Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 38

Morgunblaðið - 30.05.2003, Page 38
ÍÞRÓTTIR 38 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild FH – Valur .................................................4:0 Þróttur R. – KA.........................................3:1 ÍBV – Fylkir ..............................................1:0 KR – ÍA ......................................................1:0 Staðan: KR 3 2 1 0 4:2 7 Fylkir 3 2 0 1 5:2 6 Valur 3 2 0 1 6:6 6 FH 3 1 2 0 5:1 5 ÍA 3 1 1 1 4:3 4 KA 3 1 1 1 4:5 4 Þróttur R. 3 1 0 2 5:6 3 ÍBV 3 1 0 2 4:7 3 Fram 2 0 1 1 2:4 1 Grindavík 2 0 0 2 1:4 0 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild Þór/KA/KS – FH......................................0:2 Sif Atladóttir 22., Kristín Sigurðard. 90. Valur – ÍBV ...............................................3:2 Laufey Jóhannssdóttir 34., Dóra Stefáns- dóttir 77., Laufey Ólafsdóttir 88. (víti) – Margrét L. Viðarsd. 12., Olga Færseth 54. Staðan: KR 3 2 1 0 11:2 7 Valur 3 2 1 0 7:4 7 ÍBV 3 2 0 1 15:4 6 Breiðablik 3 2 0 1 4:6 6 Stjarnan 3 1 0 2 5:6 3 FH 3 1 0 2 3:4 3 Þór/KA/KS 3 1 0 2 3:5 3 Þróttur / Haukar 3 0 0 3 1:18 0 1. deild karla Leiftur/Dalvík – Víkingur R...................1:2 Heiðar Gunnólfsson 45. - Stefán Örn Arn- arson 26., Daníel Hafliðason 36. Afturelding – Breiðablik .........................1:0 Henning E. Jónasson 70. Staðan: Víkingur R. 3 2 1 0 6:2 7 Keflavík 2 2 0 0 7:3 6 Afturelding 3 1 2 0 2:1 5 Þór 2 1 1 0 3:2 4 Njarðvík 2 1 0 1 4:3 3 Haukar 2 1 0 1 3:5 3 HK 2 0 2 0 1:1 2 Stjarnan 2 0 1 1 3:5 1 Leiftur/Dalvík 3 0 1 2 1:4 1 Breiðablik 3 0 0 3 1:5 0 2. deild karla Völsungur – Léttir ...................................6:0 Andri Valur Ívarsson 2, Baldur Sigurðsson 2, Guðmundur Óli Steingrímsson, Boban Jovic. KS – KFS ...................................................6:3 Róbert Haraldsson 2, Marko Mendic, Grét- ar Sveinsson, Bjarki Már Flosason, Ragnar Hauksson – Yngvi Borgþórsson, Alexandar Ilic, Magnús Elíasson. Staðan: Völsungur 3 3 0 0 15:4 9 Víðir 2 2 0 0 5:1 6 KS 3 2 0 1 8:5 6 ÍR 2 1 0 1 5:3 3 Fjölnir 2 1 0 1 5:5 3 Tindastóll 2 1 0 1 4:6 3 KFS 3 1 0 2 6:11 3 Selfoss 2 0 1 1 2:3 1 Sindri 2 0 1 1 1:3 1 Léttir 3 0 0 3 1:11 0 3. deild karla B ÍH – Árborg ...............................................0:0 Noregur Álasund - Odd Grenland ...........................2:2 Brann - Bodø/Glimt...................................0:2 Bryne - Lyn................................................4:0 Tromsø - Stabæk.......................................1:3 Vålerenga - Molde.....................................2:0 Staða efstu liða: Rosenborg 8 7 1 0 20:5 22 Viking 8 4 3 1 16:9 15 Bodö/Glimt 8 4 3 1 13:7 15 Stabæk 8 4 2 2 13:8 14 Sogndal 8 4 2 2 14:11 14 Odd Grenland 8 4 1 3 14:15 13 Bryne 8 3 0 5 14:13 9 Vålerenga 8 2 3 3 10:11 9 Lyn 8 2 3 3 12:17 9 Lilleström 8 2 3 3 7:13 9 KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Grindavík: Grindavík – Fram...............19.15 1. deild karla: Ásvellir: Haukar – Stjarnan......................20 Kópavogur: HK – Njarðvík.......................20 2. deild karla: ÍR-völlur: ÍR – Víðir ..................................20 Selfoss: Selfoss – Tindastóll ......................20 3. deild karla: Akranes: Deiglan – Grótta ........................20 Skeiðisvöllur: Bolungarvík – Drangur .....20 Borgarnes: Skallagrímur – Víkingur Ó....20 Þorlákshöfn: Ægir – Reynir S. .................20 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Afríka............20 Árskógsströnd: Reynir Á. – Magni ..........20 Hofsós: Neisti H. – Vaskur........................20 Eskifjörður: Fjarðabyggð – Einherji.......20 Egilsstaðir: Höttur – Neisti D. .................20 Fáskrúðsfj.: Leiknir F. – Huginn .............20 1. deild kvenna: Vopnafj.: Einherji – Höttur.......................20 Í KVÖLD WILLUM Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var að vonum glaður að leik loknum í gærkvöld. „Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að gefa að gefa tóninn hérna í fyrsta heimaleiknum. Það gerðum við með að mæta þeim í baráttunni. Það var vitað að Skagamenn myndu mæta til að berjast fyrir sínu og ég er í raun ánægðastur með baráttuþáttinn í leik okkar í dag. Ég varð smeykur þegar við klúðrum hverju færinu á fætur öðru og það læddist að mér sú hugsun að það myndi koma í bakið á okkur.“ Nú var talið fyrir mót að vörnin yrði ykkar veikasti hlekkur en þú hlýtur að vera ánægður með hana í kvöld? „Það er nú þannig að við í þessum hópi erum ekkert að velta okkur mikið upp úr því sem um er rætt meðal manna úti í bæ. Hjá okkur er þetta einfalt, við ætlum okkur að búa til jafnvægi í liðinu og að því leyti var þessi leikur sá besti hjá liðinu hingað til. En nú þurfum við að ná okkur á jörðina fyrir leikinn gegn KA á Akureyri. Það verður ekki auðvelt að fara norður og ná í þrjú stig. KA-menn koma særðir til leiks úr viðureign sinni við Þrótt og mæta alveg örugglega dýrvitlausir gegn okk- ur,“ sagði Willum Þór Þórsson. GUNNLAUGUR Jónsson, fyrirliði Skagamanna, var skiljanlega ósáttur í leikslok. „Við vorum ekki með í fyrri hálfleik og það sem skildi liðin að var að KR- ingar mættu tilbúnir en við ekki. Það er áhyggjuefni að við skyldum ekki skapa okkur nein umtalsverð færi. En mér fannst við vera inni í leiknum allan tím- ann og við vorum alveg líklegir, sérstaklega í síðari hálfleik þar sem við vorum síst lakari aðilinn.“ Gunnlaugur taldi að rauða spjaldið sem Baldur Að- alsteinsson fékk hafi verið réttur dómur en taldi hins- vegar að Þórhallur Hinriksson, miðvallarleikmaður KR, hafi verið stálheppinn að fá að hanga inni á vell- inum eftir tveggja fóta „tæklingu“ hans á Grétari Rafni Steinssyni. „Þeir segja mér það sem hafa séð þetta atvik í sjónvarpi að þetta hafi verið mjög gróf tækling en kannski er best fyrir mig að hafa sem fæst orð um þetta því ég var ekki í almennilegri aðstöðu til að meta það. Nú er næsti leikur gegn Fram á þriðjudaginn og þann leik ætlum við að vinna. Við viljum fara með sjö stig inn í tveggja vikna landsleikjahlé sem hefst að Fram-leiknum loknum.