Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.08.2003, Blaðsíða 16
SKOÐUN 16 ÞRIÐJUDAGUR 5. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGINN 2. þ.m. birtist í Morgunblaðinu grein eft- ir Lúðvík Bergvinsson (LB), al- þingismann, sem hann nefnir: „Af siðameisturum, ríkislögreglustjóra og góðu fólki“. Þegar litið er til þess sem undan- farið hefur birst í fjölmiðlum um samskipti Samkeppnisstofnunar og embættis ríkislögreglustjóra mætti ætla að sjónarmiðum beggja hefðu verið gerð viðhlít- andi skil þannig að menn gætu nú snúið sér að því óskiptir að finna lausn á ýmsum atriðum, sem varða eðlilega, skynsamlega og rétta lögfræðilega meðferð þess máls, sem Samkeppnis- stofnun vinnur að og varðar ætl- að ólögmætt samráð þriggja olíu- félaga. Það sem birt hefur verið virðist þó ekki ætla að nægja og er greinin ofangreinda dæmi um það. Mér er til efs að þetta grein- arkorn fái breytt afstöðu LB, en öðrum kynni að þykja nokkur fengur að þeim atriðum, sem ég ætla að víkja að. Fyrst er þar til að nefna fund- inn sem haldinn var 16. júní sl. á skrifstofu minni með Georg Ólafssyni og Ásgeiri Einarssyni. Um fundinn gerði ég minnisblað og við það studdist ég þegar ég ritaði athugasemd, sem birtist í Morgunblaðinu 26. júlí sl. Sjálft minnisblaðið sendi ég RUV að beiðni fréttamanns þar. Ekki er mér kunnugt um að bornar hafi verið brigður á frásögn mína af fundinum og hlýt ég því að álykta, að hana megi leggja til grundvallar sem rétta. Vil ég sér- staklega tilfæra eftirfarandi úr minnisblaðinu: „GÓ og ÁE sögðust vilja vekja athygli RLS á máli þessu þar sem ekki væri beinlínis í sam- keppnislögum kveðið á um það með hvaða hætti gera ætti rann- sóknar- og ákæruvaldi grein fyrir stöðu máls þegar svo stæði á að til álita væri að vísa máli til opin- berrar meðferðar, þótt sektir væru lagðar á félögin. Fram kom í máli þeirra GÓ og ÁE að rannsókn málsins væri alls ekki lokið og reiknuðu þeir með því að e.t.v. lyki henni fyrir árs- lok. Þeir væru að leita viðhorfa RLS til þess hvort hagfelldara væri að RLS fylgdist með rann- sókninni og gæti þá myndað sér skoðun á því hvort líklegt væri að málið kæmi til kasta lögreglu eða hvort RLS vildi bíða þar til rann- sókn Samkeppnisstofnunar lyki.“ Af þessu verður það ráðið, að Samkeppnisstofnun var ekki á þessum fundi að vísa máli til op- inberrar meðferðar lögreglu, en slíkt gerist, a.m.k. í málum af þessu umfangi, með skriflegri greinargerð þar sem nánari grein er gerð fyrir sakarefni og þeim atriðum sem rannsókn kann að beinast að. Þetta verklag þekkja allir lögfræðingar og lögmenn, sem samskipti eiga við embættið. Formleg samskipti stofnana eru kortlögð með bréfum m.a. og við dagsetningar bréfa miðast ýmsir frestir að lögum og annað sem skipta kann máli. Er ríkislögreglustjóri kom úr sumarleyfi 26. júní sl. greindi ég honum frá efni fundarins. Ég skýrði honum jafnframt frá því, að ég hefði lagt það til, að sak- sóknari embættisins og ÁE hefðu samband og hittust þá eftir at- vikum til frekara samráðs. Vor- um við ríkislögreglustjóri sam- mála um þetta fyrirkomulag. Á fundinum gat ég ekki greint rík- islögreglustjóra frá neinu um- fram það sem segir í minnisblaði mínu um fundinn, þar sem um- ræðan á fundinum varðaði ekki ætluð refsiverð brot sérstaklega, heldur það hvort og þá með hvaða hætti embætti ríkislög- reglustjóra kæmi að málinu. Þau ummæli ríkislögreglustjóra, sem LB vísar til í tölulið 1 í grein sinni í Mbl. 2. ágúst sl. standa því óhögguð og eru byggð á þeirri vitneskju sem ég lét hon- um í té. Í 2. tölulið