Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórey Sverris-dóttir fæddist í Hraunbæ í Álftaveri 4. desember 1903. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð að morgni sunnudagsins 15. júní síðastliðins. For- eldrar hennar voru Oddný Jónsdóttir, f. í Reynisholti í Mýrdal 12.10. 1863, d. í Vík í Mýrdal 26.1. 1938, og Sverrir Bjarna- son, f. á Ytri-Lyng- um í Meðallandi 23.11. 1860, d. í Kerlingadal í Mýr- dal 16.6. 1931. Foreldrar Þóreyjar bjuggu á Melhól í Meðallandi til ársins 1899, síðan í Hraunbæ í Álftaveri. Systkini Þóreyjar voru: 1) Oddur, f. 5.11. 1891, d. 1930; 2) Bjarni, f. 9.6. 1894, d. 1900; 3) Sig- urður, f. 4.10. 1895, d. 1992; 4) Guðjónína, f. 29.10. 1897, d. 1960, sem öll voru fædd á Melhól í Með- allandi; 5) Guðný, f. í Hraunbæ 11.10. 1900, d. 1982; og 6) svein- barn óskírt, f. 17.1. 1902, d. 1902. Þórey gekk 26.11. 1927 að eiga Bárð Jónsson, f. í Kárhólma í Mýr- dal 28.3 1895, hann týndist í lok ársins 1963 og fannst ekki þrátt fyrir víðtæka leit. Foreldrar Bárð- ar voru Jón Árnason, f. 1862, d. Kristófer Kristófersson, þau eiga eina dóttur, maður Þórður Magn- ússon, þau eiga tvö börn; 4) Ágúst, f. í Hjörleifshöfða 12.4. 1934, d. í Höfðanum 24.4. 1934. Barnabörn Þóreyjar og Bárðar eru tíu og barnabarnabörnin tuttugu og fimm. Þórey ólst upp í Hraunbæ í Álftaveri en Kötlugosið árið 1918 markaði tímamót í lífi fjölskyld- unnar. Afleiðingar gossins gerðu það að verkum að illbúandi var í Hraunbæ og flutti fjölskyldan þá út í Kerlingadal. Um það leyti fór Þórey til Vestmannaeyja og var þar í vist um skeið. Eftir Vest- mannaeyjadvölina sótti hún saum- anámskeið í Vík ásamt fleiri ung- um konum. Þórey og Bárður hófu búskap í Vík í Mýrdal, en 1931 fluttu þau í Hjörleifshöfða. Þau bjuggu fimm ár í Höfðanum og voru síðustu ábúendur þar. Eftir árin í Höfðanum bjuggu þau í Vík og leigðu Höfðabrekkuháls þar sem þau stunduðu fjárbúskap og heyjuðu fyrir kýrnar sem haldnar voru í Vík á veturna. Árið 1960 fluttust þau í Traðarholt í Stokks- eyrarhreppi og bjuggu þar þangað til þau brugðu búi og fluttust í Kópavog. Þórey starfaði í niðursuðuverk- smiðjunni Ora um árabil og bjó á Ásbraut 9 þar til hún fór á sjúkra- hús sumarið 2001. Eftir sjúkrahús- vistina dvaldi hún á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Þóreyjar verður gerð frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. 1926, og Valgerður Bárðardóttir, f. 1860, d. 1946, lengst af bændur í Kerlingadal. Börn Þóreyjar og Bárðar eru: 1) Sigrún Sesselja, f. í Vík 3.3. 1928, gift Einari Pét- urssyni. Dætur þeirra eru: Valgerður, mað- ur Guðni Friðriksson, þau eiga tvo syni. Þór- ey, maður Hreiðar Þórðarson, þau eiga þrjá syni. Ingibjörg, maður Hafsteinn Ing- ólfsson, þau eiga tvö börn. Helga Guðlaug, maður Berg- þór Morthens, þau eiga tvær dæt- ur; 2) Jón Þórarinn, f. í Vík 10.5. 1930, kvæntist Sigurleifu Sigur- jónsdóttur, þau skildu, sonur þeirra er Bárður; 3) Oddný Jóna, f. í Vík 6.10. 