Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 48
ÍÞRÓTTIR
48 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
Keflvíkingar hófu leikinn í gær afkrafti. Þegar aðeins fjórar mín-
útur voru liðnar kom Magnús Þor-
steinsson þeim yfir.
Á 13. mínútu gerðu
Keflvíkingar sitt
annað mark, þar var
að verki Hólmar Örn
Rúnarsson með föstu skoti úr víta-
teig eftir góðan undirbúning Magn-
úsar. Það sem eftir lifði fyrri hálf-
leiks réðu Keflvíkingar lögum og
lofum án þess þó að ná að bæta við
marki. Heimamenn léku leikkerfið 3-
5-2 í fyrri hálfleik sem þeir einfald-
lega réðu ekki við.
Í upphafi síðari hálfleiks sóttu
HK-ingar talsvert en án árangurs og
Keflvíkingar bættu við marki á 64.
mínútu þegar Magnús Þorsteinsson
gaf á Þórarin Kristjánsson sem skor-
aði. HK-ingar minnkuðu muninn á
78. mínútu þegar Svanlaugur Þor-
steinsson, góður dómari leiksins,
dæmdi vítaspyrnu á varnarmann
gestanna. Zoran Panic tók spyrnuna
og skoraði af öryggi. Undir lokin
lögðu heimamenn allt kapp á að
minnka muninn en var refsað í tví-
gang. Á 86. mínútu kom varamað-
urinn Hörður Sveinsson Keflvíking-
um í 4–1 og á lokamínútunni skoraði
Scott Ramsey fallegasta mark leiks-
ins, þegar hann dansaði með knött-
inn í vítateig HK og skoraði með
hnitmiðuðu innanfótarskoti.
Það er vart veikan blett að finna á
liði Keflvíkinga. Magnús og Þórar-
inn ná vel saman í sóknininni, Hólm-
ar Örn, Stefán Gíslason og Jónas
Sævarsson mynda öfluga miðju og
Haraldur Guðmundsson og Zoran
Ljubicic eru traustir í miðvarðastöð-
unum.
Heimamenn þurfa hins vegar að
girða í brók. Eftir góðan leik liðsins í
bikarnum gegn Íslandsmeisturum
KR hafa fylgt tveir slakir leikir. Í
gær var sem andleysi ríkti í liðinu og
leikgleðin sem skein úr andlitum
leikmanna í upphafi móts virtist
horfin. Varamennirnir Grétar
Sveinsson og Gunnar Örn Helgason
voru manna skástir í HK-liðinu.
Maður leiksins: Magnús Þor-
steinsson, Keflavík.
Auðvelt hjá
Keflvíkingum
ÞAÐ er óhætt að segja að sigur Keflvíkinga gegn HK á Kópavogs-
vellinum í gærkvöldi hafi verið auðveldur. Það var ljóst frá byrjun í
hvað stefndi og að lokum sigruðu Keflvíkingar með fimm mörkum
gegn einu. Að sjö umferðun loknum tróna Keflvíkingar á toppnum
með 18 stig en HK-ingar færast niður í sjötta sæti.
Hjörvar
Hafliðason
skrifar
PETER Doyle, fráfarandi eigandi
Barnsley, hefur sent frá sér yfirlýs-
ingu þar sem hann staðfestir að fé-
lagið hafi verið selt í hendur nokk-
urra fjárfesta, m.a. frá Íslandi.
„Með sölunni hefur framtíð knatt-
spyrnuliðs Barnsleys verið tryggð,“
segir Doyle m.a. Boðað hefur verið
til blaðmannafundar í höf-
uðstöðvum félagsins á mánudaginn
klukkan 14 þar sem salan verður
formlega kynnt og hverjar hug-
myndir nýrra eigenda eru. Doyle
segir ennfremur í tilkynningu sinni
að nýir eigendur ætli að koma með
peninga inn í félagið til þess að
styrkja leikmannahópinn fyrir
næstu leiktíð og hafi þeir augastað
á nokkrum leikmönnum í því sam-
bandi. Engin nöfn eru þó nefnd.
Doyle bindur miklar vonir við að
að komu nýrra eigenda verði mögu-
legt að rífa félagið upp, en það er
nú í 2. deild en ekki eru liðin nema
sex ár síðan það var í úrvalsdeild-
inni.
Doyle hefur haldið Barnsley
gangandi síðustu mánuði en engu
mátti muna að það yrði gjaldþrota
síðasta haust. Þá kom Doyle, sem er
fyrrverandi borgarstjóri Barnsley
inn í dæmið og hefur hann haldið
félaginu á floti.