greinar sinnar gerir LB ákvæði 2. mgr. 66. gr. laga um meðferð opinberra mála að umtalsefni, að því er ætla verður, en hún hljóðar svo: Lögregla skal hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsi- vert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkissaksóknari getur gefið fyrirmæli í þeim efnum. LB notar orðin „skýlaus laga- ákvæði“ þegar hann ræðir frum- kvæðisskyldu ríkislögreglustjóra. Sé þetta ákvæði lesið bókstaflega sjást skýhnoðrar hér og þar, sem honum hefur líklega yfirsést eða ekki viljað sjá. Í niðurlagi þessa liðar skautar LB hratt og fimlega á næfurþunnum ís þegar hann segir: „Engin lagaákvæði standa í vegi fyrir því að mál séu rann- sökuð af tveimur stofnunum sam- tímis, enda rannsaka þær mis- munandi þætti málsins“. Ekki er flas til fagnaðar og hér er rétt að staldra við. Eins og fram hefur komið boðaði ríkislög- reglustjóri forstjóra og lögfræð- ing Samkeppnisstofnunar til fundar 28. júlí sl. þar sem farið var yfir stöðu málsins, m.a. varð- andi aðgerðir sem grípa þurfi til svo hefja megi opinbera rann- sókn eftir því sem tilefni kann að gefast til. Eftir þennan fund eru enn fjölmörg álitaefni til skoð- unar hvort efni séu til að hefja formlega lögreglurannsókn og hefur ríkissaksóknari nú komið að málinu. Í Morgunblaðinu 1. ágúst sl. eru reifuð sjónarmið ríkis- saksóknara þess efnis, að þótt samkeppnislög mæli því ekki gegn að mál séu rannsökuð sam- hliða af tveimur aðilum, lögreglu og samkeppnisyfirvöldum, fari það þvert gegn markmiðum um skilvirkni og hagkvæmni í rann- sóknum á meintum brotum á samkeppnislögum. Hér er komið að kjarna máls. Áður en afráðið verður um aðkomu lögreglu að rannsókn Samkeppnisstofnunar, er alveg ljóst, að verkaskipting, verði henni við komið, taki af öll tvímæli um skipan mála og koma þar til fjölmörg sjónarmið, m.a. varðandi mannréttindi. Í þessu sambandi ber að nefna regluna um ne bis in idem sem fjallar um það, að manni verði ekki refsað tvisvar fyrir sama brotið eða háttsemina. Regla þessi er lög- fest í 4. gr. samningsviðauka nr. 7 við samning um verndun mann- réttinda og mannfrelsis með breytingum skv. samningsvið- auka nr. 11, sbr. og 2. mgr. 138. gr. laga nr. 19, 1991. Regla þessi er nú víða til skoðunar, einkum þar sem líkur eru á því, að aukn- ing verði á brotum sem fara yfir landamæri (cross border crime) og álitaefni varðandi lögsögu sak- sóknar verða sífellt flóknari. Það er því fullkomlega rétt og skylt að huga vandlega að öllum mála- tilbúnaði. Í 4. tölulið greinar sinnar víkur LB að stofnun embættis ríkislög- reglustjóra. Ætlunin hafi verið að koma á fót litlu embætti, sem hefði það hlutverk að samræma og samhæfa verkefni og vinnu- brögð lögreglunnar í landinu. All- ir þekki þróun embættisins sem hafi tútnað út í tíð fyrrverandi dómsmálaráðherra. Ekki verður annað ráðið af þessum lágkúru- legu skrifum, sem ekki verða tí- unduð frekar, en að LB hafi ekki lesið rækilega skýrslu, sem fyrrv. dómsmálaráðherra lagði fyrir Al- þingi í apríl 2002. Um embætti ríkislögreglustjóra segir þar svo m.a: „Í skýrslunni er ítarlega fjallað um embætti ríkislögreglustjóra og meðal annars rakið að stofnun embættisins hafi orðið til þess að styrkja lögregluna í landinu og efla alla löggæslu, þar á meðal almenna löggæslu. Fram kemur að aukning hefur orðið á fjölda starfsmanna hjá embætti ríkis- lögreglustjóra, en sú aukning stafar fyrst og fremst af tilflutn- ingi verkefna sem að mati lög- gjafans hafa átt betur heima hjá embætti ríkislögreglustjóra vegna þess samræmingar- og þjónustuhlutverks sem hann