Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HAGNAÐUR varð afstarfsemi fraktflug-félagsins Cargolux íLúxemborg á fyrri helmingi þessa árs og er gert ráð fyrir að að svo verði einnig síðari helming ársins. Í fyrra var hagn- aður félagsins yfir 15 milljónir doll- ara en veltan kringum einn milljarð dollara. Eyjólfur Örn Hauksson, flugrekstrarstjóri Cargolux, segir í samtali við Morgunblaðið að félag- ið muni áfram einbeinta sér að fraktflutningum á löngum leiðum en taka í meira mæli í framtíðinni upp samstarf við önnur flugfélög um flug á styttri leiðum. Segir hann hugsanlega koma til samstarfs við íslensku flugfélögin á því sviði en Cargolux hefur m.a. leigt vélar frá Flugfélaginu Atlanta í skammtíma- verkefni og átt samstarf við Bláfugl sem annast nú reglubundið frakt- flug fyrir félagið milli Lúxemborg- ar og Íslands. Helstu flugleiðir Cargolux eru nú milli Evrópu og borga í öðrum heimsálfum, þ.e. Asíu, Afríku, Ástralíu, Suður-Ameríku og Norð- ur-Ameríku. Til þessa hefur flugið frá Evrópu einkum verið um Lúx- emborg þar sem vörum er umskip- að og þær sendar áfram með þotum félagsins í næstu heimsálfu eða til borga í Evrópu með bílum eða minni flugvélum. Yfir 90 áfangastaðir Áfangastaðir Cargolux eru nú rúmlega 90, um 50 er þjónað með flugi en öðrum með flutningabílum. Eyjólfur segir að auk Lúxemborg- ar sé nú farið að fljúga frá Mílanó til Hong Kong og á leið frá Hong Kong til Lúxemborgar sé t.d. höfð viðkoma í Búdapest. Verið sé einn- ig að kanna Prag sem viðkomustað og sé þróunin sú að viðkomustöð- um sé fjölgað. Hann segir að hlut- verk félagsins sé að uppfylla óskir viðskiptavina þess um flutninga á hagkvæm- an og skjótan hátt. Muni Cargolux koma til með að auka sam- starf við önnur flug- félög víða um heim, einkanlega um flug á styttri leiðum þar sem minni flugvélar henti bet- ur en burðarmiklar breiðþotur Cargolux. Hann segir ekki ráðgert að fé- lagið hefji rekstur á öðrum tegund- um flugvéla, það muni áfram ein- beita sér að flutningum á langleiðum en finna síðan sam- starfsaðila til að mæta framan- greindri þróun. Eyjólfur segir einnig oft samið um leigu á vélum frá öðrum fraktfélögum meðan ný áætlun er byggð upp og þegar ljóst sé að það takist taki félagið yfir. Þannig hafi nýir áfangastaðir verið byggðir upp síðustu árin og bætt við þotum samkvæmt því og þær þá iðulega fullnýttar frá fyrsta degi. Þrettánda þotan á næsta ári Cargolux rekur nú 12 Boeing 747-400 þotur sem eru sérsmíðaðar fyrir fraktflutninga. Þrettánda þotan mun bætast í flotann í apríl á næsta ári og segir Eyjólfur verð- mæti flugvéla Cargolux nú vera kringum einn milljarð dollara. Mikilvægt sé að nýta flugvélakost- inn sem mest og hafa þotur félagsins verið á ferð 15-16 tíma á sólar- hring að meðaltali síð- ustu árin. Eyjólfur segir stundvísi og áreiðanleika vera að- alsmerki félagsins en með svo nýj- um flugflota er áreiðanleikinn 98%, þ.e. lítið er um að flug truflist vegna bilunar í vél. Cargolux rekur eigin viðhaldsstöð í Lúxemborg og þar er einnig flughermir sem félag- ið festi kaup á fyrir fjórum árum. Eru áhafnir félagsins þjálfaðar þar auk þess sem öðrum flugfélögum er seldur aðgangur. Lengstu flugleggirnir eru milli Lúxemborgar og áfangastaða í