Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 2
Fjögur fyrirtæki segja upp
45 starfsmönnum sínum
FJÖGUR fyrirtæki og stofnanir, auk Norðurljósa
segja upp alls 45 starfsmönnum nú um mánaðamót-
in, að því er tilkynnt var í gær. Þetta eru Landspít-
alinn – háskólasjúkrahús, Íslensk erfðagreining,
Íslenskir aðalverktakar og Flugleiðir.
Starfsmönnum á vistheimili Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í Gunnarsholti verður öllum sagt
upp en boðin sambærileg vinna innan Landspít-
alans. Að Gunnarsholti hefur verið hluti af end-
urhæfingu á vímuefnahluta spítalans og hefur verið
þar til margra ára. Átta starfsmenn eru í Gunn-
arsholti, en starfsemin þar leggst af og flyst að
hluta til í Arnarholt.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs Landspítalans, segir að formsins
vegna verði að segja starfsmönnunum upp.
„Starfsmönnunum verður boðið annað starf innan
spítalans. Starfsemin er í rauninni að flytjast til
þannig að þeim verður væntanlega boðið svipað
starf,“ sagði Anna Lilja í samtali við Morgunblaðið.
Hún sagðist reikna með að starfseminni í Gunn-
arsholti yrði hætt í haust. „Það er mjög óhagkvæmt
að vera með litla starfsemi svona langt í burtu. Það
hefur verið ákveðið að það sem eftir er af starfsem-
inni í Gunnarsholti verði sameinað innan geð-
sviðsins og mun væntanlega flytjast í Arnarholt.
Með þessu er verið að bæta þjónustuna og hagræða
í rekstri,“ segir Anna.
Fjórtán sagt upp
hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fjórtán starfsmönnum Íslenskrar erfðagrein-
ingar var sagt upp í gærdag en uppsagnirnar gilda
frá og með næstu mánaðamótum og taka til starfs-
manna í mörgum deildum fyrirtækisins.
Páll Magnússon, framkvæmdastjóri samskipta-
og upplýsingasviðs, segir að þar með sé þeim upp-
sögnum lokið, sem boðaðar voru í fyrrahaust sem
liður í endurskipulagi og kostnaðarlækkun fyrir-
tækisins, en frá þeim tíma hefur starfsmönnum
fyrirtækisins á Íslandi fækkað um tvö hundruð
manns.
„Við greindum frá því í september að tvö hundr-
uð starfsmönnum yrði sagt upp. Það tók af ýmsum
ástæðum lengri tíma en gert var ráð fyrir í fyrstu
en nú er þessu ferli lokið,“ segir Páll. Starfsmenn
fyrirtækisins verða um 420 eftir að uppsagnirnar
hafa tekið gildi, þar af um 300 á Íslandi.
Uppsagnir hjá ÍAV vegna færri verkefna
Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) sögðu í gær upp
um tug starfsmanna hjá fyrirtækinu á Keflavík-
urflugvelli. Árni Ingi Stefánsson starfsmannastjóri
segir meginástæðuna þá að fyrirtækið sjái fram á
samdrátt í verkefnum á svæðinu. Uppsagnirnar
hafi verið nauðsynlegar, ekki síst til að tryggja
áframhaldandi vinnu fyrir enn reyndari menn sem
starfa hjá ÍAV á Keflavíkurflugvelli, en þar starfa
um 270 af alls um 500 starfsmönnum Íslenskra að-
alverktaka.
Árni Ingi segir uppsagnirnar öðlast gildi um
mánaðamótin og að viðkomandi starfsmenn hafi
flestir þriggja til sex mánaða uppsagnarfrest. Mest
sé um að ræða járniðnaðarmenn en einnig trésmiði
og skrifstofumenn.
Fækkað um 18 stöður hjá Flugleiðum
Fækkað verður um átján stöðugildi á sölu- og
markaðssviði Flugleiða á Íslandi með haustinu.
Sagt verður upp þrettán starfsmönnum og fimm
hætta af öðrum orsökum. Alls starfa um 140 manns
á sölu- og markaðssviðinu og liðlega þúsund manns
í fyrirtækinu öllu.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flug-
leiða, segir að fækka þurfi fólki á söluskrifstofum
félagsins í Kringlunni og Keflavík og um nokkur
stöðugildi í Skútuvogi þar sem fjarsalan er m.a. til
húsa. Hann segir ástæður fækkunar starfsmanna á
þessu sviði einkum vera aukna sjálfvirkni í farmiða-
sölu sem fari fram á netinu í síauknum mæli.
