Morgunblaðið - 05.08.2003, Side 10

Morgunblaðið - 05.08.2003, Side 10
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN 10 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ S amkeppnisstofnun telur að tryggingafélögin hafi haft samráð á ýmsum sviðum sem tengjast vá- tryggingamarkaðnum, auk þess umfangsmikla ólögmæta samráðs Sambands íslenskra tryggingafélaga og aðildarfélaga þess vegna iðgjalda í bifreiða- tryggingum sem gerð var grein fyrir hér í blaðinu síðastliðinn laug- ardag. Telur stofnunin í frum- skýrslu sinni að þegar öll gögn málsins séu virt í samhengi gefi þau ótvírætt til kynna að um langt skeið hafi þessir aðilar ákveðið að hafa með sér ólögmæta samvinnu í stað þess að keppa. Hér á eftir verður sagt frá nokkrum atriðum úr frumskýrslu Samkeppnisstofnunar, öðrum en varðandi bifreiðatryggingarnar. Þar er um að ræða aðgerðir sem stofnunin telur að félögin hafi grip- ið til í því skyni að hindra innkomu Alþjóðlegrar miðlunar ehf. fyrir hönd erlends vátryggjanda á mark- aðinn fyrir fiskiskipatryggingar, aðgerðir gegn vátryggingamiðl- urum og meint samráð SÍT og að- ildarfyrirtækja í því skyni að hamla samkeppni í starfsábyrgðartrygg- ingum nokkurra starfsstétta, að- allega lögmanna og lækna. Aðgerðir til að hamla sam- keppni í skipatryggingum Fram kemur í skýrslunni að þeg- ar Alþjóðleg miðlun ehf. tók að bjóða fiskiskipatryggingar í umboði erlenda tryggingafélagsins COX at Lloyd’s óskaði fyrirtækið eftir upp- lýsingum um fyrri tjónareynslu væntanlegra viðskiptamanna sinna frá öðrum vátryggingafélögum og Samábyrgð Íslands á fiskiskipum. Samkeppnisstofnun vekur athygli á að slíkar upplýsingar séu mikil- vægar til að geta stundað sam- keppni á þessu sviði. Alþjóðleg Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð tryggingafélaganna varða Ólögmæt samvinna í stað samkeppni Samkeppnisstofnun telur að umfjöllun í frum- skýrslu gefi óvítrætt til kynna að um langt skeið hafi Samband íslenskra tryggingafélaga og aðildarfélög þess haft með sér ólögmæta samvinnu í stað þess að keppa. Hér er sagt frá nokkrum atriðum úr skýrslunni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Samband íslenskra tryggingarfélaga Í svari Sambands íslenskra tryggingarfélaga (SÍT) kemur fram að með engu móti verði ráðið af minnisblaði, sem vitn- að er til í frumathugun Sam- keppnisstofnunar, að aðildar- félög SÍT og sambandið sjálft hafi gripið til einhverra sam- stilltra aðgerða til að hindra innkomu COX á markað fiski- skipatrygginga. Minnt er á að eitt helsta hlutverk SÍT sé að gæta hagsmuna aðildarfélaga gagnvart opinberum aðilum. Á þeim grundvelli var ákveðið að SÍT tæki upp álitamál við Vátryggingaeftir- litið, sem snéri fyrst og fremst að því að nýr aðili á markaði fiskiskipatrygginga uppfyllti ekki að mati SÍT sömu kröfur og aðildarfélögum sambandsins sé skylt að uppfylla, í stað þess að hvert aðildarfélag tæki málið upp í sínu lagi. SÍT segir að einungis hafi verið um að ræða þá eðlilegu kröfu að COX yrði gert að sitja við sama borð og aðrir og Vá- tryggingaeftirlitið sinnti lögboðnu hlutverki sínu og gætti þessa. Annað væri til þess fallið að skekkja samkeppnisstöðu aðildarfélaga. Þá segir í greinargerðinni að miðlun persónuupplýsinga til Alþjóðlegrar miðlunar ehf. hefði verið óheimil. Bréf við- skiptaráðuneytisins dagsett 3. apríl 1997 styðji það. Það hafði þá þýðingu að eðlilegt var að aðildarfélög SÍT brygðust eins við beiðni Alþjóðlegrar miðlunar um upplýsingar þar sem annað hefði ekki verið samkvæmt lögum. Hagsmunafélagi sé heimilt að vekja athygli á því hvað sé löglegt í tilteknu tilviki sbr. bréf sem sent var aðildarfélögum. Logos lögmannsþjónusta vann andsvar VÍS til Samkeppn- isstofnunar. Tryggingamiðstöðin Í svari Tryggingamiðstöðv- arinnar (TM) segir að ekki verði ráðið af þeim tilvitn- unum, sem vitnað er til í frum- skýrslu Samkeppnisstofnunar, að í þeim felist samstilltar að- gerðir gegn keppinaut á mark- aði sem gengur í berhögg við ákvæði samkeppnislaga. Þvert á móti sé um að ræða eðlilegar umræður innan SÍT að gefnu til- efni, þar sem boðað hafði verið að nýr erlendur aðili hygðist hasla sér völl í fiskiskipatryggingum hér á landi. Í svari TM segir að það geti tæpast talist óeðlilegt að innkoma nýs félags yrði eitthvað rædd og skoðuð innan SÍT og geti fráleitt talist brot á samkeppnislögum. TM segir að það hafi að sjálfsögðu aldrei komið til álita að veita Alþjóðlegri miðlun ehf. upplýsingar