gegnir fyrir lögregluembættin í landinu. Má þar nefna fjarskipta- miðstöð lögreglunnar, sérsveit, umferðardeild og bílabanka. Ríkislögreglustjóri annast og stýrir umfangsmiklum verk- efnum, þar sem sérfræðiþekk- ingar og samhæfingar er þörf, svo sem rannsóknum og saksókn skatta- og efnahagsbrota auk þess sem embættið veitir lög- regluliðunum aðstoð við rannsókn flókinna mála. Embættið hefur styrkt lögregluna í landinu, m.a. á sviði stjórnsýslu, heildar- skipulags, samræmingar, al- þjóðlegra samskipta og faglegrar meðferðar mála. Embættið hefur unnið að rannsóknum og saman- tektum um afbrot og þróun af- brota sem nýst hefur mjög vel við mat, m.a. Alþingis, á því hvernig ráðstafa skuli fjármunum til að efla öryggi borgaranna og þjónustu lögreglu við þá. Síðast en ekki síst má nefna að hjá embættinu er rekin öflug al- þjóðadeild sem annast samskipti við lögreglulið út um allan heim. Nefna má að alþjóðlegar úttekt- arnefndir sem hingað hafa komið hafa lofað deildina mjög fyrir uppbyggingu og starfsemi og vit- að er að mörg lögreglulið í Evr- ópu horfa til deildarinnar sem fyrirmyndar í skipulagi al- þjóðadeildar. Í stuttu máli má segja að stærsti hlutinn af mannafla og fjármagni embættis ríkislögreglustjóra nýtist beint eða óbeint löggæslunni í landinu öllu.“ Eins og LB þó réttilega bendir á, hefur ríkislögreglustjóri náið samstarf við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er æðsti yfir- maður lögreglunnar í landinu og ríkislögreglustjóri fer með mál- efni lögreglunnar í umboði hans. Ríkissaksóknari, æðsti handhafi rannsóknar- og ákæruvalds í landinu, hefur beint boðvald til saksóknara embættisins og getur mælt fyrir um meðferð allra mála, sem embættið er með til rannsóknar. Ber saksóknara að hlíta slíkum fyrirmælum og hefur ríkislögreglustjóri enga aðkomu að því ferli. Dylgjum LB um að tengsl ríkislögreglustjóra við fyrrverandi dómsmálaráðherra geti haft áhrif á þá lögreglu- rannsókn, sem kann að fara fram er vísað á bug sem ómaklegum og ósæmilegum. Enn nokkur orð um samskipti Samkeppnisstofnunar og embættis ríkislögreglustjóra Eftir Þóri Oddsson Höfundur er vararíkislög- reglustjóri. LISTIR NICOLE Vala Cariglia sellóleikari og Árni Heimir Ingólfsson píanó- leikari halda tónleika í Sigurjóns- safni í kvöld. Efnisskráin er helguð spænskri og suður-amerískri selló- tónlist „Við Nicole höfum spilað saman nokkuð oft undanfarin þrjú á en leiðir við kynntumst úti í Boston ,“ segir Árni Heimir. Píanó og selló eiga vel saman „Við erum nýkomin heim úr tón- leikaferð til Frakklands þar sem við lékum hluta þessarar efnisskrár á íslensk-franskri tónlistarhátíð í Provence. Við ákváðum að búa til spænskt og suður-amerískt prógram útfrá tveimur verkum eftir Cassadó og Hinastera. þar sem hvorttveggja fær að njóta sín, hin lagrænu, fal- legu og þjóðlegu spænsku einkenni og blóðhitinn í suður-amerísku tón- smíðunum.“ Meðal verkanna sem þau flytja eru Sex spænskir alþýðusöngvar eftir Manuel de Falla sem byggjast á þjóðlögum frá Múrsíu, Aragon og Andalúsíu, og Spænsk svíta eftir Gaspar Cassadó þar sem tónskáldið notar hljóðfall spænskra dansa. Auk þess eru á efnisskránni hið vin- sæla lag Casals, Söngur fuglanna, útsetning á kafla úr kammerverki eftir Turina, og Pampeana nr. 2 eft- ir Ginastera sem byggist á hinni seiðandi danstónlist Argent- ínumanna. „Efnisskráin ætti að gefa góða mynd af þróun sellósins sem ein- leikshljóðfæris á 20. öld. Sellóið var ekki vinsælt meðal tónskálda 19. aldar en með Casals verður hljóð- færið vinsælt og mörg verkanna sem við flytjum