Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Keflvíkingar hófu leikinn í gær afkrafti. Þegar aðeins fjórar mín- útur voru liðnar kom Magnús Þor- steinsson þeim yfir. Á 13. mínútu gerðu Keflvíkingar sitt annað mark, þar var að verki Hólmar Örn Rúnarsson með föstu skoti úr víta- teig eftir góðan undirbúning Magn- úsar. Það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks réðu Keflvíkingar lögum og lofum án þess þó að ná að bæta við marki. Heimamenn léku leikkerfið 3- 5-2 í fyrri hálfleik sem þeir einfald- lega réðu ekki við. Í upphafi síðari hálfleiks sóttu HK-ingar talsvert en án árangurs og Keflvíkingar bættu við marki á 64. mínútu þegar Magnús Þorsteinsson gaf á Þórarin Kristjánsson sem skor- aði. HK-ingar minnkuðu muninn á 78. mínútu þegar Svanlaugur Þor- steinsson, góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu á varnarmann gestanna. Zoran Panic tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Undir lokin lögðu heimamenn allt kapp á að minnka muninn en var refsað í tví- gang. Á 86. mínútu kom varamað- urinn Hörður Sveinsson Keflvíking- um í 4–1 og á lokamínútunni skoraði Scott Ramsey fallegasta mark leiks- ins, þegar hann dansaði með knött- inn í vítateig HK og skoraði með hnitmiðuðu innanfótarskoti. Það er vart veikan blett að finna á liði Keflvíkinga. Magnús og Þórar- inn ná vel saman í sóknininni, Hólm- ar Örn, Stefán Gíslason og Jónas Sævarsson mynda öfluga miðju og Haraldur Guðmundsson og Zoran Ljubicic eru traustir í miðvarðastöð- unum. Heimamenn þurfa hins vegar að girða í brók. Eftir góðan leik liðsins í bikarnum gegn Íslandsmeisturum KR hafa fylgt tveir slakir leikir. Í gær var sem andleysi ríkti í liðinu og leikgleðin sem skein úr andlitum leikmanna í upphafi móts virtist horfin. Varamennirnir Grétar Sveinsson og Gunnar Örn Helgason voru manna skástir í HK-liðinu. Maður leiksins: Magnús Þor- steinsson, Keflavík. Auðvelt hjá Keflvíkingum ÞAÐ er óhætt að segja að sigur Keflvíkinga gegn HK á Kópavogs- vellinum í gærkvöldi hafi verið auðveldur. Það var ljóst frá byrjun í hvað stefndi og að lokum sigruðu Keflvíkingar með fimm mörkum gegn einu. Að sjö umferðun loknum tróna Keflvíkingar á toppnum með 18 stig en HK-ingar færast niður í sjötta sæti. Hjörvar Hafliðason skrifar PETER Doyle, fráfarandi eigandi Barnsley, hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem hann staðfestir að fé- lagið hafi verið selt í hendur nokk- urra fjárfesta, m.a. frá Íslandi. „Með sölunni hefur framtíð knatt- spyrnuliðs Barnsleys verið tryggð,“ segir Doyle m.a. Boðað hefur verið til blaðmannafundar í höf- uðstöðvum félagsins á mánudaginn klukkan 14 þar sem salan verður formlega kynnt og hverjar hug- myndir nýrra eigenda eru. Doyle segir ennfremur í tilkynningu sinni að nýir eigendur ætli að koma með peninga inn í félagið til þess að styrkja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð og hafi þeir augastað á nokkrum leikmönnum í því sam- bandi. Engin nöfn eru þó nefnd. Doyle bindur miklar vonir við að að komu nýrra eigenda verði mögu- legt að rífa félagið upp, en það er nú í 2. deild en ekki eru liðin nema sex ár síðan það var í úrvalsdeild- inni. Doyle hefur haldið Barnsley gangandi síðustu mánuði en engu mátti muna að það yrði gjaldþrota síðasta haust. Þá kom Doyle, sem er fyrrverandi borgarstjóri Barnsley inn í dæmið og hefur hann haldið félaginu á floti. Guðjón Þórðarson er einn þeirra sem nefndur hefur verið sem líkleg- ur knattspyrnustjóri