Landspítalinn býður átta starfsmönnum í
Gunnarsholti sambærileg störf innan spítalans
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SKREF Í RÉTTA ÁTT
Gert er ráð fyrir því að Ísraelar
byrji eftir helgi að kalla herlið sitt
frá Gaza-svæðinu og Vesturbakk-
anum í samræmi við samkomulag
sem náðist í gær milli ísraelskra og
palestínskra embættismanna. Þá
hafa leiðtogar Hamas, herskárra
samtaka Palestínumanna, tilkynnt
að þeir hyggist gera hlé á árásum á
skotmörk í Ísrael.
Vonir bundnar við nýtt lyf
Miklar vonir eru bundnar við nýtt
krabbameinslyf, Avastin, en sá vís-
indamaður er þróað hefur lyfið er
meðal fyrirlesara á ráðstefnu í
Reykjavík um þessar mundir. Sig-
urður Björnsson krabbameins-
læknir segir að lyfið sé án efa eitt af
stóru, nýju tíðindunum í heimi
krabbameinslækninga í dag og geti
átt eftir að gagnast mörgum.
Ráðist á Bandaríkjamenn
Bandaríkjamenn leituðu í gær
tveggja bandarískra hermanna sem
talið er að hafi verið rænt norður af
Bagdad, höfuðborg Íraks. Einn
bandarískur hermaður til viðbótar
var felldur í gær og annar særður al-
varlega.
Mikil notkun bólgulyfja
Söluverðmæti bólgueyðandi lyfja
nam 570 milljónum króna hér á landi
á síðasta ári, en var 194 milljónir ár-
ið 1992. Aukin notkun á þessu sviði á
jafnt við um ný og gömul lyf. Þannig
er ríflega tvöfalt meiri notkun hér á
svonefndum coxíb-lyfjum en annars
staðar á Norðurlöndunum.
Á sjötta tug uppsagna
Kunngerðar voru í gær uppsagnir
hjá nokkrum fyrirtækjum og stofn-
unum sem alls snertu nærri 60
manns. Um var ræða 14 manns hjá
Íslenskri erfðagreiningu, 13 hjá
Norðurljósum, 13 hjá Flugleiðum,
um tug hjá Íslenskum aðalverktök-
um og átta á vistheimili Landspít-
alans í Gunnarsholti.
Thurmond látinn
Bandaríski öldungadeild-
arþingmaðurinn fyrrverandi, Strom
Thurmond, lést í fyrrakvöld, 100 ára
að aldri. Thurmond sat í öld-
ungadeildinni í tæpa hálfa öld, leng-
ur en nokkur annar maður. Hann
bauð sig fram til forseta í kosning-
unum sem haldnar voru 1948.
L a u g a r d a g u r
28.
j ú n í ˜ 2 0 0 3
Yf ir l i t
Í dag
Viðskipti 12 Menntun 32
Erlent 14/18 Umræðan 33
Höfuðborgin 18 Úr Vesturheimi 34
Akureyri 20 Minningar 36/39
Suðurnes 21 Myndasögur 42
Árborg 22 Bréf 42
Landið 22 Dagbók 44/45
Neytendur 23 Íþróttir 46/49
Heilsa 24 Fólk 50/53
Listir 25/26 Bíó 50/53
Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54
Viðhorf 32 Veður 55
* * *
LEIKSKÓLINN Rjúpnahæð var vígður við hátíðlega
athöfn í gær, en skólinn stendur við Rjúpnasali í
Kópavogi. Við vígsluna sungu leikskólabörnin úr
Rjúpnahæð, auk þess sem Halla Halldórsdóttir, for-
maður leikskólanefndar, og Hrönn Valentínusdóttir
leikskólastjóri héldu ávörp. Þá blessaði séra Guð-
mundur Karl Ágústsson húsið og starfið.
Bæjarsjóður Kópavogs er framkvæmdaaðili að
verkinu. Húsið er á einni hæð, leikrýmið er 445 fer-
metrar og stærð lóðar er 5.164 fermetrar. Heild-
arkostnaður við húsið er áætlaður 130 milljónir króna
og heildarkostnaður við lóðina 25 milljónir króna.
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að í leikskól-
anum Rjúpnahæð séu sex deildir, tvær fyrir tveggja
og þriggja ára börn og tvær fyrir fjögurra og fimm
ára börn. Alls dvelja í leikskólanum um 130 börn í 119
rýmum, en leikskólastjóri er Hrönn Valentínusdóttir.
