Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 41 ÁRLEG kirkjureið í Kálfholtssókn í Ásahreppi var sunnudaginn 22. júní. Fjöldi kirkjugesta kom ríðandi til messu og var messan fjölmenn. Séra Halldóra Þorvarðardóttir, prófast- ur og sóknarprestur, vígði viðbót við kirkjugarðinn að messu lokinni. Í viðbótinni er m.a. að finna bæj- arlindina sem var upphaf Kálfholts- staðar, eins og fram kom í máli Jón- asar Jónssonar, formanns sóknarnefndar og oddvita Ása- hrepps. Ráðist var í stækkun kirkju- garðsins og lagfæringar á umhverfi hans vegna rausnarlegrar gjafar frá Ingivaldi Ólafssyni frá Áshóli, en hann arfleiddi kirkjuna að öllum eigum sínum. Að lokinni vígslunni var kirkjukaffi borið fram á kirkju- stéttinni. Þetta er þriðja árið sem kirkjureið er skipulögð í tengslum við hásumarmessu í Kálfholtskirkju og bætist stöðugt við fjöldann sem tekur þátt í þessari skemmtilegu venju. Spennandi saga og nýr söngur í Neskirkju Í MESSU kl. 11 mun séra Örn Bárð- ur Jónsson halda áfram umfjöllun sinni um Postulasöguna. Hver pré- dikun er sjálfstætt framhald og nú verður fjallað um þriðju kristni- boðsferð Páls postula og handtöku hans í Jerúsalem samkvæmt köflum 18–21. Sunginn verður nýr messu- söngur sem verið er að þróa í söfn- uðinum. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng undir stjórn organistans, Steingríms Þórhallssonar. Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 29. júní nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Áskelsson. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Messukaffi að athöfn lokinni. Annað árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síð- asta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 29th of June at 2 pm. Holy Communion. The Feast of St. Peter & St. Paul Apostles. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Hörður Ás- kelsson. Leading singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Service. Kvennakirkjan í Strandarkirkju KVENNAKIRKJAN heldur messu í Strandarkirkju í Selvogi sunnudag- inn 29. júní kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Að- alheiður Þorsteinsdóttir leikur á orgel og kynnir nýja söngva Kvennakirkjunnar ásamt konum úr kór Kvennakirkjunnar. Allt fólk vel- komið. Kaþólska kirkjan – Pétursmessa og Páls SUNNUDAGINN 29. júní er Péturs- messa og Páls, stórhátíð. Þennan dag er Péturspeningi safnað. Á liðn- um öldum hefur í ýmsum Evr- ópulöndum verið safnað einskonar „skattpeningi“ til þess að greiða kostnað við miðstjórn kirkjunnar. Frá árinu 1860 var ekki lengur um „skattheimtu“ að ræða, heldur söfn- un sjálfviljugra framlaga hinna trúuðu. Hún fer nú fram í öllum biskupsdæmum heims kringum Pétursmessu og Páls. Páfanum berast stöðugt tilmæli um að hann láti eymd og neyð fá- tækra um allan heim til sín taka. Núverandi páfi ákvað fyrir nokkr- um árum að nota alla Péturspen- ingana til hjálpar nauðstöddum og erum við þakklát hverjum gefanda fyrir framlagið. Árleg kirkjureið í Kálfholtssókn Kirkjureið og vígsla nýs hlutar kirkjugarðs Kálfholtskirkju. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ⓦ Upplýsingar í síma 569 1122. Blaðberi óskast strax í sumar- afleysingar í Dimmuhvarf, Vatnsenda. Íslenskukennari Kennara vantar á haustmisseri í 12—18 tíma. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 861 6715. Skólameistari. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu atvinnuhúsnæði 1. Við Barðastaði í Grafarvogi tvö verslun- arbil (68 m² + 68 m²). Í þetta 1.500 manna hverfi vantar ýmsa þjónustu, s.s. söluturn, veitingar, blómabúð o.fl. 2. Við Hjallabrekku/Nýbýlaveg ca 820 m² jarðhæð með 2 stórum innkeyrsludyrum. Góður möguleiki á að skipta upp í 3—5 ein- ingar. 