Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 11
SAMKEPPNISSTOFNUN OG TRYGGINGAFÉLÖGIN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 11 miðlun óskaði eftir tilteknum upp- lýsingum hjá sjótryggjendum innan Sambands íslenskra trygginga (SÍT) en fékk ekki. Telur Sam- keppnisstofnun að gögn málsins sýni að SÍT og aðildarfyrirtæki hafi gripið til samstilltra aðgerða til að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn fyrir fiskiskipatrygg- ingar og brotið gegn 10. og 12. grein samkeppnislaga. Stofnunin vísar til fundargerða stjórnar SÍT og minnisblaðs um fund fyrirsvarsmanna sambandsins með fulltrúum Vátryggingaeftirlits- ins. Gögnin gefi skýrlega til kynna að SÍT og aðildarfyrirtæki hafi brugðist sameiginlega við innkomu þessa nýja keppinautar og að SÍT hafi haft með höndum miðlun upp- lýsinga vegna þessa. Sagt er frá því að SÍT hafi sent trygginga- félögunum afrit af tilboði Alþjóð- legrar miðlunar um tryggingu á báti. Þar komi fram hvaða iðgjöld og bónus fyrirtækið hafi boðið. „Upplýsingar af þessum toga geta talist til viðskiptaleyndarmála. Bréf þetta sýnir hversu óeðlilegu hlut- verki SÍT hefur gegnt í tengslum við innkomu nýs keppinautar á þennan markað. Sambandið aflar og miðlar upplýsingum til þess að auðvelda aðildarfyrirtækjunum að bregðast við nýjum keppinaut og þar með gera honum erfiðara að ná fótfestu á markaðnum,“ segir í skýrslunni. Stofnunin telur að SÍT hafi grip- ið til sérstakra aðgerða til að hindra að Alþjóðleg miðlun fengi upplýsingar frá tryggingafélög- unum um tjónabætur sem þau hafi greitt vegna tiltekinna báta. Í bréfi SÍT sem sent var út strax eftir að beiðni Alþjóðlegrar miðlunar var send félögunum var ítrekuð sú skoðun að félögunum væri í senn óskylt og óheimilt að gefa utan- aðkomandi aðila upplýsingar af þessu tagi. Um væri að ræða upp- lýsingar um einkamálefni sem ekki yrðu veittar nema vátryggingartak- anum sjálfum. Telur stofnunin að í bréfi þessu felist skýrt brot á sam- keppnislögum enda miðist það að því að vinna gegn því að nýjum keppinaut séu veittar mikilvægar upplýsingar og þar með torvelda innkomu hans á markaðinn. Það sé bersýnilega ekki hlutverk SÍT að hafa afskipti af því hvort einstök aðildarfélög veiti keppinauti sínum tilteknar upplýsingar. Í þessu sambandi er sagt frá því að við leit í húsakynnum SÍT hafi fundist í tölvu ritara bréf Sam- ábyrgðar Íslands til Alþjóðlegrar miðlunar þar sem fram kemur það viðhorf að óskylt og óheimilt sé að veita utanaðkomandi aðila upplýs- ingar um tjónareynslu, án þess að samþykki vátryggingataka liggi fyrir. Það telur stofnunin að sýni að SÍT hafi undirbúið svar eins að- ildarfyrirtækisins til Alþjóðlegrar miðlunar og bendi ótvírætt til sam- stilltra aðgerða innan SÍT gegn nýjum keppinaut. Samkeppnisstofnun telur að gögn sem fyrir liggja sýni að aðild- arfélög SÍT hafi skipst á upplýs- ingum um tjónareynslu vátrygg- ingataka sín í milli, enda þótt afstaða samtakanna út á við hafi verið sú að slík upplýsingagjöf væri óheimil nema með samþykki vá- tryggingataka. Því verði ekki séð að málefnalegar ástæður hafi legið að baki neitun félaganna um að veita Alþjóðlegri miðlun sambæri- legar upplýsingar um tjónareynslu og félögin miðluðu milli sín. Neitun um þessar upplýsingar hafi því, eins og málum var háttað, verið til þess fallin að gera nýjum aðilum erfitt fyrir að hasla sér völl á markaðnum þar sem iðgjaldaákv- arðanir þeirra gagnvart einstökum viðskiptamönnum hafi ekki getað byggst á jafntraustum stað- reyndalegum grunni og hjá þeim sem fyrir voru á markaðnum. Að þessu leyti hafi neitunin verið til þess fallin að hafa mjög skaðleg áhrif á samkeppni. Samkeppnisstofnun telur að bréf SÍT til sjótryggjenda og fleira sýni að samtökin hafi gegnt lykilhlut- verki við að útiloka upplýsingagjöf til Alþjóðlegrar miðlunar. Aðildar- félögunum hafi verið gefin bein fyr- irmæli um það hvernig svara bæri umleitunum félagsins. Þetta hafi því verið samtillt aðgerð SÍT og að- ildarfélaga þess, fremur en að byggjast á eigin vinnureglum hvers vátryggingafélags fyrir sig. Ekki sé unnt að líta öðruvísi á þessar að- gerðir en að þær hafi haft það markmið að halda þessum markaði fyrir aðildarfyrirtæki SÍT og vinna gegn því að nýr keppinautur myndi til dæmis lækka verð eða auka ndi fiskiskipatryggingar, vátryggingamiðlara og starfsábyrgðartryggingar SJÁ NÆSTU SÍÐU ’ Telja að SÍT og aðildarfyrirtæki hafi gripið til samstilltra aðgerða til að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.