Suður-Ameríku, m.a. í Brasilíu og Equador og meðal fjarlægra áfangastaða í Asíu eru Hong Kong, Bangkok, Singapore, Kuala Lump- ur, Sjanghaí og Taípei á Taív þangað flaug Eyjólfur sjálfu ar Cargolux fékk fyrst flug að fara yfir Kína til Taívan þannig allt uppí ellefu ferðir milli Evrópu og Hong Kong var fyrsti áfangastaður Car fyrst með CL 44-vélunum tóku 27 tonn og síðar DC- tóku kringum 50 tonn. Þá Cargolux flogið reglulega þotuhreyfla fyrir Rolls Royc framleiddir eru í Bretlan Boeing-verksmiðjanna í Se Bandaríkjunum. Stöku sinnum tekur félagið að sér verkefni utan við áætlunarflug- ið, t.d. flutning á bílum sem verið er að prófa og fluttir eru með leynd til ýmissa staða í heim m.a. til Grænlands. Segir farmgjöld ekki hæ Eyjólfur segir ljóst að farm í flugi muni ekki hækka á misserum. Þau hafi í raun s stað mörg undanfarin ár og sem dæmi að flutningur á ein milli Evrópu og New Yor kostað 80 sent um árabil og e ist jafnmikið fyrir sent í dag o ir nokkrum árum. Hann segi al helstu verkefna forráðam félagsins að auka hagræðin aðhald í rekstrinum. Hagnaður hjá Cargolux á fyrri helmi Aukið samsta önnur flugfé Cargolux bætir á næsta ári þrettán breiðþotunni í flotann. Félagið mu áfram sinna fraktflugi milli heimsá en leita í auknum mæli eftir samsta við önnur flugfélög, einnig íslensk, u flug á styttri leiðum. Eyjólfur Örn Hauksson flugrekstrarstjóri segi frá starfsemi félagsins í samtali við Jóhannes Tómasson. Morgunblaðið/Árni T Eyjólfur Örn Hauksson er flugrekstrarstjóri Cargolux. Áhersla á flutn- inga á lang- leiðum F h FULLTRÚAR tveggja helstu flugvélafram- leiðenda heims, Airbus verksmiðjanna evr- ópsku, og Boeing í Bandaríkjunum, og Cargolux hafa síðustu misseri rætt um hugsanleg næstu skref í þróun stærri flugvéla til fraktflugs. Eyjólfur Örn Hauksson tjáði Morgunblaðinu að þróun í fraktflutningum kalli á sífellt lækkandi flutningskostnað á hverja einingu. Hagkvæmni náist helst með afkastameiri þotum sem geti borið meiri farm og flogið lengra. Eyjólfur segir slík skref hafa verið stigin nokkrum sinnum í sögu Cargolux en félagið byrjaði með CL-44 flugvélar Loftleiða, eða Monsana, sem gátu borið um 27 tonn. Þegar DC-8 þotur voru teknar í notkun, sú fyrsta ár- ið 1973, hafi þær getað borið um 50 tonn og aftur var flutningsgetan tvöfölduð eða í um 119 tonn, þegar félagið tók Boeing 747-200 breiðþotur í þjónustu sína árið 1979 og geta þær borið þann farm 9 stunda flug. B747-400 fraktþoturnar, sem félagið tók í notkun árið 1993, eru með enn meiri burðargetu, geta borið allt að 130 tonnum á átta tíma flugi en flugdrægi þeirra er um 13 tímar en þá með minni frakt. Segir Eyjólfur að þróun hafi verið á þessu svi næ til a að þæ auk ur Bo nem lög bæ S A3 sem um fra han rým þó haf ekk Ræða við framleiðendur um þróu Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Cargolux hefur nú 12 B747-400 fraktþotur í þjónustu sinni og bætir einni við næsta vor. BARÁTTAN GEGN REYKINGUM „VIÐ VILJUM FRIГ Mörg hundruð stríðshrjáðir íbúarLíberíu fögnuðu þegar fyrstuhundrað friðargæsluliðarnir frá Nígeríu komu til landsins í gær og hróp- uðu „Við viljum frið“ um leið og þeir báru yfirmann nígerísku hermannanna á öxl- um sér. Friðargæsluliðarnir eru hluti af fyrirhuguðu