Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 9

Morgunblaðið - 13.08.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 9 Nýjar vörur SÍMI 562 1166 - 587 8044 25% afsláttur af barnamyndatökum til 1. september RÁÐHERRA vísinda- og tæknimála í framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, Philippe Busquin, er hér á landi í boði Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra til að kynna sér rannsóknir sem íslenskir vísinda- menn leggja stund á. Í fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu segir að íslenskir vísindamenn hafi getið sér góðan orðstír með þátttöku í rammaáætlunum Evrópusam- bandsins um rannsóknir og tækniþróun á undanförnum árum. Á fundi Busquin með menntamála- ráðherra verður rætt um strauma og stefnur í vísinda- og tæknisamvinnu Evrópusambandsins sem Íslending- ar taka þátt í á grundvelli samnings um Evrópska efnahagssvæðið. Einn- ig ræða þeir stöðu Íslands í hagkerfi sem byggt er á þekkingu og rann- sóknum og þátttöku Íslands í rann- sóknaráætlunum ESB. Þá mun Busquin hitta iðnaðarráðherra í heim- sókninni. Heimsækir fyrirtæki og vísindastofnanir Dagskrá heimsóknar Busquins verður fjöl- þætt og tengjast heim- sóknir hans á vísinda- stofnanir og í fyrirtæki verkefnum sem íslensk- ir vísindamenn taka þátt í eða stjórna. Efnt verður til sérstakra kynninga í erfða- og heilbrigðisrannsóknum, á rannsóknum í matvælaframleiðslu, sjálfbærri orkuvinnslu – vinnslu jarð- varma og nýtingu vetnis sem orku- bera, rannsóknum á áhrifum veður- farsbreytinga á umhverfi hafsins og fiskveiðistjórnun. Þá verður sérstaklega kynnt vetnisstöð Skelj- ungs í Ártúnsholti, en stöðin er liður í einu stærsta verkefni ESB sem Íslendingar taka þátt í og stýrt er af Ís- lenskri NýOrku ehf. Busquin mun m.a. heimsækja Íslenska erfðagreiningu, Marel, Bláa lónið, Svartsengi, rannsóknastöð Haf- rannsóknastofnunar- innar á Stað við Grindavík og Rannsóknastöðina í Sandgerði. Heimsókninni lýkur föstudaginn 15. ágúst. Vísinda- og tæknimála- ráðherra ESB á Íslandi Philippe Busquin HAFNARSTJÓRN Akraness hef- ur mælt með því að verða við beiðni fyrirtækisins Stjörnugríss hf. um 1.500 fermetra lóð undir fóðurskemmu á fyllingu við Faxa- bryggju. Lagt er til að skipulags- og umhverfisnefnd bæjarins taki erindið til umfjöllunar og að breyt- ing á deiliskipulagi vegna fyrirhug- aðrar byggingar verði gerð sam- hliða áformaðri breytingu á lóð við Ferjubryggju. Geir Gunnar Geirsson hjá Stjörnugrís sagðist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að lóðarumsóknin fengi jákvæða um- fjöllun hjá Akranesbæ þannig að framkvæmdir gætu hafist sem fyrst, eigi síðar en í byrjun næsta árs. Stjörnugrís hefur undanfarið ár flutt inn fóður til svínakjöts- framleiðslu og leigt í því skyni skemmu í Hafnarfirði. Með því að reisa slíka skemmu á Akranesi og taka fóðrið þar á land er ætlunin að vera nær framleiðslustað, sem eru Melar í Melasveit, þar sem grísaeldið fer fram. Um sex þúsund tonn af svína- fóðri eru flutt inn árlega hjá Stjörnugrís og sagðist Geir Gunn- ar ekki reikna með að fleiri aðilar kæmu að þeim innflutningi eða að fóðurmagnið yrði aukið, enda eng- in áform uppi um frekari fram- leiðslu á svínakjöti. Stjörnugrís vill reisa fóður- skemmu á Akranesi NÍUHUNDRUÐ og áttatíu Íslend- ingar voru starfandi hjá varnarlið- inu um síðustu mánaðamót sam- kvæmt yfirliti frá varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þann 31. maí sl. var fjöldi íslenskra starfsmanna 944 og hefur fjölgað um 36 í sumar umfram þá sem létu af störfum. Þar af eru 710 karlar og 270 konur. Frá áramótum hefur Ís- lendingum hjá varnarliðinu fjölgað um 74. Að sögn Péturs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, skýr- ist aukningin fyrst og fremst af sumarráðningum varnarliðsins. Engin íslensk tæknimenntuð kona hjá varnarliðinu Stærsti einstaki hópur starfs- manna hjá varnarliðinu eru iðnaðar- menn, eða 184 starfsmenn, þar af 176 karlar. Flestar konur gegna skrifstofu- og verslunarstörfum, 112 alls. Alls starfa 158 íslenskir slökkviliðsmenn á varnarsvæðinu, þar af eru 3 konur. 116 karlmenn eru í stjórnunarstöðum hjá varnar- liðinu en íslenskar konur í samskon- ar störfum eru 43. Fjörutíu og fimm íslenskir verkfræðingar og annað tæknimenntað fólk starfar hjá varn- arliðinu en í þeim hópi er engin kona. Þegar litið er á ráðningar Íslend- inga það sem af er þessu ári kemur í ljós að fleiri hætta en hefja störf fyrstu þrjá mánuði ársins. Í apríl snýst þróunin við og í maí hófu 60 Íslendingar störf hjá varnarliðsins og 43 í júní. Í júlímánuði hófu sjö manns störf en ellefu hættu störf- um. 980 Íslendingar hjá varnarliðinu FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is FYRIRTÆKJASALA ÍSLANDS Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.