1931, gift Gísla Gunnari Magnússyni, börn þeirra eru: Mál- fríður Sigurbjörg, maður Gunn- laugur Hjartarson, þau eiga þrjú börn. Bárður Ágúst, kona Fanney Björg Karlsdóttir, þau eiga tvö börn, fyrir á Fanney eina dóttur. Guðlaug, maður Hilmar H. Eiríks- son, þau skildu, þau eiga tvö börn. Seinni maður Luis Rabels, þau eiga tvo syni. Jónína, maður Þór- arinn Kristjánsson, þau eiga þrjú börn. Þórey Erla, barnsfaðir Minni hennar náði aftur til fyrsta áratugar liðinnar aldar þegar hún var lítil stelpa í Hraunbæ. Oft sagði hún mér frá þeirri ábyrgð sem fólst í því að halda í tauminn á hestunum á með- an mennirnir hvíldu sig og þáðu vel- gjörðir hjá móður hennar. Þessir menn voru úr Meðallandinu, höfðu farið til Víkur með fé til slátrunar og voru á heimleið. Þeir höfðu verið beðnir af húsfreyjunni í Hraunbæ um ýmislegt sem hana vanhagaði um úr kaupstaðnum og þáðu nú mat og drykk og jafnvel gistingu að launum. Það fór reyndar eftir því hvernig háttaði til með vatnsföllin hvort þeir gistu því þeir þurftu að sæta lagi til þess að komast yfir árnar. Dvöl þessara manna var henni eft- irminnileg og tengd gleðistundum frá uppvaxtarárunum. Fimmtán ára var hún þegar Katla gaus og lýsti hún því oft fyrir mér þegar faðir hennar reið um og hróp- aði: „Katla er að koma!“ Hann hafði verið í eftirleit upp undir jökli og voru mennirnir komnir með féð niður í rétt ofarlega í Álftaverinu. Hann kom í kasti heim og var með dautt lamb bundið aftan á hnakkinn sem hann skar aftur úr í staðinn fyrir að leysa sem lýsti þeim flýti sem þurfti að hafa. Smalaði síðan búfénaði saman inn í girðingu og þeysti um og hróp- aði: „Katla er að koma!“ Engin merki voru niðri í byggð um það sem koma skyldi en þess var ekki lengi að bíða að bæjarlækurinn tæki breytingum, vatnið í honum jókst og liturinn á hon- um breyttist. Hún fór upp á þakið á Hraunbæn- um og sá Kötlu koma. Hlaupið steypt- ist fram sandinn á ógnarhraða, breiddi úr sér og skall á Höfðanum. Jakana bar við himin þegar Höfðinn klauf hlaupið. Klakahröngl fyllti bæj- arlækinn og hann flaut um. Þegar vatnið rénaði féll askan og huldi tún- in. Askan var skaðvaldurinn sem gerði það að verkum að fólkið flutti, móðirin og uppkomin börn hennar fluttu út í Kerlingadal þar sem áhrifa öskufallsins gætti ekki eins mikið. Faðirinn gafst ekki upp strax og bjó einn í Hraunbæ og var síðan í heimili um tíma hjá þeim sem fluttu á jörðina. Út í Kerlingadal fór hann að lokum til fjölskyldu sinnar. Um tvítugt hleypti hún heimdrag- anum og fór í vist til Vestmannaeyja. Þvílíkt sómafólk sem byggir þann stað. Slík voru kynni hennar af hús- bændum sínum þar að eyjarnar voru sveipaðar dýrðarljóma. Í Kerlingadal var margbýli og þegar hún kemur til baka eftir Vestmannaeyjadvölina kynnist hún þar sínum tilvonandi, Bárði Jónssyni, og flytur með honum og foreldrum hans til Víkur. Móðir hennar kemur einnig til þeirra eftir að faðir hennar deyr. Ungu hjónin með tvö lítil börn sín og það þriðja á leiðinni ásamt „gömlu konunum“ og „unglingunum“ taka sig upp, leigja Hjörleifshöfða og gerast þar bændur. Gömlu konurnar voru mæður þeirra beggja og unglingarnir börn Guðlaugs Gunnars, bróður Bárðar, og konu hans, Guðlaugar Matthildar. Gott var að vera í Höfðanum, nóg að borða bæði fyrir menn og skepnur. Oft var margt um manninn á fýlatím- anum þegar sigmennirnir voru á staðnum og þá gerðu gömlu konurnar að fuglinum og hann var soðinn glæ- nýr í risastórum potti fyrir allt fólkið. Unglingarnir lágu ekki á liði sínu og gat hún sjálf tekið