Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, sagði í ræðu sinni á sjómannadaginn í gær að hin síðari ár, sér í lagi eftir að eignaraðild að útgerðunum fór á frjálsan markað, hefði deilumálum milli sjómanna og útgerðarmanna fjölgað verulega. Mál sem áður voru leyst í bróðerni á milli útgerð- armanns og sjómanns lentu oftar en ekki á borði lögmanna og í framhaldinu fyrir dómara. Nefndi hann sem dæmi vélstjóra sem var gert að flytja lögheimili sitt og búsetu í sama sveitarfélag og frystitogarinn, sem hann hafði starfað á í tíu ár, var skráður. „Þegar vélstjórinn hafnaði því var honum umsvifalaust sagt upp starfi en annar ráðinn sem var tilbúinn að flytja að kröfu útgerðarinnar.“ Ef viðkomandi hefði verið bú- settur í ESB-landi væri uppsögn af þessu tægi óheimil samkvæmt ís- lenskum lögum, sagði Helgi. Það sama ætti við ef vélstjórinn hefði verið opinber starfsmaður. „Við munum aldrei líða það að okkar fé- lagar verði fluttir hálfgerðum hreppaflutningum á 21. öldinni um landið að fyrirmælum kvótakóng- anna.“ Helgi sagði að ef árleg fyrning 10% veiðiheimilda kæmi til fram- kvæmda yrði það í reynd árás á kjör sjómanna. Á árum áður hefðu flestar ráðstafanir í sjávarútvegi gengið út á að bjarga rekstrinum með því að ganga á umsaminn hlut sjómanna. Í skýrslu auðlindanefnd- ar, sem kom út í september árið 2000, hefði komið fram að 10% fyrning kvótans á ári myndi kosta útgerðina 11,9 milljaða króna eða 19% af tekjum sama árs. „Ef veruleikinn yrði þessi myndi útgerðin jafnskjótt krefjast þess að sjómenn tækju þátt að sínum hluta. Og ef samningar tækjust ekki við sjómenn, sem er næsta víst, þá myndi löggjafinn, af sínu alkunna örlæti, lögbinda kjaraskerðinguna. Til viðbótar myndi útgerðin fara fram á margháttaðar ívilnanir af hálfu hins opinbera til að mæta auknum útgjöldum.“ Helgi sagðist geta fullyrt þetta að fenginni reynslu. „Við sem mun- um stöðu mála hjá útgerðinni hér á árum áður, fyrir daga kvótakerf- isins, munum eftir því að þá var endalaust verið að redda útgerð- inni frá degi til dags.“ Hann sagði niðurstöðu kosning- anna sýna, þrátt fyrir allt tal um að 80% þjóðarinnar væru andvíg kvótakerfinu, að flestir teldu ekki um annað kerfi að ræða sem réði betur við það meginmarkmið fisk- veiðistjórnunar að halda utan um heildarveiðina. Óánægjan með kvótakerfið er af tvennum toga að mati Helga. „Í fyrsta lagi stafar hún af því þegar einstaklingar eru að hverfa úr greininni með fúlgur fjár. Oft og tíðum menn á besta aldri sem hætta þá að vinna en taka upp lifn- aðarhætti að fyrirmynd erlendra milljónamæringa.“ Hátt hlutfall í örorkubætur Hitt atriðið sé framsal aflaheim- ilda, sem heimili útgerðum að leigja frá sér 50% úthlutaðra veiði- heimilda. „Þær sögur ganga manna á milli að til séu menn sem nýti heimildina til hins ýtrasta. Þeir leggi bátnum við 50% markmið og haldi í sólina til að njóta lífsins gæða sem greitt er fyrir með ávís- un á óveiddan fisk í sjónum,“ sagði Helgi. Helgi Laxdal sagði að sjó- mennsku- og sjómannsstörf væru með áhættusömustu störfum í sam- félaginu. Hlutfall örorku af gjöld- um einstakra lífeyrissjóða staðfest- ir það. 43% af gjöldum Lífeyrissjóðs sjómanna fara