Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SAMTÖK banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vilja sameinast Sambandi íslenskra tryggingarfélaga (SÍT) og Sambandi ís- lenskra sparisjóða, og telur formaður SBV að sameining í ein samtök fjármálafyrir- tækja sé vel möguleg þegar í haust. Halldór J. Kristjánsson, formaður SBV, skrifaði formanni SÍT bréf 24. júní sl. þar sem hann óskar eftir viðræðum um samein- ingu SBV, SÍT og Sambands íslenskra sparisjóða í ein samtök fjármálafyrirtækja. „Samtök fjármálafyrirtækja sem eru við lýði í dag eru samtök þrennra samtaka. Við viljum leggja niður þessi þrenn samtök og koma á einum nýjum samtökum þar sem hvert fyrirtæki á markaðnum ætti beina að- ild að samtökum fjármálafyrirtækja,“ segir Halldór. Hann segir að eins og staðan er í dag sé hugsanlegt að hagsmunasamtökin séu of lít- il og of sérhæfð: „Það væri meiri slagkraft- ur í stærri samtökum, og það er í takt við samrunaþróunina sem hefur orðið á þessum markaði þar sem mörkin milli banka og tryggingafélaga og verðbréfafyrirtækja eru að minnka.“ Halldór segir að SÍT hafi enn ekki svarað erindinu formlega, en fundað hafi verið um málið. Vonir standa til að þessi sameining geti orðið fyrir haustið. Hann segir þetta vel mögulegt á þessum skamma tíma ef sam- staða næst um málið, sem hann telur líklegt. Sameining fjármálasam- taka hugs- anleg í haust Fraktflugfélagið Cargolux, sem hefur aðalstöðvar í Lúx- emborg, rekur nú 12 Boeing 747-400 frakt- þotur og sú þrettánda á að bætast í flotann í apríl á næsta ári. Milli 330 og 340 flugmenn starfa nú hjá Cargolux og eru yfir 70 þeirra Íslendingar. Eyjólfur Örn Hauksson, flugrekstrar- stjóri Cargolux, segir í samtali við Morgun- blaðið að bæta þurfi við allt að 8-10 áhöfn- um þegar nýja vélin kemur eða allt að 20 flugmönnum. Hann segist þegar hafa fengið umsóknir frá íslenskum flug- mönnum. Cargolux fjölgar flug- mönnum  Aukið samstarf/20 SKEMMTANIR fóru vel fram um allt land um verslunarmannahelg- ina. Mestur fjöldi var á Akureyri, og er talið að um 12 þúsund gestir hafi verið í bænum í tengslum við hátíðina Ein með öllu. Lögregla segir að mikið hafi verið um eftir- litslausa unglinga og mikið um ölvun í bænum. Þjóðhátíð í Eyjum var sem fyrr ein af vinsælli hátíðunum og áætla forsvarsmenn þjóðhátíðar að á milli 8 og 9 þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar mest var. Um 7 þúsund manns voru sam- ankomin á bindindismóti í Galta- læk. Eitthvað bar á ölvun en al- mennt virtust gestir skemmta sér vel í ágætis veðri. Unglingalands- mót UMFÍ fór fram á Ísafirði um helgina, og áætlaði lögregla að um 8 þúsund gestir hefðu verið á svæðinu um helgina. Á Neistaflugi á Neskaupstað voru um 4 þúsund gestir. Ljósmynd/Þorsteinn J. TómassonForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði um helgina. Morgunblaðið/Sigurgeir Þjóðlegur hópur í veðurblíðu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en talið er að yfir átta þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal. Morgunblaðið/Kristinn Háir sem lágir nýttu sér opið hús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í boði VR í gær. Fjölmennt á útihátíðum um allt land  Mikil ölvun/4  Gleði í veðurblíðu/34 „ÉG taldi þetta mitt síðasta og sá ekki ljós sem gæti gefið mér von um að ég kæmist lif- andi frá slysinu.“ Þetta segir bílstjóri rút- unnar sem valt á Dragavegi svokölluðum, á Geldingadraga í Borgarfirði, á laugardags- morgun. Í rútunni voru 28 tékkneskir farþeg- ar auk tveggja leiðsögumanna og Friðbjörns Óskarssonar bílstjóra. 