Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 0 5. 20 03 STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að hækka gjald- skrá á heitu vatni um 5,8% og rúm- lega 1% á rafmagni. Sjálfstæðis- menn í stjórninni greiddu atkvæði gegn hækkununum. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, segir að af- koma OR fyrstu sex mánuði ársins hafi ekki verið viðunandi, en milli- uppgjör fyrirtækisins var lagt fram í gær. Hagnaður fyrirtækisins nam 575 milljónum króna en var á sama tíma í fyrra 2.077 milljónir sem var skýrt af miklum gengishagnaði. Rekstrarhagnaður í ár, þ.e. tekjur fyrir fjármagnsliði og afskriftir, var 240 milljónir sem er 65 millj- ónum króna betri árangur en í fyrra. Eigið fé OR er um 38,2 millj- arðar króna. Arðsemi eigin fjár var 1,5% sem telst almennt ekki góð niðurstaða í rekstri fyrirtækis. Aðspurður hvort fyrirtækinu sé illa stjórnað segir Guðmundur það ákvörðun stjórnar og eigenda hve mikil arðsemin eigi að vera. „Und- anfarin ár hefur frekar verið horft til verðlækkana en aukinnar arð- semi. Það er hlutur sem eigendur ákveða en það er ekki þægileg staða að hafa svona lítið uppá að hlaupa. Svona lág arðsemi á eigin fé er erfið. Til að mynda er erfitt að mæta sveiflum eins og þessum,“ segir Guðmundur og vísar til minnkandi tekna vegna minni orkunotkunar sem leiðir til þess að hækka þarf gjaldskrá notenda. „Ef við værum að keyra á fimm til tíu prósent arðsemi eigin fjár þá væri miklu minna mál að taka svona sveiflur.“ Ekki hægt að draga saman í rekstri Tekjur Orkuveitunnar voru 450 milljón krónum lægri á fyrri hluta ársins en áætlanir gerður ráð fyrir. Stjórnendur horfðu fram á að dag- legur rekstur skilaði ekki nægum tekjum upp í fjárfestingar og arð og á því þurfti að taka að sögn Guðmundur. Ekki sé hægt að draga saman í rekstri fyrirtækisins enda hafi mikið verið hagrætt und- anfarin ár. Það endurspeglist í þró- un orkuverðs, sem hafi ekki fylgt almennum verðlagshækkunum. Hann segir eðli starfseminnar þannig að fyrirtækið verður að vera reiðubúið að mæta miklum kuldaköstum sem vari í allt að mánuð. Gert sé ráð fyrir að hækk- un hitastigs nú sé bara hluti af nokkurra ára sveiflu. Svo gangi breytingin til baka. Þar sem 90% af starfseminni sé fastur kostnaður, sem verði ekki breytt vegna tíma- bundinna sveiflna, sé erfitt að draga starfsemina fljótt saman. Viðskiptavinir geri þá kröfu að OR geti selt þá orku sem þeir óski eftir þegar kalt sé í veðri. Allur viðbún- aður miðist við það. Hækkun þrátt fyrir jákvæð ytri skilyrði Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi og stjórnarmaður í Orku- veitu Reykjavíkur, segir þessa hækkun þurfa að koma til þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði. Fjár- magnskostnaður hafi lækkað um 425 milljónir það sem af er árinu vegna hagstæðrar gengisþróunar. Eigið fé fyrirtækisins haldi áfram að rýrna sem nemi um 4,4% á milli ára. Hann segir ekki lengra síðan en í júní að gjaldskrá fyrir heitt vatn og rafmagn var hækkuð um 3,4%, en hún tók gildi 1. júlí sl. Í því ljósi séu þessi viðrögð nú furðuleg því ekkert hafi breyst síðan þá. Fjárfestingar veikja fjárhag Sjálfstæðismenn lögðu fram bók- un á stjórnarfundinum í gær þar sem segir að óvarlegar fjárfesting- ar í Línu.Neti og tengdum fyrir- tækjum ásamt byggingu höfuð- stöðva, sem hafi farið langt umfram áætlun, séu þegar farnar að veikja fjárhag OR verulega. Þessar fjárfestingar nemi sex til sjö milljörðum króna og ljóst sé að leggja verði meiri fjármuni til þessara verkefna. Guðlaugur segir að lagt hafi ver- ið til að seldar yrðu eignir eins og höfuðstöðvar, dótturfyrirtæki og eignarhlutur í fyrirtækjum og sölu- andvirðið yrði að mestu nýtt til að lækka skuldir Orkuveitunnar. Samhliða því verði horfið frá þeirri stefnu að fjárfesta í rækjufyrir- tækjum, tölvufyrirtækjum, mynd- bönkum og öðru sambærilegu. Næg verkefni séu á hefðbundn- um sviðum Orkuveitunnar. Afkoma OR ekki sögð viðunandi Lítil arðsemi eigin fjár fyr- irtækisins                                   !               "# #$ #" #% # # %#$ %#" %#%    Stjórn Orkuveitunnar hækkar gjaldskrá á heitu vatni og rafmagni BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að veita Ísaksskóla 55 milljóna króna styrk vegna uppsafn- aðs rekstrarhalla. Einnig var sam- þykkt að heimila Fræðsluráði að af- skrifa um fjórtán milljóna fyrirframgreitt framlag vegna launaskuldbindinga skólans. Þá samþykkti borgarráð að veita Tjarn- arskóla tveggja milljón króna styrk til niðurgreiðslu skammtímaskulda. Ánægð með afgreiðslu borgarráðs Í bókun minnihlutans kom fram að minnihlutinn samþykkti tillöguna en teldi að um lágmarksframlag væri að ræða. Fulltrúar R-listans tóku fram að rekstrarframlög borgarinnar til þessara tveggja skóla og Landakots- skóla hafi hækkað um 200% síðan borgin tók við rekstri grunnskóla frá ríkinu. Edda Huld Sigurðardóttir, skóla- stjóri Ísaksskóla, kveðst ánægð með afgreiðslu borgarstjórnar. „Ég er ánægð með þessa afgreiðslu. Annað væri vanþakklæti. Mér þykir ljóst að það verði miklu auðveldara að sigla inn í næsta skólaár með þennan pakka að baki heldur en hefur verið undanfarin ár þegar við höfum verið að hefja starfsemi á haustin með stóran skuldapakka á bakinu,“ segir Edda Huld. Hún segir að rekstrarforsendur skólans hafi breyst mikið eftir að samþykkt var síðasta vor að auka framlag borgarinnar upp í 303 þús- und á hvern nemanda í einkareknum grunnskólum. Þrátt fyrir þetta er lágmarkskostnaður við barn í grunn- skólakerfinu um 370 þúsund. „Ég er ánægð með að borgin skyldi drífa þetta í gegn og gera rekstrarfor- sendur skólans allt aðrar en verið hefur,“ segir hún. Framlög vegna fimm ára barna hækkuð Á borgarráðsfundinum var einnig samþykkt að hækka framlög til einkarekinna grunnskóla fyrir fimm ára gömul börn. Framlagið var áður 12.500 krónur á mánuði en verður 23.000 eftir breytinguna sem er sama upphæð og borgin greiðir með leikskólavist barna á sama aldri. Stuðningur við Ísaksskóla og Tjarnarskóla 71 milljónar styrk- ur til einkarek- inna grunnskóla VARÐSKIPIÐ Týr er þessa dag- ana í viðgerð í Slippstöðinni á Akureyri. Anton Benjamínsson verkefnastjóri sagði að Slipp- stöðin hefði verið með hagstæð- asta tilboðið þegar ríkiskaup bauð verkið út. „Það sem var boðið út var slippstaka, botnhreinsun, málun og fleiri viðgerðir á varðskipun- um Tý og Ægi. Við byrjuðum á að taka Ægi í klössun, en nú er hann tilbúinn og Týr kom í stað- inn og verður hann tilbúinn á morgun [í dag]. Þetta er bara hefðbundið eftirlit og ýmsar lag- færingar, ekkert stórvægilegt,“ sagði Anton. Morgunblaðið/Ásgrímur Örn Varðskipið Týr í kvínni í Slippstöðinni á Akureyri. Viðgerð á Tý að ljúka MAÐURINN sem féll af hestbaki í Hítardal í Borg- arfirði á mánudagskvöld ligg- ur enn á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi. Að sögn læknis á vakt er hann með al- varlega áverka. Ökumaður vélhjólsins, sem lenti í árekstri við jeppabif- reið á Sprengisandsleið í fyrradag, er einnig mikið slasaður, en hann var í aðgerð alla fyrrinótt, að sögn vakt- hafandi læknis. Var gert ráð fyrir því að hann færi á gjör- gæsludeild eftir aðgerðina. Útskrifuð af gjörgæslu Spænsku ferðamennirnir þrír, hjón og tengdadóttir þeirra, hafa verið útskrifaðir af gjörgæsludeild og að sögn læknis á vakt eru þau á bata- vegi. Ferðamennirnir voru fluttir á gjörgæsludeild eftir að jeppi sem þeir voru í ásamt þremur öðrum valt skammt frá brúnni yfir Hrútá milli Kvískerja og Jökulsár. Ung kona beið bana í slysinu. Enn á gjörgæslu- deild Á BORGARRÁÐSFUNDI í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins fram fyrirspurn vegna útboða á vegum Vélamiðstöðvar Reykja- víkur, Strætisvagna Reykjavíkur og Malbikunarstöðvarinnar í september 1996. Fram kemur í fyrirspurninni að 0,4% munur hafi verið á hæsta og lægsta tilboði; en innkaupin námu rúmlega 114 milljónum króna. Óskað er svars við spurning- unni: „Með hvaða hætti hyggst Reykjavíkurborg leggja fram kröfugerð sína ef niðurstaða Sam- keppnisstofnunar verður sú að olíufélögin hafi haft með sér sam- ráð um tilboðsgerð í ofangreindu útboði borgarinnar?“ Þá óska sjálfstæðismenn eftir því að öll gögn Innnkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar vegna þessa máls verði send borgarráðs- fulltrúum.“ Minnihluti í borgarráði Óska upplýsinga vegna útboðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.