Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 18
HESTAR
18 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
S
IGURGLEÐIN verður
aldrei eins fölskvalaus
og einmitt þegar óvæntir
sigrar vinnast. Þegar
barómet sálartetursins
er farið að síga verulega og tilhugs-
unin um að fara heim af HM án
þess að fá tækifæri til að taka þátt í
sigurgleði orðin ríkjandi verða sigr-
arnir hvað sætastir. Og nú gleðjast
Íslendingar yfir hinum góða ár-
angri íslenska landsliðsins en það
var yfir mörgu fleira að gleðjast að
afloknu heimsmeistaramóti þar sem
íslenski hesturinn er í aðalhlut-
verki.
Sætur sigur í fjórgangi
Hinir fræknu sigrar í þremur
hringvallargreinum voru langt í frá
fyrirhafnarlausir og sigur Berg-
lindar Ragnarsdóttur og Bassa frá
Möðruvöllum líklega sá sætasti fyr-
ir þær sakir hversu óvæntur hann
var. Þeir voru margir kvíðnir Ís-
lendingarnir sem fylgdust með for-
keppni í tölti þar sem væntingar
voru mestar um gullverðlaun, því
þrátt fyrir góðar vonir hafði gengi
íslenska liðsins verið þannig að
ýmsir voru farnir að örvænta. En
Jóhann R. Skúlason skilaði af-
bragðssýningu á Snarpi frá Kjart-
ansstöðum og fyrsta sætið var
þeirra og þungu fargi var af stuðn-
ingsliðinu létt – það var farið að
glitta í gullið. Staðan fyrir úrslitin
var allþokkaleg; enginn efaðist um
góða sigurmöguleika Jóhanns og
Snarps og í fimmgangi treystu
menn á þá Vigni Jónasson og Klakk
frá Búlandi og Sigurð Matthíasson
og Fálka frá Sauðárkróki. Báðir
búnir að vinna HM-titil í fimm-
gangi, menn með mikla reynslu og
sömuleiðis mikið keppnisskap.
Sú finnska óþægilega
nærri gullinu
Staða Vignis var góð eftir tölt og
brokk og eftir fetið batnaði staða
Sigurðar og Fálka en hún gerði það
líka hjá finnsku stúlkunni Nicolu
Bergmann, sem nú mætti með
Bruna frá Súluholti í fimmganginn
en hafði áður gert það gott í fjór-
gangi á tveimur HM. Hún hafði
unnið sig upp úr B-úrslitum, hafði
verið í níunda til tíunda sæti eftir
forkeppni en var nú farin setja
heldur betur strik í reikninginn. Ís-
lendingarnir Gunnar Hafdal, sem
keppti fyrir Danmörku á Ljósvaka
frá Akureyri, og Sigfús B. Sigfús-
son, sem keppti fyrir Svíþjóð á
Hrafnfaxa frá Vestra-Geldingaholti,
voru heillum horfnir í úrslitunum
og fljótlega ljóst að þeir myndu
tæplega blanda sér í baráttuna um
gullið. En allt í einu var sú finnska
komin í hörkukeppni við Sigurð og
búin að skáka Vigni aftur fyrir sig
þegar að skeiðinu kom. Þegar svo
upp var staðið munaði aðeins 0,04 í
einkunn á þeim. Nicola og Bruni
voru ótvíræðir hástökkvarar móts-
ins og þessi frammistaða hennar
eitt af því sem hefur komið hvað
mest á óvart á mótinu. Er þetta
besti árangur sem Finnar hafa náð
á þessum mótum til þessa og vísast
virkar svona nokkuð eins og víta-
mínsprauta á Íslandshestamennsk-
una þar í landi.
Að lokinni forkeppni í fjórgangi
voru líklega flestir ef ekki allir Ís-
lendingar á staðnum búnir að af-
skrifa sigur þar og sáttir við að
óslitin sigurganga í greininni frá
1997 væri nánast staðreynd. Berg-
lind Ragnarsdóttir var ein fárra á
annarri skoðun og mætti með bros
á vör til leiks á sunnudeginum.
Bassi var í góðu stuði og óx með
hverju atriði úrslitanna. Hæga tölt-
ið að venju lakasti eiginleikinn en
síðan seigluðust þau upp töfluna og
á yfirferðartöltinu fóru þau mikinn.
