Morgunblaðið - 13.08.2003, Side 8

Morgunblaðið - 13.08.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kæru línusjómenn, gjörið svo vel að láta reiði ykkar bitna á sjávarútvegsráðherranum. Ráðstefna um sjálfútleggjandi steypu Steypan flýtur eins og vökvi ALÞJÓÐLEG ráð-stefna um sjálfút-leggjandi steypu fer fram dagana 18.–20. ágúst næstkomandi á Nordica Hotel. Sjálfút- leggjandi steypa er nýjung í steinsteypu og væntan- lega það sem koma skal í framtíðinni. Dr. Ólafur Haraldsson Wallevik er deildarstjóri steinsteypu- deildar Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins sem stendur fyrir ráðstefnunni. Hvað er sjálfútleggjandi steypa ? „Sjálfútleggjandi steypa er ólík hefðbundinni steypu að því leyti að hún flýtur algjörlega út eins og vökvi. Það þarf engan svo- kallaðan titrara við að leggja hana niður sem gerir hana umhverfisvæna að því leyti að erf- iðisvinna er nánast úr sögunni við niðurlögn steypu. Einnig er hún einsleitari sem gerir gæði hennar betri og endingu hennar lengri. Þessi steypa er ein mesta bylting sem orðið hefur í steinsteypu- tækni á síðastliðinni hálfri öld en hún kemur upphaflega frá Japan. Þar voru byggð fjölmörg mann- virki úr slíkri steypu þegar iðnað- ur landsins tók kipp árið 1990.“ Inniheldur steypan sömu efni og venjuleg steypa? „Að samsetningu er hún mjög svipuð venjulegri steypu fyrir ut- an það að í hana þarf meira af fín- efni og nota þarf öðruvísi blönd- unarefni. Þegar spara á fínefni er notað það sem heitir „stabiliser“ á ensku sem er oft sama efnið og notað er sem sósuþykkir. Helsti ókostur steypunnar er sá að hún er örlítið dýrari, en á móti kemur sparnaður við niðurlögn. Það þarf einfaldlega að setja ventil á mótið og dæla síðan steypunni í, þessu má líkja við að fara á bensínstöð og biðja um að fylla hann, takk!“ Hefur steypan verið notuð hér á landi? „Steypan hefur verið notuð við viðgerðir á stærri mannvirkjum, t.d. Borgarfjarðarbrú, Stykkis- hólmsbrú og Þjórsárbrú og Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Steypu- stöðvarnar eru farnar að selja talsvert magn af steypunni í plötu- steypur sem mun auðveldara er að steypa úr heldur en venjulegri steypu. Sjálfútleggjandi steypu þarf ekki að pumpa, draga út, víbra o.s.frv. eins og þarf að gera við venjulega steypu.“ Hentar steypan íslenskum að- stæðum? „Íslendingar voru með þeim fyrstu til að taka þátt í rannsókn- um og þróun á sjálfleggjandi steypu. Þó lausn sé nú í sjónmáli hefur það verið vandkvæðum bundið að búa til íslenska lausn því íslenska fylliefnið, basaltið okkar, er svo blöðrótt; það drekkur eins og Íslendingur. Við gerð mann- virkja úr slíkri steypu höfum við því að hluta til þurft að nota norsk- an stein sem fylliefni, hinn sama og almennt er notaður við malbikun stærri gatna.“ Mun sjálfleggjandi steypa taka við af venjulegri steypu? „Nýjungar þurfa alltaf vissan aðlögunartíma en með tilliti til gæða hennar ætti þetta að vera steinsteypa framtíðarinnar. Þetta er aðallega viðskiptapólitískt mál þar sem deilt er um hvar eigi að spara. Verktakar vilja oftast að sparnaðurinn verði strax á morg- un en venjulega þarf dálítinn að- lögunartíma þar til virkileg hag- kvæmni kemur í ljós. Það sem gerir sjálfútleggjandi steypuna svo mikið betri er að hún er ekki breytileg í mannvirkinu og settar eru hærri kröfur til fylliefna henn- ar. Í raun ættu slíkar kröfur einnig að eiga við venjulega steypu. Það er svo auðvelt að gera einhvern veginn steypu með einhvern veg- inn sandi, steini og sementi en það er list að gera góða steypu.“ Hvaða þjóðir nota sjálfleggjandi steypu? „Í dag standa Svíar, Hollend- ingar og Íslendingar fremstir Evr- ópubúa í notkun slíkrar steypu. Sjálfútleggjandi steypa er ekki stór hluti af steypuframleiðslu á Íslandi í dag þó svo að nokkuð sé búið að byggja úr henni. Aftur á móti erum við hér á Íslandi fremstir meðal jafningja í svokall- aðri flotfræði og höfum hannað sjálfútleggjandi steypu fyrir fyr- irtæki víðs vegar um heim.