Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIÐ verður um dýrðir á Horna- firði í næstu viku þegar haldið verður fjórðungsmót hestamanna og samhliða því verður haldin hum- arhátíð á Höfn. Fjórðungsmótið verður haldið á félagssvæði hesta- mannafélagsins Hornfirðings, Stekkhól og verður það með nokk- uð hefðbundnu sniði en þó verður nú boðið upp á opna gæðinga- keppni stóðhesta þar sem keppt verður bæði í A- og B-flokkum og hefur skráningarfrestur í opnum keppnum mótsins verið fram- lengdur til klukkan 20 annað kvöld, sunnudagskvöld. Er þar um að ræða auk gæðingakeppninnar opna töltkeppni, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Boðið er upp á vegleg verðlaun í þessum flokkum og má þar nefna að fyrir sigur í tölti er um að ræða flugmiða fyrir tvo til Þýskalands og þar að auki 40 þúsund króna peningaverðlaun. Fyrstu verðlaun í stóðhestaflokk- unum eru krónur 50 þúsund. Sama upphæð er fyrir fyrsta sætið í skeiðinu en fyrir annað sætið eru veittar 30 þúsund krónur og 15 þús- und fyrir þriðja sæti. Skráning- argjöld eru þrjú þúsund fyrir fyrstu grein en eitt þúsund fyrir næstu greinar. Önnur verðlaun mótsins verða frá Álfasteini og munu þau öll unnin úr íslensku hráefni að mestu leyti. Mótið hefst fimmtudaginn 3. júlí með dómum kynbótahrossa en alls hafa rétt rúmlega fjörutíu hross áunnið sér rétt til að mæta á mótið. Þá mun hvert þeirra hestamanna- félaga á Austurlandi sem þátt taka í mótinu senda sína fulltrúa í gæð- ingakeppni mótsins og ræðst fjöldi hestanna af félagafjölda hvers fé- lags. Er þarna um að ræða flokk fullorðinna eða opinn flokk sem kalla má og síðan ungmenni, ung- linga og börn. Humarhátíðin á Höfn hefst einn- ig á fimmtudag með dansleik um kvöldið og í þrjá daga þar á eftir verður boðið upp fjölbreytta dag- skrá. Frekari upplýsingar um þessa tvo viðburði er hægt að fá á eft- irfarandi vefslóðum: hestur.horna- fjördur.is og humar.is. Sannkölluð karnival-stemmning verður á Höfn í Hornafirði í næstu viku Glæstir gæðing- ar og humar í aðalhlutverkum Morgunblaðið/Vakri Hjörtur frá Úlfsstöðum og Hans Kjerúlf verða meðal þeirra sem mæta til leiks á fjórðungsmótið á Stekkhóli og má ætla að þeir komi til með að berj- ast þar um verðlaunin. Myndin er tekin í Skautahöll Reykjavíkur þar sem þeir unnu góðan sigur í vetur. FRJÁLSLYNDI flokkurinn varði 13 milljónum króna til kosningabarátt- unnar fyrir alþingiskosningarnar 10. maí sl., að öllu meðtöldu. „Flokkur- inn stóðst þar með þá fjárhagsáætl- un sem hann gerði fyrir kosningar. Um 2⁄3 hluti kostnaðarins liggja í aug- lýsingum og prentun,“ segir í frétt frá Frjálslynda flokknum. „Frjálslyndi flokkurinn hefur gætt aðhalds í rekstri á liðnu kjör- tímabili og lagt til hliðar fyrir þess- um útgjöldum, auk þess sem flokks- félagar og velunnarar hafa lagt flokknum til fjárframlög. Efstu menn á listum gengu í persónulegar ábyrgðir fyrir skammtímaláni. Framlög frá fyrirtækjum og einstak- lingum á móti námu um 3 milljónum. Enginn einn aðili gaf hærri upphæð en 500.000 krónur sem er sú upphæð sem miðað er við þegar upplýst er hverjir gefa. Frjálslyndi flokkurinn sendir þeim einstaklingum og fyrir- tækjum sem studdu flokksstarfið með framlögum eða sjálfboðastarfi innilegar þakkir. Opið bókhald flokksins er unnt að skoða á heimasíðu Frjálslynda flokksins, www.xf.is.