Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 11 AMSTEL Light Iceland Open-golfmótið hófst á mið- vikudaginn en mótið er stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið hér á landi. Spilað hefur verið fram yfir miðnætti á hverju kvöldi, en mótið fer fram á Keilisvellinum í Hafnarfirði og í Grafarholti. Hug- myndin að mótinu hefur þróast undanfarin ár en sam- bærilegt mót fór fyrst fram á Akureyri. Mótið vakti hins vegar athygli erlendra fyrirtækja og fyrirtækið Amstel Light tók keppnina upp á sína arma og hefur staðið fyrir kynningu og auglýsingaherferð fyrir mót- ið. Um 300 kylfingar komu til landsins í tilefni mótsins auk fjölda fjölmiðlafólks en viðburðurinn hefur vakið nokkra athygli erlendis. Mótinu lýkur í kvöld, laug- ardagskvöld, með verðlaunaafhendingu á Nordica-hót- eli. Ýmislegt annað en golfiðkun er í boði fyrir þátttak- endur á mótinu, meðal annars skoðunarferðir um Ísland. Auk Amstel Light stendur tímaritaútgefandinn Time4Media fyrir mótinu í samstarfi við Icelandair en vinna við verkefnið hefur staðið í fjögur ár. Gerður hefur verið samningur um að mótið verði haldið aftur á næsta ári og er undirbúningur þegar hafinn. Morgunblaðið/Arnaldur Þeir Tom Cressman, Brad Jones, Gary Cand og Mike Campanelli eru staddir hér á landi til að spila miðnæturgolf. 300 manns í miðnæturgolfi GABRIELLE Reece, eða Gabi eins og hún er kölluð, er kynnir Amst- el Light-golfmótsins sem stendur yfir um þessar mundir. Gabi er fyrrverandi atvinnumaður í blaki enda hávaxin, yfir 190 cm á hæð, en hefur einnig unnið fyrir sér sem fyrirsæta þar sem hún gat sér gott orð og prýddi forsíður margra tímarita. Að undanförnu hefur hún unnið sem þáttagerð- armaður hjá Golf Channel í Bandaríkjunum. Gabi mun gera þátt um Íslandsævintýrið og festa bæði á filmu golfmótið og náttúru Íslands en hún hefur notað tæki- færið og ferðast um landið milli þess að hún er á golfvellinum. Gabi spilar sjálf golf og hefur gert af kappi í um þrjú ár eftir að hún lagði blakið á hilluna og seg- ist eiga sér þann draum að geta orðið atvinnumaður í greininni einn daginn. „Golf er samt öðruvísi íþrótt en flestar aðrar sem ég hef prófað, krefst meiri einbeitingar en margt annað,“ sagði hún í samtali við Morgunblaðið. Gabi tók fram að hún kynni vel við sig hér á landi enda búi hún sjálf á eyju, Hawaii, hluta ársins þar sem eig- inmaður hennar stundar brim- brettasiglingar af kappi, auk þess að vera sjálf alin upp á Jómfrúr- eyjum. Að mati Gabi mun viðburður á borð við Amstel Light-mótið og sú umfjöllun sem það fær hafa góð áhrif fyrir ferðamennsku í land- inu. „Þegar áhorfendur sjá allt þetta líf og allan þennan fjölda fólks sem hingað er kominn til að spila golf og skemmta sér áttar það sig á því að Ísland er alls ekki langt í burtu og það er alls ekki fjarlægur möguleiki að koma til landsins,“ sagði Gabi að lokum. Ofurfyrirsæta og sjónvarpsstjarna Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gabrielle Reece gerir þátt um Íslandsævintýrið. SAMNINGUR milli menntamála- ráðuneytisins og Snyrtiskóla Kópa- vogs var undirritaður á dögunum um að Snyrtiskólinn í Kópavogi tæki við þeim 18 stúlkum sem þurftu að hætta námi í Snyrtiskóla Íslands í vetur vegna gjaldþrots skólans. Í samn- ingnum kemur ennfremur fram að menntamálaráðuneytið greiði skóla- gjöld fyrir stúlkurnar í Snyrtiskólan- um í Kópavogi. Stúlkurnar ljúka þeim tveimur önnum sem þær áttu eftir á einni önn í Snyrtiskóla Kópavogs. Ósk Vilhjálmsdóttir er skólastjóri skólans og Morgunblaðinu lék for- vitni á að vita hvernig henni litist á að taka við nýju nemendunum. „Mér líst mjög vel á þetta allt sam- an og það er gott að þessari löngu baráttu er loks lokið. Skólinn kemur eins mikið til móts við óskir nemenda og hægt er og ég veit að þær eru mjög sáttar við niðurstöðuna,“ sagði Ósk. Af þeim átján stúlkum sem voru við nám í Snyrtiskóla Íslands munu sex- tán hefja nám við skólann í haust en tvær úr hópnum eru þegar komnar á verksamning. Ákveðin hagræðing nauðsynleg Í skólanum eru fyrir 45 nemendur. Ósk sagði að þurft hefði að hagræða til að skapa rými handa þessum nýju nemendum og væri það m.a. gert með því að kenna um helgar. Átta kenn- arar eru við skólann og var ákveðið að ráða ekki fleiri kennara, en þeir sem fyrir eru munu taka á sig aukavinnu. „Það leggst á kennarana eitthvert aukaálag en þó ekki svo mikið að það geri neinn skaða,“ sagði Ósk sem sagðist vera