Guðjón Þórðarson er einn þeirra
sem nefndur hefur verið sem líkleg-
ur knattspyrnustjóri félagsins en
ekkert er öruggt í þeim málum. Bú-
ist er við því að nýr knatt-
spyrnustjóri verði kynntur til sög-
unnar á mánudag
Peter Doyle staðfestir að
hann hafi selt Barnsley
BJÖRGVIN Sigurbergsson atvinnu-
kylfingur lék á einu höggi yfir pari
í gær á öðrum keppnisdegi Euro-
pro-mótaraðarinnar sem fram fer á
Marriot Tudor Park-vellinum í
Kent á Englandi þessa dagana.
Björgvin lék á einu höggi undir
pari á fyrsta keppnisdeginum og er
því á parinu en hann komst í gegn-
um niðurskurðinn að loknum
tveimur keppnisdögum og heldur
því áfram kepppni í um helgina.
Þeir kylfingar sem léku á einu
höggi yfir pari eða betur fá tæki-
færi í dag og á morgun, sunnudag.
Björgvin er í 31.–38. sæti sem
stendur en í gær fékk hann fjóra
fugla, ellefu pör, tvo skolla (+1) og
einn þrefaldan skolla, eða þremur
yfir pari.
Björgvin á
pari í Kent
Fyrri hálfleikur í Hafnarfirði varfrekar bragðdaufur en fjörið
hófst í þeim síðari. Þegar 40 sekúnd-
ur voru liðnar veifaði
aðstoðardómari eftir
að fjórir Þórsarar
höfðu betur gegn
Jóni Gunnari Gunn-
arssyni inni í vítateig og í kjölfarið
benti dómarinn í vítapunktinn.
Kristján Ómar Björnsson skoraði þó
Atli M. Rúnarsson markvörður Þórs
væri með hendurnar á boltanum.
Rúmlega mínútu síðar jafnaði Jó-
hann Þórhallsson, 1:1. Þór hélt
áfram að sækja en fljótlega jöfnuðu
Haukar sig og á 61. mínútu kom fyr-
irliðinn Darri Johansen Haukum í
2:1 og Jón Gunnar bætti um betur
fjórum mínútum síðar er hann stakk
vörn Þórs af. Heimamenn gerðust
varfærnir og gestirnir gengu á lagið
þar til Alexander Santos minnkaði
muninn í 3:2 á 71. mínútu eftir
klaufagang í vörn Hauka. Heldur lá
á Haukum síðustu mínúturnar en
bestu færin voru þó upp við mark
Þórs.
„Ég er markahæsti maður tíma-
bilsins og það segir nokkuð um
hvernig okkur gengur að skora en
við unnum í dag og það skiptir öllu
máli,“ sagði Darri eftir leikinn en
hann hefur skorað tvö mörk í sumar.
„Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og
langt fram í þann seinni en það kom
smá taugaveiklun þegar þeir skor-
uðu annað mark sitt. Við fengum
topplið í heimsókn og unnum það
sem gefur okkur líka sjálfstraust
fyrir framhaldið. Við eigum ekki
heima í neðri hlutanum en höfum
ekki náð að sýna okkar besta hingað
til og þetta var kærkominn sigur.“
Maður leiksins: Jón Gunnar
Gunnarsson, Haukum.
Sigurmarkið með síðustu
spyrnu leiksins
Leiftur/Dalvík náði að koma sér afbotni 1. deildar karla með því að
leggja Aftureldingu að velli í Ólafs-
firði í gærkvöldi.
Lokatölur urðu 3:2 í
býsna köflóttum leik.
Í leikhléi benti fátt
til að heimamenn
ættu sér viðreisnar von í leiknum.
Þeir léku illa í fyrri hálfleik og máttu
þakka fyrir að Afturelding náði ekki
að gera sér meiri mat úr stöðuyfir-
burðum sínum en raun bar vitni.
Þorvaldur Már Guðmundsson skor-
aði eina mark hálfleiksins fyrir gest-
ina og heimamenn voru vægast sagt
ekki líklegir til að ógna marki Aftur-
eldingar.
