Morgunblaðið - 30.05.2003, Blaðsíða 41
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 41
U
M þessa helgi verður haldin heljarmikil þungarokkshátíð und-
ir heitinu Sólmyrkvi á Grand Rokk og í Hinu Húsinu. Fer
hún fram föstudaginn 30. maí og laugardaginn 31. maí en
sólmyrkvi skellur sem kunnugt er á aðfaranótt laugardags-
ins. Fram kemur úrval starfandi íslenskra þungarokkssveita
en hvatinn að því að hátíðin var sett á laggirnar er sá að austurríska
dauðarokksveitin
Cadaverous Condition
setti sig í samband við
Sigurð Harðarson, oft-
ast kallaður Siggi
Pönk, og æsktu þess
að fá að leika hér-
lendis á hljómleikum.
Sveitin leikur dauða-
rokk af gamla skól-
anum (Obituary,
Death, Pestilence
o.s.frv.).
Siggi sá sína sæng
uppreidda við þetta og
ákvað að halda al-
mennilega tónleika
með íslenskum rokk-
böndum í leiðinni.
Hingaðkomnir ætla
Cadaverous-liðar að
ferðast um landið en
meðfram tónleikunum
verður ýmislegt gert í
nafni listarinnar. Fyrir
það fyrsta er sveitin,
sem gefið hefur út
nokkra hljómdiska
heima í Austurríki, bú-
in að láta pressa
geisladisk sérstaklega
vegna Íslandsfarar.
Um er að ræða 200
eintök sem verður
dreift frítt á viðkom-
andi tónleikum. Platan
kallast What The
Waves Were
Always Saying
og inniheldur
átta lög. Þar er
m.a. að finna út-
gáfu af laginu
„Snaketime“
með íslensku
iðnaðarsveitinni
Reptilicus, jafn-
framt sem lag
með sveitinni
Product 8 er á
disknum, en þá
sveit rekur Jó-
hann Eiríksson,
fyrrum Reptilicus-limur. Með þess-
um disk fylgir smásaga eftir Bill
Drummond sem var sérstaklega
samin af þessu tilefni. Drummond
þessi gerði garðinn frægan með
KLF hér um árið og hefur verið
virkur jaðar-listamaður síðustu ár.
Þá koma Cadaverous-liðar hingað
hlaðnir flöskuskeytum sem þeir
ætla að varpa í íslenskan sæ.
Flöskurnar munu innihalda áð-
urnefnda útgáfu auk skilaboða til
þeirra sem flöskurnar finna.
Fyrri tónleikarnir fara fram á
Grand Rokk og munu standa yfir
frá kl. 23.00 til 2.00. Aðgangseyrir
er 500 kr. Þar munu Cadaverous
Condition spila en einnig For-
garður Helvítis (sem hafa end-
urheimt gamla trymbilinn sinn og
ætla að leika bæði gamalt og glæ-
nýtt efni), Sólstafir, Shiva (þessi
akureyrska rokksveit er að koma
saman á ný eftir talsvert hlé) og
Myrk (breiðskífa þeirra, Icons of
the Dark, kemur út í sumar).
Seinni tónleikarnir munu fara
fram í Hinu Húsinu og standa þeir
yfir frá 18.00 til 22.00. Frítt verður
inn á þá. Þar koma fram sem áður
Cadaverous Condition og For-
garður Helvítis en einnig Changer
(sem eru tilbúnir með plötu, Scen-
es, sem kemur út í júlí), Dark Har-
vest („stjörnuband“ með Gulla
Falk, trymbli Changer/Shiva og
bassaleikara Forgarðsins), Potent-
iam (þriðja breiðskífa þessa svart-
þungarokksbands kemur út fljót-
lega), Lack of Trust og
Diminished.
Þungarokkshátíðin Sólmyrkvi 30.–31. maí
Cadaverous Condition.
Bill Drummond.
TENGLAR
.....................................................
www.cadaverouscondition.com
arnart@mbl.is
Svört verða sólskin
Skólavörðustíg 8
Sími/fax 511 3555
10% kynningarafsláttur
af Lapponia skart - maí og júní
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
GRILLPÖNNUR
kr. 2.900 (stærri)
kr. 2.300 (minni)