í ör- orkubætur en hlutfallið er að með- altali 16% hjá öðrum lífeyrissjóðum og hjá einstökum sjóðum innan við 2%. Hann sagði það ekki liðið að ungir menn á besta aldri væru teknir úr umferð vegna starfa við helsta atvinnuveg þjóðarinnar. „Þess vegna hefur stjórn Lífeyr- issjóðs sjómanna ákveðið að kanna starfsferil þeirra sem nú eru á ör- orkubótum hjá sjóðnum til þess að átta sig á hvort einhver ákveðin störf öðrum fremur valdi ör- orkunni. Ef sú reynist raunin er næsta skref að koma á í samvinnu við útgerðarmenn nauðsynlegum breytingum um borð sem dregið geta úr og helst komið í veg fyrir ótímabæra örorku.“ Helgi sagði að tækist ekki að draga verulega úr örorkugreiðslum Lífeyrissjóðs sjómanna benti margt til að sjóðurinn gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum án aukinna tekna. Morgunblaðið/Árni Torfason Að venju var keppt í kappróðri á sjómannadaginn í Reykjavík. Deilumálum milli sjómanna og útgerða hefur fjölgað „HAGRÆÐING þýðir að störf- um fækkar á kostnað aukinnar sjálfvirkni og nýrrar tækni. Með þessu móti getum við borgað starfsfólkinu sam- keppnishæf laun á sama tíma og launahlutfallið lækkar sem hlutfall af verðmæti afurðar- innar. Þessi þróun mun halda áfram því það er engin önnur leið fær,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims ehf. á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn í gær. Hann sagði að mikið hefði verið rætt og ritað um þá kröfu að sjávarútvegur eigi að bera ábyrgð á öllum störfum á lands- byggðinni. Íslenskur sjávarút- vegur væri í harðri samkeppni erlendis, m.a. við afurðir sem unnar séu í Kína. „Eina svar okkar í þessari samkeppni er aukin hagræð- ing. Úti á sjó er sífellt verið að hagræða með því að fækka skipum og bátum. Á sama hátt hefur átt sér stað mikil hagræð- ing í landi sem hefur gert okkur kleift að viðhalda samkeppnis- hæfni okkar.“ Hann sagði þá sem álíta að hægt sé að fara til baka og stunda landvinnslu, eins og var fyrir 10 til 20 árum, fara villur vegar. „Landvinnsla í framtíð- inni mun byggjast annars veg- ar á hátæknihúsum, svipað og við þekkjum í rækjupillun, og stórum vel búnum fisk- vinnslum, og hins vegar mun- um við sjá litlar og sérhæfðar fiskvinnslur sem byggja af- komu sína á saltfiskverkun og ferskflakavinnslu.“ Þyrla til Akureyrar Guðbrandur sagði að góð umgengni og agi um borð í skipum dragi verulega úr slysa- hættu. Það verður til þess að allir hlutir eru á sínum stað og að reglum er framfylgt. Jafn- framt hafi Slysavarnaskóli sjó- manna verið starfræktur með frábærum árangri um árabil. „Í öðru lagi er það starf björgunarþyrlna sem fyrir löngu er búið að sanna sig svo um munar,“ sagði Guðbrandur. „Í ljósi reynslunnar er tíma- bært að landsmenn eignist ann- að slíkt björgunartæki sem væri staðsett á Akureyri til enn frekara öryggis, bæði fyrir sjó- menn og alla aðra.