“ Frjálslyndi flokkurinn 13 milljónir í kosninga- baráttu FIMMTÁN reiðhjól af gerðinni Roadmaster verða innkölluð af inn- flytjanda vegna alvarlegs galla í bremsum, sem uppgötvaðist í kjölfar al- varlegs slyss á barni fyrr í þessum mánuði. Sölu hjól- anna verður hætt. Gallinn kom í ljós þegar ungur Eskfirðingur, Sól- rún Mjöll Jónsdóttir, lenti í alvarlegu slysi á slíku hjóli á Eskifirði, en hún handleggsbrotnaði á báð- um handleggjum og skarst illa á enni. Hún var með hjálm á höfði, sem hefur að öllum líkindum bjargað því að ekki fór mun verr. Gert var að sárum hennar á Akureyri, m.a. saumuð 18 spor í ennið, en nú er Sólrún Mjöll á góð- um batavegi. Lítið eftirlit mun vera með innflutn- ingi reiðhjóla og gæða- staðli þeirra. Galli í bremsu veldur alvarlegu reiðhjólaslysi Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Sólrún Mjöll Jónsdóttir. Egilsstöðum. Morgunblaðið. EFTIR er að koma í ljós hvort það hafi áhrif til hækkunar á verði ís- lenskrar rækju að vart hefur orðið við gula rækju á veiðisvæðum undan austurströnd Kanada síðustu vikur. Ástæðan er snigill sem rækjan nær- ist á og veldur eyðingu líffæra. Að öll- um líkindum verður rækjufram- leiðsla minni en búist var við í Kanada á þessu ári. Að sögn Magna Þórs Geirssonar, framkvæmdastjóra Icelandic UK í Bretlandi, munu Kanadamenn beina framleiðslu sinni á bandaríska mark- aðinn í stað þess evrópska því þeir geri minni kröfur um gæði þar. – Mun þetta hafa áhrif á okkar mörkuðum? „Ef þetta ástand varir lengi munu Kanadamenn ekki geta uppfyllt sína samninga [á Bretlandsmarkaði] og við höfum heyrt af einum eða tveim- ur framleiðendum sem leita logandi ljósi að ákveðnum stærðum af rækju.“ Magni Þór segir að þetta gerist orðið árlega og að of snemmt sé að segja til um hvort þetta hafi áhrif til hækkunar á verði íslenskrar rækju. Halldór Árnason hjá Barry Group á Íslandi, sem m.a. selur kanada- rækju til Evrópu, segir að þetta sé staðbundið vandamál. Sjómenn reyni að forðast svæði þar sem gula rækjan finnist, þeir vilji ekki eyða kvótanum í verðlausa afurð, og rækjuvinnslurn- ar vilji ekki vinna hana vegna þess að hún falli í B-flokk. – Hver verða áhrifin? „Ég held að þetta muni kannski seinka vinnslunni eitthvað í Kanada en ekkert verulega.“ Halldór segir að búist hafi verið við miklu flóði af pill- aðri rækju frá Kanada í ár en það virðist ekki ætla að verða raunin. „Ástæðurnar eru margar. Í fyrsta lagi byrjaði vertíðin mun seinna en reiknað hafði verið með, í öðru lagi kom verkfall þegar hún var nýbyrj- uð, í þriðja lagi kom þetta vandamál upp og lækkað verð til sjómanna yfir sumarmánuðina. Þannig er almennt reiknað með því að framleiðslan í Kanada verði í mesta lagi jafnmikil og hún var í fyrra en að öllum lík- indum verður hún minni. Staðan hef- ur því breyst talsvert,“ segir Halldór. Fyrst tók að bera á gulunni í rækj- unni í byrjun þessa mánaðar og hefur hún breiðst út norður með ströndinni í átt til Labrador. Orsök vandans er snigill sem rækjan nærist á. Svo virð- ist sem efni í sniglinum hafi áhrif á ensím í lifur og/eða maga. Afleiðing þess verður að líffærin leysast upp í fljótandi form, sem skýrir gula litinn. Gul rækja veldur usla á Kanadamiðum alls 114 milljónum króna. Að sögn Guðmundar Óla Björgvinssonar hdl. skiptastjóra þrotabúsins, var ekki tekin afstaða til almennra krafna enda er búið nánast eignalaust. Forgangskröfur um 4 milljónir Samþykktar forgangskröfur námu um fjórum milljónum en eign- ir, þ.m.t. óinnheimtar viðskiptakröf- ur nema 3-4 milljónum. Kröfur vegna fjárdráttarins voru um 40 milljónum og sú hæsta frá einstak- lingi nam um níu milljónum. Ljóst er að margir sem töldu sig hlunn- farna sáu ekki ástæðu til að leggja fram kröfu á hendur þrotabúinu. RANNSÓKN efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á auðgunarbrot- um fyrrv. eiganda