“ Hvernig verður ráðstefnan upp- byggð? „Ráðstefnan hefst með tveimur tveggja daga, alþjóðanámskeið- um. Hið fyrra hefst í dag og er um flotfræði sjálfútleggjandi steypu. Hið seinna sem er praktískt nám- skeið verður haldið á föstudag og laugardag en á sunnudeginum eru fundahöld. Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðar- og viðskiptaráðherra setur síðan ráðstefnuna formlega klukkan 8:45, mánudaginn 18. ágúst á Nordica Hotel. Ráðstefnan stendur í þrjá daga og verða flutt yfir 110 erindi um efnis- eiginleika, þróunarað- ferðir, endingu og notk- un sjálfútleggjandi steypu í mannvirkjum. Á mánu- deginum er fyrirhugað að steypu- stöðvar komi og steypi í gagnsæ mót fyrir aftan hótelið. Í lok ráð- stefnunnar verður farið í heimsókn í húsakynni Rann- sóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins þar sem aðrar steypugerðir verða til sýnis. Skráning fer fram á www.ibri.is/ scc.“ Ólafur Wallevik  Dr. Ólafur Haraldsson Walle- vik er fæddur árið 1958 í Reykja- vík. Hann er menntaður trésmið- ur auk þess að hafa doktorsgráðu í verkfræði frá Þrándheimi en þaðan lauk hann námi árið 1990. Ólafur hefur starfað sem deildarstjóri stein- steypudeildar Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins síðan 1991, sérsvið hans er íblöndunarefni og efniseiginleikar hágæða- steypu. Hann hefur haldið yfir 20 námskeið í yfir 10 löndum víða um heim um floteiginleika og sjálfútleggjandi steinsteypu. Sambýliskona Ólafs er María Knudsen. Íslendingar framarlega í flotfræði. HÚN Pálína Gísladóttir var að koma í Sandvíkurfjöru í fyrsta sinn um síðustu verslunar- mannahelgi. Sandvíkurfjara er náttúruperla í einkaeigu í landi Bergs og liggur á milli Krossness þar sem Krossnesviti stendur og norðurenda fjallsins Stöðvar. Aðeins nokkrir kílómetrar eru frá þorpinu í Grundarfirði út í Sandvík og tekur innan við 10 mínútur að aka þessa leið. Land- eigendur veittu fúslega leyfi fyrir því að Pálína fengi að líta þessa ótrúlega sandströnd og stuðla- bergsklettana augum ásamt fjöl- skyldu sinni. Pálína, sem fædd er árið 1929, var einn af frumbyggjum Grund- arfjarðarkaupstaðar þegar þétt- býli tók að myndast þar fyrir 60 árum og hefur búið þar samfellt síðan. Hún var fengin til þess að setja hátíðina Á góðri stund í Grundarfirði síðustu helgina í júlí og í ávarpi hennar kom fram að á þessum tíma, eða í kringum 1940, voru íbúar í Eyrarsveit 415 tals- ins. Af þeim búa 45 manns í Grund- arfirði í dag, ýmist á sjötugs- eða áttræðisaldri. Íbúar Grundar- fjarðar 1. des. sl. voru 964. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Fjórir ættliðir í Sandvíkurfjöru. Lengst til hægri er Pálína, næst henni er Jóhanna H. Halldórsdóttir, dóttir hennar, síðan Dagfríður Gunnarsdóttir, dóttir Jóhönnu, og lengst til vinstir er Gunnar Andri Pétursson dóttursonur Jóhönnu. Í Sandvíkurfjöru í fyrsta sinn Grundarfirði. Morgunblaðið. ÞAÐ sem af er árinu hafa 45 ein- staklingar sótt um hæli á Íslandi en engum hefur verið veitt dvalarleyfi. Í byrjun ágúst í fyrra var þessi fjöldi 67. Í langflestum tilvikum er sótt um hæli af pólitískum eða efnahagsleg- um ástæðum. Allt árið í fyrra voru lagðar fram 117 umsóknir um hæli hér á landi og var það tvöföldun umsókna frá árinu 2001. Fimm af þeim fengu dvalar- leyfi en flestir drógu umsókn sína til baka og yfirgáfu landið sjálfviljugir. 36 voru sendir til annarra landa á grundvelli Dyflinar-samningsins sem Ísland er aðili að. Komi í ljós að hælisleitandi hafi umsókn til meðferðar í öðru ríki eða búið sé að afgreiða hana í því ríki er heimilt samkvæmt Dyflinar-samn- ingnum að senda hann aftur til þess ríkis. Samkvæmt upplýsingum frá Út- lendingastofnun drógu margir af hælisleitendunum í ár umsóknir sín- ar til baka þegar þeim var gerð grein fyrir þessum samningi. Þá hefur ver- ið minna um endursendingar miðað við árið 2002 þar sem hælisleitendur hafa yfirgefið landið sjálviljugir. Í fyrra komu flestir frá Rúmeníu eða 39. Í ár hafa 12 Rúmenar þegar beðið um hæli og átta Albanir. Í fyrra óskuðu 10 Albanir um hæli og 15 Rússar. Enginn Rússi hefur hins vegar óskað eftir hæli í ár. Færri umsóknir um hæli í ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.