Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.08.2003, Qupperneq 16
ERLENT 16 MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ PALESTÍNSKU harðlínusamtökin Hamas sögðust í gær hafa staðið fyrir sjálfsmorðstilræði sem varð Ísraela að bana við landtökubyggð- ina Ariel á Vesturbakkanum í gær. Nokkrum klukkustundum fyrr féll Ísraeli í árás sjálfsmorðingja í bæn- um Rosh Ha-Ayin í grennd við Tel Aviv. Talsmenn Palestínustjórnar fordæmdu sjálfsmorðsárásirnar en sögðu jafnframt að Ísraelsstjórn hefði átt upptökin að því að rjúfa vopnahléið er hún hefði sl. föstudag sent hermenn til að ráðast á Hamas- liða í Nablus. Fjórir Palestínumenn féllu í þeim átökum og einn ísr- aelskur hermaður. „Við erum á móti aðgerðum af þessu tagi en það er augljóst að það eru Ísraelar sem eiga að sýna meiri ábyrgðartilfinningu og binda enda á aðgerðir sínar á Vesturbakkanum og Gaza,“ sagði ráðherra öryggis- mála í Palestínustjórn, Mohammad Dahlan. Hann minnti á árás Ísr- aelshers á Nablus. „Þið hljótið að vita að slíkar aðgerðir ala af sér of- beldi og hvetja til andsvara af hálfu Palestínumanna,“ bætti hann við. Frestað að sleppa föngum úr haldi Hringt var í fréttamann AFP- fréttastofunnar í gær og skýrt frá aðild Hamas að tilræðinu við Ariel. Sprengjumaðurinn hefði verið 21 árs gamall maður, Islam Yusef Ekfeshi, frá Nablus. Ekki er enn vitað hvaða samtök stóðu fyrir til- ræðinu í Tel Aviv eða hver tilræðis- maðurinn var. Ísraelar frestuðu þegar að láta lausa 69 palestínska fanga sem ætl- unin hafði verið að fengju frelsi í gær. „Við getum ekki leyst palest- ínska fanga úr haldi meðan Palest- ínustjórn gerir ekkert til að halda aftur af hryðjuverkamönnum,“ sagði Danny Naveh, heilbrigðis- málaráðherra Ísraels. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að sendar hefðu verið viðvar- anir til Palestínustjórnar um að hætta væri á hryðjuverkaárásum en ekkert hefði verið aðhafst. Ísraelar krefjast þess að Abu Mazen, for- sætisráðherra Palestínustjórnar, leggi til atlögu gegn Hamas, Ísl- amska Jihad og öðrum hryðjuverka- samtökum en hann óttast að afleið- ingin geti orðið borgarastyrjöld á svæðum Palestínumanna. Þrátt fyrir atburðina á föstudag lýsti talsmaður Hamas því yfir að samtökin myndu áfram virða þriggja mánaða vopnahlé sem nú hefur staðið að nafninu til í hálfan annan mánuð. Margir óttast að átökin undanfarna daga geti valdið því að friðarumleitanirnar sem kenndar eru við tillögur stórveld- anna og Sameinuðu þjóðanna, Veg- vísi til friðar, renni út í sandinn. Er bent á að vopnaður armur Hamas, Essedine al-Qassam-herdeildirnar, hafi þegar heitið hefndum fyrir árásina í Nablus og virðist nú hafa efnt það fyrirheit. Sjálfsmorðsárásir ógna friðarferlinu Reuters Ísraelskir björgunarmenn kanna aðstæður á vettvangi eftir tilræði í stórmarkaði við bæinn Ha-Ayin í grennd við Tel Aviv. Sjálfsmorðssprengjumaður grandaði þar sjálfum sér og Ísraela í gær. Talsmenn Palest- ínustjórnar segja Ísraela hafa átt upptökin með því að ráðast á bæki- stöð Hamas-liða í Nablus Jenín, Gazaborg, Jerúsalem. AFP. SAKSÓKNARI á Indónesíu krafðist í gær 15 ára fangelsisdóms yfir múslimaklerknum Abu