Í seinni hálfleik kom allt annað lið
inn á völlinn. Heimamenn náðu að
stilla saman strengi sína og ná upp
baráttu. Zeid Yasin jafnaði fyrir þá í
byrjun hálfleiksins með glæsilegri
bakfallsspyrnu og liðið efldist enn
við það. Zeid var aftur á ferðinni
stundarfjórðungi síðar þegar hann
kom knettinum í netið úr þröngu
færi eftir að Einar markvörður Aft-
ureldingar hikaði í úthlaupi og missti
af fyrirgjöf. Baráttan var mikil í
seinni hálfleik og gestirnir neituðu
að játa sig sigraða. Henning Jónas-
son jafnaði fyrir þá með glæsilegu
skoti utan úr teig þegar átta mínútur
lifðu af venjulegum leiktíma og bæði
lið reyndu ákaft að knýja fram sigur
í lokin. Þegar sex mínútur voru
komnar fram yfir venjulegan leik-
tíma skallaði William Geir Þorsteins-
son knöttinn í netið af markteig eftir
aukaspyrnu og Afturelding náði ekki
að byrja á miðju áður en leikurinn
var flautaður af. Ævintýralegur og
þýðingarmikill sigur Leifturs/Dal-
víkur í höfn og þeir fögnuðu að von-
um vel í leikslok.
Yasin-bræðurnir voru áberandi
hjá heimamönnum í þessum leik og
Forizs Sandor klettur í vörninni að
vanda. William Geir og Heiðar
Gunnólfsson fyrirliði börðust vel all-
an leikinn og flestir leikmanna voru
góðir eftir hlé. Hjá Aftureldingu var
Henning Jónasson besti maður en
flestir þeirra gáfu eftir í seinni hálf-
leik eftir prýðilegan fyrri hálfleik.
Maður leiksins: Zeid Yasin,
Leiftri/Dalvík.
Morgunblaðið/Jim Smart
Jón G. Gunnarsson skoraði eitt marka Hauka í 3:2 sigri á Þór í Hafnarfirði. Hér er hann sloppinn frá
Andra Albertssyni, varnarmanni Þórs, og hefur náð boltanum frá Atla M. Rúnarssyni markverði.
Haukar lyftu sér
upp af fallsvæðinu
ÞUNGAR sóknir á bóða bóga með mörgum færum einkenndu síðari
hálfleikinn hjá Haukum og Þór í Hafnarfirði í gærkvöldi en Hafnfirð-
ingum tókst aðeins betur upp og unnu 3:2. Þór heldur þó enn þriðja
sæti deildarinnar en Haukar lyftu sér upp fyrir fallsætin.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Valur
Sæmundsson
skrifar
KNATTSPYRNA
Laugardagur:
Intertoto-keppnin
1. umferð, síðari leikur:
Akureyrarvöllur: KA – Slobodan Tuzla ...15
2. deild karla:
Húsavíkurvöllur: Völsugur – KFS ...........13
Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – Víðir......14
Sindravellir: Sindri – ÍR ............................16
Selfossvöllur: Selfoss – KS........................16
3. deild karla:
Gróttuvöllur: Grótta – BÍ ..........................14
Dúddavöllur: Snörtur – Neisti H..............16
Djúpavogsvöllur: Neisti D – Einherji ......16
1. deild kvenna:
Vopnafjarðarv.: Einherji – Leiknir F. .....14
Ólafsfjarðarv.: Leiftur/Dalvík – Sindri ....16
Sunnudagur:
3. deild karla:
Tungubakkavöllur: Númi – BÍ..................14
1. deild kvenna:
Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – Sindri....14
UM HELGINA
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ,
VISA-bikar kvenna, 8-liða úrslit:
ÍBV- KR .....................................................4:2
Olga Færseth 3, Karen Burke - Hrefna Jó-
hannesdóttir, Anna Berglind Jónsdóttir.
Valur - Þór/KA/KS..................................7:0
Dóra María Lárusdóttir 3, Rakel Logadótt-
ir 2, Laufey Ólafsdóttir 2.
Stjarnan - Fjölnir......................................3:1
Guðrún Halla Finnsdóttir, Harpa Þor-
steinsdóttir, Lára Björg Eymundsdóttir -
Eyrún Huld Harðardóttir.
FH - Breiðablik .........................................0:3
Margrét Ólafsdóttir, Eyrún Oddsdóttir,
Erna Sigurðardóttir.
1.deild karla:
HK - Keflavík ............................................1:5
Zoran Panik (78., vsp.) - Magnús Þorsteins-
son (4.), Hólmar Örn Rúnarsson (13.), Þór-
arinn Kristjánsson (64.), Hörður Sveinsson
(86.), Scott Ramsey (89).
