Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 53 FYRIRSÖGNIN kann að hljóma sem klisja en fyrir áhugafólk um dægurtónlist – í hvaða formi sem er – er þetta bara kórrétt. Það jafnast ekkert á við Hróarskelduhátíðina hvað fjölbreytt tónlistarval áhrærir en þar fyrir utan er það stemningin, andinn sem hefur markað henni þann goðsagnakennda blæ sem far- inn er að leika um hana. Þar fyrir ut- an er skipulag hennar til hreinnar fyrirmyndar og jafnvel smæstu at- riði ganga eins og smurð vél. Aðsókn á hátíðina er aukinheldur ávallt mikil og jöfn og í ár er uppselt, 70.000 mið- ar seldir. Hátíðin er þó umfram allt miklu meira en samsafn af tónleik- um; hún er vettvangur afslöppunar, vinafunda og hreinnar og sálarnær- andi gleði. Og það allt undir dynj- andi tónlist, framleiddri af mörgum af fremstu fulltrúum síns geira. Hátíðin í ár er til muna fýsilegri en síðasta hátíð og rokkkjötið á bein- unum til muna feitara og safaríkara. Risar eins og Metallica, Iron Maide- n, Coldplay og Blur eru meðal þeirra tuga listamanna sem fram koma frá fimmtudegi til sunnudags á sex mis- munandi sviðum. Umfang hátíðar- innar og innra skipulag er þá í stöð- ugri þróun og hér er leitast við að bæta og breyta eftir kostum frá ári til árs. Vefsíða hátíðarinnar er t.a.m. orðin afar öflug og öryggisgæslan verður sífellt betri. Góðu heilli hefur þetta leitt af sér rólegra og þægi- legra andrúmsloft og ég er ekki frá því að bros starfsmanna séu breiðari nú en þau voru í fyrra. Metallica endurreist Það er hefð fyrir því að dönsk hljómsveit opni hátíðina og þetta ár- ið kom það í hlut rokksveitarinnar Baby Woodrose. Hófu þeir leikinn kl. 18.30. En greinarhöfundur sá sér engu að síður þann kost vænstan að drífa sig að Arenasviðinu en þar, hálftíma áður en hinir dönsku settu í gang, var stórsveitin The Polyphonic Spree búin að koma sér fyrir. Þessi undraverða sveit er skipuð tuttugu og sjö manns sem syngja kór; leika á hörpu, theramin, blásturshljóðfæri, fiðlu, selló, trommur, bassa, gítar, pí- anó, hljómborð og fleira. Allir eru meðlimir klæddir hvítum sloppum þannig að að sjá er þetta eins og trúarhópur. En tónlistin … hún er hreint út sagt yndisleg. Stór, sinfón- ísk og falleg popplög þar sem innlif- unin drýpur af hverjum manni. Al- gerlega frábært! Næst var þaðsvo Interpol sem léku á þriðja stærsta sviðinu, Pavilion. Þessi mjög svo frambærilega nýrokksveit frá New York er afar heit um þessar mundir og ekki var smuga að komast inn í tjaldið. Augun voru því hvíld og eyr- un sperrt í staðinn. Að endingu voru það bara kóng- arnir, Metallica í Appelsínugula tjaldinu kl. 22. Og þvílíkir tónleikar! Nýr bassaleikari, ný plata, nýfengin orka og glæný sveit. Fyrsta lag var „Battery“, opnunarlag Master of Puppets, og allt varð vitlaust. Næsta lag var titillag sömu plötu. Og allir, tugþúsundir manna, sungu með. Load og Reload er leyft að safna ryki sem betur fer en „Harvester of Sorrow“ og „Blackened“ af ...And Justice for All fengu að njóta sín. Auk þess voru eldgamlir og löngu sí- gildir slagarar hristir fram úr erm- inni, „Creeping Death“, „Seek and Destroy“ og „Sanitarium“. Tvö lög af nýju plötunni voru spiluð, „Fran- tic“ og „St. Anger“ og tónleikunum lauk með „One“ og „Enter Sand- man“. Húff! Metallica lönduðu þeim stóra og stemningin var stórkostleg á þessum endurreisnartónleikum. Líkt og í fyrra var hátíðin hafin með látum og margt að sjá og heyra. Á föstudeginum og laugardeginum er gírað aðeins niður enda stanslaus dagskrá frá hádegi og fram á nótt. Á sunnudeginum er svo aftur gefið í og í ár slítur hún Björk okkar hátíðinni. Þann dag er auk þess seldur dags- miði og þá drífur gjarnan að fjöl- skyldufólk. Þá eru gestir orðnir þægilega lúnir og andrúmsloftið orð- ið afar höfugt. Fólk sátt og mett eftir vikudvöl í tónlistarlegri paradís. Hróarskelda komin á skrið Það jafnast ekkert á við Skelduna! Hin árlega tónlistarhátíð í Hróarskeldu stendur nú yfir. Arnar Eggert Thoroddsen er á staðnum og greinir frá stemningunni. Reuters Daninn Lars Ulrich var í miklum ham er hann lamdi húðirnar með hljóm- sveit sinni Metallica í Hróarskeldu á fimmtudagskvöld. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.roskilde-festival.dk ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.10. Svalasta mynd sumarsins er komin. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. Tilboð 300 kr ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 3.45. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16.  X-IÐ 97.7  DV  KVIKMYNDIR.IS Tilboð 300 kr KEFLAVÍK kl. 4, 6, 8 og 10. Bi. 12 AKUREYRI kl. 6, 8 og 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.15. Bi. 12 KRINGLAN Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI kl. 2, 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN kl. 4 og 6. KEFLAVÍK kl. 4 og 6. Lærðu spænsku á Spáni! www.idihoma.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.