Bakar Bashir á þeim forsendum að sannað væri að hann færi fyrir íslömsku hryðjuverkasamtökunum Jemaah Islamiyah er ynnu að því að steypa Indónesíustjórn. Vitni báru að Bashir sé „emírinn“ í Jemaah Islamiyah, sem vilji stofna íslamskt ríki á Indónesíu, að sögn Hasans Madanis saksóknara. Sam- tökin eru sögð tengjast al-Qaeda og hafa staðið að sprengjutilræðum á Balí í október í fyrra er urðu 202 að bana og ennfremur tilræðinu við Marriott-hótelið í Jakarta þar sem 11 manns létust, auk fjölda annarra blóðugra tilræða í landinu. Bashir neitar því að Jemaah Islamiyah-samtökin séu til. Í út- varpsviðtali í gær sakaði hann bandarísku leyniþjónustuna, CIA, um að hafa sviðsett tilræðin á Balí og í Jakarta til að koma óorði á ísl- am. Dómarar hafa ekki enn kveðið upp úrskurð sinn, og þeim er ekki skylt að fara að kröfu saksóknarans finni þeir Bashir sekan um landráð, en hámarksrefsing fyrir þau er 20 ára fangelsi. Jemaah Islamiyah-samtökin hafa sett á fót sérstaka sveit 10-15 sjálfsmorðstilræðismanna, að því er indónesíska fréttatímaritið Tempo greindi frá í gær. Maður að nafni Mustofa, sem handtekinn hafi verið í lögregluaðgerðum í byrjun júlí, hafi játað að hafa tekið þátt í að þjálfa „dauðasveitina“. Í frétt Tempo kom ekki fram hvort aðeins væri um að ræða eina 10–15 manna sveit, eða fleiri sveitir sem hver um sig hefði þetta marga meðlimi. Fréttin var byggð á heimildum frá lögreglunni, og sagði heimildar- maðurinn að meðlimir dauðasveit- anna væru „vopnaðir, og sérfræð- ingar í sprengjusmíð“. Krefjast 15 ára fangelsisdóms Jakarta. AFP. Reuters Indónesíski múslimaklerkurinn Abu Bakar Bashir heldur á ákæru sem gef- in var út á hendur honum í gær en hann er talinn vera sekur um landráð. MIKIÐ magn af olíu, eða sem nemur meira en hundrað milljón tunnum, fannst á bændajörð í Hampshire á Englandi í gær og er talið að um sé að ræða mikilvægasta olíufund í Bretlandi í tvo ára- tugi. Talsmenn olíuleitarfyrir- tækisins Pentex Oil UK segja að olían á svæðinu sé 30% meiri en í stærstu olíulind þeirra í landinu sem er í Stockbrigde auk þess sem fundurinn sé mikill hvati fyrir bresk olíuleitarfyrirtæki, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fyrirtækið hefur stýrt forkönnun á svæðinu þar sem verið er að athuga hvort hægt verði að hefja olíuvinnslu. Fyrirtækið vonast til að geta hafið olíuvinnslu við lok árs- ins ef niðurstöður rannsókna reynast jákvæðar. Mikið magn olíu finnst í Bretlandi VIÐRÆÐUR um lausn á deilum um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu- manna munu fara fram í Peking þann 27.–29. ágúst nk. að því er AFP-fréttastofan hafði eftir rússneskum diplómötum í gær. Aðstoðarforsætisráðherrar sex þjóða, Bandaríkjamanna, S-Kóreu- manna, Japana, Kínverja, Rússa og N-Kóreumanna, koma til með að taka þátt í viðræðunum. N-Kóreustjórn hafði þar til fyrr í þessum mánuði neitað að ræða við Bandaríkjamenn um deilumál ríkjanna nema í tvíhliða viðræðum og hafði þar að auki krafist þess að Bandaríkin gerðu griðasamning þar sem því væri heitið að gera ekki árás á landið. Norður-Kór- eu-viðræður í lok ágúst Peking. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.