Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ • Baðinnréttingar • Eldhúsinnréttingar • Fataskápar • Innihurðir I n n r é t t i n g a r Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is SKIPSTJÓRINN á Bjarma BA, Níels Adolf Ársælsson, er ákærður fyrir að láta henda að minnsta kosti 53 þorskum fyrir borð í tveimur veiðiferðum í byrjun nóvember 2001. Fjöldi fiskana var fengin með því að telja þá fiska sem sannarlega sáust lenda í sjónum en tveir skip- verjar hafa fyrir dómi borið að brottkastið hafi numið nokkrum tonnum og stærð hafi ráðið því að fisknum var kastað fyrir borð. Skip- stjórinn heldur því fram að fiskur- inn hafi verið sýktur og því löglegt að kasta honum fyrir borð. Aðrir skipverjar bera ýmist að einungis sýktum fiski hafi verið hent eða að þeir hafi ekki séð brottkastið. Loforðið var forsendan Friðþjófur Helgason kvikmynda- tökumaður tók fréttamyndirnar en hann fór um borð í skipið fyrir til- stuðlan Magnúsar Þórs Hafsteins- sonar, alþingismanns Frjálslynda flokksins og þáverandi fréttamanns. Fyrir dómi sagði hann að forsendan fyrir því að hann fékk að fara með í veiðiferðina hefði verið loforð til skipstjórans um að hann myndi hvorki greina frá nafni skipsins né sýna fleiri myndskeið en birtust í Ríkissjónvarpinu. „Ég ætla mér að standa við það loforð,“ sagði hann. Aðspurður sagði Friðþjófur að allur fiskur sem sást á færiböndunum hefði verið á leið út í sjó og hið sama sagði Magnús Þór þegar hann kom fyrir dóminn. Friðþjófur gat þó ekki sagt til um hversu miklu var hent. Myndskeiðið sem birtist í sjón- varpinu var aðeins nokkurra mín- útna langt en upptökur úr veiðiferð- unum tveimur voru alls 60–80 mínútur á tveimur spólum, að sögn Friðþjófs. Hann kvaðst ekki vita hvar spólurnar væru niðurkomnar því hann hefði látið þær í hendur ónafngreinds manns eftir að sýslu- maðurinn á Ísafirði óskaði eftir þeim. Aðspurður af Helga Magnúsi Gunnarssyni, fulltrúa ríkislögreglu- stjóra og sækjanda í málinu, sagðist hann vera tilbúinn til að leggja spól- urnar fyrir dóminn ef skipstjórinn veitti leyfi sitt. Helgi Magnús þrá- spurði síðar skipstjórann um hvort hann veitti þetta leyfi og hvatti hann eindregið til þess en skipstjórinn vék sér undan því að svara með af- dráttarlausum hætti. Sagðist ekki muna eftir að hafa tekið slíkt loforð af Friðþjófi og yrði að ræða við hann einslega áður en hann svaraði. Við það sat. Mat á magni hugsanlega skakkt Líkt og Friðþjófur sagðist Magn- ús Þór hafa lofað að gefa ekki upp í hvaða skipi fréttamyndirnar um- deildu voru teknar. Hann sagðist því hvorki ætla að játa því né neita að myndirnar hefðu verið teknar um borð í Bjarma. Það er þó óumdeilt í málinu. Magnús Þór, sem er fiskifræðing- ur að mennt, sagðist ekki hafa séð betur en fiskurinn sem fór fyrir borð hefði verið heill og óskemmdur. Þá hefði skipstjórinn greint frá því að hann hefði gefið fyrirmæli um að henda smáum fiski, þ.e. 30–40 sm að lengd og svonefndum aukategund- um. Spurður um magn sem fór fyrir borð sagðist hann eiga erfitt með að leggja mat á það í tonnavís en nokk- ur hundruð fiskar hefðu farið í sjó- inn. Sækjandi vísaði þá í blaðagrein- ar þar sem Magnús Þór segir magnið mun meira, 20–30% aflans hefði verið hent, allt að 14–21 tonni, miðað við landaðan afla. Magnús sagði hugsanlegt að hann