Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 19
taka í spretti hjá þeim þar sem
Hersir skilaði gildum sprettum.
„Þetta var bara ekki mitt mót – svo
einfalt er það,“ sagði Guðmundur.
Hann hyggst eiga Hersi áfram, tel-
ur sig eiga eftir að bæta enn frekar
tæknina hjá honum og ef það tekst
eigi hann eftir að bæta tíma sinn í
250 metrunum.
Veldi Þjóðverja fallið
Þýska stúlkan Silke Feuchthofen
kom, sá og sigraði í slaktaumatölt-
inu á Hrafnkötlu vom Mülhenbach.
Kom sá sigur nokkuð á óvart – þær
stöllur voru í fimmta sæti eftir for-
keppnina – enda sagði hún að lok-
inni verðlaunaafhendingu að þetta
hefði komið sér mjög á óvart. Voru
þetta jafnframt einu gullverðlaunin
sem Þjóðverjar fengu og er greini-
legt að ofurveldi þeirra á þessum
vettvangi er lokið.
Glæstur sigur Dana
Gestgjafarnir Danir unnu engin
gull í sjálfri keppninni en þeir unnu
kannski glæsilegasta sigurinn með
því að klára sig af mótinu eins og
raun varð á. Aðstaðan á Herning er
alveg sérlega góð. Svæðið afar
rúmt og húsakostur sjaldan verið
svo mikill á þessum mótum. Dag-
skrá mótsins var þægilega létt og
mega landsmótshaldarar í Íslandi
fara að hugsa sinn gang í þeim efn-
um. Bæði landsmótin og heims-
meistaramótin eiga það sameigin-
legt að vera að færast stöðugt meir
yfir í að vera vörusýning og kaup-
stefna og til þess verður að taka til-
lit við gerð dagskrár. Það er lítið
spennandi fyrir þá sem vilja selja
vörur eða þjónustu á þessu sviði að
leigja sér aðstöðu á móti þar sem
dagskráin er svo þéttskipuð að ekk-
ert svigrúm skapast fyrir mótsgesti
að heimsækja sölu- og kynningar-
básana. Það er ekki magn
hrossanna sem gerir mótin góð
heldur gæði þeirra og hitt að móts-
gestum líði vel á mótsstað. Að
þessu leytinu brugðust Danir rétt
við með gerð rýmilegrar dagskrár.
Það sem helst mátti að finna hjá
Dönum var líklega yfirþyrmandi ör-
yggis- og eftirlitsgæsla á öllum
sköpuðum hlutum meðan á móti
stóð. Kemur það mörgum landan-
um á óvart hversu stífir Danir geta
verið og kom það glöggt fram á
þessu móti sem og mótinu sem þeir
héldu 1989. Þótt vissulega sé röð og
regla góð og gild er vel hægt að
ganga of langt í þeim efnum. Þá má
sjá þess merki að mikil reglugerða-
gleði ríki innan FEIF, alþjóðasam-
bands eigenda íslenskra hesta, og
má nefna þar leynilegt eftirlit með
knöpum og meðferð þeirra á hest-
um sínum meðan á móti stendur.
Voru dómarar sendir á óræðum
tíma á þau svæði sem knapar þjálf-
uðu hrossin og eins voru þeir á
vappi kringum hesthúsin.
Eitt af því ánægjulega sem er að
gerast í þróun heimsmeistaramót-
anna er að breiddin er að aukast
mjög. Stöðugt fleiri þjóðir eru farn-
ar að kveðja sér hljóðs með eftir-
minnilegum hætti. Dreifing verð-
launa er mun meiri en áður hefur
verið og þykir það jákvæð þróun í
útbreiðslu íslenska hestsins um
heim allan. Slagkraftur þess að
vinna æðri verðlaun getur verið
mikill og smitað út frá sér áhuga og
þekkingu.
Í heild var þetta frábærlega vel
heppnað mót í langflesta staði og
víst að þeir rúmlega tíu þúsund
manns sem það sóttu fóru glaðir
heim.
Keppnisgleðin skein út úr framgöngu Berglindar og Bassa í úrslitunum og sigurinn var þeirra.
Besti töltgjörningurinn sem sögur fara af og þegar þannig tekst til ganga menn að heimsmeistaratitlinum vísum.
Jóhann og Snarpur frá Kjartansstöðum á fullri siglingu í úrslitunum.
