Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. Útsala 25% afsláttur af öllum vörum í dag Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Léttur sumarfatnaður Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. 1. - 3. júlí 1. stig kvöldnámskeið 8. - 10. júlí 2. stig kvöldnámskeið Ath.: Þeir, sem hafa áhuga á dagnámskeiði, hafi samband Námskeið í Reykjavík gott á meðan spilað er,“ segir Einar Friðþjófsson, framkvæmdastjóri mótsins. Samtals taka 1.150 dreng- ir þátt í mótinu, en með for- ráðamönnum, þjálfurum og aðstoð- arfólki lætur nærri að íbúafjöldi í Eyjum hafi aukist um 3.000 manns SHELLMÓTIÐ í knattspyrnu hófst í vikunni í Vestmannaeyjum. Þar eigast við 98 lið frá 27 félögum í 6. flokki, en í honum eru níu til tíu ára drengir. „Veðurspáin lofaði ekki góðu en veðrið hefur engu að síður haldist frá því að mótið hófst. Einar segir fjölda þátttakenda vera svipaðan og undanfarin ár. „Þetta er komið í mjög fastar skorður. Þetta eru alltaf sömu fé- lögin sem koma og það dettur aldr- ei neinn út.“ Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson Það skortir ekki einbeitinguna í svip þessara ungu manna sem áttust við á Shellmótinu í Eyjum. Yfir 1.100 drengir á Shellmótinu í Eyjum FRAMKVÆMDASTJÓRI Sam- taka ferðaþjónustu, Erna Hauks- dóttir, segir að fjölmargir ferða- menn séu að koma til baka og skrá sig í Íslandsferðir eftir að hafa ver- ið afbókaðir í hópferðum. Stríðs- ógnir og lungnabólgufaraldur hafi fjölgað afbókunum verulega fram eftir ári en nú sé fólk að hugsa sér til hreyfings á ný. Tölur sýni einnig aukinn fjölda ferðamanna til lands- ins síðustu mánuði og fjölgun gisti- nátta, miðað við sama tíma í fyrra. „Ferðaskrifstofur bóka oft mikið af hótelherbergjum fyrirfram og láta taka þau frá. Síðan gengur ekki nægjanlega vel að selja og á meðan stríð og faraldrar geisa er fólk ekki tilbúið að ákveða ferða- lög. Því hafa ferðaskrifstofurnar verið að afbóka herbergi í stríðum straumum á hótelum um allt land. Jafnvel þetta sama fólk hugsar núna að best sé að drífa sig í ferða- lag þar sem að stríðið sé búið og faraldurinn í rénum. Það fer inn á netið, finnur sér hótel og bókar sig sjálft með skömmum fyrirvara. Þetta hafa menn ekki séð áður í ferðaþjónustunni og skapar dálitla óvissu í skipulagningu og rekstri hótelanna. Einnig kemur þetta misjafnlega niður á fyrirtækjunum og hvar þau eru stödd á landinu,“ segir Erna og bendir á að ferða- menn séu í meira mæli að leita eft- ir ódýrari leiðum í flugferðum og gistingu, m.a. vegna þess hve gengi krónunnar er hátt. Framboð hafi einnig aukist af flugsætum og skipaferðum og hótelherbergjum með tilkomu Iceland Express, stærri Norrænu og fleiri og stærri hótelum. Þetta hafi skapað sam- drátt í hótelnýtingu á sumum svæðum, einkum í Reykjavík og á Suðurlandi, en markaðurinn geti átt eftir að jafna sig. Þannig geti verið spennandi að sjá hvernig júnímánuður komi út. Ferðamenn skila sér eftir afbókanir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustu „LÍFSLISTIN, námskeið í listum og lífsleikni“ er forvarnarverkefni sem hleypt verður af stokkunum í haust en verkefninu er ætlað að vera vett- vangur ungmenna til listrænnar sköpunar og þjálfunar í samskiptum og lífsleikni til mótvægis við áhættu- sama hegðun, svo sem vímuefna- neyslu og afbrot. Verkefnið var kynnt í Hinu húsinu en fyrirmyndin að því er sótt í for- varnar- og meðferðarúrræði sem dr. Harvey Milkman, prófessor við Denver-háskóla í Bandaríkjunum, hefur þróað en Milkman er staddur hér á landi til þess að fylgja íslenska verkefninu úr hlaði. Hann segir að eitt af lykilhugtökum meðferðarinnar sé vellíðan án vímuefna og að með þátttöku í skapandi starfi, líkamlegri áreynslu og slökun eigi að kynna ung- mennum heilbrigðar leiðir til þess að láta sér líða vel. Þátttakendur dvelja heima Fyrirtækið Ný leið, einstaklings- og fjölskylduráðgjöf, sér um fram- kvæmd verkefnisins á Íslandi og seg- ir Hrafndís Tekla Pétursdóttir, sál- fræðingur og framkvæmdastjóri Nýrrar leiðar, að áherslan verði lögð á að vinna með unglinginn í hans eigin umhverfi. „Einn stærsti kosturinn er að þátttakendur geta dvalið hjá fjöl- skyldu sinni og stundað skóla ásamt því að taka þátt í námskeiðinu,“ segir Hrafndís Tekla. Hún segir að því mið- ur fari oft þannig þegar vandamál koma upp hjá unglingum að ekki sé tekið á þeim fyrr en ástandið er orðið mjög alvarlegt. „Þarna bjóðum við áhrifaríkt úrræði í forvörnum og meðferð sem gæti komið í stað kostn- aðarsamrar meðferðar á stofnun,“ segir Kristín Tekla. Námskeiðið hefst í haust og er ætlað unglingum á aldr- inum 15 til 18 ára. Listræn sköpun í stað vímuefna Morgunblaðið/Jim Smart Rafn M. Jónsson, Guðrún B. Ágústsdóttir, Jón K. Guðbergsson og Hrafndís Tekla Pétursdóttir hjá Nýrri leið veita ungu fólki í vanda ráðgjöf. Forvarnarverkefni fyrir ungmenni kynnt SAMHÆFINGARSTÖÐ al- mannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra hefur flutt flutt frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu 113 í Skógarhlíð 14. Vaktsími almannavarna er eftir flutninginn 112 en fax- númer verða óbreytt fyrst um sinn, segir í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Á næstu vikum munu skrifstofur al- mannavarnadeildar flytja á sama stað og verða þær breytingar kynntar sérstak- lega. Samhæf- ingarstöð flutt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.