þátt í vinnunni við að reyta og salta fuglinn, þar sem gömlu konurnar og unglingarnir voru til staðar til þess að líta eftir börn- unum. Hún fór niður á sandinn og veiddi fýlinn, kom til baka með klyfj- aðan hestinn frjálsleg og sæl. Grösugt var í Höfðanum og einnig ágætis berjaland. Hún brá sér í burtu um stund um berjatímann og kom til baka með fulla mjólkurfötu. Yngsta barnið fæddist í Höfðanum og dó þar nokkurra daga gamalt. Ókostir þess að búa svo afskekkt og þar sem náttúruöflin eru jafnóvægin og á Mýrdalssandi komu berlega í ljós þegar lífsnauðsynlega þurfti á hjálp að halda. Þau fluttu aftur til Víkur en enga launavinnu var að hafa. Hugurinn stóð til ræktunar og búskapar og var það til ráða að leigja Höfðabrekku- háls. Byrja þurfti á að leggja veg upp á Hálsinn og var hann gerður með haka og skóflu. Þá framkvæmd ann- aðist Bárður sjálfur ásamt eldri manni frá Vík. Hann Bárður hennar var einstakur öðlingur, hraustmenni mikið, hag- mæltur, vel gefinn og ekki síst góður bóndi. Þekktur var hann undir nafn- inu Bárður sterki. Á Hálsinum var fyrst verið í tjöldum en síðan var byggður lítill skúr. Heyjað var fyrir skepnurnar, kýrnar sem haldnar voru í Vík yfir veturinn og kindurnar sem hafðar voru á Hálsinum og í Skiphelli og þurfti hann að fara á milli á vet- urna til þess að gefa. Síðar ræktaði hann upp tún niðri á sandinum, gras- breiðurnar sem vitna til um dugnað hans. Börnin fóru í skóla og foreldrarnir unnu hörðum höndum til þess að brauðfæða sína. Á hernámsárunum breyttust aðstæður mikið, launavinnu var að hafa og þau gátu að mestu losnað úr skuldafjötrunum. Á Höfðabrekkuhálsi man ég fyrst eftir ömmu og afa, hún lét mig sofa fyrir innan til þess að ég dytti ekki fram úr. Næst man ég eftir þeim í Traðar- holti. Þau höfðu selt húsið í Vík og keypt sér býli ásamt syni sínum. Ég var hjá þeim sumarið sem ég varð sjö ára. Afi var alltaf til staðar, fyrstur upp á morgnana, eldaði hafragraut- inn og borðaði hann saltlausan. Fisk- urinn var soðinn og borðaður með lýsi útá. Afi breiddi yfir mig á kvöldin og kenndi mér bænir og við fórum með Faðirvorið. Amma var þarna og vann verkin sín en hún átti við veikindi að stríða sem meðal annars gerði það að verkum að þau brugðu búi og fluttu í Kópavog. Þau fluttu til okkar á meðan verið var að byggja blokkina þar sem íbúð- in var sem þau höfðu fest kaup á. Afi flutti aldrei í íbúðina, hann fór í sína daglegu gönguferð en kom ekki aftur. Umhverfið okkar fylltist af fólki sem lagði sig fram við að leita að honum. Tilkynningarnar hljómuðu í útvarp- inu, miðilsfundir voru haldnir og þá urðum við stelpurnar að vera úti á meðan. Skipulagðri leit var hætt en ég man eftir einum manni sem leitaði áfram, hann vildi ekki gefast upp, hann var einn af unglingunum sem höfðu verið hjá þeim í Höfðanum. Afi fannst aldrei, minningarathöfn var haldin þrjátíu og fimm árum eftir að hann týndist. Amma fór fljótlega að vinna í Ora og flutti í sína íbúð. Ég sótti mikið niður í Ora til ömmu, fékk hjá henni murtu sem ég sauð í búinu mínu og ef eitthvað ósætti kom upp heima flúði ég til ömmu. Hún gaf mér að borða og átti alltaf karamellu- brjóstsykur sem hún bjó til sjálf. Síð- an vildi hún að ég hvíldi mig. Amma og ég stukkum mikið