Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 210. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Baulaðu nú Búkolla mín Dögg Árnadóttir fer fyrir hand- verkshátíð á Hrafnagili 8 Prýðisárangur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins Hestar 18 Umdeilt biskupskjör Velur bandaríska biskupakirkjan samkynhneigðan biskup? 14 SAMKEPPNISSTOFNUN telur að gögn sem fram komu við rannsókn hennar á meintu samráði trygginga- félaganna sýni að Samband íslenskra tryggingafélaga (SÍT) og aðildarfélög þess hafi gripið til samstilltra aðgerða til að hindra innkomu nýs keppinaut- ar á markaðinn fyrir fiskiskipatrygg- ingar og brotið gegn samkeppnislög- um. Í andmælum SÍT og trygginga- félaganna er niðurstöðum í frum- skýrslu Samkeppnisstofnunar mót- mælt. Í svari TM segir m.a. að það geti tæpast talist óeðlilegt að inn- koma nýs félags yrði eitthvað rædd og skoðuð innan SÍT. VÍS bendir á að upplýsingaskipti tryggingafélaganna sem vitnað er til í frumskýrslunni séu hvorki byggð á samningi, samþykkt- um né samstilltum aðgerðum fyrir- tækjanna og þau geti ekki falið í sér brot á samkeppnislögum. Óheimilt að miðla upplýsingum Í umfjöllun Samkeppnisstofnunar um meintar aðgerðir SÍT segir að tryggingafélögin hafi neitað Alþjóð- legri miðlun ehf. um upplýsingar um fyrri tjón væntanlegra viðskiptavina er hún hóf að bjóða fiskiskipatrygg- ingar í umboði erlenda trygginga- félagsins COX at Lloyd’s. Jafnframt er sagt að félögin innan SÍT hafi miðl- að milli sín sams konar upplýsingum. Félögin segja að miðlun persónu- upplýsinga hafi verið óheimil og í svari SÍT og Sjóvár-Almennra er vitnað til bréfs viðskiptaráðuneytisins frá 1997 því til staðfestingar. Félögin neita því alfarið að þau hafi miðlað sín í milli sambærilegum upplýsingum. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnun- ar segir að bréf SÍT til trygginga- félaganna og fleiri gögn sýni að sam- tökin hafi gegnt lykilhlutverki við að útiloka upplýsingagjöf til Alþjóðlegr- ar miðlunar. Aðildarfélögin hafi feng- ið bein fyrirmæli um hvernig svara bæri umleitunum félagsins. Telur stofnunin ekki unnt að líta öðruvísi á en að markmið aðgerðanna hafi verið að halda markaðnum fyrir aðildarfyr- irtæki SÍT og vinna gegn því að nýr keppinautur myndi t.d. lækka verð eða auka samkeppni. Því séu þær al- varlegt brot á samkeppnislögum. Frumskýrsla Samkeppnisstofnunar um meint samráð í fiskiskipatryggingum Sakaðir um samstilltar að- gerðir gegn nýjum keppinaut Tryggingafélögin neita því að hafa brotið gegn samkeppnislögum  Úr frumskýrslu og andmælum/10 UM 200 friðargæsluliðum frá Nígeríu var ákaft fagnað er þeir lentu á flugvelli Mon- róvíu, höfuðborgar Líberíu, í gær. Alls er ráðgert að senda rúmlega 3.000 friðargæslu- liða til landsins þar sem blóðug borgara- styrjöld hefur geisað með hléum í 14 ár. Von- ast er til að takast muni að binda enda á stríðið sem kostað hefur 200.000 manns lífið. Þá voru 66 fórnarlömb stríðsins, þar af fimm börn, greftruð rétt við Monróvíu í gær. Fólkið fagnaði ákaft er flutningavélar með hjálpargögn, matvæli og lyf, lentu á flugvell- inum en 1.000 manns hafa látið lífið í bardög- unum síðustu tvo mánuði, margir hafa þurft að flýja heimili sín og matur og vatn verið af skornum skammti. „Við viljum frið, ekki meira stríð,“ hrópuðu hundruð manna á flugvellinum. Bíða skipana frá Bush Tvö bandarísk herskip bíða nú undan ströndum Líberíu og er hið þriðja á leiðinni. 