afar fegin að þessu máli væri lokið og að það hefði verið far- sællega til lykta leitt. „Nú hættir þessi ruglingur um að okkar skóli hafi orðið gjaldþrota og nú er aðeins einn starfandi einkaskóli í faginu, sem er Snyrtiskólinn í Kópa- vogi,“ sagði Ósk að lokum. Ósk Vilhjálmsdóttir, skólastjóri Snyrtiskóla Kópavogs „Gott að þessari löngu baráttu er lokið“ Eftir að samningurinn hafði verið undirritaður. F.v. Jónína Brynjólfs- dóttir, Karl Kristjánsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Ósk Vilhjálmsdóttir, Inga Þyrí Kjartansdóttir og Þórir Ólafsson. JAKOBÍNA Jónasdóttir er vinsæl hjá barnabörnunum enda ekki allir krakkar sem eiga ömmu sem er Íslands- meistari í kleinubakstri. Tit- ilinn fékk hún eftir að hafa séð auglýsingu um landsmót í kleinubakstri á Akranesi sl. laugardag, drifið sig á stað- inn og brætt bragðlauka dóm- nefndarinnar. „Þetta var svo óvænt. Ég hef aldrei verið meistari í neinu,“ segir Jakobína en rekur svo minni til seinna í samtalinu að hafa unnið kökukeppni um árið og hlotið verðlaun fyrir. Hún galdrar því ekki bara fram einstakar kleinur heldur bakar dýrindis kökur og er hrifin af gam- aldags mat. „Við lifum upp á þennan gamla góða máta hérna,“ seg- ir hún. „Það er mjög vinsælt, ekki síst hjá barnabörnunum, að komast í svona mat hjá ömmu sinni. Þá fá þau einnig hrísgrjónagraut með rjóma og bláberjaskyr.“ Uppskriftin ekkert leyndarmál Uppskrift að meistarakleinum fæðist ekki á einum degi. Jakobína segist hafa unnið við matreiðslu á hóteli og fékk þá mikið lof fyrir kleinurnar. „Gárungarnir sögðu að kallinn sem átti hótelið hefði dáið af kleinuáti, ég trúi því nú varla,“ segir hún hlæjandi og spyr svo: „Veistu hvað ég er gömul? 76 ára svo ég er búin að baka kleinur lengi.“ Uppskrift Jakobínu er ekkert leyndarmál og hún fús að gefa hana upp svo sem flestir geti notið kleinubaksturs. Nokkur atriði er þar að finna fyrir tilviljun og kannski óeðlileg miðað við aðrar kleinuuppskriftir, en slíkt er ein- mitt lykillinn að sérstöðu uppskrift- arinnar. „Ég set tvær teskeiðar af þurrgeri en það kom til af hend- ingu. Mig vantaði lyftiduft og nennti ekki að fara og fá það lánað. Í staðinn notaði ég þurrger og það var það besta,“ segir Jakobína. Einnig sé ekki venjan að nota rjóma. Meistarakleinur Jakobínu 4 stórir bollar af hveiti 1 bolli af strásykri 2 dl rjómi 2 dl súrmjólk 2 tsk venjulegt lyftiduft 1 tsk matarsóti 1 tsk hjartasalt 2 tsk þurrger 2 egg Kardimommudropar Vanillusykur „Þetta er nú ekkert erfitt eða vandað,“ segir hún hógvær eftir lesturinn, en fyrst komst upp- skriftin á blað fyrir kleinukeppnina „Svo er eitt enn sem á eig- inlega að fylgja: Kleinur eru mjög góðar með kaldri mjólk og þær eru alveg ómótstæðilegar ef þú dýfir þeim ofan í rabarbara- sultu.“ Það bragð notaði hún á dómnefndina sem titl- aði hana fyrir vikið Íslands- meistara í kleinubakstri. „Ég nota líka hrað- suðupott sem hitnar upp í 200 gráður. Það er ekki hægt á 180 gráðum. Ég nota til helminga plöntufeiti og íslenska tólg, til að fá pínulítið tólgarbragð. Það fylgdi alltaf kleinunum í gamla daga,“ segir Jak- obína og greinilegt að smá- atriðin eru engin smá atriði þegar allt kemur til alls. Vildi taka hana með heim Það kemur líka fólk alls staðar að til að leita uppi bestu kleinur í heimi. Jak- obína segir frá enskumæl- andi manni sem hafi spurt eftir henni að loknu landsmótinu. „Hann var búinn að fara víða um Ísland að eltast við góðar kleinur og hélt að hann væri búinn að finna þær bestu á Akureyri. Hann gafst þó ekki upp og keyrði sérstaklega á Akranes á keppnina. Hann sagð- ist aldrei hafa smakkað annað eins og spurði eina konuna hvort hann gæti ekki fengið mig með sér heim því hann vantaði bæði kleinugerð- arkonu og ömmu.“ Hróður hennar berst því víða. Jakobína býr á Hvanneyri en fór strax eftir keppnina í sumarbústað undir Austur-Eyjafjöllum þar sem afmæliskaffi verður á sunnudag- inn. Og auðvitað ætlar hún að ná í efni í góða kleinuuppskrift. Hún hlýtur að vera vinsæl fyrir allan sinn verðlaunabakstur. „Jájá. Ég held að ég sé það bara á allan hátt,“ segir Jakobína að lokum, ánægð með titilinn. Jakobína Jónasdóttir er Íslandsmeistari í kleinubakstri Jakobínu Jónasdóttur er margt til lista lagt. Ekki nóg með að hún baki bestu kleinur á Íslandi heldur hefur hún einnig sigrað í kökukeppni. Kleinurnar ómótstæðileg- ar með rabarbarasultu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.