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 19
AKSTUR OG SIGLING
10.-20. september 2003
Borgartúni 34
sími 511 1515
www.gjtravel.is
Þann 10. september býður Ferðaskrifstofa Guðmundar
Jónassonar upp á 11 daga ferð með akstri frá Reykjavík til
Seyðisfjarðar, siglingu með Norrænu til Danmerkur og dvöl í
Norður Þýskalandi. Ferðinni lýkur í Kaupmannahöfn þaðan
sem flogið verður aftur til Íslands.
Verð frá 89.880,-
Innifalið í verði er sigling með Norrænu, gisting og akstur samkvæmt lýsingu,
morgunverður á hótelum (ekki á Norrænu), flug og flugvallaskattar.
Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar.
Tölt
1. Jóhann R. Skúlason, Íslandi, á Snarpi
frá Kjartansstöðum,8,97/9,33
2. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Mið-
krika, 8,57/8,94
3. Karly Zingsheim, Þýskalandi, á Dökkva
frá Mosfelli. 7,77/8,89
4. Hafliði Halldórsson, Íslandi, á Ásdísi frá
Lækjarbotnum, 8,27/8,55
5. Alexandra Montan, Svíþjóð, á Braga
von Allenbach, 8,33/8,28
6. Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Laxnesi
vom Störtal, 8,00/5,45
7.-8. Marlies Feldmann, Austurríki, á
Bjarka fra Aldenghoor, 7,47/8,00
7.-8. Frauke Schenzel, Þýskalandi, á
Gammi frá Hreiðurborg, 7,67/8,00
9. Berglind Ragnarsdóttir, Íslandi, á
Bassa frá Möðruvöllum, 7,30/7,89
10.Egill Thorarinsson, Noregi, á Dimmu
fra Vinnes, 7,37/7,39
Fimmgangur
1. Sigurður Matthíasson, Íslandi á Fálka
frá Sauðárkróki, 7,07/7,76
2. Nicola Bergman-Kankaala, Finnlandi, á
Bruna frá Súluholti I, 6,73/7,72
3. Vignir Jónasson, Íslandi, á Klakki frá
Búlandi, 7,17/7,38
4. Sigfús Sigfússon, Svíþjóð, á Hrafnfaxa
frá V-Geldingaholti, 7,40/7,21
5. Gunnar Hafdal, Danmörku, á Ljósvaka
frá Akureyri, 7,30/7,19
6. Sandra Mayer-Knips, Þýskalandi, á
Borgfjörð vom Wiesengrund, 6,90/7,00
7. Katja Kleer, Þýskalandi, á Skaura vom
Wiesenhof, 6,83/7,05
8. Eyjólfur Þorsteinsson, Íslandi, (ung-
menni) á Súlu frá Hóli, 6,80/6,67
9. Thomas Haag, Sviss, á Frama frá
Svanavatni, 6,73/6,48
10. Nina Heller, Þýskalandi, (ungmenni) á
Hrönn von Godemoor, 6,77/6,14
Fjórgangur
1. Berglind Ragnarsdóttir, Íslandi, á
Bassa frá Möðruvöllum, 7,7/8,43
2. Stian Pedersen, Noregi, á Jarli frá Mið-
krika, 8,13/8,30
3. Karly Zingsheim, Þýskalandi, á Dökkva
frá Mosfelli, 7,60/7,93
4. Andreas Trappe, Þýskalandi, á Svarti
vom Hochwald, 7,73/7,87
5. Maria Berg, Svíþjóð, á Kolgrimi från
Slätterne, 7,37/7,80
6. Erik Andersen, Noregi, á Trúr von
Wetsinghe, 7,47/7,57
7.-8. Daniel I. Smárason, Íslandi, (ung-
menni) á Tyson frá Búlandi. 7,10/7,53
7.-8. Jolly Schrenk, Þýskalandi á Laxnes
vom Störtal, 7,37/7,53
9. Egill Þórarinsson, Noregi, á Dimmu fra
Vinnes, 7,13/7,47
10.Ladina Sigurbjörnsson-Foppa, Sviss, á
Ásrúnu frá Ey I, 7,10/7,40
11. Styrmir Árnason, Íslandi, á Hamri frá
Þúfu, 7,30/7,23
Slaktaumatölt
1. Silke Feuchthofen, Þýskalandi, á Hrafn-
kötlu vom Mühlenbach, 7,57/8,67
2. Anne Balslev, Danmörku, á Hrammi frá
Þóreyjarnúpi, 8,03/8,59
3. Juliet ten Bokum, Hollandi, á Bjór frá
Krá, 7,67/7,92
4. Karin Litschauer, Austurríki, á Hrika
vom Burghauserhof, 7,63/7,83
5. Tómas Örn Snorrason, Íslandi, á Skör-
ungi frá Bragholti, 7,73/7,75
6. Sigfús Sigfússon, Svíþjóð, á Hrafnfaxa
frá V-Geldingaholti, 7,93/7,67
7. Yoni Blom, Hollandi, (ungmenni) á Týr-
son vom Saringhof, 7,17/7,21
8. Nina Heller, Þýskalandi (ungmenni) á
Hrönn von Godemoor, 6,97/7,17
9. Eyjólfur Þorsteinsson, Íslandi, (ung-
menni) á Súlu frá Hóli, 6,97/7,05
10. Gardar Gislason, Svíþjóð, á Krapa frá
Akureyri, 7,23/7,00
11. Nils Christian Larsen, Noregi á Ása
fra Jór, 7,00/6,79
Skeið 250 metra
1. Magnús Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá
Dalbæ, 21,98 sek
2. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Thor från
Kalvsvik, 21,98 sek.
