Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 21 van en ur þeg- gfélaga n. Eru r í viku g, sem rgolux, m sem -8 sem hefur a með ce, sem ndi, til attle í minum, ækka mgjöld næstu staðið í nefnir nu kílói k hafi ekki fá- og fyr- r með- manna ngu og Sem dæmi um hækkandi kostn- að segir hann vera yfirflugsgjöld í Evrópu sem hafi hækkað um 10% á ári í mörg ár. Hann er nú um 20 milljónir dollara á ári. Sameiginleg flugstjórnarmiðstöð, Eurocontrol, hafi sett flugfélögum gjaldskrá sem þau verði að fara eftir nánast þegjandi og hljóðalaust. Kveðst hann óttast að kostnaði við þróun nýs GPS-staðsetningarkerfis fyrir flugið verði öllum velt yfir á flug- félögin sem hann segir að geti orð- ið mjög hár. Kerfið sé ekki nauð- synlegt flugfélögum, núverandi staðsetningar- og flugleiðsögukerfi dugi og ekki þurfi nýtt kerfi til að geta minnkað aðskilnað flugvéla og auka afköst. Þetta sé kerfi sem einkum sé ætlað í hernaði og því eigi ríkisstjórnir landanna að bera þann kostað að mestu en ekki flug- félög. Þá segir Eyjólfur nú unnið að at- hugun í samstarfi við Boeing og yf- irvöld í Lúxemborg hvernig haga megi flugi yfir byggð í Lúxemborg án þess að trufla of mikið, m.a. vegna hávaða. Segir hann ætlunina að skoða mjög vandlega þennan þátt umhverfismála hjá félaginu, þ.e. hvernig megi halda áfram upp- byggingu samgangna um Evrópu án þess að valda of miklum trufl- unum en þar komi til álita þættir eins og hljóðlátari hreyflar, hvern- ig hagað er flugleiðum við flugvelli, hvort flug er takmarkað að næt- urlagi eins og nú er t.d. í Lúxem- borg og hvort beita megi vélum á annan hátt í aðflugi og fráflugi flugvalla nálægt íbúðabyggð. Myndi fagna Íslendingum Eyjólfur er sem flugrekstrar- stjóri einn fjögurra framkvæmda- stjóra félagsins, hinir þrír eru yfir fjármálum, sölumálum og tækni- málum. Þeir halda fundi á hverjum þriðjudegi með forstjóra félagsins til að fara yfir mál og meta stöðuna. Aðaleigendur Cargolux eru í dag þrír, Luxair, nokkrir bankar í Lúxemborg og félagið sem rak Swissair, hver aðili með um þriðj- ung. Auk þess eiga nokkrir ein- staklingar í félaginu. Swissair er að leita hófanna með sölu á hlut sínum en allt er óljóst í því efni ennþá seg- ir Eyjólfur sem kveðst myndu fagna því ef Íslendingar kæmu aft- ur inn með stóran eignarhlut. Áður en Eyjólfur tók við stöðu flugrekstrarstjóra var hann yfir- flugstjóri Cargolux. Segist hann ennþá fljúga reglulega og að hann muni gera það áfram. ingi ársins arf við élög ndu un álfa arfi um n r Torfason joto@mbl.is Flugfarmgjöld hækka ekki á næstunni ði síðustu 10 árin en nú sé tímabært að sjá æsta stökk. Næsta skref í þróun hjá Boeing að mæta óskum um meiri flutningsgetu er lengja 747-400 fraktþoturnar og setja á ær aflmeiri hreyfla og burðarmeiri vængi k þess að styrkja hjólabúnað. Segir Eyjólf- nú unnið að undirbúningi en ljóst sé að eing muni ekki ráðast í smíði slíkrar vélar ma að tryggja sér talsverða sölu. Því sé gð áhersla á að þróa vél sem bjóða megi æði til frakt- og farþegaflugs. Sömu sögu segir hann vera hjá Airbus en 80 þotan sem nú er í hönnun, stærsta þota m smíðuð hefur verið, á að fara í loftið eftir m tvö ár. Hún verður með farrými eða aktrými á tveimur hæðum og telur Eyjólfur na raunhæfan kost í fraktflutninga. Frakt- mi hennar á þessum tveimur hæðum verði ekki eins hátt og í breiðþotum Boeing sem fa stóran og víðan belg og Airbus getur ki opnað nefið eins og Boeing þoturnar. un fraktvéla EKKERT hefur komiðfram sem bendir til þessað bann við reykingum áveitinga- og skemmti- stöðum valdi erfiðleikum í rekstri þeirra. Þetta sagði David Byrne, fram- kvæmdastjóri heilsu- og neytendaverndar hjá Evrópusamband- inu, (European Commissioner for health