Stöðugildi leikskólakennara eru 19,75, en í eldhúsi
eru 1,75 stöðugildi. Auk þess eru starfsmenn við ræst-
ingar
Leikskólinn tók til starfa vorið 2002 og fyrstu börn-
in komu í skólann 1. júlí 2002, þótt formleg vígsla hafi
verið í gær. Leikskólinn Rjúpnahæð er í Salahverfi og
stendur í útjaðri Kópavogsbæjar. „Umhverfið býður
upp á mikla fjölbreytni. Annars vegar er ósnortin
náttúra með miklu fuglalífi og hins vegar miklar
byggingaframkvæmdir stórra háhýsa sem eru að
rísa. Við eina hlið leikskólans liggur reiðvegur þar
sem börn og starfsfólk njóta þess að sjá hesta þjóta
hjá,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir jafnframt að deildir skólans beri allar
fuglanöfn. Yngri deildirnar heita Þrastarhreiður,
Lóuhreiður og Spóahreiður, en eldri deildirnar
Krummahreiður, Álftahreiður og Arnarhreiður. Ein-
kunnarorð leikskólans eru „náttúra og listir“, en í
leikskólanum er unnið út frá sjálfræði barnanna.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Leikskólinn Rjúpnahæð vígður
Davíð
Oddsson til
Svíþjóðar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra fer utan til Svíþjóðar í
dag þar sem hann mun sitja
fund forsæt-
isráðherra
Norður-
landa, sem
stendur yfir
á morgun og
mánudag í
bænum
Harpsund.
Með Dav-
íð í för verða
eiginkona
hans, frú Ástríður Thoraren-
sen, Ólafur Davíðsson, ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneyt-
inu, og Illugi Gunnarsson,
aðstoðarmaður Davíðs.
Að sögn Illuga verða ýmis
sameiginleg hagsmunamál
Norðurlandanna rædd á fund-
inum, m.a. samstarf við önnur
Evrópulönd og samskiptin við
Rússa, og þá mun Davíð eiga
framsögu í umræðum um sam-
skipti Norðurlandanna og
Bandaríkjanna.
Davíð
Oddsson
13 sagt upp hjá
Norðurljósum
ÞRETTÁN manns var sagt upp störfum hjá
Norðurljósum í gær en að sögn Sigurðar G.
Guðjónssonar forstjóra eru uppsagnirnar
tilkomnar vegna skipulagsbreytinga. Sex
þeirra sem sagt var upp voru tæknimenn
við fyrirtækið og sjö störfuðu við frétta-
stofu, þar af fimm sem eru í Blaðamanna-
félagi Íslands. Róbert Marshall, formaður
Blaðamannafélagsins, segir þetta mikið
reiðarslag fyrir félagið.
Allir starfsmennirnir sem sagt var upp á
fréttastofu eru konur. „Því miður er þetta
niðurstaðan,“ segir Sigurður. „Hlutfall
kvenna á fréttastofunni mætti vera betra.
Svona lágu uppsagnirnar í dag. Það er bara
verið að búa til nýja verkferla, ekkert verið
að dæma neinn úr leik.“
Uppsagnirnar
áhyggjuefni
Róbert Marshall segir það mikið áhyggju-
efni að einungis konum sé sagt upp á vinnu-
stað þar sem hallar á konur.
„Það er gagnstætt öllu því sem við þekkj-
um í okkar samfélagi árið 2003 að segja ein-
göngu konum upp. Það er einnig áhyggju-
efni að bæði DV og Stöð 2 hafa verið að
segja upp okkar félagsmönnum. Sem vinnu-
félagi þessa fólks segi ég að það er af-
skaplega sárt að horfa á eftir því. Blaða-
mannafélagið er boðið og búið að aðstoða
þetta fólk. Í fljótu bragði virðist mér hafa
verið staðið löglega að þessum uppsögnum.
Maður hlýtur að spyrja hvort íslenska ríkið
ætli að halda áfram að vera í samkeppni við
frjálsa ljósvakamiðla á auglýsingamarkaði,“
segir Róbert.
LÖGREGLAN í Reykjavík handtók
í gær mann sem grunaður er um
fjögur innbrot í heimahús í vesturbæ
og miðbæ Reykjavíkur. Að sögn lög-
reglu fannst þýfi úr innbrotunum á
ýmsum stöðum í bænum þar sem
hann hafði falið það en þetta voru að-
allega skartgripir og ýmislegt annað
lauslegt.
Braust inn í
fjórar íbúðir