3. Sigurdur Marínusson, Hollandi, á Lótus
frá Aldenghoor, 22,43 sek.
4. Svanhvít Kristjansdóttir, Íslandi, á Sif
frá Hávarðarkoti, 22,58 sek.
5. Guðmundur Einarsson, Svíþjóð, á Hersi
frá Hvítárholti, 22,81 sek.
6. Höskuldur Aðalsteinsson, Austurríki, á
Katli frá Glæsibæ, 23,25 sek.
7. Sveinn Ragnarsson, Íslandi, á Skjóna
frá Hofi, 23,49 sek.
8. Samantha Leidesdorff, Danmörku, á
Fáki frá Holti, 23,74 sek.
9. Lothar Schenzel, Þýskalandi, á Gammi
I frá Kritholi, 24,17 sek.
10. Kirstine Segall, Danmörku, (ung-
menni) á Kjarna fra Tyrevoldsdal. 24,29
sek.
Flugskeið 100 metrar
1. Magnus Lindquist, Svíþjóð, á Thor från
Kalvsvik, 7,54 sek.
2. Magnús Skúlason, Svíþjóð á Mjölni frá
Dalbæ, 7,56 sek.
3. Johan Häggberg, Svíþjóð, á Aski från
Håkansgården, 7,71 sek.
4. Svanhvít Kristjánsdóttir, Íslandi, á Sif
frá Hávarðarkoti 7,71 sek.
5. Guðmundur Einarsson, Íslandi, á Hersi
frá Hvítárholti,7,88 sek.
6. Samantha Leidesdorff, Danmörku, á
Fáki frá Holt, 7,94 sek.
7. Þórarinn Arnarson, Svíþjóð, á Bangsa
från Östra Greda, 7,96 sek.
8. Sveinn Ragnarsson, Íslandi, á Skjóna
frá Hofi, 7,97 sek.
9. Lothar Schenzel, Þýskalandi, á Gammi
frá Krithóli, 8,02 sek.
10. Höskuldur Aðalsteinsson, Austurríki, á
Katli frá Glæsibæ, 8,04 sek.
Gæðingaskeið
1. Johan Häggberg, Svíþjóð, á Aski från
Håkansgården, 9,08
2. Magnús Skúlason, Svíþjóð, á Mjölni frá
Dalbæ, 8,50
3. Elke Schäfer, Austurríki. á Blæ frá
Minni-Borg, 7,79
4. Höskuldur Aðalsteinsson, Austurríki, á
Katli frá Glæsibæ, 7,71
5. Sigurdur Marínusson, Hollandi, á Lót-
usi frá Aldenghoor, 7,59
6. Vignir Jónasson, Íslandi, á Klakki frá
Búlandi, 7,21
7. Eva Dyrøy, Noregi, á Stjarna frá Dals-
mynni, 6,96
8. Sigfús Sigfússon, Svíþjóð, á Hrafnfaxi
frá V-Geldingaholti, 6,50
9.-10. Marjolein Strikkers, Hollandi, á
Erró frá Vallanesi, 6,42
9.-10. Christina Lund, Noregi, á Fjalari
frá Glóru, 6,42
Úrslit á HM