and Consume Protection) á heims- þingi um tóbaksvarnir sem nú stendur yfir í Helsinki. Þorsteinn Njálsson, formaður tóbaksvarn- aráðs, segir að næsta skref í tóbaksvörnum á Íslandi sé að koma á slíku banni. „Ég held að nú sé rétti tíminn til að keyra þetta í gegn,“ segir hann. Byrne er fyrsti framkvæmdastjóri heilsu- og neytendaverndar hjá ESB. Beinskeyttur málflutningur hans og hörð andstaða gegn tóbaksiðn- aðinum hefur vakið athygli. „Ég hitti ekki lengur fulltrúa [tóbaks]iðnaðar- ins, ég gerði það þegar ég tók fyrst við þessu starfi til að kanna hvort við gætum komist að einhverjum sam- eiginlegum niðurstöðum. En ég gafst upp á því. Það var ekki til neins enda markmiðin gjörlólík. Ég vil að þeir hætti framleiðslu á meðan þeir hugsa um að skila hagnaði,“ sagði hann á blaðamannafundi í gær. Það væri óhugsandi að líta á svo á að neyt- endur hefðu frjálst val um hvort þeir reyki eða ekki. Reykingar væru ávanabindandi og því ómögulegt að líta á þær sem frjálst val. Byrne sagði að það væri áætlað að um hálf milljón manna létist árlega af völdum reyk- inga í ESB, þar af á milli 30-50.000 af völdum óbeinna reykinga. Til að sporna við óbeinum reykingum væri nauðsynlegt að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. „Við verðum að vinna að því að það þyki eðlilegt að reykja ekki en að reyk- ingar séu óeðlilegar,“ sagði hann. Þorsteinn Njálsson, formaður tób- aksvarnanefndar, segir að reykinga- bann á veitinga- og skemmtistöðum hafi leitt til þess að viðskiptavinum þeirra fjölgi. Reyklausir viðskipta- vinir staldri iðulega skemur við en reykingamenn en kaupi jafnan enn meira. Einnig fjölgi barnafólki í við- skiptavinahópnum. Allt þetta leiði til umtalsvert auk- innar veltu. Tóbaksfyrirtæki hafi á hinn bóginn haldið því fram að velt- an dragist saman um fjórðung ef reykingar eru bannaðar. Þorsteinn segir að reynslan sýni einfaldlega annað. Opinberar tölur frá New York sýni að velta veitingahúsa hafi þvert á móti aukist eftir að reykingabanni var komið á. Á Norður-Ítalíu hafi frumkvæði að reykingabanni komið frá veit- ingahúsaeigendum sjálfum. Þeir hafi reiknað dæmið til enda og komist að því að með því að banna reykingar þurfi sjaldnar að þrífa veitingastað- ina auk þess sem fjöldi gesta ykist. Jafnvel Írar, en þeir væru frægir fyrir reykmettaða bari, hafi ákveðið að banna reykingar á börum frá og með 1. janúar 2004. „Og ef Írar geta þetta þá hljótum við að geta þetta líka,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt íslensku tóbaksvarn- arlögunum má leyfa reykingar á veitingastöðum á afmörkuðum svæðum en tryggja að önnur svæði séu reyklaus. Þorsteinn segir að næsta skref í tóbaksvörnum á Ís- landi sé að banna reykingar á veit- inga- og skemmtistöðum. Að sjálf- sögðu geti veitingamenn útbúið sérstök reykherbergi en hann efast reyndar um að nokkur telji það svara kostnaði. „Við höldum því fram að við séum með gott kerfi en ég get hvergi farið á Íslandi til að kaupa mér veitingar nema þurfa að anda að mér tóbaks- reyk. Ég lít á það sem illa meðferð á börnum að láta þau anda að sér tób- aksreyk þannig að ég get ekki farið með þau á veitingastaði vegna þess að á einhverju horni er leyft að reykja og reykurinn berst auðvitað um allt,“ segir hann. Tími sé kominn til að banna reyk- ingar á veitingastöðum og hann efast ekki um að þorri almennings sé honum sammála. Talið að 30-50.000 manns látist árlega af völdum óbeinna reykinga í ESB Reykingabann á veit- ingastöðum næsta skref Þorsteinn Njálsson, formaður tóbaksvarnarráðs segir komið að því að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum. „Ef Írar geta þetta þá hljótum við að geta þetta líka,“ segir hann. David Byrne runarp@mbl.is