Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 25 ✝ Elinborg Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 16. sept- ember 1920. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 27. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jak- ob Thorarensen, rit- höfundur og skáld, f. 18. maí 1886, d. 26. apríl 1972, og Borg- hildur Thorarensen húsmóðir, f. 24. júlí 1897, d. 23. janúar 1996. Elinborg átti eina systur, Lauf- eyju, f. 20. ágúst 1917, d. 11. febr- úar 2000. Elinborg giftist hinn 15. janúar 1944 Gunnari Sigurðssyni, f. á Ak- ureyri 4. sept. 1916, fyrrverandi flugvallarstjóra Reykjavíkurflug- vallar. Foreldrar Gunnars voru Sigurður Sigurðsson bóksali, f. 23. júlí 1874, d. 23. maí 1923, og Soffía Stefánsdóttir, f. 9. nóvem- ber 1891, d. 26. febrúar 1973. El- inborg og Gunnar eignuðust þrjú börn: 1) Borghildur húsmóðir, f. 7. desember 1945, maki Jón Aðils sem nýlega lét af störfum sem sér- fræðingur hjá Landsvirkjun. Börn þeirra eru Elinborg fulltrúi, f. 2. sept. 1965, Jón Gunnar rekstrar- hagfræðingur, f. 30. okt. 1966, og Jakob landfræðingur, f. 14. maí 1970. 2) Gunnhildur, f. 28. október 1949. Barnsfaðir Gunnhildar er Jónas Hermannsson og barn þeirra Soffía Guðrún barnalækn- ir, f. 30. ágúst 1966. Maki Gunnhildar var Sigurður Jónsson sjómaður, þau skildu. Börn þeirra eru Gunnar bygg- ingatæknifræðing- ur, f. 24. júlí 1970, Ingibjörg Salóme viðskiptafræðingur, f. 18. apríl 1973, Jón, nemi í Tækniskóla Íslands, f. 7. des. 1977, og Andri Björn, f. 14. ágúst 1989. 3) Jakob, umhverfisfræðingur hjá Skipu- lagsstofnun, f. 19. nóvember 1954, maki Þuríður Árnadóttir skrif- stofumaður. Barn þeirra er Íris Björk, f. 11. maí 1989. Elinborgu og Gunnari varð 13 barnabarna- barna auðið. Elinborg ólst upp í Reykjavík, lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og bjó um nokkurra ára skeið í Bandaríkjunum þar sem hún kynntist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Gunnari. Þau áttu síðan heimili í Reykjavík og bjuggu lengst af á Ljósvallagötu 10. Útför Elinborgar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag ætla ég að kveðja ömmu mína og nöfnu – Elínborgu. Amma Ella var alltaf kölluð Ella stóra en ég var kölluð Ella litla. Ég fékk oft að sofa heima hjá ömmu Ellu; ekki var til aukarúm, þannig að afi setti saman tvo hægindastóla og þannig var komið rúm og þar svaf ég oft hjá þeim, alveg þangað til ég varð of stór til þess að hæg- indastólarnir dygðu fyrir mig. Það var alltaf sunnudagskaffi hjá „ömmu B“ á hæðinni fyrir ofan afa og ömmu Ellu en þau bjuggu öll í sama húsinu. Því hitti ég ömmu Ellu á hverjum sunnudegi þegar ég var barn og langt fram á unglings- árin. Amma Ella hafði ferðast mikið og hafði margar ævintýrasögur í poka- horninu og hún þreyttist aldrei á að segja mér frá ferðalögum sínum. Amma Ella lagði mikla áherslu á að hafa betri stofuna fallega og á jólunum var hún alltaf með stærsta og fallegasta jólatréð í Reykjavík, enda bæði jólaljósin og jólaskrautið fengið frá Ameríku og fékkst ekki hér heima á þeim tíma svo fallegt og sérstakt jólaskraut. Það sem ég minnist sérstaklega um ömmu Ellu er hvað hún gat allt- af hlegið og verið skemmtileg, sama á hverju gekk. Amma Ella var eitilhörð og með bein í nefinu, eins og þegar hún ákvað það með sjálfri sér að hætta að reykja eftir 40 ár. Þá hætti hún strax, án nokkurra hjálparlyfja, og reykti aldrei eftir það. Síðustu ár eyddi ég miklum tíma með ömmu Ellu þar sem hún var talsvert veik og ég var hjá henni sem selskapsdama og einnig henni til aðstoðar. Ég sat hjá henni tvisvar í viku um árabil meðan hún og afi bjuggu ennþá á Ljósvallagöt- unni. Við töluðum mikið, borðuðum alltaf morgunverð og hádegisverð saman, fórum stundum í bíltúr og fengum okkur ís ef veðrið var gott og settumst út á