“ Leikmenn ÍA voru afar frískir áupphafsmínútum leiksins, sóttu ákveðið upp vinstri kantinn og voru til alls líklegir. En frískleikinn var skammvinnur, heimamenn tóku við keflinu og sóttu ákveðið, staðráðnir í að skora snemma í blíðviðrinu og kæta þar með stuðningsmenn sína. Tvíburn- arnir Arnar og Bjarki Gunnlaugs- synir léku afar vel og einnig Veigar Páll Gunnarssonar sem varsíógn- andi með hraða sínum og styrk, með góðri hjálp frá miðjumönnum liðs- ins, sem höfðu öll ráð í höndum sér. Hver sóknin rak aðra upp við mark ÍA og á 12. mínútu varði Þórður Þórðarson markvörður vel skot frá Arnari úr miðjum vítateig. Aðeins tveimur mínútum síðar gerði Arnar betur þegar hann skoraði markið sem reyndist það eina sem gert var í Frostaskjólinu þegar upp var stað- ið. Höfundurinn að því var Veigar Páll. Eftir markið voru KR-ingar lík- legri til að bæta við en Skagamenn að jafna metin. Aukin harka færðist í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleik og þótti mörgum sem Egill Már Markússon dómari væri nokk- uð spakur að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar. Það var KR-ingum talsvert áfall þegar Veigar Páll neyddist til þess að fara af leikvelli á 25. mínútu eftir að hafa meiðst skömmu áður. Við það hvarf ákveðin vídd úr sóknar- leik liðsins þar sem varamaðurinn Garðar Jóhannsson er allt annars- konar leikmaður en Veigar. Áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks höfðu Arnar og Bjarki átt ákjósanleg færi til þess að auka for- ystuna en tókst ekki að reka smiðs- höggið þar á. Í síðari hálfleik, líkt og í þeim fyrri, var oft ekkert út á uppbygg- ingu sókna KR að setja en þegar nær dró marki fór hins vegar mesti glansinn af og varnarmenn ÍA björguðu fyrir horn eða þá að sókn- armenn KR máluðu sig út í horn með einleik. Sem fyrr voru tvíburarnir at- kvæðamiklir. Arnar fór skelfilega að ráði sínu á 58. mínútu þegar hann stóð fyrir opnu marki á fjarstöng og sendi knöttinn framhjá þegar lík- lega hefði verið auðveldara fyrir knattspyrnumann í hans gæðaflokki að skora. Bjarki fór einnig illa að ráði sínu á 66. mínútu þegar hann náði ekki að stýra knettinum nógu vel með höfðinu og Þórður varði of auðveldlega. Aðeins einni mínútu áður hafði Bjarka tekist að koma knettinum í mark ÍA en markið ver- ið dæmt réttilega ógilt vegna rang- stöðu. Var þá jafnt komið á með lið- unum því að á 48. mínútu hafði Stefáni Þórðarsyni lánast að koma boltanum í KR-markið en réttilega verið dæmdur rangstæður. Skagamenn voru skrefi á eftir KR-ingum að þessu sinni og máttu þar af leiðandi teljast sleppa nokkuð vel með að fá aðeins eitt mark á sig. Miðvallarleikmenn Skagamanna náðu aldrei að hafa í fullu tré við heimamenn og sóknarleikurinn var þar af leiðandi lamaður og á tíðum tilviljanakenndur, ef undan eru skildar upphafsmínúturnar. Eins og fyrr segir gaf Egill dóm- ari mönnum nokkuð lausan tauminn og því miður kunnu ekki allir leik- menn að meta það. Þórhallur Hin- riksson var stálheppinn að sleppa með aðeins gult spjald á 84. mínútu þegar hann braut gróflega á Grétari Rafni Steinssyni rétt innan við miðju Skagamegin. Brotið var al- gjörlega ástæðulaust og verðskuld- aði rautt spjald og var mesta furða að Grétar skyldi geta leikið út leik- inn. Félagi Grétars, Baldur Aðal- steinsson fékk hinsvegar verðskuld- að spjald fyrir að ganga af hörku fram gegn Þórhalli eftir brotið. Meistararnir tylltu sér á toppinn ÍSLANDSMEISTARAR KR tylltu sér á topp efstu deildar karla í gær- kvöldi þegar þeir unnu sanngjarnan sigur á Skagamönnum, 1:0, á heimavelli, með marki Arnars Gunnlaugssonar á 14. mínútu. KR- ingar voru mun sterkari allan leikinn, en gekk illa að færa sér það í nyt þegar kom upp að marki ÍA og því var sigur þeirra minni en möguleiki var á. Þetta var níundi sigur KR á ÍA á heimavelli í röð og um leið var þetta 200. tapleikur Skagamanna á Íslandsmóti meist- araflokks frá upphafi. Ívar Benediktsson skrifar  A  $  "B &%0       ?        $!    *    *         &)  3 4 56767> A # = ) :  &  '  A # G             ( G !  A  !  #    <E   * (  >, -      *'  9   ;0 - ?       4 3  )   @8   A%7$  %   +, *+--.  . 5 6$   6  11    ! )  "(  5+.>, 9  # 99  $ *.   5 #B  #&$5 %  5 ! 4 5 %  $ 5 7,*B- 7 7 3 4 56767>     A  %  *    ,C - % 3      3 )A  # !   F %   E !  '   #$ !#$  !#  * F < (#   ;> -     *     0C -  / $ *?74, 80 ($ *B734 80   4#$ 5 %  4# 5    ?734 8C  ($  B5171: 8 B>*,- > 8 Arnar Gunnlaugsson, framherjiKR-inga, var hæstánægður með sigurinn á Skagamönnum í gær en þar réði mark hans úrslitum. Arn- ar er fæddur og uppalinn Skagamað- ur og lék með félag- inu allt þar til hann hélt í atvinnu- mennsku fyrir rúmum áratug. Tölfræði Arnars í íslenskri knatt- spyrnu er hreint mögnuð. Í gær lék hann sinn 50. leik í efstu deild. Í þessum 50 leikjum hefur hann alls skorað 37 mörk. Þá hefur Arnar einnig spilað 18 leiki í næstefstu deild og gert 18 mörk þar. „Það var frábært að vinna í þess- um leik sérstaklega í ljósi þess hvernig aðrir leikir fóru í dag,“ sagði Arnar í samtali við Morgun- blaðið eftir viðureignina á KR-velli í gærkvöldi. „Það var vitað fyrir leik- inn að sigur myndi færa okkur topp- sætið og það var ekkert annað sem komst að í huga okkar en að taka toppsætið í kvöld. Þetta var baráttuleikur og lítið um fallega knattspyrnu. Það komu einhverjir smá spilakaflar, en í heild var þetta baráttuleikur og það sem skar úr um úrslit leiksins var að okkur langaði meira í sigurinn. Ég hefði sjálfur átt að innsigla sigurinn um miðjan síðari hálfleik, en ég veit ekki hvernig ég fór að því að klúðra því færi sem ég fékk þá. Ég var var hálfpartinn byrjaður að fagna.“ Var það ekki svolítið súrsætt að gera sigurmarkið gegn gömlu félög- unum? „Vissulega var það skrýtið að gera sigurmark gegn ÍA. En nú er ég í KR og það kemst ekkert annað að hjá mér núna en KR. Við eigum frábæra áhorfendur og vonandi standa þeir þétt við bakið á okkur í allt sumar.“ Ef þú berð þennan leik saman við leikinn sem þú lékst með Feyenoord gegn Skaganum í Evrópukepninni fyrir tíu árum síðan. Var þetta eit- hvað svipað? „Nei þetta var töluvert öðruvísi í kvöld en þegar ég lék með Feyen- oord. Þá var ég bara krakki og ég leit á alla strákana í Skagaliðinu sem góða vini mína. Ég var ekkert tilbúinn í svona slag þá, en maður hefur harnað mikið síðan á þessum árum og nú veit ég að það gildir engin miskunn í þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og brosti. Því má við bæta að yngri bróðir hans, Garðar, lék síðustu 30 mínúturnar í fremstu víglínu ÍA. Eftir Hjörvar Hafliðason „Engin miskunn“ ÚRSLIT „Ánægður með jafnvægið í liðinu“ „Vorum ekki með í fyrri hálfleik“ Skagamennirnir Reynir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.