Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SEXTÁNDA Jazzhátíð Egils- staða hófst í gærkvöld og er skipuleggjandi hennar og frum- kvöðull Árni Ísleifsson. Á vaðið reið blúsbrassband sem skipað er Garðari Harðarsyni, Þorleifi Guðjónssyni, Önnu L. Karlsdóttur, Báru Sigurjónsdótt- ur, Grétari Sigurðssyni, Ragnari Eymundssyni, Halldóri Bene- diktssyni og Árna Ísleifssyni. Í kvöld spilar skandinavíska kvennasveitin Sophisticated Lad- ys, en það eru Maria Louise, Helle Marstrand og Benita Haastrup. Með þeim syngur norska djasssöngkonan Hilde Hefte. Þessir listamenn þykja vera í fremstu röð í norrænum djassi og hafa unnið með nokkrum fræg- ustu djasstónlistarmönnum sam- tímans. Tónleikarnir eru sérstak- lega styrktir af Norræna menningarsjóðnum. Jazzhátíð Egilsstaða er haldin í Fosshótel Valaskjálf á Egilsstöð- um og hefjast tónleikarnir í kvöld klukkan 21. Árni Ísleifs lætur ekki deigan síga Sextánda Jazz- hátíð Egilsstaða Egilsstaðir LANDIÐ GOLFKLÚBBUR Borgarness gaf 72.000 krónur til Skammtímavist- unarinnar að Holti, en upphæðin var 80% af styrk sem Búnaðarbank- inn í Borgarnesi veitti til „Sjóðs- leiks“ í tengslum við afmælishátíð klúbbsins. Þá spiluðu fjórir afrek- skylfingar níu holur og var ákveðin upphæð fyrir hverja unna holu. Skammtímavistunin í Holti er fyrir fötluð börn og ungmenni og er á vegum Svæðisskrifstofu fatlaðra á Vesturlandi í samstarfi við Þroska- hjálp. Ákveðið hefur verið að nýta peningagjöfina til kaupa á leik- tækjum fyrir börnin. Morgunblaðið/Guðrún Vala Oddrún Ragna Elísabetardóttir tekur við ávísun úr hendi Ásdísar Helga- dóttur, formanns Golfklúbbs Borgarness. Á myndinni eru einnig Magnús Þorgrímsson, forstöðumaður Svæðisskrifstofu Vesturlands, og Hafdís Lilja Pétursdóttir þroskaþjálfi. Gefur peninga til kaupa á leiktækjum Borgarnes ÞAÐ er virkilega ánægjulegt þegar lítil skemmtiferðaskip leggja leið sína norður í Grímsey. Tvö komu hingað einn og sama daginn, Nátt- fari frá Húsavík og svo Clipper Ad- venturer með bandaríska farþega innanborðs. Gestirnir gengu að sjálf- sögðu norður fyrir heimskautsbaug og nutu fuglalífsins í leiðinni sem er með miklum blóma í Grímsey. Bjarg- fuglar og kríur í þúsundatali, lóur vappandi í túnum, tjaldar og send- lingar. Eldsnemma að morgni mætti svo Grigori Nikjeff og var það þriðja heimsókn þess skips hingað á þessu vori. Farþegar skipsins stoppa á sex stöðum víðs vegar um Ísland í ferð- inni, farþegar eru útilífsfólk sem safnar í ferðabók sína fjarlægum óvenjulegum stöðum. Morgunblaðið/Helga Mattína Clipper Adventurer er úti fyrir Grímsey og Náttfari við aðalbryggjuna. Tvö skemmtiferða- skip sama daginn Grímsey „HÉR áður fyrr ólumst við strák- arnir upp við að veiða í ánni en þetta hefur breyst dálítið og er ekki eins algengt og var þegar ég var peyi á Selfossi. Veiðin er annars stór þáttur í lífi margra, bæði það að veiða hér einhverja daga og síð- an að fylgjast með veiðistöðunum,“ segir Grímur Arnarson formaður Stangaveiðifélags Selfoss en veiði í Ölfusá hófst fyrir nokkrum dögum. Grímur leggur áherslu á að mikill áhugi sé fyrir stangaveiði á Sel- fossi. Félagið eigi marga snjalla veiðimenn sem hafa sterkar taugar til Ölfusár og náttúrunnar á öllu vatnasvæði árinnar. Mikið sé rætt um aðstæður og möguleika laxins í ánni. Fjölskyldudagar vinsælir „Til marks um áhuga samfélags- ins á stangaveiðinni þá mæta hjá okkur árlega um 200 manns á fjöl- skyldudag sem haldinn er í júlí. Á þessum dögum hafa krakkarnir oft sett í væna fiska og það er ævintýri sem gaman er að fylgjast með. Svo held ég að þeir sem fara að um- gangast ána og nágrenni hennar heillist af nærveru við þetta mikla vatnsfall og náttúruna í kring. Við viljum vinna að því að efla þennan þátt hérna og búa til veiðimenn á Selfossi ásamt því að efla stanga- veiði á öllu vatnasvæðinu og straum fólks hingað austur í þessa paradís veiðimanna sem hægt er að sjá fyr- ir sér,“ segir Grímur og vísar til vinnu Stangaveiðifélagsins að því að auka laxagengd í ánni með seiðasleppingum en félagið elur nú 3 þúsund seiði í eldiskví í ánni og mun þeim verða sleppt þegar þeirra tími er kominn. Fleiri veiðistaði og veiðimenn „Við viljum með þessu verkefni auka laxagengd í ánni og búa til