5 m lofthæð. Hér er góður möguleiki að vera með starfsemi, sem fer vel með stór- um virtum förðunarskóla sem er í húsinu, s.s. hárgreiðslu-, snyrti- og nuddstofu o.fl. 3. Við Tranavog á 2. hæð ca 435 m² stór og bjartur salur, sem hægt er að skipta upp í smærri einingar. Tilvalið fyrir t.d. arkitekta- og verkfræðingastofur eða léttan iðnað. Upplýsingar gefur Snorri í síma 892 3797 og tsh@islandia.is . Til sölu — stálgrindarhús til flutnings Um er að ræða 260 fm stálgrindarhús ásamt 80 fm millipalli, samtals 340 fm. Mikil lofthæð er í húsinu. Húsið er í Borgartúni 31 og er það selt til niðurifs og flutnings. Verðtilboð. Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310. Verslunar-, lager- eða iðnaðarhúsnæði óskast Stærð 50—200 fm. Staðsetning miðsvæðis. Antik-pakkhús, símar 551 9188 og 867 5117. HÚSNÆÐI ÓSKAST Íbúð óskast 23 ára stúlku vantar íbúð, miðsvæðis, póstnr. 101—103, í a.m.k. 6 mán. Reglu- söm og reykir ekki, nemandi við Söng- skólann í Rvík. Skilvísar greiðslur. Hafið samband í síma 847 0833, Svanlaug. HÚSNÆÐI ERLENDIS Barcelóna Íbúð til leigu í hjarta borgarinnar. Einnig hús á Menorca Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fjarðarbraut 66, Stöðvarfirði, þingl. eig. Soffía Petra Landmark, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 1. júlí 2003 kl. 14.45. Langalág 3, hesthús, Djúpavogi (217-9304), þingl. eig. Jón Oddur Jónsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hornafjarðar/nágr., þriðjudag- inn 1. júlí 2003 kl. 17.00. Selnes 17, Breiðdalsvík, (217-8879), þingl. eig. Selnes ehf., gerðarb- eiðendur Ísfell Netasalan ehf. og Ker hf., þriðjudaginn 1. júlí 2003 kl. 15.35. Skólavegur 50A, Fáskrúðsfirði, (217-8099), þingl. eig. Guðmundur Þorgrímsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, þriðjudag- inn 1. júlí 2003 kl. 13.15. Skólavegur 94, Fáskrúðsfirði , þingl. eig. Hermann Steinsson, gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf. og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar, þriðjudaginn 1. júlí 2003 kl. 13.45. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 27. júní 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins á Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir: Friðrik Steinsson SU-254, skipaskr.nr. 2243, þingl. eig. Sólborg ehf., gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Byggðastofnun og sýslu- maðurinn á Eskifirði, þriðjudaginn 1. júlí 2003 kl. 11.40. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 27. júní 2003. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 29. júní Skarðsmýrarfjall, 560 m. Gengið frá Kolviðarhóli upp Hellisskarð og austur af fjallinu. Fararstjóri Jósef Hólmjárn. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1.700/1.900. 2. júlí Útivistarræktin. Hró- mundartindur, 529 m. Brottför frá gömlu Toppstöðinni (stóra brúna húsinu) í Elliðaárdalnum kl. 18.30. Allir eru velkomnir í Útivistarræktina — ekkert þátt- tökugjald. 2.—6. júlí Hesteyri — Aðalvík. Nokkur sæti laus. Fararstjóri Sylvía Kristjánsdótt- ir. Verð kr. 15.200/17.600. 3.—7. júlí Víkur, nes og firðir í nágrenni Gerpis. Fararstjórar Bjarni Aðalsteins- son og Ingibjörg Eiríksdóttir. Verð kr. 24.800/27.300. 4.—7. júlí Sveinstindur — Skælingar. Nokkur sæti laus. Fararstjóri Margrét Björnsdóttir. Brottför frá BSÍ kl. 8.30. Verð kr. 19.800/23.500. 4.—6. júlí Uppselt er í ferðir yfir Fimmvörðuháls. Ferðir í Bása á Goðalandi og yfir Fimmvörðuháls um hverja helgi í sumar. Tvær fjögurra daga ferðir í viku um Strútsstíg og Sveinstind — Skælinga. Nánari upplýsingar á www.uti- vist.is . www.fi.is Sunnudagur 29. júní Skarðsheiði frá austri til vesturs. Um 800 metra hækkun og krefjandi landslag. 8 klst. ferð. Fararstjóri Þóroddur Þór- oddsson. Verð kr. 2.800/3.100. Lagt af stað frá BSÍ kl. 9.00 með viðkomu í Mörkinni 6. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is mbl.is ATVINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.