2.000 landgönguliðar eru viðbúnir því að að- stoða afrísku friðargæsluliðana. Þeir bíða skipana frá George W. Bush Bandaríkjafor- seta sem hefur ekki ákveðið hvort þeir skuli halda inn í landið og hefja aðgerðir. Bæði stjórn landsins og uppreisnarhópar fögnuðu komu friðargæsluliðanna og sögð- ust vonast til að friður kæmist á. Þó mátti enn heyra skothvelli í höfuðborginni sjálfri í gær þrátt fyrir að ekki bæri á jafnhörðum bardögum og verið hafa undanfarna daga. AP Onwuama Egbu Emeka, nígerískur hers- höfðingi, var borinn á gullstól af borg- urum sem fögnuðu komu friðargæsluliða á flugvelli Monróvíuborgar. Friðargæslu- lið komið til Líberíu Monróvíu. AP. Gullin á elleftu stundu GÍFURLEGIR hitar eru víða í Evrópu og hafa þeir valdið skógar- eldum, neyðarástandi í landbúnaði og hættulega miklu ósonmagni í lofti. Í Bretlandi búast margir við, að fyrra hitamet þar í landi, 37,1 gráða á celsíus, falli um miðja vik- una. Í Portúgal hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna mestu skóg- arelda þar á síðari tímum en þeir hafa nú kostað níu manns lífið. Tekist hefur að slökkva eldana, sem urðu fimm manns að fjörtjóni í Frakklandi, en eldar geisa einnig á Suður- og Mið-Spáni. Í Frakklandi hefur verið gripið til vatnsskömmt- unar í stórum hlutum landsins en þar og í mörgum öðrum Evrópu- ríkjum sjá bændur fram á mikinn uppskerubrest og litla mjólkur- framleiðslu. Á Spáni hefur verð á kjúklingum rokið upp um 35% vegna hitanna en þeir hafa drepið meira en millj- ón fugla og þeir, sem lifa, þrífast illa vegna svækjunnar. Sjö hafa lát- ist vegna hita á Spáni undanfarið. Versnar á næstu dögum Hitinn fór víða yfir 40 stig í Frakklandi og Þýskalandi í gær og á mörgum skrifstofum og öðrum vinnustöðum í Berlín var svækjan orðin svo mikil, að fólki var gefið frí. Í löndunum báðum er búist við, að ástandið muni versna á næstu dögum, en í Þýskalandi eru fimm dauðsföll um helgina rakin til hit- ans. Í ágúst 1990 mældist 37,1 gráðu hiti í Cheltenham í Englandi en bú- ist er við, að það met falli um miðja vikuna. Þar í landi hefur lestar- stjórum verið skipað að hægja verulega á ferðinni af ótta við, að teinarnir séu ekki nógu stöðugir í hitanum. Dýrum gefnir frostpinnar Mengun, einkum ósonmengun, í mörgum evrópskum borgum er orðin svo mikil, að fólk hefur verið varað við að skokka eða reyna verulega á sig. Í París fyrirskipuðu yfirvöld hraðatakmarkanir og fækkuðu strætisvagnaferðum til að reyna að draga úr mengun. Í dýragörðum í Englandi gripu starfsmenn til ýmissa ráða til að reyna að vernda dýrin í kæfandi sumarhitanum og gæta þess að þau fengju nægan vökva. Mörgæsir í Lundúnadýragarðinum fengu fisk- frostpinna, ljón og tígrisdýr gleyptu í sig blóð- og rósmarín- frostpinna og birnir og apar fengu ávaxtaís. Þá voru svínin vandlega borin sólaráburði. Deilt er um hvort hitabylgjan geti tengst langvarandi loftslags- breytingum vegna gróðurhúsa- áhrifa en sumir telja að svo sé. Neyð vegna hita í Evrópu París. AFP. Reuters Íbúar í Macao-þorpi, um 100 km norður af Lissabon, skvetta vatni á skógarelda. Neyðarástand er í landinu og hafa yfirvöld beðið aðrar þjóðir um hjálp. Sextán manns hafa látist vegna hitabylgju á Spáni og í Portúgal. Fólk reynir að kæla sig í gosbrunni á Concorde-torgi í París í gær þar sem hiti fór upp í 35 gráður annan daginn í röð eins og víðar í Evrópu. EPA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.