Fasteignasölunn- ar Holts hefur leitt í ljós að meint brot nema a.m.k. 130 milljónum króna. Frá þessu er greint í árs- skýrslu ríkislögreglustjóra fyrir ár- ið 2002. Þegar maðurinn gaf sig fram í fyrrahaust játaði hann fjárdrátt og lagði fram gögn sem bentu til þess að hann hefði dregið sér um 80 milljónir króna. Þá var talið að brotin beindust gegn 15 manns en nú er ljóst að talsvert fleiri voru sviknir. Fasteignasalan var í kjölfarið úr- skurðuð gjaldþrota og námu kröfur Fasteignasalan Holt Fjárdráttur nem- ur 130 milljónum Eignir þrotabúsins 3–4 milljónir LÝÐHEILSUSTÖÐ mun taka til starfa 1. júlí nk. eins og ráðgert hafði verið samkvæmt lögum um stofnunina frá Alþingi. Nýskipað- ur forstjóri, Guðjón Magnússon, sem hef- ur starfað undanfarið tæpt ár á Evrópu- skrifstofu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunar- innar í Kaupmanna- höfn, getur ekki hafið störf á þeim tíma en viðræður standa yfir við hann um hvort og hvenær það getur orðið. Ekki náðist í Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra í gær en aðstoðar- maður hans, Sæunn Stefánsdóttir, sagði að í raun væri ekkert því til fyr- irstöðu að hefja starfsemina 1. júlí. Búið væri að tryggja fjármagn til starfseminnar og hún myndi hefjast í samráði við þau ráð sem heyra undir Lýðheilsustöð, þ.e. Manneldisráð, Tóbaksvarnarráð, Áfengis- og vímu- varnarráð og Slysavarnarráð. Það væri síðan verkefni nýs forstjóra að samþætta starfsemina og finna henni húsnæði, ekki hefði staðið til að þau mál yrðu frágengin um þessi mánaðamót. Á meðan viðræður stæðu yfir við heilbrigð- isráðuneytið sagðist Guðjón Magnússon ekki vilja tjá sig um þetta mál í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi, að öðru leyti en því að staðfesta að hon- um hefði boðist fram- kvæmdastjórastaða sem hann sótti um í desember sl. hjá Al- þjóðaheilbrigðismála- stofnuninni í Kaup- mannahöfn, eða nokkru áður en staða forstjóra Lýðheilsu- stöðvar var auglýst hér á landi sl. vor. Sagðist Guðjón þurfa að svara af eða á um starfið í Kaupmannahöfn fyrir mánaðamótin og því væri úr vöndu að ráða. Guðjón hefur verið í þessu sama starfi að ósk forstjóra Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar frá því í ágúst sl., en staðan var auglýst laus til umsóknar í nóvember sl. Að sögn Guðjóns sóttu 66 einstaklingar um starf framkvæmdastjórans, sem er yfir 130 manna deild er fjallar um lýð- heilsu í 52 aðildarríkjum í Evrópu. Lýðheilsustöð tekur til starfa 1. júlí Guðjón Magnússon HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt ungling í 40 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda þjófnaða og innbrota sem voru framin á Akureyri á tímabilinu frá október á síðasta ári til janúar á þessu ári. Skil- orðið er háð því að pilturinn sæti sér- stakri umsjón á skilorðstímanum. Hluta af innbrotunum framdi pilt- urinn ásamt öðrum pilti sem fæddur er 1988 og því ekki sakhæfur. Fram kemur í dómnum að piltur- inn hafi viðurkennt skýlaust þá verknaði sem honum voru gefnir að sök. Hann sýndi einbeittan brotavilja og verðmæti þýfisins var talsvert. Á hinn bóginn leit dómurinn til þess að pilturinn hafði ekki áður sætt refs- ingu og að hann var mjög ungur að ár- um er hann framdi brot sín og var samvinnufús við rannsókn málsins. Einnig var hluta af þýfinu komið til skila til eigenda fyrir tilstilli lögreglu. Ólafur Ólafsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi piltsins var Arnar Sigfússon hdl. Málið sótti Ey- þór Þorbergsson sýslumannsfulltrúi. Dæmdur fyrir þjófnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.