veiðistaði en fiskurinn stoppar á því svæði þar sem hann hefur alist upp en mest af laxinum í ánni er göngu- lax á leið upp í bergvatnsárnar. Við teljum að með því að ala upp stofna úr ánni á þennan hátt megi búa til marga veiðistaði á öllu vatnasvæð- inu. Hver veiðiréttareigandi getur gert þetta á sínu landi. En forsenda fyrir stórfelldu eldi á seiðum og sleppingum er að net séu ekki í ánni. Við vorum tilbúnir með 30 þúsund seiði sem félagið ætlaði að sleppa á nokkrum stöðum í Ölfusá, ef netin færu upp en það gerðist ekki svo við hættum að sjálfsögðu við en héldum áfram með þessi þrjú þúsund svona meira til gamans. Það hefur sýnt sig að 24% af seiðum sem sleppt var í Stóru Laxá fóru í netin og sú tala fer í 80% af slepp- ingum í Ölfusá,“ segir Grímur. „Menn eru að sjálfsögðu ekki til- búnir að láta tína upp í netin lax sem ætlaður er stangaveiðinni. Svo er verðmæti stangaveiddra laxa margfalt meira en netaveiddra. Úr netaveiðinni er þriggja kílóa lax að meðaltali seldur á 1500–2000 kr á meðan leigutakinn í stangaveiði bergvatnsánna er að selja laxinn á 15–30 þúsund krónur. Auk þess er magnveiði á laxi á undanhaldi og Veiðimálastofnun er með tilmæli til veiðimanna að sleppa stórum laxi og er það gert í vaxandi mæli. Svo er það ekki lítið atriði að á hverjum degi eru um 50 manns á öllu vatnasvæði Ölfusár/Hvítár við stangaveiði en 5 aðilar að veiða í net. Það mætti með þessum hug- myndum okkar auðveldlega fjölga stangaveiðimönnum upp í 150 á dag en núna eru 90 þúsund manns á Ís- landi sem fara í stangaveiði þannig að það er mikill markaður fyrir þessa skemmtilegu iðju,“ segir Grímur. Net í straumvötn verði bönnuð „Það er ósk okkar til stjórnvalda að netaveiði í straumvatni verði bönnuð. Við sjáum ekki aðra lausn. Netabændur eru auðvitað í fullum rétti að veiða og sýnt þykir að eng- inn grundvöllur sé til þess að frjáls- ir samningar náist um upptöku net- anna. Veiðimálastofnun hefur sagt að stóri laxinn sé í útrýming- arhættu og okkur finnst að það séu til fordæmi fyrir því að friða svæði og takmarka magnveiðina með því að skerða netaveiðihlunnindin og hjálpa stofninum með ræktun. Það má benda á nýlegar friðunar- aðgerðir gagnvart rjúpunni eins og þekkt er orðið,“ segir Grímur Arn- arson formaður Stangaveiðifélags Selfoss. Stangaveiðifélag Selfoss vill efla stangaveiði í Ölfusá/Hvítá „Við viljum auka laxagengd og fjölga stangaveiðistöðum“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Grímur Arnarson, formaður Stangaveiðifélags Selfoss, mundar stöngina á Miðsvæðinu á Selfossi fyrir ofan mikilfenglegar flúðirnar í ánni. Selfoss VISTVERND í verki er fræðslu- verkefni á vegum Landverndar. Í Hveragerði hafa sex hópar lokið þessu verkefni undir leiðsögn Kol- brúnar Þóru Oddsdóttur umhverfis- stjóra. Síðasti hópurinn sem vann að verkefninu hlaut nafnið Heimskonur og lauk sá hópur vinnu sinni nú í vor. Í lokin var hópurinn útskrifaður og buðu heimskonur þá öllum þeim sem unnið hafa að vistvernd í verki og einnig þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í hópvinnunni, að hittast í Hveraskálanum. Heimskonur sögðu frá sinni upplifun af því að vinna í visthópi og voru sammála um að þetta hefði verið mjög skemmtilegt og þær eru ákveðnar í að halda áfram að hittast í framtíðinni. Þegar fólk hefur tekið þátt í verkefni sem þessu er ýmislegt sem það hefur lært og getur deilt af reynslu sinni. Eitt af því sem hópunum er uppálagt að gera er að virkja aðra í bæjar- félaginu, vekja fleiri til vitundar um kosti þess að vinna að vistvernd í sínu nánasta umhverfi. Heimskonur töldu að til þess að virkja aðra væri gott að hafa „gulrót“. Þær skrifuðu bæjaryfirvöldum bréf og óskuðu eft- ir því að bæjarfélagið færði þeim sem lokið hefðu þessari fræðslu jarð- gerðartunnu. Bæjaryfirvöld tóku þessu ljúflega og hefur þessi ósk ver- ið samþykkt og munu fyrstu jarð- gerðartunnurnar verða afhentar á allra næstu vikum. Næsti hópur sem tekur þátt í vistverndarátakinu fer af stað í haust og er öllum velkomið að taka þátt í því. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Hópurinn sem hittist í Hveraskálanum til að samfagna útskrift heimskvenna. Vistvænar heimskonur Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.