Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ KAUPÞING Búnaðarbanki til- kynnti í gær að bankinn hefði gengið frá erlendri fjármögnun til tveggja ára að upphæð 500 milljónir evra, eða sem nemur rúmum 43,5 milljörð- um króna. Útgáfan, sem er sú lang- stærsta sem íslenskt fyrirtæki hefur staðið að til þessa, er liður í endur- fjármögnun bankans. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri segir að með henni sparist fjármögn- unarkostnaður sem mælist í hundr- uðum milljóna króna árlega. „Vaxta- álag er u.þ.b. 40% lægra en Kaupþing og Búnaðarbanki höfðu áður,“ segir hann. Hreiðar segir að gjarnan hafi ver- ið talað um samruna Kaupþings og Búnaðarbanka sem ákjósanlegan samruna. „Nú má segja að alþjóð- legur skuldabréfamarkaður hafi staðfest það,“ segir hann. Um er að ræða útgáfu skuldabréfa á alþjóðlegum markaði innan svo- kallaðs EMTN-fjármögnunar- ramma Kaupþings Búnaðarbanka („Euro Medium Term Note Pro- gramme“). Í tilkynningu frá bankan- um segir að upphaflega hafi staðið til að gefa út skuldabréf fyrir 250 millj- ónir evra, en vegna mikils áhuga er- lendra fjárfesta hafi verið ákveðið að stækka útgáfuna í 500 milljónir. „Út- gáfan gekk hratt fyrir sig og skiptist á milli hátt í 50 fjárfesta víðs vegar um Evrópu,“ segir í tilkynningunni. Stærsta skuldabréfaút- gáfa íslensks fyrirtækis Sparar Kaupþingi Búnaðarbanka hundruð milljóna árlega VÖRUSKIPTIN í maí voru óhag- stæð um 1,7 milljarða króna en í maí í fyrra voru þau hagstæð um 2,3 millj- arða á sama gengi. Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 15,1 milljarð króna og inn fyrir 16,8 milljarða króna fob. Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 78,5 milljarða króna en inn fyrir 76 milljarða króna fob. Afgangur var því á vöruskiptun- um við útlönd sem nam 2,5 milljörð- um króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 9,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 7,1 milljarði lakari en á sama tíma árið áður. Samkvæmt upplýsingum frá Greiningu Íslandsbanka hafa vöru- skiptin verið neikvæð um 4,7 millj- arða króna síðustu þrjá mánuði og ekki mælst jafn mikill halli yfir þriggja mánaða tímabil síðan í lok árs 2001. Ef vöruskiptin eru skoðuð án óreglulegra liða eins og skipa og flug- véla koma enn meiri umskipti í ljós. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flug- véla var jákvæður um 4,2 milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum ársins en í fyrra nam afgangurinn 18,5 millj- örðum, að því er segir í Hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 5,2 milljörð- um eða 6% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 61% alls útflutnings og var verð- mæti þeirra 11% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í verðmæti fiskimjöls og salt- fisks. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara var 2% meira en á sama tíma 2002. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 1,9 milljörð- um eða 3% meira en á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á fjárfestingarvörum, neysluvörum, hrávörum og rekstrarvörum og fólks- bílum en á móti kemur minni inn- flutningur á skipum og flugvélum. Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka spáir því að innflutningur haldi áfram að aukast en ýmsir hag- vísar eins og væntingavísitala Gallup og einkaneysla á fyrsta ársfjórðungi gefi það til kynna. „Á sama tíma er allt útlit fyrir að verðmæti útflutnings dragist saman frá fyrra ári, bæði vegna minni fiskafla og sterkari krónu. Greiningardeild spáir því áframhaldandi neikvæðum afgangi á vöruskiptum á næstu mánuðum,“ að því er segir í Hálf fimm fréttum.                                   !!"   #                                          !    "!#       !     "  #   !  $   $! % $% " $     &     '  $   &!   '   (             () **+( , ,-,(   ../)     ( *0/( ,0 -+/. *0+) ( (*-. . /-((   , 10/+ 1,0, , .)