2. Valur skoraði sig- urmarkið á 88. mín- útu úr umdeildri vítaspyrnu. Áður höfðu Eyjastúlkur náð forystunni í tvígang. Eyjaliðið byrjaði leikinn betur og á 12 . mín- útu skoraði Margrét Lára Viðars- dóttir eftir góðan undirbúning Olgu Færseth. Valur jafnaði síðan með glæsimarki á 34. mínútu. Laufey Jóhannssdóttir tók auka- spyrnu utan af kanti og í stað þess að senda boltann fyrir eins og flestir á Valsvellinum áttu von á, skaut Laufey að marki og skoraði yfir Petru F. Bragadóttur í marki ÍBV. Síðari hálfleik hóf ÍBV líkt og þann fyrri, af krafti. Olga Færseth kom Eyjastúlkum í 2:1 á 54. mín- útu eftir stungusendingu frá Mar- gréti Láru Viðarsdóttur. Valsstúlk- ur skoruðu síðan fallegt jöfnunarmark á 77. mínútu. Dóra Stefánsdóttir gerði markið eftir hornspyrnu Laufeyjar Jóhanns- dóttur. Á 88. mínútu dæmdi síðan Eyjólfur M. Kristinsson umdeilda vítaspyrnu á Eyjastúlkur. Rakel Rut Stefánsdóttir handlék þá knöttinn inn í eigin vítateig en svo virtist sem um óviljaverk hefði ver- ið að ræða. Laufey Ólafsdóttir tók vítaspyrnuna og skoraði af öryggi og 3:2 sigur Vals varð staðreynd í þessum þýðingarmikla toppslag. Leikmenn beggja liða léku mjög vel. Í sterku Valsliði léku nöfnurn- ar Laufey Ólafsdóttir og Laufey Jóhannsdóttir vel og þá var Dóra María Lárusdóttir sífellt að skapa vandræði í vörn ÍBV. Þær Karen Burke, Olga Færseth og Margrét Lára Viðarsdóttir léku vel í góðu Eyjaliði. Umdeild víta- spyrna Hjörvar Hafliðason skrifar Aðstæður til knattspyrnuiðkunargerast vart betri hér á landi, sól, léttur andvari og fínn hiti. Heimamenn fundu sig mun betur við þessar aðstæður eft- ir að hafa verið sein- ir í gang fyrstu mínútur leiksins. Það voru FH-ingar sem fengu fyrstu færi leiksins og eftir nokkra þokkalega möguleika skoruðu FH- ingar úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Fram að þeim tíma höfðu Valsmenn ekki gert sig líklega til þess að skora, miðjumenn liðsins voru ragir að fara fram á við og sóknarleik- menn liðsins gáfu boltann hvað eftir annað til baka úr fremstu víglínu án árangurs. Valsmenn fengu kalda vatnsgusu í andlitið tveimur mínútum eftir fyrsta markið er FH-ingar fóru í sparifötinn hvað sóknarleikinn varð- ar. Boltinn gekk hratt manna á milli þar sem Jón Þorgrímur Stefánsson fékk veggsendingu frá Allan Borg- vardt og skoraði Jón með frekar lausu skoti. Eflaust á Ólafur Þór Gunnarsson eftir að naga sig í handarbökin er hann sér markið endursýnt, enda hefði hann getað gert mun betur í því tilviki. Valsmenn hresstust aðeins eftir annað mark FH-inga og fékk Jó- hann Hreiðarsson ágætt færi eftir hinn fræga darraðardans í vítateig FH-inga en Jóhann var of seinn að átta sig á aðstæðum. Danski framherjinn Allan Borg- vardt fékk gullið tækifæri til þess að bæta við marki á 32. mínútu er hann skallaði framhjá fyrir opnu marki. Nokkur harka var í leiknum og lyfti Bragi Bergmann gula spjald- inu á loft í tvígang í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það rauða fór einn- ig á loft er Valsmaðurinn Benedikt Bóas Hinriksson brá fæti fyrir Borgvardt. Valsmönnum þótti dómurinn strangur en FH-ingum ekki, en sá sem þetta ritar hefur oftar séð gula spjaldinu verið brugðið á loft eftir slík samskipti. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri með miðjudansi beggja liða en ef eitthvað var höfðu Valsmenn frumkvæðið. FH-ingar voru nærri því að skora sjálfsmark eftir að Bjarni Eiríksson hafði gefið fyrir markið frá vinstri en boltinn hrökk af varnarmanni FH og rétt framhjá markinu. Hafnfirðingar fengu tvö fín færi um miðbik síðari hálfleiks og í því síðara skallaði Jón Þorgrímur Stef- ánsson boltann í þverslá. Allan Borgvardt og Jónas Grani Garðarsson bættu við mörkum fyrir FH á 32. mínútu og 85. mínútu og sigurinn því öruggur. Valsliðið var ekki að leika sinn besta leik að þessu sinni. Sóknar- menn liðsins létu lítið að sér kveða og fengu oft og tíðum litla sem enga hjálp frá miðjumönnum liðsins. Vörn liðsins skánaði þegar á leið enda sváfu varnarmenn liðsins á verðinum í upphafi leiks – á þeim kafla þar sem úrslitin réðust svo að segja. Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður Valsmanna, átti slakan dag og hefur eflaust ekki hug á því að muna eftir þessum leik í langan tíma. FH-liðinu er ekki spáð mikilli vel- gengni á þessu tímabili enda er liðið óþekkt stærð í upphafi móts. Hins- vegar minnti liðið verulega á sig í gær með afbragðsleik. Tommy Nielsen var sem klettur í vörninni og hann skilar boltanum vel frá sér þegar þess þarf. Daði var traustur í markinu og fékk reyndar lítið að spreyta sig á skotum Valsmanna að þessu sinni. Á miðsvæðinu bar mest á Baldri Bett sem er geysilega vinnusamur leikmaður og oft og tíðum vanmet- inn. Allan Borgvardt var í miklum ham í gær og sýndi oft snilldar- takta. Hann er lipur með knöttinn, heldur honum vel þegar á þarf, er með gott auga fyrir samspili og að síðustu kann hann að skora mörk. Það verður gaman að fylgjast með honum í næstu leikjum. Jón Þor- grímur Stefánsson var einnig sprækur í framlínunni og mega varnarmenn landsins ekki líta af honum eitt augnablik – ef ekki á illa að fara. „Danskir dagar“ á Kaplakrika ÞAÐ má segja að „danskir dagar“ séu í herbúðum FH-liðsins þessa stundina þar sem dönsku leikmennirnir Tommy Nielsen og Allan Borgvardt láta mikið að sér kveða. Þeir félagar voru áberandi í 4:0 sigri liðsins gegn Val á Kaplakrikavelli í gær og skoruðu báðir í leiknum. Staðan í hálfleik var 2:0 en Valsmenn léku einum færri í síðari hálfleik en héldu velli allt þar til á lokakafla leiksins er FH- ingar bættu við tveimur mörkum til viðbótar. FH er með fimm stig að loknum þremur leikjum en Valsmenn töpuðu sínum fyrsta leik á leiktíðinni og er þetta aðeins í fjórða sinn frá upphafi sem liðið tap- ar gegn FH í Kaplakrika. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar                          !    " # " $%                   &    '$(   !      !    )     $       &$   &        &)*         !  "  #$   %& !  #   '   !  ( ! !  )#$ ! *  !    +, -    .)  *  ! /   01 - 2 (     !    * ( 2$ 01 -    3 4 567878 93     .   2 & / '      ! # *   " :   ;8 -    < 3 *=#   ,> -  <#$ *     +1-    ?       4 3  )   @8   A4 $  %   +, *+--.  . 5 / * $ 0  1.  "(  5234- 9     5>   5   '$ 6  (   5 ! 4 5 %  $ 5 7+*>- 7 7 3 4 56767>  6)  *%7., 80 9  # *%7:4 80  &$ *%7:4 80 6  5 $ *%7,- 80   4#$ 5 %  4#$ 5    $  * 7:4 80 B5171, 8 >517+1 8 8517;; 8 651734 8 C*,- 6 ; Heimir Guðjónsson, FH, nær að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.