Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM TÓLF þúsund manns voru á fjöl- skylduhátíðinni Ein með öllu á Ak- ureyri um helgina. Mikið var um eft- irlitslausa unglinga og ölvun í bænum var mikil að sögn lögreglunnar á Ak- ureyri. Hún var að eigin sögn of fálið- uð þegar hvað mest var um að vera á föstudags- og laugardagskvöldið þrátt fyrir aukaviðbúnað. Aðfaranótt laugardags var maður skorinn á háls með brotinni bjór- flösku og mikil mildi að maðurinn slasaðist ekki alvarlega. Ráðist var á tvo lögreglumenn sem höfðu haft af- skipti af ölvuðum ökumanni og annar lögreglumaðurinn skallaður en sparkað í hinn. Talsvert var um ölvunarakstur og þurfti lögreglan að hafa afskipti af mörgum ökumönnum, sérstaklega í gærmorgun þegar gestir fóru að halda heim á leið. Lögreglan var um miðjan dag í gær búin að stöðva á annan tug bíla. Jakob Björnsson, starfandi bæjar- stjóri á Akureyri, segir í samtali við Morgunblaðið að hátíðin í ár sé skref til baka miðað við það sem verið hefur undanfarin tvö ár. Jakob segist eiga von á því að yfir- völd og mótshaldarar ræði saman á næstunni og reyni að fara yfir það sem betur hefði mátt fara. Ljóst væri að íbúar á Akureyri væru ekki ánægðir með ástandið eins og það var um helgina. Mikil ölvun á Akureyri TALSVERÐUR erill var í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli um helgina. Þrír gestir af bindindis- mótinu í Galtalæk gistu fanga- geymslur vegna ölvunar og óláta, en eitthvað bar á ölvun á svæðinu að sögn lögreglu. Nokkur fíkniefnamál komu upp í Galtalæk, gerð voru upptæk rúm- lega tíu grömm af hassi og tvær e- pillur, og segir lögregla ljóst að efnin hafi verið ætluð til eigin neyslu. Eitt- hvað var um pústra en engar kærur hafa borist til lögreglu vegna líkams- árása. Bifreið valt rétt fyrir miðnætti að- faranótt mánudags á Landvegi. Öku- maður var fluttur á slysadeild á Hellu, en áverkar hans reyndust óverulegir. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Bíllinn er mikið skemmdur. Tveir voru í bíl sem valt rétt eftir miðnætti aðfaranótt mánudags á Hagabraut. Óhappið átti sér stað í beygju á malarvegi í myrkri og mun ökumaður hafa misreiknað aðstæður með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Báðir mennirnir voru í beltum og sluppu með óveruleg meiðsli, en bíllinn er talsvert skemmdur. Nokkuð um ölvun í Galtalæk um helgina VIÐ upphaf brekkusöngs á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöldið las Birgir Guð- jónsson, formaður þjóðhátíðar- nefndar, bréf frá Árna Johnsen. Hann tók fram í upphafi lestrarins að skoðanir sem fram kæmu í bréfinu væru Árna en ekki nefnd- arinnar. Árni sagði í bréfinu að það biti harkalega að geta ekki fengið að taka þátt í brekkusöngnum og sagði að allt fram á síðustu stundu hefði þyrla verið til taks að flytja hann til Vestmannaeyja. Hann fékk þó ekki leyfi hjá fangelsis- málastofnun og dómsmálaráðu- neytinu og komst ekki til Vest- mannaeyja. Í bréfi sínu sagði Árni m.a. að allt hefði verið gert til þess að tryggja að hann gæti komið á þjóðhátíð. „[E]n við höfum þurft að glíma við menn sem fyrirlíta fólk og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að gera lífið leið- inlegt,“ sagði í bréfinu. Þá lofaði Árni því að vera við brekkusöng á næstu þjóðhátíð. Vestmanneyingurinn Róbert Marshall fréttamaður hljóp í skarðið fyrir Árna og stjórnaði brekkusöngnum. Fíkniefni gerð upptæk Að sögn Birgis Guðjónssonar, formanns þjóðhátíðarnefndar, voru á milli átta og níu þúsund manns á þjóðhátíð á sunnudag og voru þeir ánægðir með hátíðina. Nokkuð bar á fíkniefnanotkum og voru gerð upptæk fíkniefni hjá á fjórða tug manna. Lögreglan gerði upptæk um 30 grömm af amfetamíni og kókaíni, rúm 20 grömm af hassi og um 20 e-töflur. Að sögn lögreglu virtist sem efnin væru til einka- nota, enda lítið gert upptækt hjá hverjum um sig. Eitthvað var um átök og pústra á þjóðhátíð og voru fimm líkams- árásir kærðar til lögreglu. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki. Róbert stjórnaði brekku- söng í fjarveru Árna UM FJÖGUR þúsund manns voru á Síldarævintýri á Siglufirði um helgina og var stærstur hluti gesta fjölskyldufólk. Veður var gott alla helgina, sólskin og blíðviðri, en smá- skúr gerði á laugardagskvöldið. Að sögn lögreglunnar á Siglufirði gekk helgin rólega fyrir sig, eitthvað var um pústra milli manna en engin al- varleg slagsmál urðu og fanga- geymslur stóðu að mestu leyti auðar yfir helgina. Umferð um svæðið gekk vel og mikið var um húsbíla og fellihýsi og allur útbúnaður þeim tengdur var í lagi hjá ökumönnum að sögn lögregl- unnar á Siglufirði. Þegar gestir fóru að fara í gærmorgun var nokkuð um að ökumenn kæmu að fyrra bragði á lögreglustöðina og létu taka öndun- arsýni til að athuga hvort þeir væru ökufærir. Nostalgían sveif yfir vötnum Theodór Júlíusson mótshaldari segist vera afar ánægður með hvern- ig til hefur tekist, gestahópurinn hafi aðallega verið fjölskyldufólk og allt hafi farið friðsamlega fram, engir árekstrar eða læti. Hljómsveitirnar Hljómar, The Hefners, Von og Mið- aldamenn léku fyrir dansi um helgina og síldarstemmning var í bænum. Margir heimsóttu Síldar- minjasafn Siglufjarðar um helgina og sett var aðsóknarmet á safnið á laugardaginn. Húsfyllir var í Nýja bíói öll þrjú kvöldin sem Hljómar léku þar. Theo- dór segir að nostalgían hafi svifið yf- ir vötnum á hátíðinni og hátíðargest- ir allt upp í áttrætt hafi dansað á böllunum. Hljómar spiluðu fyrst á Siglufirði fyrir fjörutíu árum, árið 1963, þegar þeir léku með Gautum frá Siglufirði. Í Kantrýbæ var hljómsveitin Brimkló með sína fyrstu tónleika í fimmtán ár á laugardagskvöldið og samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu voru á bilinu 300-500 manns á staðnum. Um fjögur þúsund manns á Síldaræv- intýri á Siglufirði UNGLINGAMÓT UMFÍ fór fram á Ísafirði um helgina og áætlar lögregla að um 8.000 manns hafi verið á svæðinu þegar mest var. Mótshaldið gekk stórslysalaust fyrir sig, og fór allt vel fram að sögn lög- reglu. Talsvert bar á ölvun í Ísa- fjarðarbæ, utan svæðis UMFÍ, aðfaranótt sunnudags. Til- kynnt var um tvær minniháttar líkamsárárásir en engar kærur höfðu verið lagðar fram seint í gær. Lítilræði af hassi var gert upptækt á föstudagskvöldið við reglubundið eftirlit. Að öðru leyti fóru skemmtanahöld vel fram á Ísafirði þó mikið hafi verið af fólki í bænum. Bifreið fór út af Suðureyrar- vegi í Súgandafirði um klukkan 17 á sunnudag og endaði bif- reiðin í fjörunni. Þrennt var í bílnum og slasaðist enginn al- varlega, en fólkið var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til að- hlynningar. Talsvert um ölvun á Ísafirði ÞAÐ var mikið fjör á leiksvæðinu í Galtalæk um helgina. Þessir hressu krakkar skemmtu sér hið besta við að renna sér eftir vírnum og voru farnar æði marg- ar salíbunur í þessum skemmtilegu leiktækjum. Morgunblaðið/Kristinn Fjör á fjölskylduhátíð LÖGREGLAN á Neskaupstað hafði mikil afskipti af hátíðar- gestum á Neistaflugi um helgina en um fjögur þúsund gestir voru á hátíðinni þegar mest var. Að sögn lögreglu var mikið um ölvun, einkum fyrstu nótt- ina og þrjár líkamsárásir voru kærðar þá nótt en meiðsli voru ekki alvarleg. Eitt fíkniefnamál kom upp en engin kynferðis- brot voru tilkynnt. Mikil umferð hefur verið á Austurlandi um helgina en lítið hefur verið um ölvunarakstur. Þrjár lík- amsárásir á Neista- flugi FÉLAGARNIR Anton, Bjarki og Alex voru á fluhátíð við Múlakot í Fljótshlíð en nenntu ekki að fylgj- ast lengur með flugvélunum. Morgunblaðið/Kristinn Sullað á flughátíð FJÖLDI kom saman á fjöl- skylduhátíð í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum á frídegi versl- unarmanna í gær, en þá bauð Verslunarmannafélag Reykjavíkur félagsmönnum sínum og öðrum í garðinn, eins og undanfarin ár. Leiktæki fyrir alla aldurshópa voru óspart notuð, boðið var upp á andlitsmálun, trúðar voru á rölti um garðinn, svo dæmi séu nefnd. Morgunblaðið/Kristinn Í boði versl- unarmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.