/- + --0*        (+ +-*- , -+(-   /01(     ( ,.01 ,0 0(1(  (11+ ( *)+) . )(01    . /)10 ( */(+ ( *00/ ( 0+/,    ! "     2(,3 4*).3 4(-3 4.113 "  4..3 4++3   2,-*3 4*,-3 4(0/3      4)/13 4/,/3 2.,*3 2-0*3    #$%&' () *  + ),#*-               &5!% ! %   6     Halli á vöru- skiptum þriðja mánuðinn í röð FYRIRTÆKI sem sérhæfa sig í flutningi hingað til lands eru farin að finna fyrir mikilli aukningu í inn- flutningi. Knútur Hauksson, for- stjóri Samskipa, segist telja að aukningin sé á bilinu 20–25% frá síð- asta ári. Að sögn Gunnars Bachmann, framkvæmdastjóra Vöruhótels Eim- skips, hafa starfsmenn hótelsins sannarlega fundið fyrir auknum innflutningi að undanförnu. „Auðvitað er það ánægjulegt þeg- ar allt er brjálað að gera. Ef við horfum til Eimskips þá eru þeir að upplifa metvikur í flutningum.“ Gunnar segir marga nýja við- skiptavini hafa bæst við að und- anförnu. „Við tökum ekki við fleiri viðskiptavinum fyrr en í haust. Núna eru um tíu fyrirtæki á bið- lista.“ Að sögn Gunnars er nóg pláss í Vöruhótelinu en þar sem starfsem- in, húsið og allt tölvukerfi sé nýtt af nálinni taki það tíma að þjálfa upp starfsfólk auk þess sem margir séu í sumarfríi. Af þeim sökum vilji þeir ekki fara of geyst af stað. „Við vilj- um stjórna dansinum en ekki láta stjórna okkur. Ætlum þess vegna ekki að taka inn fleiri fyrr en í haust. Þeir viðskiptavinir sem hafa komið hingað inn hafa aukið magnið sitt meira en við gerðum ráð fyrir í fyrstu,“ segir Gunnar. Auðvelt að bregðast við Knútur Hauksson, forstjóri Sam- skipa, segir að fyrirtækið sé farið að finna fyrir mikilli aukningu í inn- flutningi. „Mun meiri en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir. Skipin eru full og við höfum kallað inn fimm eða sex aukaskip vegna innflutn- ings. Við erum með sveigjanlegt kerfi, sem gengur út á að kalla inn aukaskip ef óvenju mikið er að gera. Við eigum mjög auðvelt með að bregðast við þessari auknu eft- irspurn,“ segir hann. Knútur segist geta ímyndað sér að aukningin frá sama tíma í fyrra sé á bilinu 20–25%. Ekki aukning í flugi Róbert Tómasson, markaðs- og sölustjóri Icelandair Cargo, segir að félagið sé ekki farið að finna fyrir auknum innflutningi. „Það má segja að hann sé svipaður og í fyrra, ef lit- ið er til maí og júní. Sennilega kem- ur aukningin vegna aukinna um- svifa, m.a. vegna virkjanaframkvæmda, seinna í flug- flutningum en sjóflutningum,“ segir hann. Mikil aukning í inn- flutningi með skipum LÍF hf., áður Lyfjaverslun Íslands hf., hefur gert 1,7 milljarða króna samning við Landsbanka Íslands hf. um endurfjármögnun lána félagsins. Samningurinn snýr að fjármögnun rekstrar félagsins til langs tíma. Markmið breytinganna var að ná hagkvæmri langtímafjármögnun á skuldum félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Líf var áður í viðskiptum við Bún- aðarbanka Íslands, nú Kaupþing Búnaðarbanka. „Það var kominn tími fyrir okkur að endurfjármagna okkar lán. Við fengum Ráðgjöf og efnahags- spár til að fara með okkur í útboð á endurfjármögnun lánanna. Þessi samningur er árangur af því. Við treystum báðum bönkum, en þetta var einfaldlega spurning um kjör og hagsmuni hluthafa félagsins,“ segir Sturla Geirsson, forstjóri Lífs. „Áður en við fórum í viðskipti við Búnaðarbankann vorum við hjá Landsbankanum. Okkar hlutverk á hverjum tíma er að leita hagkvæm- ustu leiða til fjármögnunar félagsins fyrir eigendur þess. Í þessu tilfelli er okkar hagkvæmasti kostur að eiga viðskipti við Landsbankann og við treystum þeim mönnum sem þar vinna, þannig að þetta fer saman. Við leituðum til allra banka á Íslandi en það tilboð sem við fengum frá Lands- bankanum var best,“ segir Sturla. Gagnkvæmt traust skiptir máli Sigurjón Þ. Árnason, annar banka- stjóra Landsbanka Íslands, skrifaði undir samninginn fyrir hönd bank- ans. Hann segir það ánægjuefni að