“ Guðbrandur Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri Brims Hagræðing í sjávar- útvegi eina færa leiðin ÁRNI Mathiesen sjávarútvegsráð- herra segir útfærslu byggðakvóta afar erfiða í framkvæmd og að í hvert skipti sem byggðakvóta hafi verið úthlutað hafi risið miklar óánægjuraddir þrátt fyrir að vandað hafi verið til verksins. Hann segir jafnframt að erfitt sé að leysa vandamál einstakra byggða á sviði sjávarútvegs. Ekki standi til að end- urreisa bæjarútgerðir, en línuíviln- un komi til greina. Þetta kom fram í ræðu ráð- herrans á sjómannadeginum í gær. Þar sagði hann meðal annars: „Í stjórnarsáttmálanum er getið um ýmsar leiðir sem til greina gætu komið. Einn möguleikinn væri að styrkja forkaupsréttarákvæði sveit- arfélaga og lögaðila. Með því væri spornað við flutningi aflaheimilda úr einstökum byggðum. Hér er þó alls ekki hugmyndin að stuðla að end- urreisn bæjarútgerða. Í stjórnar- sáttmálanum er getið um fleiri mögulegar leiðir til að styrkja sjáv- arbyggðir, t.d. að nýta tekjur af veiðigjaldi til uppbyggingar sjávar- byggða, takmarka framsal afla- heimilda innan fiskveiðiársins með því að auka veiðiskylduna sem for- svarsmenn sjómanna sem og út- gerðarmanna hafa talað sameigin- lega fyrir. Þá er getið um þann möguleika að auka byggðakvóta og taka upp ívilnun fyrir dagróðrabáta með línu. Allar þessar leiðir eiga það sam- merkt að vera erfiðar í útfærslu, ekki síst þegar horft er til jafnræð- isreglunnar. Einkum á þetta við hvað úthlutun byggðakvóta varðar. Í öll þau skipti sem byggðakvóta hefur verið úthlutað hingað til hefur blossað upp óánægja einstakra aðila með niðurstöðuna þótt ætíð hafi ver- ið vandað til verka, ólíkum aðferðum verið beitt og tekið mið af fyrri reynslu. Vandamálið er að það geta ekki allir fengið að njóta slíkrar út- hlutunar og hún verður alltaf að ein- hverju leyti matskennd. Líklegt má telja að auðveldara verði að koma við almennum leik- reglum hvað línuívilnunina varðar en þessi mál eiga öll eftir að skoðast nánar í sjávarútvegsráðuneytinu. Þá skal þess getið að í stjórnarsátt- málanum er fjallað um að sett verði ákvæði þess efnis í stjórnarskrá að auðlindir hafsins séu sameign þjóð- arinnar. Þetta ákvæði hefur raunar um árabil verið upphafssetning fyrstu greinar fiskveiðistjórnunar- laganna. Hvort sem slíkt ákvæði er í stjórnarskrá eða ekki liggur fyrir að miðin innan lögsögunnar eru sam- eign íslensku þjóðarinnar þótt ein- stakir aðilar fari með handhöfn skil- greindra réttinda.“ Um veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg sagði Árni Mathie- sen: „Ólöglegar veiðar erlendra skipa á úthafinu eru vandamál sem sífellt ágerist og hefur nú skotið upp kollinum hér á Norður-Atlantshaf- inu í meira mæli en áður. Þannig virðast skip sem ekki hafa til þess heimildir hafa veitt um þriðjung þess sem ráðlagt var að veitt væri af úthafskarfa á síðasta ári. Ljóst er að bregðast þarf við þessum vanda af krafti þannig að unnt sé að sporna við þessari þróun og munum við Íslendingar leggja meiri áherslu á þetta atriði í alþjóð- legu tilliti.“ Ræða Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á sjómannadag Auðveldara að koma við línuívilnun en byggðakvóta Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Ölver Guðnason, gamalreyndur sjómaður, var heiðraður á sjómannadaginn á Eskifirði. Dagný Jónsdóttir, nýr al- þingismaður frá Eskifirði, flutti hátíðarræðu. Athöfnin fór fram við minnismerki um drukknaða sjómenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.