Á heimsþingi um tóbaksvarnir eru mál- svarar reykinga fáir en þeim mun fleiri sem vilja takmarka reykingar sem allra mest. Innan skamms verður bannað að reykja á börum á Írlandi sem hingað til hafa verið reykmettaðir og formaður tóbaksvarnaráðs sagði, í samtali við Rúnar Pálmason í Helsinki í gær, að brátt kæmi röðin að Íslandi. TÓBAKSFYRIRTÆKIN beita lyg- um og svikum til að verjast reyk- ingabanni á veitinga- og skemmti- stöðum. Þau hika ekki við að stofna félög sem berjast gegn tób- aksvörnum á fölskum forsendum og reyna hvað þau geta til að blekkja almenning og veitinga- húsaeigendur. Þetta er álit dr. Stanton Glantz, prófessors við Há- skólann í Kaliforníu, San Franc- isco, en hann er einn af þekktustu baráttumönnunum gegn tóbaki í Bandaríkjunum. Tóbaksvarnarlög í Bandaríkj- unum eru einna ströngust í Kali- forníu og þar hafa reykingar á veitinga- og skemmtistöðum verið bannaðar frá 1998. Í samtali við Morgunblaðið sagði Glantz að tób- aksfyrirtæki héldu því iðulega fram að ástæðan fyrir ströngum tóbaksvarnarlögum í Kaliforníu væri sú að Kaliforníubúar væru skrýtnir og frábrugðnir „venjuleg- um“ Bandaríkjamönnum. Þetta væri að sjálfsögðu rangt. Góðan árangur í tóbaksvörnum mætti fyrst og fremst rekja til nokkurra áhugasamra einstaklinga sem um 1980 hófu að berjast gegn reyk- ingum. Barátta þeirra hefði skilað þeim árangri að þegar reykingar á veit- ingahúsum voru bannaðar árið 1998 hefði slíkt bann þegar verið í gildi í um 85% sveitarfélaga í rík- inu. Í fyrstu var reynt að fá rík- isþingið til að samþykkja reyk- ingabann en það mistókst, að sögn Glantz vegna áhrifa tóbaksfyr- irtækjanna. „Eftir því sem þú ferð hærra í valdastigann því meiri verða ítök tóbaksfyrirtækjanna,“ segir hann. Sveitarstjórnarmenn hafi hins vegar meiri áhuga á því hvaða skoðun almenningur hafi á reyk- ingum en skeyti minna um þrýst- ing eða loforð um fjárhagsstuðn- ing frá tóbaksfyrirtækjum. Glantz segir að tóbaksfyrir- tækin hafi reynt sitt ýtrasta til að telja fólki trú um að með því að banna reykingar á veitingahúsum yrði fjandinn laus. Efnahags- upplausn myndi fylgja í kjölfarið, staðirnir færu beinustu leið á hausinn og atvinnuleysi í greininni myndi margfaldast. Ekkert af þessu hafi ræst. „Til skamms tíma breyttist ná- kvæmlega ekki neitt. En til lengri tíma litið virðist sem viðskipta- vinunum hafi fjölgað, líklega vegna þess að viðskiptavina- hópurinn stækkaði,“ segir Glantz. „Fullyrðingin um að ferðamanna- iðnaðurinn tapi á reykingabanni sýnir glöggt vald lyginnar, lyg- innar sem er endurtekin nógu oft.“ Lygina um að veitingahús tapi á reykingabanni megi rekja til blekkinga tóbaksfyrirtækja í tengslum við reykingabann á veit- ingahúsum í Beverly Hills árið 1984. Þá hafi „Samtök veitinga- húsaeigenda í Beverly Hills“ hald- ið því fram að viðskiptin hefðu dregist saman og ákveðið var að fella lögin úr gildi. Síðan hafi komið í ljós að samtökin voru stofnuð af tóbaksfyrirtækjunum og tölur um tap voru hreinn upp- spuni. Lygin hafi á hinn bóginn verið endurtekin um allan heim. Á heimasíðu sem Glantz og fleiri halda úti er því haldið fram að tóbaksfyrirtækin beiti lygum, svikum og blekkingum til að berj- ast gegn tóbaksvörnum. Eru Sam- tök veitingahúsaeigenda í Beverly Hills dæmi um það? „Já og dæmin eru miklu fleiri,“ segir Glantz. „Það er einfaldlega rangt að reyk- ingabann leiði til taps. Einu fyrir- tækin sem tapa á reykingabanni eru tóbaksfyrirtækin.“ Dr. Stanton Glantz segir tóbaksfyrirtæki beita lygum og blekkingum Íbúar Kaliforníu eru ekkert skrýtnir Dr. Stanton Glantz TENGLAR ..................................................... www.tobaccoscam.ucsf.edu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.