fá Líf í hóp viðskiptavina bankans. Sig- urjón var áður framkvæmdastjóri hjá Búnaðarbankanum en kom yfir til Landsbankans í kjölfar sameiningar bankans við Kaupþing banka. „Í öllum viðskiptum skiptir þrennt máli. Þjónusta, þau kjör sem í boði eru og traust manna á millli. Af þessu þrennu þá ætli við höfum ekki byggt þennan samning á því að við þekktum og treystum hvorir öðrum. Vonandi getum við líka boðið betri kjör og þjónustu. Ég held að það gildi um öll fyrirtæki að þau leita þangað sem þau fá best samræmi á milli þjónustu og verðs,“ segir Sigurjón. Hann segist vona að margir af þeim viðskiptavinum sem hann og fleiri starfsmenn Landsbankans sem komu frá Búnaðarbankanum hafa kynnst í gegnum tíðina séu tilbúnir að versla við Landsbankann. „Ég vona að við getum sýnt okkar ágætu fé- lögum í Búnaðarbankanum sam- keppni. Það er alls ekki þannig að hægt sé að gera ráð fyrir að viðskipta- vinir úr Búnaðarbankanum komi yfir í Landsbankann. Þótt persónutengsl og trúnaður milli manna séu mikil- væg þá eru menn ekki tilbúnir til að borga óhemju fjárhæðir fyrir það.“ Starfsemi Lífs hf. felur í sér miðlun vöru, þjónustu og þekkingar á heil- brigðismarkaði. Líf hf. er stærsti dreifingaraðili lyfja, lækningavara og annarra heilbrigðistengdra vara á Ís- landi. Líf hf. á nú níu dótturfyrirtæki á Íslandi og tvö í Eystrasaltslöndun- um. Hluthafar í félaginu eru 668 tals- ins. Líf flytur viðskipti til Lands- banka frá Búnaðarbanka SNEMMA í gærmorgun tilkynnti Baugur að hann hefði hækkað tilboð sitt í bresku leikfangaverslunina Hamleys úr 205 pensum á hlut í 226 pens og greint var frá því að tilgang- urinn með hækkun tilboðsins væri að ná sem fyrst niðurstöðu í málinu. Seinnipartinn í gær kom svo fram til- boð frá Tim Waterstone upp á 230 pens á hlut, en Waterstone hafði til- kynnt fyrir nokkru að hann væri að undirbúa yfirtökutilboð. Að sögn talsmanns Baugs er Baugur að skoða tilboð Waterstones og íhuga næstu skref. Eftir að hafa sett fram tilboð sitt hefur Waterstone, sem rekur leik- fangaverslunina Daisy & Tom, 12 daga til að leggja fram formlegt til- boðsyfirlit. Eftir það hafa hluthafar um tvo mánuði til að taka afstöðu til tilboðanna, auk þess sem möguleiki er á framlengingu frests. Það getur því liðið nokkur tími þar til endanleg niðurstaða fæst. Í tilboðinu frá Waterstone kemur fram að tilboðið er að fullu fjármagn- að staðgreiðslutilboð og að tilboðs- gjafi hafi, ýmist með ákveðnum skil- yrðum eða óafturkræft, tryggt sér 21,4% hlutafjár í Hamleys. Ekki tókst að ná tali af Waterstone í gær, en í tilboðinu er haft eftir honum að með kaupum á Hamleys megi ná fram umtalsverðum samlegðaráhrif- um milli Hamleys og Daisy & Tom, sem geti hjálpað Hamleys við að vaxa og dafna. Tilboðið upp á 52,2 milljónir punda Tim Waterstone er stofnandi Wat- erstone bókaverslananna, sem nú eru í eigu HMV. Vangaveltur hafa verið uppi í nokkurn tíma um að hann kynni að leggja fram tilboð í Hamleys, en ekkert lá fyrir um það fyrr en í gær og fram að þeim tíma var Baugur einn um hituna. Samkvæmt fyrra tilboði Baugs var Hamleys í heild sinni verðlagt á 47 milljónir punda en seinna tilboð Baugs var rúmum 10% hærra, eða 52,2 milljónir punda, sem jafngildir 6,6 milljörðum króna. Eftir þá hækk- un er yfirtökutilboð Baugs 79% yfir lokaverði Hamleys 14. mars síðast- liðinn, síðasta viðskiptadag áður en Baugur tilkynnti að ætlunin væri að gera yfirtökutilboð í félagið. Waterstone býður hærra í Hamleys Kaldbakur seldi Bústólpa Rangt var farið með í frétt í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins á fimmtudag að Kaldbakur hefði selt hlut sinn í Fóðurblöndunni. Hið rétta er að Kaldbakur seldi Fóð- urblöndunni fóður- og áburð- arsölufyrirtækið Bústólpa sem var að fullu í eigu Kaldbaks. Beðist er velvirðingar á þessum leiðu mistökum. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.