svalirnar og nutum góða veðursins. Og eftir að yngsti sonur minn fæddist þá fór ég til ömmu Ellu að minnsta kosti einu sinni í viku með litla angann með mér. Síðasta ár bjuggu amma Ella og afi Gunnar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þar sem þau fengu að- hlynningu og hlýju frá hjúkrunar- fræðingum og starfsfólki sem voru alveg sérstök, svo mikla þolinmæði og hlýju sem þau veittu ömmu Ellu síðustu mánuðina sem hún barðist við veikindi sín. Síðustu vikurnar fór ég reglulega til ömmu Ellu og fylgdist með henni þar sem hún barðist við veikindi sín af miklum baráttuhug og lífsvilja – það er í rauninni kraftaverk að hún skyldi fá að vera eins lengi hjá okk- ur og raun ber vitni. Ég var hjá henni þegar hún skildi við þennan heim og þrátt fyrir söknuð yfir að hún væri farin gladd- ist ég þegar ég sá friðinn sem færð- ist yfir hana; hún var orðin þreytt á þessari baráttu og þurfti hvíldina. Far þú í friði, amma mín, ég sakna þín en þú ert komin á betri stað þar sem þér líður vel. Þín dótturdóttir og nafna, Elínborg. Það er með sárum söknuði og þakklæti að ég kveð ömmu mína, Elínborgu Sigurðsson, söknuði yfir því að kveðja hana svo snögglega og þakklæti að hafa átt slíka ástkæra, umhyggjusama og umfram allt skemmtilega ömmu. Mínar fyrstu minningar eru tengdar heimili afa og ömmu, þar sem ég ólst upp að hluta hjá þeim mín fyrstu æviár. Þar naut ég óspilltrar athygli og ástríkis og alla tíð hef ég átt mjög náið samband við ömmu. Æskuminningarnar eru umvafðar umhyggju, gleði og ást- ríki ömmu, skemmtilegum frásögn- um um atburði úr ferðum hennar í framandi löndum, göngutúrum um Vesturbæinn að ógleymdum kvöld- stundum með tónlist frá 5. áratugn- um, þar sem afi og amma tóku oft nokkur danspor. Göngutúrarnir voru ómissandi hluti af daglegu lífi hjá ömmu, og átti hún sér nokkra uppáhaldsstaði og oft var það þegar ég kom í heimsókn á Ljósvallagöt- una og fann hana ekki inni að þá var bara að leita úti á einhverjum af þessum uppáhaldstöðum. Gamli kirkjugarðurinn var þeirra vinsæl- astur og voru það ófáar stundirnar sem amma sat þar, naut sólarinnar, blómanna og las blöð og tímarit. Í minningunni leit ég alltaf svo á að garðurinn væri hinn fallegasti skrúðgarður en ekki kirkjugarður. Þau voru líka ófá ferðalögin um hringveg Íslands sem ég fór með afa og ömmu en upp úr stendur þó ferðin til Bretlands þegar ég var 11 ára. Ég man enn þann dag þegar þau kölluðu mig inn í eldhús og sögðu mér frá því, þetta var mín fyrsta ferð til útlanda og því mikil ævintýraferð. Amma var mjög skemmtileg kona með ríka kímnigáfu og var alltaf mikið hlegið í návist hennar. Hún var víðlesin og fylgdist mjög vel með nýjungum á hinum ýmsu svið- um og hafði gaman að „diskútera“, sérstaklega nýjungar í læknisfæði og kom mér oft á óvart með vitn- eskju um nýjar tækniframfarir eins og líffæraígræðslu á sama tíma og ég var fyrst að læra um það í lækn- isfræði. Amma hafði alla tíð unun af því að ferðast og strax um 18 ára aldur hafði hún ferðast til Bretlands til enskunáms og, eins og hún sagði sjálf, sem selskapsdama hjá heldri konu. Nokkrum árum síðar lagði hún í öllu meiri ferð þegar hún sigldi til Bandaríkjanna – undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Sú sigling yfir Atlantshafið í skipalest, þar sem vofði yfir stöðugur ótti um að verða fyrir skotárás og upplifa það að horfa á fólk ósjálfbjarga í sjónum eftir að skipi þeirra var sökkt, var lífsreynsla sem hafði djúptæk áhrif á hana. Eftir að hún kom til Bandaríkjanna dvaldi hún um hríð á austurströndinni en flutt- ist síðar yfir á vesturströndina, til Kaliforníu. Þar lágu svo saman leið- ir afa og ömmu og giftu þau sig þar í Glendale sem er hluti af Los Ang- eles. Það er skemmtilegt til þess að hugsa að rætur fjölskyldunnar liggja að hluta í Kaliforníu, þar