Leiftur/Dalvík - Afturelding ..................3:2
Zeid Yasin (48., 62.), William Geir Þor-
steinsson 90.) - Þorvaldur Már Guðmunds-
son (24.), Henning E. Jónasson (82.).
Rautt spjald: Gunnar Jarl Jónsson, Leiftri/
Dalvík (90.).
Haukar - Þór .............................................3:2
Kristján Ómar Björnsson (46.), Darri Joh-
ansen (61.), Jón Gunnar Gunnarsson (65.) -
Jóhann Þórhallsson (49.), Alexander Sant-
os (71.).
Staðan:
Keflavík 7 6 0 1 19:7 18
Víkingur R. 7 3 3 1 9:6 12
Þór 7 3 2 2 15:13 11
Breiðablik 7 3 1 3 7:8 10
Njarðvík 7 2 2 3 10:10 8
HK 7 2 2 3 8:10 8
Afturelding 7 2 2 3 8:12 8
Haukar 7 2 2 3 8:12 8
Leiftur/Dalvík 7 2 1 4 8:11 7
Stjarnan 7 1 3 3 9:12 6
3. deild karla:
Leiknir - ÍH ...............................................2:0
Afríka - Reynir S. ......................................1:4
Vaskur - Reynir Á. ....................................3:0
Hvöt - Magni..............................................0:1
Neisti D. - Einherji...........................Frestað
Fjarðabyggð - Huginn..............................4:0
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Gullmót IAAF
Bislett-leikvangur, Ósló, Noregi.
KARLAR
100 m hlaup: Mark Lewis-Francis, Bretl.
.................................................................10,12
Dwain Chambers, Bretl. 10,153) Matt
Shirvington, Ástralíu ............................10,25
400 m hlaup:
Cedric Van Branteghem, Belgíu..........45,55
Clinton Hill, Austurríki ........................46,09
Iwan Thomas, Bretl. .............................46.11
800 m hlaup:
Mbulaeni Mulaudzi, S-Afríku 1.44,11-
Wilfred Bungei, Kenýa ......................1.44,15
Antonio Reina, Spáni .........................1.44,65
5.000 m hlaup:
Kenenisa Bekele, Eþíópíu ...............12.52,26
Sammy Kipketer, Kenýa .................12.52,33
Eliud Kipchoge, Kenýa....................12.52,61
110 m grindahlaup:
Stanislav Olijars, Lettlandi ..................13,14
Chris Phillips,Bandar. ..........................13,30
Terrence Trammell, Bandar. ...............13,37
400 m grindahlaup:
Boris Gorban, Rússlandi.......................49,95
Anthony Borsumato, Bretl...................50,87
Atle McAdam.........................................50,98
Stangarstökk:
Nick Hysong, Bandar. ............................5,70
Okkert Brits, S-Afr. ................................5,70
Toby Stevenson, Bandar. .......................5,70
Spjótkast:
Sergej Makarov, Rússl. ........................85,61
Boris Henry, Þýskal..............................84,51
Voldemars Lusis, Lettlandi .................81,94
KONUR
100 m hlaup:
Chandra Sturrup, Bahama...................10,96
Kelli White, Bandar. .............................10,97
Debbia Ferguson, Bahama ..................11,08
800 m hlaup:
Maria Mutola, Mósambík ..................2.00,62
Stephanie Graf, Austurríki................2.00,92
Diane Cummins, Kanada...................2.01,00
1.500 m hlaup:
Jirina Lisinskaja, Úkraínu ................4.04,62
Jelena Zadorozjnaja, Rússlandi........4.04,97
Judit Varga, Ungverjal......................4.05,82
5.000 m hlaup:
Berhane Adere, Eþíópíu..................14.29,32
Werknesh Kidane, Eþíópíu .............14.33,04
Tirunesh Diababa, Eþíópíu .............14.39,94
Diababa setti heimsmet unglinga.
400 m grindahlaup:
Jana Pittman, Austurríki .....................54.42
Ionela Tirlea, Rúmeníu.........................54.47
Sandra Glover, Bandar. ........................54.80
Hástökk:
Inga Babakova, Úkraínu ........................2,01
Vita Palamar, Úkraínu ...........................1,99
Irina Mikhalchenko, Rússl. ....................1,99
Þrístökk:
Yamile Aldama, Kúbu...........................15,11
Francoise Mbango, Kamerún ..............14,88
Tatjana Lebedeva, Rússlandi ..............14,86