Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 15 SAMKVÆMT frumdrögum áætlun- ar um þróun sjávarútvegsins í Rúss- landi fram til 2020 er stefnt að því að hætta uppboðum á kvóta, sem hafa verið mjög óvinsæl. Í staðinn komi aðrar aðgerðir til þess að stjórna fiskveiðunum. Í drögunum stendur að kvóti eigi að vera til fimm ára og úthlutun ráð- ist af fenginni reynslu umsækjenda og hvernig viðkomandi hafi staðið að veiðunum. Fyrirtækjunum verður einnig heimilt að selja og kaupa kvóta. Yfirvöld munu innheimta kvótagjald sem verður eitthvað lægra en meðalverð kvótauppboð- anna. Minni spilling Efnahagsmálaráðherra Rúss- lands, German Gref, segir að úthlut- un kvótans komi til framkvæmda seinni hluta þessa árs og muni hafa þau áhrif að hin betur reknu sjávar- útvegsfyrirtæki muni hafa hag af. Sjávarútvegur er lífsnauðsynlegur á sumum svæðum Rússlands en mikil spilling er innan hans og óspillt kerfi við úthlutun fiskveiðikvóta ætti að vera fagnaðarefni, segir í tilkynn- ingu frá World Markets Research Centre. Reiknað er með að hið nýja kvóta- gjald verði lægra en uppboðsverðið sem að mati sjómanna var óheyri- lega hátt og hafði í för með sér að menn freistuðust til að veiða í óleyfi, segir í frétt í Moscow Times. En yfir- völd hafa enn ekki greint frá hve mikið þau eru til í að koma til móts við sjómenn til þess að lækka kostn- aðinn við kvótaúthlutunina. Ójóst er hvernig erlendar útgerðir muni geta haldið áfram veiðum í rússneskri lögsögu, segir Sergei Samatov, talsmaður opinberrar nefndar um fiskveiðar. Ekki á eitt sáttir Eins og við var að búast eru skipt- ar skoðanir um hið nýja kerfi. Tals- maður efnahags- og viðskiptaráðu- neytisins ver t.d. kvótauppboðin, sem komið var á árið 2001, og segir þau hafa verið „einu mögulegu leið- ina til þess að útfæra kvótaleiguna á sínum tíma“. Uppboðin hafi verið nauðsynlegt tæki til að koma á „heil- brigðara“ sambandi milli fyrirtækj- anna og svæðisstjórnanna sem hafi „stundum jaðrað við að vera ólög- legt“. Ástandð hafi batnað verulega, segir talsmaðurinn. Löggæsla á mið- unum hafi batnað til mikilla muna og allt skipulag fiskveiðistjórnunarinn- ar. Kvótauppboðin hafi einnig hjálp- að til við að auka kostnaðarvitund sjávarútvegsfyrirtækjanna og bætt þekkingu manna á rekstri slíkra fyr- irtækja. Reiknað er með að hið nýja fyrir- komulag hafi skilað tvöföldun afla árið 2020. Rússar hætta upp- boðum á kvóta Rússar eru nú að hverfa frá upp- boðum á veiðiheimildum, en áfram mun þurfa að greiða fyrir þær. SKEMMTIGARÐURINN Euro Disney í París hefur sent frá sér að- vörun þess efnis að hann gæti lent í erfiðleikum með að greiða skuldir sínar. Verð hlutabréfa í félaginu sem rekur garðinn hrapaði í kjölfar þessara frétta um 23%. Félagið rekur slæmt gengi rekstrarins til nýlegra verkfalla í Frakklandi og tregðu fólks í Evr- ópu til að ferðast. Hins telja verð- bréfamiðlarar að nýjungar í garð- inum hafi misst marks og dragi ekki að gesti í stórum stíl, eins og áætlað var. Félagið segist eiga í viðræðum um endurskoðun samninga við lán- ardrottna og varaði við því að ef þær viðræður skiluðu ekki árangri, gæti félagið ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Líklegt þykir að Euro Disney nái samningum við sinn helsta lánar- drottin, CDC, vegna þeirra fjöl- mörgu starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu. CDC er svo gott sem ríkisfyrirtæki í Frakklandi og starfar m.a. við fjármögnun verk- efna sem tengjast þróun ákveðinna svæða. Skemmtigarðurinn Euro Disney var opnaður austan við París árið 1992 með talsverðum stuðningi franskra stjórnvalda. Frá upphafi átti hann í vandræðum vegna árekstra á milli franskrar menning- ar og bandarískra viðskiptahátta. Árið 1994 varð félagið að fara í björgunaraðgerðir á rekstrinum með endurskipulagningu fjármála og undanþágum frá höfundar- réttargreiðslum til móðurfélagsins Walt Disney í Bandaríkjunum. Nýjungar hjá Euro Disney hafa misst marks og draga ekki að gesti, að mati markaðsaðila. Euro Disney í skuldafeni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.