hefði of- metið það magn sem var landað og mat hans á brottkasti gæti því verið skakkt. Þetta hefði verið hans mat, byggt á bestu vitund. Við nánari umhugsun kæmi til greina að magn- ið hefði verið mun minna og end- urtók að hann hefði sjálfur séð nokkuð hundruð fiska fara í sjóinn. Hilmar Ingimundarson hrl., verj- andi skipstjórans, innti Magnús Þór eftir því hvernig á því stæði að hann hefði bæði nefnt skipið og skipstjór- ann á nafn, þrátt fyrir loforð um hið gagnstæða. Magnús Þór sagði að líta yrði á málið í samhengi. Þegar greinarnar voru ritaðar hefði skip- stjórinn verið búinn að viðurkenna brottkast opinberlega og jafnframt sagt að fréttamyndirnar væru svið- settar. Kvaðst hann hafa orðið að verja sig fyrir hörðum árásum. Undir lok vitnisburðar síns hóf Magnús Þór að lýsa því hvernig myndbirtingarnar hefðu orðið til þess að lögum var breytt og vegna þess hefðu verðmæti fyrir hundruð milljóna komið á land. Þetta væru dýrmætar fréttamyndir. „Það er bú- ið að kjósa,“ heyrðist þá í Hilmari Ingimundarsyni. Framdi skipverji meinsæri? Í sóknarræðu sinni sagði Helgi Magnús að mjög varlegt væri að áætla að brottkastið hafi hafi numið um 5-10 tonnum þó ákært sé fyrir „að minnst kosti 53 þorska“. Að hans mati var hæfileg refsing tveggja milljón króna sekt og þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sagði framburð vitna oft með ólíkindum og ljóst að vél- stjóri Bjarma hafi framið meinsæri þó að það yrði að rannsaka það mál frekar. Í meiðyrðamáli gegn sjáv- arútvegsráðherra hafi vélstjórinn fullyrt að brottkastið hafi numið nokkrum tonnum en í sakamálinu gegn skipstjóranum talið 53 fiska nær lagi.Verjandi skipstjórans, Hilmar Ingimundarson hrl., krafðist sýknu og sagði m.a. að lítið væri að græða á framburði flestra skipvera enda hefðu þeir breytt framburði sínum frá því þeir gáfu skýrslu hjá lögreglu. Dóms er að vænta innan fjögurra vikna. „Ég ætla mér að standa við það loforð“ Þrjú dómsmál spruttu af umdeildum sjón- varpsmyndum haustið 2001; sjávarútvegs- ráðherra var dæmdur fyrir meiðyrði, skip- stjóri Báru ÍS sýknaður í sakamáli og í gær lauk málflutningi í „Bjarmamálinu“. Morgunblaðið/RP Dómsstjóri, sækjandi, verjandi og hinn ákærði fóru í vettvangsferð um borð í Bjarma í gær. Fulltrúi ríkislög- reglustjóra stikar um borð en verjandi skipstjórans bíður átekta. Alþingismaður og vitni smeygir sér undir slá. NÚVERANDI áhöfn á Bjarma BA fylgdi skipstjóra sínum, Níelsi Adolfi Ársælssyni, í Héraðsdóm Vestfjarða í gærmorgun en hann er ákærður fyrir brottkast. Meðferðis höfðu þeir níu þorska sem þeir sögðu að væru veiddir út af Kópa- nesrifi. Kópanesrif kemur talsvert við sögu í réttarhöldunum en Níels ber að Bjarmi hafi verið þar á veiðum þegar brottkastsmyndir voru tekn- ar en á rifinu sé afar algengt að þorskur sé illa sýktur af hringormi eða selbitinn. Fiskarnir sem kastað var fyrir borð í umræddum veiði- ferðum hafi flestir verið svo smit- aðir af hringormi að það hafi sést utan á þeim og þeim því kastað í sjóinn af lögmætri ástæðu. Af þorskunum níu, taldi Níels að utan á sjö þorskum sæust glögg merki um hringormasýkingu og tveir væru selbitnir. Óskaði hann eftir því að leggja þá fram í dómnum sem sönnunargögn. Því hafnaði Er- lingur Sigtryggsson héraðsdómari tafarlaust og sagði að verjandi og ákærði hefðu haft nægan tíma til að afla gagna. Til að leggja mat á þorska af tiltekinni veiðislóð yrði auk þess að fá dómkvadda mats- menn en sjálfur sagðist hann ekki ætla að „skoða einhverja þorska sem mér er sagt að hafi verið veidd- ir einhvers staðar.