um tjónabætur til- tekinna vátryggingartaka á árunum 1994 til 1996. Slíkt séu trúnaðarupplýsingar milli vátryggingartakans og félagsins og alls ekki veittar nema að beiðni eða a.m.k. með samþykki vá- tryggingartakans, sem hafi ekki verið raunin í máli Alþjóð- legrar miðlunar ehf. Þess utan hefði það einfaldlega verið lög- brot að veita umbeðnar upplýsingar sbr. lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga sem þá voru í gildi. Bréf SÍT til aðildarfélaga varðandi þetta efni hafði enga þýðingu. Í svari TM segir það reginmisskilning Samkeppnisstofn- unar að aðildarfélög innan SÍT hafi látið hvert öðru í té upp- lýsingar sambærilegar við það sem Alþjóðleg miðlun ehf. fór fram á. Það sé alrangt. Engar upplýsingar tengdar einstökum tryggingatökum hafi farið milli félaga heldur hafi þær snúið að heildinni og tengst tryggingafræðilegri úrvinnslu á heild- artjónum í ákveðnum tryggingagreinum. Það starf hafi farið fram fyrir opnun tjöldum og opinberir aðilar eins og Vátrygg- ingaeftirlitið og síðar Fjármálaeftirlitið hafi fengið þær niður- stöður til skoðunar. Þá segir að Samkeppnisstofnun kjósi að líta algerlega fram hjá þeirri staðreynd að skilmálar hins erlenda vátryggjanda lágu ekki fyrir þegar félagsmenn í Landssambandi smábáta- eigenda voru hvattir til að flytja vátryggingar sínar og sagt að skilmálarnir, sem ekki lágu fyrir, væru víðtækari og iðgjald lægra en verið hafði á markaðnum. TM kvartaði yfir þessu á eigin forsendum og án samráðs við keppinauta sína á trygg- ingamarkaðnum eða SÍT. Það hljóti að vega þungt við mat á aðgerðum TM í þessu máli enda stóð lagaskylda til þess að kynna skilmála Vátryggingaeftirlitinu áður en hægt væri að bjóða trygginguna til sölu. Lögfræðileg greinargerð TM er unnin af lögmönnum fé- lagsins, Guðmundi Péturssyni hrl. og Valgeiri Péturssyni hrl., svo og Hreini Loftssyni hrl og fulltrúa hans, Gunnari Þór Þór- arinssyni hdl. Sjóvá-Almennar Í svari Sjóvá-Almennra trygginga hf. (SA) kemur einnig fram að ekki hefði ver- ið heimilt að afhenda Al- þjóðlegri miðlun ehf. upplýs- ingar um tjónareynslu viðskiptamanna. Slíkt hafi ekki verið heimilt samkvæmt lögum og sú skoðun studd m.a. með svari viðskiptaráðuneytisins þegar Alþjóðleg miðlun leitaði þangað eftir að hafa verið synjað um upplýsingar um tjónareynslu vá- tryggingataka. Reyndar tekur SA fram að Alþjóðleg miðlun ehf. óskaði aldrei eftir upplýsingum frá félaginu um tjónareynslu við- skiptavina félagsins og var því ekki neitað um umræddar upp- lýsingar. Hins vegar hefði slík upplýsingagjöf ekki komið til greina og sú ákvörðun væri byggð á málefnalegum ástæðum. SA mótmælir að slíkar upplýsingar hafi verið veittar öðrum aðildarfélögum SÍT og kannast ekki við að slík miðlun væri eða hefði einhvern tíma verið skilyrði aðildar að SÍT. Lögmannsstofan LEX vann greinargerð fyrir SA. Vátryggingafélag Íslands Í greinargerð Vátrygginga- félags Íslands (VÍS) til Sam- keppnisstofnunar segir að upplýsingaskipti trygginga- félaganna sem vitnað sé til í frumskýrslu séu hvorki byggð á samningi, samþykktum né samstilltum aðgerðum þeirra fyrirtækja sem í hlut eiga. Að mati VÍS er nauðsynlegt að gera skýran greinarmun á upp- lýsingaskiptum annars vegar og þeim aðgerðum sem af þeim kunna að leiða hins vegar. Byggir VÍS á því í þessu máli að upplýsingaskipti keppinauta, á milli eða fyrir milligöngu sam- taka þeirra, geti ekki falið í sér brot gegn 10. gr. samkeppnis- laga án tengsla við frekari aðgerðir, svo sem samninga eða samstilltar aðgerðir, af hálfu þeirra sem aðild eiga að upplýs- ingaskiptunum. Markaðshegðun VÍS hafi ekki breyst með innkomu nýs keppinautar á markaðinn fyrir fiskiskipatryggingar og hin lagalega afleiðing sé sú, að þau skilyrði sem 10. gr. samkeppn- islaga setji fyrir því, að um ólögmæta háttsemi hafi verið að ræða, séu ekki uppfyllt. Þá segir að staðhæfingar Samkeppnisstofnunar um miðlun persónuupplýsinga standist ekki þær kröfur sem gera verður til sönnunar og er þeim algerlega hafnað. Staðreynd málsins sé sú að ályktun um upplýsingaskipti VÍS við önnur vátrygg- ingafélög um tjónareynslu vátryggingataka í fiskiskipatrygg- ingum styðjist ekki við nein bein sönnunargögn, aðeins illa rökstuddar og ófullnægjandi fullyrðingar Samkeppnisstofn- unar. Logos lögmannsþjónusta fer með málið fyrir hönd VÍS. Andmæli vegna fiskiskipatrygginga Miðlun persónuupplýsinga var ekki heimil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.