sem ég bý þar núna og átti ég þess kost í fyrra að keyra ásamt fjölskyldu minni til Glendale. Hin síðari ár þurfti amma að glíma við ýmis heilsuvandamál og í þeirri glímu sýndi hún ótrúlegan viljastyrk og baráttugleði en í þess- ari síðustu glímu varð hún að lúta æðra valdi en ég veit að hún stígur nú staðföst í báða fætur. Við kveðjum ömmu og vottum öll- um aðstandendum, þá sérstaklega elsku afa, alla okkar samúð. Elsku amma, far þú í friði. Soffía og Ágúst, Egill Al- mar, Kjartan Logi, Stefán Snær, Gunnar Jökull, Alma Hildur og Ágúst Bjarki. Það eru ekki nema nokkrir mán- uðir í sextíu ára brúðkaupsafmæli ömmu og afa, demantsbrúðkaups- afmæli. Eftir situr afi með minn- ingar um viðburðarík sextíu ár. Frá því að ég man eftir mér bjuggu amma og afi á Ljósvallagöt- unni. Á neðri hæðinni voru amma og afi og á efri hæðinni langamma Borghildur. Áður fyrr kom fjöl- skyldan alltaf saman á sunnudögum í eftirmiðdagskaffi hjá langömmu á efri hæðinni. Þar var oft líf og fjör og ýmislegt brallað. Fyrir unga drengi var svæðið í kringum Ljós- vallagötu spennandi og þegar inn var komið eftir útiveruna var ávallt fullt borð af heimabökuðu góðgæti sem dugði vel ofan í allan krakka- skarann. Amma og afi kynntust á stríðs- árunum í Kaliforníu. Afi var þar við nám, flugið átti hug hans allan, en amma var í ævintýraleit og fann þá íslenskan draumaprins. Í starfi sínu sem flugvallarstjóri Reykjavíkur- flugvallar ferðaðist afi víðsvegar um heiminn og amma var ávallt með honum í för. Þegar heim var komið fengum við barnabörnin gjarnan nýstárlegt gotterí sem ekki var til á Íslandi á þeim tíma og þótti spenn- andi. Hin síðari ár var gaman að heyra sögur þeirra af ferðalögum til hinna ýmsu landa og ávallt var amma mjög spennt að heyra um hagi mína og þá sérstaklega ef ég var á flakki í útlöndum. Amma var um margt sérstök, ákveðin, fjörug og forvitin. Lífsviljinn var mikill hjá ömmu og náði hún sér jafnharðan aftur eftir veikindi á síðustu árum. Þegar amma veiktist fyrir þremur vikum var kallið komið. Hún náði sér ekki aftur eftir aðgerð þrátt fyrir ríkan lífsvilja. Fyrir einu og hálfu ári fluttu amma og afi á hjúkrunarheimilið Sóltún. Þar nutu þau framúrskar- andi umönnunar góðs starfsfólks Sóltúns. Elsku afi, hugur minn er hjá þér. Ég hef oft sagt á und- anförnum árum að það sé óvenju- legt að afi skuli ennþá vera svona mikið skotinn í ömmu eftir sextíu ára sambúð. Jón Gunnar. Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund og það er svo ólýsanlega erfitt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að hitta þig aftur. Á stundu sem þessari rifjast upp margar góðar minningar. Þegar ég var lítil fannst mér þið framandi fólk. Þið ferðuðust um allan heim og dvölduð oft erlendis. Svo komuð þið heim færandi hendi með allskonar útlenskt sælgæti sem okkur syst- kinunum þótti fengur í. Eitt árið fengum við útlensk páskaegg, sem voru allt öðruvísi en þau íslensku og miklu flottari. Mér er minnisstæður veturinn þegar ég var sextán ára. Þá um haustið hafði ég hafið nám í MR og þá var stutt að skjótast til afa og ömmu á Ljósvallagötunni. Ævinlega tókstu vel á móti mér og áttum við margar skemmtilegar stundir. Mér fannst svo gaman að sitja og spjalla, því þú varst svo ung í anda að sam- ræðurnar snerust jafnmikið um hugðarefni sextán ára stúlku og fullorðinnar konu. Sem ung kona dvaldist þú í Am- eríku þar sem þú kynntist afa. Og Ameríkuáhrifin leyndu sér ekki. Mér er sérstaklega minnisstætt stóra flotta jólatréð með ameríska jólaskrautinu. Ár eftir ár dáðist ég að þessu kraftaverki og var sann- færð um að þetta væri fallegasta jólatréð í öllum bænum. Elsku afi minn. Megi góður guð vera með þér og styrkja þig á þess- ari erfiðu stundu. Það eru svo margar minningar sem ylja mér um hjartarætur núna, elsku