Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 30.05.2003, Qupperneq 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 39 Heimamenn léku undan norðan-vindinum í fyrri hálfleik en það voru samt gestirnir sem tóku strax frumkvæðið. Þeir voru miklu fljótari með boltann og náðu betra sam- spili en Leiftur/Dal- vík. Norðanmenn voru ósamstiga og aðgerðir þeirra ómarkvissar. Vörnin gaf að vísu fá færi á sér en miðjuspilið var í molum og þeir náðu aldrei góðum sóknum í hálf- leiknum. Þótt Víkingar réðu gangi leiksins náðu þeir ekki að brjóta vörn heimamanna á bak aftur. Fyrsta færi gestanna kom rétt eft- ir miðjan hálfleikinn og úr því varð mark. Stefán Örn Arnarson náði að pota boltanum í bláhornið af mark- teig eftir að Daníel Hafliðasyni hafði tekist að koma knettinum framhjá tveim varnarmönnum. Annað færi Víkinga gaf líka mark þegar Daníel Hjaltason þrumaði knettinum í þverslá marks heima- manna og nafni hans Hafliðason fylgdi vel á eftir og kom knettinum í markið af stuttu færi. Leiftur/ Dalvík náði að minnka muninn með síðustu spyrnu hálfleiksins þegar boltinn hrökk af einum Víkinganna á miðjum vallarhelmingi þeirra og Heiðar Gunnólfsson spyrnti við- stöðulaust að marki. Boltinn sveif í fallegum boga undan vindinum og yfir Ögmund í marki Víkings, sem átti sér einskis ills von. Þetta virtist hleypa heimamönn- um kappi í kinn því þeir komu mun ákveðnari til seinni hálfleiksins. Voru meira með boltann en gest- irnir og léku mun betur saman en í fyrri hálfleiknum. Sem fyrr gekk þeim þó illa að skapa sér færi og hlýtur það að vera þeim töluvert áhyggjuefni að hafa einungis skor- að eitt mark í fyrstu þremur um- ferðunum. Víkingar voru ekki eins einbeittir í seinni hálfleik og í þeim fyrri og náðu aldrei að nýta sér að hafa vindinn í bakið. Þeir náðu þó að hrinda öllum áhlaupum heima- manna og koma í veg fyrir að þeim gæfist færi á að jafna leikinn. En svona værukærð hefði getað komið þeim í koll og ekkert nema bitleysi í sókn heimamanna kom í veg fyrir að þeir næðu stigi úr leiknum. Fáir heimamanna léku vel allan leikinn en margir voru sprækir í seinni hálfleik. Forizs Sandor var yfirburðamaður á vellinum, ótrú- lega klókur og útsjónarsamur leik- maður, og Árni Thor Guðmundsson var traustur við hlið hans í vörn- inni. Miðjan var úti að aka í fyrri hálfleik en allt önnur eftir hlé. Lið gestanna var frekar jafnt og áttu þeir Bjarni Hall og Daníel Hafliða- son hvað bestan leik. Maður leiksins: Forizs Sandor, Leiftri/Dalvík. Sigur Aftureldingar Færin gefa engin stig eins ogBlikar fengu að sannreyna þegar þeir sóttu Aftureldingu heim í Mosfellsbænum í gær. Kópavogsbú- arnir sóttu stíft og sköpuðu sér mörg færi án árangurs en heimamenn sættu færis og Henn- ing E. Jónasson skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu, 1:0 fyrir Aft- ureldingu. Sigurinn fleytir liðinu í þriðja sætið en Blikar eru eftir sem áður á botni deildarinnar – hafa tapað öllum þremur leikjum sínum. „Við vissum að Blikar kæmu dýrvitlausir í leikinn því þeir voru án stiga,“ sagði Sigurður Þórir Þorsteinsson, þjálfari Mosfellinga, eftir leikinn. „Við ætluðum hins vegar að vera grimmir líka, taka á móti þeim og ekki liggja til baka en það gekk ekki nógu vel fyrir hlé. Það var svo sem ekki leikin nein gæða knattspyrna en ég er mjög ánægður með að fá þessi þrjú stig því deildin er sterkari en í fyrra og öll liðin tekið stig af hvort öðru svo að ekkert má útaf bregða.“ Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki eins sáttur. „Við biðum eftir þessum leik sem átti að koma okkur á sporið en það gekk ekki þrátt fyrir ótal mark- tækifæri og með ólíkindum að nýta ekki að eitt þeirra.“ Maður leiksins: Albert Arason, Aftureldingu.Það gekk mikið á fyrstu mínúturn-ar í Laugardalnum í gær. Eftir átta mínútna leik fékk Þróttur horn- spyrnu frá vinstri sem Björgólfur Takefusa tók. Sören Byskov, markvörður KA, handsamaði knöttinn af miklu öryggi, beið eftir að menn færu út úr vítateignum og renndi boltanum síðan út að hægra horni hans. Þá kom Björgólfur aftan að honum, skaust fram fyrir hann og náði boltanum og renndi honum í mannlaust markið. Hræðileg mistök hjá Sören, en hann átti svo sem eftir að bæta fyrir þau því hann var besti maður norðanmanna í leiknum. Mínútu síðar fékk Slobodan Milisic, varnarjaxlinn hjá KA, réttilega gult spjald og 1,45 mínútu síðar sýndi Kristinn Jakobsson dómari honum gula spjaldið á nýjan leik og rautt í kjölfarið. Síðara spjaldið var nokkuð strangur