félagsins en ekkert er öruggt í þeim málum. Bú- ist er við því að nýr knatt- spyrnustjóri verði kynntur til sög- unnar á mánudag Peter Doyle staðfestir að hann hafi selt Barnsley BJÖRGVIN Sigurbergsson atvinnu- kylfingur lék á einu höggi yfir pari í gær á öðrum keppnisdegi Euro- pro-mótaraðarinnar sem fram fer á Marriot Tudor Park-vellinum í Kent á Englandi þessa dagana. Björgvin lék á einu höggi undir pari á fyrsta keppnisdeginum og er því á parinu en hann komst í gegn- um niðurskurðinn að loknum tveimur keppnisdögum og heldur því áfram kepppni í um helgina. Þeir kylfingar sem léku á einu höggi yfir pari eða betur fá tæki- færi í dag og á morgun, sunnudag. Björgvin er í 31.–38. sæti sem stendur en í gær fékk hann fjóra fugla, ellefu pör, tvo skolla (+1) og einn þrefaldan skolla, eða þremur yfir pari. Björgvin á pari í Kent Fyrri hálfleikur í Hafnarfirði varfrekar bragðdaufur en fjörið hófst í þeim síðari. Þegar 40 sekúnd- ur voru liðnar veifaði aðstoðardómari eftir að fjórir Þórsarar höfðu betur gegn Jóni Gunnari Gunn- arssyni inni í vítateig og í kjölfarið benti dómarinn í vítapunktinn. Kristján Ómar Björnsson skoraði þó Atli M. Rúnarsson markvörður Þórs væri með hendurnar á boltanum. Rúmlega mínútu síðar jafnaði Jó- hann Þórhallsson, 1:1. Þór hélt áfram að sækja en fljótlega jöfnuðu Haukar sig og á 61. mínútu kom fyr- irliðinn Darri Johansen Haukum í 2:1 og Jón Gunnar bætti um betur fjórum mínútum síðar er hann stakk vörn Þórs af. Heimamenn gerðust varfærnir og gestirnir gengu á lagið þar til Alexander Santos minnkaði muninn í 3:2 á 71. mínútu eftir klaufagang í vörn Hauka. Heldur lá á Haukum síðustu mínúturnar en bestu færin voru þó upp við mark Þórs. „Ég er markahæsti maður tíma- bilsins og það segir nokkuð um hvernig okkur gengur að skora en við unnum í dag og það skiptir öllu máli,“ sagði Darri eftir leikinn en hann hefur skorað tvö mörk í sumar. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og langt fram í þann seinni en það kom smá taugaveiklun þegar þeir skor- uðu annað mark sitt. Við fengum topplið í heimsókn og unnum það sem gefur okkur líka sjálfstraust fyrir framhaldið. Við eigum ekki heima í neðri hlutanum en höfum ekki náð að sýna okkar besta hingað til og þetta var kærkominn sigur.“ Maður leiksins: Jón Gunnar Gunnarsson, Haukum. Sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins Leiftur/Dalvík náði að koma sér afbotni 1. deildar karla með því að leggja Aftureldingu að velli í Ólafs- firði í gærkvöldi. Lokatölur urðu 3:2 í býsna köflóttum leik. Í leikhléi benti fátt til að heimamenn ættu sér viðreisnar von í leiknum. Þeir léku illa í fyrri hálfleik og máttu þakka fyrir að Afturelding náði ekki að gera sér meiri mat úr stöðuyfir- burðum sínum en raun bar vitni. Þorvaldur Már Guðmundsson skor- aði eina mark hálfleiksins fyrir gest- ina og heimamenn voru vægast sagt ekki líklegir til að ógna marki Aftur- eldingar. Í seinni hálfleik kom allt annað lið inn á völlinn. Heimamenn náðu að stilla saman strengi sína og ná upp baráttu. Zeid Yasin jafnaði fyrir þá í byrjun hálfleiksins með glæsilegri bakfallsspyrnu og liðið efldist enn við það. Zeid var aftur á ferðinni stundarfjórðungi síðar þegar hann kom knettinum í netið úr þröngu færi eftir að Einar markvörður Aft- ureldingar hikaði í úthlaupi og missti af fyrirgjöf. Baráttan var mikil í seinni hálfleik og gestirnir neituðu að játa sig sigraða. Henning Jónas- son jafnaði fyrir þá með glæsilegu skoti utan úr teig þegar átta mínútur lifðu af venjulegum leiktíma og bæði lið reyndu ákaft að knýja fram sigur í lokin. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leik- tíma skallaði William Geir Þorsteins- son knöttinn í netið af markteig eftir aukaspyrnu og Afturelding náði ekki að byrja á miðju áður en leikurinn var flautaður af. Ævintýralegur og þýðingarmikill sigur Leifturs/Dal- víkur í höfn og þeir fögnuðu að von- um vel í leikslok. Yasin-bræðurnir voru áberandi hjá heimamönnum í þessum leik og Forizs Sandor klettur í vörninni að vanda. William Geir og Heiðar Gunnólfsson fyrirliði börðust vel all- an leikinn og flestir leikmanna voru góðir eftir hlé. Hjá Aftureldingu var Henning Jónasson besti maður en flestir þeirra gáfu eftir í seinni hálf- leik eftir prýðilegan fyrri hálfleik. Maður leiksins: Zeid Yasin, Leiftri/Dalvík. Morgunblaðið/Jim Smart Jón G. Gunnarsson skoraði eitt marka Hauka í 3:2 sigri á Þór í Hafnarfirði. Hér er hann sloppinn frá Andra Albertssyni, varnarmanni Þórs, og hefur náð boltanum frá Atla M. Rúnarssyni markverði. Haukar lyftu sér upp af fallsvæðinu ÞUNGAR sóknir á bóða bóga með mörgum færum einkenndu síðari hálfleikinn hjá Haukum og Þór í Hafnarfirði í gærkvöldi en Hafnfirð- ingum tókst aðeins betur upp og unnu 3:2. Þór heldur þó enn þriðja sæti deildarinnar en Haukar lyftu sér upp fyrir fallsætin. Stefán Stefánsson skrifar Valur Sæmundsson skrifar KNATTSPYRNA Laugardagur: Intertoto-keppnin 1. umferð, síðari leikur: Akureyrarvöllur: KA – Slobodan Tuzla ...15 2. deild karla: Húsavíkurvöllur: Völsugur – KFS ...........13 Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – Víðir......14 Sindravellir: Sindri – ÍR ............................16 Selfossvöllur: Selfoss – KS........................16 3. deild karla: Gróttuvöllur: Grótta – BÍ ..........................14 Dúddavöllur: Snörtur – Neisti H..............16 Djúpavogsvöllur: Neisti D – Einherji ......16 1. deild kvenna: Vopnafjarðarv.: Einherji – Leiknir F. .....14 Ólafsfjarðarv.: Leiftur/Dalvík – Sindri ....16 Sunnudagur: 3. deild karla: Tungubakkavöllur: Númi – BÍ..................14 1. deild kvenna: Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – Sindri....14 UM HELGINA KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar kvenna, 8-liða úrslit: ÍBV- KR .....................................................4:2 Olga Færseth 3, Karen Burke - Hrefna Jó- hannesdóttir, Anna Berglind Jónsdóttir. Valur - Þór/KA/KS..................................7:0 Dóra María Lárusdóttir 3, Rakel Logadótt- ir 2, Laufey Ólafsdóttir 2. Stjarnan - Fjölnir......................................3:1 Guðrún Halla Finnsdóttir, Harpa Þor- steinsdóttir, Lára Björg Eymundsdóttir - Eyrún Huld Harðardóttir. FH - Breiðablik .........................................0:3 Margrét Ólafsdóttir, Eyrún Oddsdóttir, Erna Sigurðardóttir. 1.deild karla: HK - Keflavík ............................................1:5 Zoran Panik (78., vsp.) - Magnús Þorsteins- son (4.), Hólmar Örn Rúnarsson (13.), Þór- arinn Kristjánsson (64.), Hörður Sveinsson (86.), Scott Ramsey (89). Leiftur/Dalvík - Afturelding ..................3:2 Zeid Yasin (48., 62.), William Geir Þor- steinsson 90.) - Þorvaldur Már Guðmunds- son (24.), Henning E. Jónasson (82.). Rautt spjald: Gunnar Jarl Jónsson, Leiftri/ Dalvík (90.). Haukar - Þór .............................................3:2 Kristján Ómar Björnsson (46.), Darri Joh- ansen (61.), Jón Gunnar