tengjast skólanum sem varð til í kringum hann,“ segir Árni Heimir. Hámenntuð í tónlistinni Nicole Vala lærði sellóleik hjá Bryndísi Höllu Gylfadóttur og síðar hjá Yeesun Kim við New England Conservatory í Boston, þaðan sem hún lauk mastersprófi árið 2001. Nicole hefur haldið einleiks- og kammertónleika í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, og sumarið 2001 sótti hún meistaranámskeið hjá Truls Mørk, Erling Blöndal Bengts- syni og Colin Carr. Nicole Vala hef- ur leikið reglulega með Sinfóníu- hljómsveit Íslands, Fílharmóníu- hljómsveitinni í Boston og Boston Modern Orchestra Project. Árni Heimir lærði hjá Jónasi Ingi- mundarsyni og hjá Lydiu Frumkin við Oberlin-tónlistarháskólann. Hann lauk nýverið doktorsprófi í tónvísindum frá Harvard-háskóla og kennir við Listaháskóla Íslands. Tónleikarnir í Sigurjónssafni hefjast kl. 20.30 Morgunblaðið/Arnaldur Nicole Vala Cariglia og Árni Heimir Ingólfsson. Suðrænir tónar fyrir selló og píanó ÞÝSKI stúlknakórinn Pfälzische Kurrende syngur á tónleikum í Bústaðakirkju í kvöld þriðjudag kl. 20. Stjórnandi er Carola Bisc- hoff og meðleik á píanó annast Sólveig Anna Jónsdóttir. Stúlknakórinn kemur frá Neu- stadt í Rheinland-Pfalz og er skip- aður 21 stúlku á aldrinum 15-25 ára. Þær hafa unnið til margvís- legra verðlauna og viðurkenninga á ferli sínum. Á efnisskrá tón- leikanna er þýsk kórtónlist, bæði forn og ný, evrópskir madrigalar og lög eftir Edvard Grieg og Pablo Casals. Stúlknakór í Bústaðakirkju fughettu eftir Pál Ísólfsson,“ segir Kjartan en þetta er í þriðja sinn á síð- ustu árum sem hann leggur land und- ir fót á þennan hátt. Að sögn Kjartans er alltaf afar spennandi að takast á við nýjan hljómburð á framandi orgeli. „Maður á sér auðvitað sínar stundir með hljóðfærinu fyrir tónleika, því maður þarf að vera búinn að registrera allt og kynnast hljóðfærunum. Þótt öll orgel fylgi ákveðnum meginreglum eru auðvitað engin tvö þeirra eins. Svo þarf maður líka að spila svolítið á hljómburðinn í húsinu, en það er al- veg yndislegt að takast á við nýjan hljómburð. Á nýjum stað við nýtt hljóðfæri heyrir maður oft verkin í allt öðru ljósi,“ segir Kjartan að lok- um. KJARTAN Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju og formaður Félags íslenskra organleika, heldur fyrstu tónleika sína af þrennum í Danmörku annað kvöld, miðvikudagskvöld. Fyrstu tónleikarnir eru í Nyborg á Fjóni, á fimmtudag í Frúarkirkjunni í Óðinsvéum og þriðjudaginn 12. ágúst í Sankt Matthæus-kirkjunni í Kaup- mannahöfn. Tónleikarnir eru hluti af sumartónleikaröðum sem haldnar eru í kirkjunum. Aðspurður hvað hann ætli að bjóða Dönum upp á svarar Kjartan því til að hann ætli að vera með ákveðinn kokkteil, þótt megináherslan verði á íslensk tónverk. „Ég byrja á verki eftir finnska tónskáldið Joonas Kokkonen, en síðan verð ég með verk eftir belgískt tónskáld sem heitir Floor Peters. Verk þeirra tveggja eru lítið spiluð en afskaplega falleg og því vil ég gjarnan kynna þau. Fyrr í sum- ar spilaði ég verkin á tónleikum ann- ars vegar í Hallgrímskirkju og hins vegar í Reykholti og mæltist það vel fyrir. Eftir þetta tek ég tokkötu í F- dúr eftir Bach, enda heldur maður ekki orgeltónleika án þess að spila Bach. Þegar því sleppir þá er það sem eftir er íslensk tónlist. Ég byrja á sálmforleik eftir Jón Þórarinsson, svo er ég með stutta fantasíu eftir Jón Ásgeirsson og að lokum ostinato og Organisti á faraldsfæti Morgunblaðið/Sigurður Jökull Kjartan Sigurjónsson við orgelið í Digraneskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.