saman, út og suður, aðallega í búðir og þá spurði hún oft afgreiðslustúlkuna hvort hún mætti kaupa hitt og þetta og hvort einhver annar þyrfti ekki frekar á þessu að halda en hún. Mér fannst þetta skrýtið þá en seinna gerði ég mér grein fyrir því að hún var ekki vön því að fá hlutina tilbúna. Um- skiptin frá sjálfsþurftarbúskap sveit- arinnar til borgarlífsins voru mikil. Þegar ég var sautján ára var ég send á húsmæðraskóla norður að Laugum. Amma sendi mér hörefni í stóran dúk, útsaumsgarn og munstur, bréf fylgdi þar sem hún brýndi fyrir mér að vera „heiðarleg stúlka“. Hún var mjög áhugasöm um þessa skóla- göngu mína þar sem hún hafði sér- staklega gaman af allri handavinnu og matargerð og hún sagði oft seinna þegar við vorum að malla saman að ég ætti að „standa fyrir hóteli“. Amma keypti sér saumavél um þetta leyti, þvílíkur dýrðargripur. Hún skellti sér í að sauma sér dragt, ég hjálpaði til enda nýbúin að vera á húsmæðraskóla. Þetta voru hennar uppáhaldsföt sem hún klæddi sig í fram á síðustu ár þegar hún hafði sig til. Amma var ekki mikið fyrir að fara í langferðir, vildi helst „vera við sitt heimili“. Hún fór þó einusinni í flug- vél, þá fórum við nöfnurnar saman norður á Akureyri. Ferðinni var heit- ið í Fnjóskadalinn þar sem fjölskyld- an hafði leigt sumarbústað. Hún var yfir sig hrifin af Eyjafirði, þvílík tún hafði hún aldrei augum litið. Árin liðu og hún vann í Ora fram yf- ir sjötugt sem var henni mikils virði því hún hafði gríðarlega mikla starfs- orku, vinnuveitendur og samstarfs- menn voru henni hliðhollir sem gerðu þessi starfsár ánægjuleg. Einnig átti hún því láni að fagna að eiga góða, hugulsama og trausta nágranna í blokkinni þar sem hún bjó alla tíð frá því hún kom suður. Á seinni árum var amma betri til heilsunnar. Líkamsæfingarnar sem Jóna dóttir hennar stundaði með henni gerðu henni mjög gott, bæði andlega og líkamlega. Þegar stefndi í að amma gat ekki, þrátt fyrir góða aðstoð frá börnum sínum, haldið heimili sem hún þráði innilega og var henni svo mikils virði, þá tók ég að mér svokallaða ættingja- aðstoð. Amma tók alltaf vel á móti mér, reyndar með einni undantekn- ingu og það var þegar hún stóð í flat- kökubakstri. Hún hafði komið sér upp ákveðinni vinnuaðstöðu við bakstur- inn. Hún setti fötu uppá stólinn sinn við eldavélina og tyllti fætinum á aðra sem stóð á gólfinu. Úr þessari stöðu vildi hún ógjarna fara til þess að opna fyrir mér, fyrir utan það hvað slæmt var að þurfa að taka „aflið af mask- ínunni“. Ekki hætti hún þó flatköku- bakstrinum, heldur tók hún það ráð að hefja hann eldsnemma á morgnana til þess að vera búin þegar ég kæmi. Sama gilti um prjónaskapinn, hún gat reyndar staðið upp frá honum, en ef það var eitthvað sem hún ætlaði að klára þá vildi hún vera búin til þess að við gætum gert saman það sem nauð- synlegt var og það var að baka jóla- kökur og tertubotna. Hún var ómögu- leg manneskja ef hún átti ekki eitthvað með kaffinu. Eldaður var há- degismatur á hverjum degi og voru kartöflurnar áætlaðar ríflega. Hún hafði einstakt lag á að koma þeim í fólk, sat og flysjaði eftir því sem þurfti og laumaði þeim á diskana. Jón sonur hennar ræktaði kartöfl- urnar og hafði hún sérstakt yndi af því að fylgjast með