“ Níels skipstjóri fékk ekki heldur að leggja fram yfirlýsingu, und- irritaða af áhöfninni um að þorsk- arnir hefðu verið veiddir á fyrr- nefndri veiðslóð 24. júní sl. Þorskarnir eru nú í frystikistu hjá útibúi Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði Vildi ekki skoða „einhverja þorska“ ALÞJÓÐLEGRI vísindaráðstefnu um nýæðamyndun í krabbameins- æxlum lýkur í Reykjavík í dag. Með- al fyrirlesara á ráðstefnunni er Napoleone Ferrera, vísindamaður hjá Genetech lífvísindafyrirtækinu í Bandaríkjunum. Hann uppgötvaði fyrir fimmtán árum að prótínið VEGF hefur þau áhrif í myndun krabbameinsæxla að nýæðamyndun á sér stað. Ferrera og samstarfs- menn hans hafa fundið mótefni gegn virkni þessa prótíns og hafa tilraunir á lyfinu Avastin, sem inniheldur mótefnið, gefið góða raun bæði í til- raunum á mönnum og dýrum. Steve Libutti, sem starfar hjá Krabbameinsstofnun Bandaríkj- anna, segir að lengi hafi verið vitað að æxli þurfi á næringu úr blóði að halda: „Það er hægt að fara langt aft- ur í tímann, allt til tíma Forn- Grikkja, og sjá að menn áttuðu sig á því að æðar gengju út úr krabba- meinsæxlum.“ Sýnt var fram á tengslin á milli blóðflæðis í æxli og vaxtarhraða þess á miðjum áttunda áratugnum. „Á síðustu árum hefur vísinda- mönnum tekist að sýna fram á að ef hægt er að koma í veg fyrir blóðflæði til æxla þá sé hægt að koma í veg fyr- ir vöxt þeirra,“ segir Ferrara Krabbamein verka þannig á lík- amann að stærð þeirra dregur sjúk- linginn á endanum til dauða þar sem líffærin hætti að geta starfað eðli- lega. Æxli sem ekki fær að stækka í líkamanum veldur því líkamanum ekki skaða. Þegar venjuleg fruma stökkbreytist, t.d. í lunga eða nýrum, skiptir hún sér og gúlpurinn af skemmda vefnum stækkar í sífellu og læknisfræðilegt úrlausnarefni krabbameinslækna er fyrst og fremst að tryggja að sá vöxtur valdi ekki óbætanlegu tjóni á annars heil- brigðum líkamsvefjum. Hægari æxlisvöxtur Avastin hefur verið í prófunum í Bandaríkjunum í nokkur ár og nú þegar liggja fyrir niðurstöður á próf- unum í þriðja og síðasta fasa þess ferlis sem fylgja þarf til þess að lyf fáist samþykkt. Þetta skref felur í sér að gerð er tilraun á raunveruleg- um sjúklingum með þeim hætti að helmingur hópsins fær lyfið, en svo- kallaður samanburðarhópur fær efni sem enga virkni hefur, svokallað „placebo“-lyf. Við rannsókn á sjúk- lingum með ristilkrabbamein kom í ljós að virkni lyfsins er mikil og ný- leg, óbirt, rannsókn á sjúklingum með nýrnakrabbamein sýnir fram á mun hægari æxlisvöxt hjá þeim sem fengu lyfið heldur en hjá samanburð- arhópnum. Libutti, sem er skurð- læknir, bendir einnig á að lyf, sem hindri nýæðamyndun í æxlum, sé mikið skref fram á við. Í tilraunum með Avastin hefur komið í ljós að aukaverkanirnar eru mjög takmark- aðar. Blóðþrýstingur í sjúklingum hefur hækkað lítilllega en að sögn Ferrera eru það einu aukaverkan- irnar sem orð er á gerandi. Ráðstefna um myndun nýrra æða í krabbameinsæxlum Hafa þróað mótefni gegn nýæðamyndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.