Margir óttuðust að síðasti kafli yfir-
ferðarinnar yrði þeim dýrkeyptur
þegar þau riðu samsíða helsta
keppinautnum, Stian Pedersen frá
Noregi á Jarli frá Miðkrika, og
pískur hans fór utan í Bassa sem
tók þá völdin og fór upp úr töltinu
en dómarar voru greinilega búnir
að festar tölur sínar á blað og sig-
urinn var í höfn. Rétta orðið yfir
frammistöðu þeirra Berglindar og
Bassa er þrekvirki því eins og víða
hefur komið fram þótti þetta tapað
spil. Bassi hefur aldrei verið eins
góður og einmitt nú þegar mest
reið á.
Fremstur töltreiðarmanna
Mikilvægastur var svo sigur Jó-
hanns og Snarps frá Kjartansstöð-
um í töltkeppninni. Töltið er að
sjálfsögðu aðalgrein mótsins og
tölthornið eftirsóttasti verðlauna-
gripurinn að venju. Jóhann reið úr-
slitin af miklu öryggi og var sig-
urinn öruggur eftir því. Hann er
tvímælalaust fremsti töltreiðarmað-
ur heims um þessar mundir og bú-
inn að byggja Snarp vel upp til
slíkra átaka. En nú hefur hann selt
klárinn til Sviss, segist búinn að
vinna á honum í töltinu á danska
meistaramótinu, á Norðurlanda-
mótinu og nú á heimsmeistaramóti
og því sé best að hætta með hann á
toppnum. Snarpur fer til Sviss en
Jóhann sagðist ekki vita nákvæm-
lega hvað kaupandinn héti. „Ég
held hún heiti Claudia eða eitthvað
svoleiðis,“ sagði hann og brosti. Jó-
hann fór með hestinn heim að loknu
móti og fer hann í nákvæma lækn-
isskoðun áður en hann fer til nýs
eiganda.
Ungmenni Íslands stóðu sig með
miklum sóma; Eyjólfur og Daníel
með gull hvor í sinni greininni og
almennt virtist gerður góður rómur
að þeirri nýbreytni að leyfa þremur
ungmennum frá hverri þjóð að vera
með og ánægjulegt að sjá hvað
þetta unga fólk seildist langt upp
listann í keppninni.
Svíarnir einráðir í skeiðinu
Svíar stóðu sig afbragðsvel í
skeiðgreinum mótsins og má með
réttu segja að þeir hafi tekið keppi-
nauta sína í bakaríið. Sigruðu tvö-
falt í 250 metrunum og gæðinga-
skeiði og þrefalt í 100 metra
flugskeiði. Það voru þeir Magnus
Lindquist, Magnús Skúlason og
Johan Häggberg sem skiptu gull-
verðlaununum bróðurlega á milli
sín og silfrinu nokkuð jafnt og einn
þeirra fékk bronsverðlaun. Þá sigr-
aði Johan í samanlögðum stigum á
fimmgangslínunni en nágrannar
þeirra Norðmenn hirtu fjórgangs-
gullið í samanlögðu og var þar að
verki hinn knái knapi Stian Peder-
sen á glæsihestinum Jarli, sem var
tvímælalaust einn af athyglisverð-
ustu hestum mótsins.
Það voru vissulega vonbrigði að
íslensku vekringarnir kæmust ekki
hærra á blaðið og mestu vonbrigðin
að Guðmundi Einarssyni á Hersi
frá Hvítárholti skyldi ekki takast að
knýja fram sigur í flugskeiðinu.
Hann kvaðst að sjálfsögðu ekki
ánægður með útkomuna en benti á
að hann lenti í ótrúlegum málum
þegar í tvígang brást rafræn tíma-
Heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Herning í Danmörku lokið
Sigurður V. Matthíasson mætti mjög einbeittur og ákveðinn til leiks á Fálka frá Sauðárkróki í úrslitin.
Gullin komu á elleftu stundu
Íslenski fáninn á réttum stað við verðlaunaafhendingu í töltinu og Jóhann
fagnar óskaplega með tölthornið á lofti.
Vignir Jónasson og Klakkur frá Búlandi á flugaskeiði.
Morgunblaðið/Vakri
Þótt þeir séu miklir keppinautar heimafyrir fylgdust þeir Magnúsarnir að í flestum sprettum á mótinu og verð-
laununum skiptu þeir bróðurlega. Hér sigrar Lindquist Skúlason í einum sprettinum í 250 metrunum.
Íslendingar sneru vörn í sókn á miðju heims-
meistaramóti og höfðu það af með seiglu og
miklu keppnisskapi að vinna þrjá heims-
meistaratitla í tölti, fjórgangi og fimmgangi.
Eftir hófsamar væntingar og jafnvel hrak-
spár skilaði liðið prýðisárangri og kættist
Valdimar Kristinsson ásamt mörg hundruð
Íslendingum sem voru á mótinu og studdu
vel við bakið á sínum mönnum.