dómur, sérstaklega þegar hugsað er til þess sem dómarinn leyfði það sem eftir var leiks. Það kom auðvitað niður á KA- mönnum að vera einum leikmanni færri í tæplega 80 mínútur. Þróttarar höfðu verið meira með boltann og höfðu verið hættulegri í sóknarað- gerðum sínum. Fljótlega eftir Milisic var rekinn af velli virtist sem heima- menn teldu sig ekki þurfa að hafa of mikið fyrir að krækja í öll þrjú stigin því leikur þeirra breyttist, hann varð allur rólegri en áður og bakverðirnir tóku nú upp á því að senda langar og háar sendingar fram á Björgólf og Sören Hermansen, en báðir vilja þessir menn frekar fá knöttinn til sín með jörðinni. Þetta skilaði afskaplega litlum árangri. Markið sem KA fékk á sig var klaufalegt og jöfnunarmark Steinars Tendens á 35. mínútu var ekki síður klaufalegt þó á annan hátt væri, en mikil mistök markvarðarins líkt og í marki Þróttara. Fátt markvert gerðist það sem eft- ir var fyrri hálfleiks en KA-menn urðu þó fyrir enn einu áfallinu þegar þjálfari þeirra, Þorvaldur Örlygsson, meiddist undir lok hans og kom ekki til leiks þegar flautað var til síðari hálfleiks. Við stöðu hans tók Pálmi Rafn Pálmason og lék hann mjög vel, mikið efni þar á ferð. Síðari hálfleikur var fjörugri en sá fyrri og heimamenn byrjuðu á því að bjarga á marklínu sinni eftir horn- spyrnu gestanna. Sören varð síðan að taka á öllu sínu í marki KA og það oft- ar en einu sinni. Hann sá við Hjálmari Þórarinssyni er hann komst einn í gegn og varði síðan fasta aukaspyrnu Björgólfs en réð hins vegar ekki við aukaspyrnu hans á 69. mínútu. Hinum megin varði Fjalar Þor- geirsson, markvörður Þróttar, frá Steinari. Hjálmar gulltrygði síðan fyrsta sigur Þróttar í deildinni þegar fimm mínútur voru eftir til leiksloka með góðu marki eftir fína sendingu frá Sören félaga sínum. KA var nærri að minnka muninn á síðustu mínút- unni þegar Pálmi Rafn átti gott skot úr aukaspyrnu, en Fjalar varði vel. Bæði Þróttur og KA eru með mjög frambærileg lið sem geta gert hvaða liði sem er í deildinni skráveifu á góð- um degi. Þróttarar eru léttleikandi, mjög vinnusamir og duglegir auk þess sem liðið er vel skipulagt. KA- menn eru með fljóta og sterka fram- herja sem ekki má líta lengi af og á miðjunni eru ágætir spilarar. Þróttarar með tak á KA-mönnum ÞRÓTTARAR fengu sín fyrstu stig í gær þegar þeir lögðu KA- menn 3:1 í dálítið furðulegum leik. Þróttarar virðast hafa eitt- hvert tak á KA því liðin hafa nú mæst sjö sinnum í efstu deild og hefur KA aðeins unnið einu sinni. Síðast mættust liðin fyrir nítján árum og þá skoraði Ás- geir Elíasson, núverandi þjálfari Þróttar, annað marka Þróttar í 2:2 jafntefli. Skúli Unnar Sveinsson skrifar 6!   * !B*       0        "  #$       0       D 9       )            !""   !    %&(  * !($ *$  )  0      0  ""   #$   $ "      *    &!*   B   6!    0  ! *    *   & !#    *    "" !   &6!   $      ) 2       )#$    G ' ! !  *  A "   ;1 - ( !  *G   !   +6 -   G  *E % E   60 -  <   9 2    =#  /   '  E 3   .    E '  !   !  !#   *?  #  ;0 - I(  2HIH ! !  ;6 - #$    *     +6 - $ !   3 4 56767> ?       4 3  )   @8   3  $  %   +, *+--.  . 5  * $      ! $ "(  524.+ 9  B '0  B*,   5  6E    5 ! 4 5 %  $ 5 7B1*6- 7 7 3 4 56767> 60 9 E*B71- 80 &! $F  *($  7:+ 80   4#$ 5 %  4# 5 60 9 E*B71+ 80 B517, 8 B5B7.4 8 >5B7>, 8 85B734 8 B,*6- B1 + Barátta á Ólafsfirði VÍKINGAR sóttu þrjú stig norður yfir heiðar í 1. deildarkeppni karla í gær þegar þeir heimsóttu Leiftur/Dalvík til Ólafsfjarðar. Mikil bar- átta einkenndi leikinn og marktækifæri voru fá en Víkingar höfðu 2:1 sigur að lokum. Valur Sæmundsson skrifar Stefán Stefánsson skrifar FH-stúlkur gerðu góða ferð til Ak-ureyrar, þar sem þær lögðu stöllur sínar úr Þór/KA/KS sann- gjarnt, 2:0. Leikurinn var mjög slak- ur af hálfu heimaliðsins og þurfti FH engan glansleik til sigurs. FH skor- aði fyrra mark sitt um miðjan fyrri hálfleikinn, en þá komst Sif Atladótt- ir óvænt í gegnum Þórsvörnina og renndi boltanum örugglega framhjá Söndru Sigurðardóttur. Það var svo Kristín Sigurðardóttir sem gull- tryggði sigur FH á lokamínútu leiks- ins. Sigríður Guðmundsdóttir og Val- dís Rögnvaldsdóttir voru mjög góðar í vörninni hjá FH og Sif Atladóttir þefvís á færin. Þóra Pétursdóttir var best hjá heimaliðinu, en hún kom inn á sem varamaður á 65. mínútu. FH-ingar fögnuðu á Akureyri Morgunblaðið/Jim Smart Leósson og Gunnlaugur Jónsson með fyrrverandi samherja sinn, Bjarka Gunnlaugsson, á milli sín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.