friðargæsluliði sem samtök ríkja Vestur-Afríku hafa heitið að senda á vettvang. Barist hefur verið í Monróvíu, höfuð- borg Líberíu, síðan í júní og á þeim tíma hafa eitt þúsund óbreyttir borgarar fallið þar, en borgarastyrjöld hefur staðið yfir í landinu í 14 ár og í raun hefur ríkt þar óöld allt frá 1980. Íbúar landsins vonast til þess að koma friðargæsluliðanna sé fyrirboði um að stilla megi til friðar í landinu, en mikill skortur ríkir þar á mat, lyfjum og vatni. Borgarastyrjaldir og átök hafa sett mark sitt á þennan hluta Afríku. Skugga- legustu fréttirnar hafa borist frá Fíla- beinsströndinni, Líberíu og Sierra Leone. Þar hefur ástandið verið með þeim hætti að ríkin hafa verið við það að leysast upp. Nú hafa friðargæslulið verið send á vettvang til að koma á stöðugleika á Fílabeinsströndinni og Sierra Leone, þar sem grimmileg borgarastyrjöld geis- aði í tíu ár. Uppreisnarmenn í Líberíu hafa náð um tveimur þriðju hlutum landsins á sitt vald. Mjög hefur verið þrengt að Charles Taylor, forseta landsins, sem sjálfur fór fyrir uppreisnarmönnum í Líberíu fyrir 15 árum og sigraði í forsetakosningum árið 1997. Taylor hefur verið sakaður um stríðsglæpi og gefin hefur verið út hand- tökuskipun á hendur honum. Hann er sagður hafa hagað sér eins og stríðsherra í embætti og grafið undan stöðugleika í grannríkjunum. Í þeim efnum er einkum vísað til Sierra Leone og er því haldið fram að hann hafi hagnast gríðarlega af því að styðja uppreisnarmenn á þeim svæðum landsins, sem demantanámur er að finna. Eftir að bardögum lauk í Sierra Leone þornaði sú tekjulind upp. Þá hafa uppreisnarmenn í Líberíu lagt undir sig þau svæði landsins þar sem stundaður hefur verið útflutningur timburs og hef- ur hann einnig misst þær útflutnings- tekjur. Smám saman hefur því verið að fjara undan honum og nú síðast lýsti hann yfir því að hann myndi láta af völd- um 11. ágúst. Sú stund er hins vegar ekki runnin upp og í gær var enn barist í Monróvíu og víð- ar í landinu. Fyrstu friðargæsluliðarnir munu ekki láta að sér kveða á átakasvæð- um, en von er á fleirum. Alls er gert ráð fyrir 1500 friðargæsluliðum frá Nígeríu og 2000 frá öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Í síðasta lagi 1. október er gert ráð fyrir sveitum, sem eiga að koma á stöðugleika undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Á sunnudag komu tvö bandarísk herskip með landgönguliða um borð og er von á því þriðja. Skipin liggja undan strönd landsins, en ekki er ljóst hvaða hlutverki þau eiga að gegna. Margir hafa hins veg- ar skorað á Bandaríkjamenn að taka þátt í aðgerðum og vísa meðal annars til þess að bandarískir leysingjar stofnuðu landið á nítjándu öld, samskipti ríkjanna hafa verið náin og er talið að afkomendur leys- ingjanna séu nú um 5% íbúa. Bandaríkja- menn eru hins vegar hikandi í öllum að- gerðum og má sennilega rekja það bæði til þess að þeir hafa nú þegar í mörg heimshorn að líta og atburðanna í Sómal- íu fyrir tíu árum þegar lík bandarískra hermanna voru dregin eftir götum Mogadishu. Þá hefur reynsla Nígeríu- manna af því að stilla til friðar í landinu ekki orðið til að hvetja þá til aðgerða. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar leiddi Nígería friðargæslulið í Líberíu og Sierra Leone og átti meðal annars þátt í því að koma í veg fyrir að uppreisnar- menn Taylors næðu völdum og efnt var til kosninga í staðinn. Olusegun Osanbanjo, forseti Nígeríu, segir hins vegar að á tveimur árum hafi kostnaður Nígeríu verið 12 milljarðar dollara án þess að nokkur hjálp bærist frá Vestur- löndum. Hann vill meiri stuðning nú. Ýmsir telja að sá liðsafli, sem nú er verið að senda til Líberíu, muni ekki duga til að leysa af hendi það erfiða hlut- verk, sem fyrir höndum er. Friðargæsla getur ekki hafist fyrr en friður kemst á. Tryggja verður að nægilega öflugt lið verði sent á vettvang til að hægt verði að ganga á milli stríðandi aðila. Eins og allt- af er þegar barist er um völd lenda sak- lausir borgarar í eldlínunni og íbúar Líb- eríu hafa svo sannarlega ekki farið varhluta af stríðshörmungum. Það er kominn tími til þess að þeim, sem hróp- uðu „Við viljum frið“ við komu friðar- gæsluliðanna á flugvellinum í Monróvíu í gær, verði að ósk sinni. Á heimsþingi, sem haldið var í Helsinkium helgina um tóbaksvarnir, var um- ræða um reykingabann á veitingastöðum efst á baugi. Þótt hættan af reykingum fari ekki á milli mála og sé hverju manns- barni ljós eru reykingar ótrúlega algeng- ar. Tóbaksframleiðendur hafa statt og stöðugt varið framleiðslu sína og þrætt fyrir hættuna, sem af tóbaki stafar, en stöðugt koma fram nýjar upplýsingar um skaðsemina. Má í því sambandi benda á rannsókn, sem sagt var frá í Morgun- blaðinu á laugardag og sýnir að ákveðnar tegundir þekktra vindlinga innihaldi mjög ávanabindandi nikótín, sem talið er að hafi svipuð áhrif og krakk-kókaín og rekja megi til aukaefna, sem haldið hefur verið fram að tóbaksframleiðendur bæti í vind- linga til að auka löngunina í tóbak. Á þinginu í Helsinki, sem sagt er frá í Morgunblaðinu í dag, kom fram að árlega léti hálf milljón manna lífið af völdum reykinga í löndum Evrópusambandsins og þar af 30 til 50 þúsund manns af völdum óbeinna reykinga. Þar sagði David Byrne, fyrsti framkvæmdastjóri heilsu- og neyt- endaverndar hjá ESB, að hann hefði gefist upp á því að reyna að ræða við fulltrúa tób- aksiðnaðarins vegna þess að markmið þeirra færu ekki saman. Hann sagði að til að sporna við óbeinum reykingum væri nauðsynlegt að banna reykingar á veit- inga- og skemmtistöðum. Þorsteinn Njálsson, formaður tóbaks- varnanefndar, segir að þetta sé næsta skref í tóbaksvörnum á Íslandi og bendir á að Írar ætli sér að banna reykingar á bör- um frá næstu áramótum. Var því haldið fram á þinginu að fullyrðingar um að veit- inga- og skemmtistaðir myndu tapa á slíku banni væru áróður tóbaksframleiðenda og dæmin sýndu að þvert á móti ykist veltan á þessum stöðum með banni. Ákvarðanir um boð og bönn verður ávallt að taka að vel yfirlögðu ráði. Banda- ríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut var einhvern tímann spurður hvað hann væri að gera þessa dagana og hann svaraði því til að hann væri að fremja hægfara sjálfs- morð með sígarettum. Tóbak er lífshættu- legt og væri hugmyndin um að neyta þess fyrst að koma fram nú væru þau heilbrigð- isyfirvöld vandfundin, sem samþykktu al- menna sölu tóbaks í neytendaumbúðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.