20 manns voru fluttir á sjúkrahús og voru átta manns enn á sjúkra- húsum í gærkvöld, þar af þrír á gjörgæslu- deild. „Fyrsti kosturinn sem ég hafði eftir að ég vék fyrir jeppanum sem kom á móti, var að koma mér upp á veginn aftur,“ segir Frið- björn í samtali við Morgunblaðið. „Kanturinn gaf sig það mikið að ég hafði ekki örugga stjórn á bílnum.“ Vegkanturinn gaf sig einnig vinstra megin og tókst Friðbirni að koma rút- unni aftur upp á veginn, en þá var rútan farin að vagga mjög til hliðanna. „Þegar ég var kominn aftur upp á veginn blasti við mér brött stórgrýtisbrekka. Annað hvort var að fara þar fram af eða láta bílinn fara í götuna. Ég vissi á þeirri stundu að bíll- inn færi á hliðina en vissi jafnframt að með þessari ákvörðun gæti ég kannski bjargað miklum vonbrigðum. „Mér fannst það mjög erfitt og óþægilegt samtal. Eftir að ég lauk fyrsta samtalinu kom sú tilfinning að ég gæti ekki reitt mig á aðstoð Neyðarlínunnar. Ég óskaði þar eftir þyrlu vegna slasaðrar konu sem hrakaði stöðugt. Ég hringdi þá aftur í Neyðarlínuna og spurði hvort þyrlan væri ekki að koma. Mér var sagt að þyrlan væri á leiðinni og nokkrum mínútum síðar kom sjúkrabíll með lækni sem skoðaði konuna. Ég varð skelfingu lostinn þegar hann tók upp símann að lokinni skoðun og sagði að þyrlan mætti koma. Þarna var ég búinn að standa í þeirri trú í 25 mínútur að þyrlan væri að koma með þaulvana menn. Þá bíður hún í Reykjavík eftir því að læknir úrskurði að hennar sé þörf. Til hvers er verið að kenna bifreiðarstjórum á meiraprófsnámskeiðum að hiklaust eigi að biðja um þyrlu í rútuslysum ef menn telja ástæðu til? Það er sagt við nemendur að þeir eigi ekki að hika við að óska eftir þyrlu ef tal- in er þörf á því vegna þess að það séu allar lík- ur á að í stórslysi séu 1–3 sjúklingar sem þurfi snögga aðstoð og flýtimeðferð á sjúkrahús.“ einhverjum mannslífum.“ Friðbjörn telur öruggt að hefði rútan farið fram af brekku- brúninni, hefði hún lent á stóru bjargi fyrir neðan. „Ég taldi að það eina sem ég gæti gert væri að setja bílinn á hliðina.“ Gekk um í losti margbrotinn Fólk í rútunni varð fyrir miklu áfalli við at- vikið en róaðist þegar rútan stöðvaðist. „Læknir sagði mér að fólkið hefði verið í því- líku losti að það hefði ekki áttað sig á meiðslum sínum og gengið út úr bílnum. Ég trúði því ekki að allir væru á fótum. Skömmu síðar hneig hver farþeginn af öðrum niður í götuna. Þarna gekk karlmaður út, sem reynd- ist margbrotinn og allt í einu datt hann nið- ur.“ Rétt eftir slysið ætlaði Friðbjörn að biðja ökumann jeppans um aðstoð við að hringja í Neyðarlínuna og hélt e.t.v. að jeppinn hefði lent utan vegar, þegar ekki sást tangur eða tetur af honum. Segir Friðbjörn að það síð- asta sem honum hafi dottið í hug hafi verið að ökumaðurinn hefði ekið af vettvangi. Þegar Friðbjörn fékk síðan samband við Neyðarlínuna ollu viðbrögðin þar honum Bifreiðarstjóri með 28 tékkneska rútufarþega vildi koma í veg fyrir að rútan færi niður bratta stórgrýtisbrekku við Geldingadraga Velti rútunni viljandi til að bjarga mannslífum  Misvísandi upplýsingar/2 LÍTIL einkaflugvél með þremur mönnum innanborðs missti afl og þurfti að nauðlenda á Kjósarskarðsvegi við Stífludalsvatn á ní- unda tímanum í gærkvöldi. Vélin var á leið til Mosfellsbæjar. Fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs var kallað út og búið undir nauðlendingu, en var snúið til baka klukkan 21:19. Þá hafði vélin, sem var af gerðinni Cessna 180, lent á einkaflugvelli í Stífludal án vandræða. Flug- maður sagði flugturni að þar hefði hann lag- að flæði milli tanka og tekið á loft skömmu síðar. Vélin hélt svo áfram og lenti á Tungu- bökkum í Mosfellsbæ um 20 mínútum síðar. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur verið gert viðvart um atvikið. Lítil flugvél nauð- lenti eftir að hafa misst afl í hreyfli ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.