því, einnig sótti hann fýl austur á sand og lét amma sig ekki muna um að reyta nokkra úti á svölum síðast, haustið áður en hún fór á sjúkrahús. Amma átti ekki afturkvæmt heim eftir sjúkrahús- vistina. Á hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð var hún í eitt og hálft ár, hafði fótavist, prjónaði og naut góðrar hjúkrunar. Þrjá daga klæddist hún ekki og hlaut að þeim loknum frið- samt andlát. Blessuð sé minning ömmu minnar og afa. Þórey Einarsdóttir. Hún amma mín það sagði mér ... Það er margs að minnast. Amma sem tók á móti mér á Borgarholtsbraut- inni, þegar ógn steðjaði að, sem barn- ið eitt skynjaði. Amma sem gaf nið- ursuðudósir á tombólu. Amma sem prjónaði sokka og vettlinga. Amma sem vildi að ég borðaði svo mikið að ég tróð í vasana. Amma sem geymdi peningana í þvottapoka sem hún batt kyrfilega fyrir og stakk á milli brjóst- anna vegna þess að hún treysti ekki bönkunum. Amma sem ég gat klifrað upp á svalir hjá og kúrt hjá þar til dagur rann. Amma sem spilaði Mar- íus. Amma sem átti eina skál og eina sleif. Amma sem lifði langa ævi og tímana tvenna. Sorgin reisir hallir í hafdjúpi þinna augna hafdjúpi hreinu, bláu meðan hljóðlátt þú grætur. Útlæg verður gleðin sem áður þar bjó. Ekki tjaldar sorgin til einnar nætur. (Hannes Pétursson.) Kveðja Helga. Elsku amma mín, þá ert þú komin yfir móðuna miklu og ég á eftir að sakna þín mikið. Eftir sitja allar góðu minningarnar og stundirnar sem við áttum saman. Frá því ég var barn var ég alltaf ofarlega í huga þínum og vor- um við nöfnurnar báðar miklir sæl- kerar. Okkur fannst jafnan gott að koma við í sjoppunni eftir búðarferð- irnar á föstudögum og fá okkur ís eða annað góðgæti til að borða eftir að heim var komið. Þú hafðir mikinn áhuga á öllum fatnaði sem ég eða aðrir klæddust og þú spáðir mikið í efnið sem fötin voru gerð úr og vildir alltaf fá að koma við fötin til að finna hvernig efnið væri. Það sama má segja um sælgætið sem við borðuðum saman, þú varst alltaf að skoða það gaumgæfilega og velta fyrir þér hvernig það væri búið til. Þú varst alltaf mjög dugleg að framleiða alls konar kökur, karamell- ur og annað góðgæti sem þú geymdir svo í kökustömpunum þínum. Enginn gat komið við á Ásbrautinni nema þiggja af þér eitthvert góðgæti í gogginn. Þú hafðir einnig sérstakt dá- læti af hannyrðum og prjónaðir fram til síðasta dags. Þú leyfðir engum að fara frá þér illa klæddum til fótanna, viðkomandi fékk þá með sér sokka, og líka vettlinga á hendurnar. Áhugi minn á hári er líklega kom- inn frá þér, þú skoðaðir alltaf vel hár- ið á fólki og vildir að allir væru vel snyrtir til höfuðsins. Þú vildir helst alltaf borga hárgreiðslu fyrir alla í fjölskyldunni og sagðir gjarnan að ég yrði að fá greitt fullt fyrir mína vinnu þó að ég hafi reynt að malda í móinn. Það var oft hlegið dátt á Ásbrautinni þegar ég var að setja í þig permanent, þú gerðir hvað sem var fyrir feg- urðina og kipptir þér ekkert upp við það þegar ég var að taka hárin fram- an úr þér með vaxi eða plokki. Þú bara lygndir aftur augunum og naust þess að láta dúlla við þig. Elsku besta amma mín, takk fyrir öll góðu árin. Megi guð gæta þín og vernda. Þórey Erla. ÞÓREY SVERRISDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.