Gunnarsson (65.) - Jóhann Þórhallsson (49.), Alexander Sant- os (71.). Staðan: Keflavík 7 6 0 1 19:7 18 Víkingur R. 7 3 3 1 9:6 12 Þór 7 3 2 2 15:13 11 Breiðablik 7 3 1 3 7:8 10 Njarðvík 7 2 2 3 10:10 8 HK 7 2 2 3 8:10 8 Afturelding 7 2 2 3 8:12 8 Haukar 7 2 2 3 8:12 8 Leiftur/Dalvík 7 2 1 4 8:11 7 Stjarnan 7 1 3 3 9:12 6 3. deild karla: Leiknir - ÍH ...............................................2:0 Afríka - Reynir S. ......................................1:4 Vaskur - Reynir Á. ....................................3:0 Hvöt - Magni..............................................0:1 Neisti D. - Einherji...........................Frestað Fjarðabyggð - Huginn..............................4:0 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Gullmót IAAF Bislett-leikvangur, Ósló, Noregi. KARLAR 100 m hlaup: Mark Lewis-Francis, Bretl. .................................................................10,12 Dwain Chambers, Bretl. 10,153) Matt Shirvington, Ástralíu ............................10,25 400 m hlaup: Cedric Van Branteghem, Belgíu..........45,55 Clinton Hill, Austurríki ........................46,09 Iwan Thomas, Bretl. .............................46.11 800 m hlaup: Mbulaeni Mulaudzi, S-Afríku 1.44,11- Wilfred Bungei, Kenýa ......................1.44,15 Antonio Reina, Spáni .........................1.44,65 5.000 m hlaup: Kenenisa Bekele, Eþíópíu ...............12.52,26 Sammy Kipketer, Kenýa .................12.52,33 Eliud Kipchoge, Kenýa....................12.52,61 110 m grindahlaup: Stanislav Olijars, Lettlandi ..................13,14 Chris Phillips,Bandar. ..........................13,30 Terrence Trammell, Bandar. ...............13,37 400 m grindahlaup: Boris Gorban, Rússlandi.......................49,95 Anthony Borsumato, Bretl...................50,87 Atle McAdam.........................................50,98 Stangarstökk: Nick Hysong, Bandar. ............................5,70 Okkert Brits, S-Afr. ................................5,70 Toby Stevenson, Bandar. .......................5,70 Spjótkast: Sergej Makarov, Rússl. ........................85,61 Boris Henry, Þýskal..............................84,51 Voldemars Lusis, Lettlandi .................81,94 KONUR 100 m hlaup: Chandra Sturrup, Bahama...................10,96 Kelli White, Bandar. .............................10,97 Debbia Ferguson, Bahama ..................11,08 800 m hlaup: Maria Mutola, Mósambík ..................2.00,62 Stephanie Graf, Austurríki................2.00,92 Diane Cummins, Kanada...................2.01,00 1.500 m hlaup: Jirina Lisinskaja, Úkraínu ................4.04,62 Jelena Zadorozjnaja, Rússlandi........4.04,97 Judit Varga, Ungverjal......................4.05,82 5.000 m hlaup: Berhane Adere, Eþíópíu..................14.29,32 Werknesh Kidane, Eþíópíu .............14.33,04 Tirunesh Diababa, Eþíópíu .............14.39,94  Diababa setti heimsmet unglinga. 400 m grindahlaup: Jana Pittman, Austurríki .....................54.42 Ionela Tirlea, Rúmeníu.........................54.47 Sandra Glover, Bandar. ........................54.80 Hástökk: Inga Babakova, Úkraínu ........................2,01 Vita Palamar, Úkraínu ...........................1,99 Irina Mikhalchenko, Rússl. ....................1,99 Þrístökk: Yamile Aldama, Kúbu...........................15,11 Francoise Mbango, Kamerún ..............14,88 Tatjana Lebedeva, Rússlandi ..............14,86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.