amma mín. Takk fyrir allt og allt. Þín Ingibjörg Salóme. Látin er í Reykjavík æskuvin- kona mín, Elínborg Sigurðsson, kölluð Ella. Við vorum báðar aldar upp við Tjörnina, fegursta staðnum í Reykjavík. Þegar ég var 6 ára byggði Jakob Thorarensen skáld hús við Skálholtsstíg 2a, beint fyrir ofan Fríkirkjuna. Hann átti tvær dætur, Laufeyju, sem var jafnaldra mín og Elínborgu, sem var þremur árum yngri. Við Laufey urðum strax miklar vinkonur, byrjuðum saman í Mið- bæjarbarnaskólanum og sátum saman alla okkar skólatíð. Fyrst framan af var Ella ekki mikið með okkur, þar sem hún var svo mikið yngri. En þetta breyttist með árunum og á unglingsárum vorum við allar orðnar jafn miklar vinkonur. Heimili þeirra varð sem mitt annað heimili og var það ekki síst að þakka Borghildi, móður þeirra, sem var dásamleg kona og tók mér alltaf opnum örmum. Ella stundaði nám í Kvennaskól- anum í Reykjavík en að því loknu fór hún til Englands í enskunám. Þegar heim kom afgreiddi hún lengi í ritfangaverslun Pennans, sem var til húsa í Ingólfshvoli. Var hún mjög vinsæl við afgreiðslustörfin og mik- ið til hennar leitað þegar afgreiða þurfti útlendinga því hún talaði svo vel ensku. Ella var líka mjög glæsi- leg stúlka, svo eftir henni var tekið. Árið 1942 ákvað Ella að fara til Bandaríkjanna því þar átti hún vini. Sigldi hún með Goðafossi í skipalest til New York. Ég starfaði þá í New York og kom það í minn hlut að taka á móti henni. Urðu það miklir fagnaðarfundir. Varð það úr að hún dvaldi hjá mér og vinkonu minni í tvo mánuði áður en hún hélt förinni áfram til Los Angeles en þangað var förinni heitið. Ella var margoft búin að biðja mig að heimsækja sig en í fyrstu fannst mér það fjarstæða. En svo var það í júlí 1943 að ég ákvað að segja starfi mínu lausu og snúa aft- ur heim til Íslands. Mig langaði að sjá meira af Bandaríkjunum áður en ég færi heim, svo ég ákvað að skella mér með „Greyhound bus“ til Los Angeles og heimsækja Ellu. Sú heimsókn stóð í meira en fimm mánuði, því mér bauðst starf þar og bjuggum við Ella saman. Það var dásamlegur tími og þá tengdumst við enn sterkari vináttuböndum, sem stóðu til æviloka. Þar réðust líka örlög Ellu. Við rákumst á smáfrétt í dagblaði um að þrír Íslendingar frá Akureyri hefðu innritast á flugskóla í LA. Við veltum fyrir okkur hvort við ættum að reyna að komast í samband við þessa landa okkar en það varð úr og við ákváðum að hittast. Þeir urðu mjög góðir vinir okkar og einn af þeim var Gunnar Sigurðsson, mikill mannkostamaður, sem varð eiginmaður Ellu fjórum mánuðum seinna. Þau giftu sig 15. janúar 1944 og hefðu þau átt 60 ára brúðkaups- afmæli í byrjun næsta árs. Þau fluttu til Íslands eftir að Gunnar lauk námi og var hann flugvallar- stjóri Reykjavíkurflugvallar þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ella og Gunnar voru mjög sam- rýnd og máttu ekki af hvort öðru sjá og voru alltaf nefnd í sömu and- ránni. Þau eignuðust þrjú mann- vænleg börn og mörg barna- og barnabarnabörn, allt hið gjörvuleg- asta fólk. Ella var mjög skemmtileg, sér- staklega orðheppin og fljót að sjá skoplegu hliðarnar á hlutunum. Það sem ég mat þó mest við hana var hve hún var hrein og bein og trygg- lynd, mikill vinur vina sinna, mátti ekki heyra á þá orði hallað. Elínborg og Gunnar hafa bæði átt við heilsubrest að stríða á síð- ustu árum og voru flutt af Ljós- vallagötu 10, þar sem þau höfðu bú- ið mikinn hluta ævinnar og á Hjúkrunarheimilið Sóltún, þar sem Ella lést. Elsku Gunnar, ég veit að þér er mikill söknuður í huga eftir að hafa misst Ellu eftir nærri 60 ára hjóna- band en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvista svo lengi. Ég votta þér og fjölskyldu þinni innilega samúð. Margrét Thoroddsen. ELINBORG SIGURÐSSON ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.